Vísir - 23.05.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 23.05.1938, Blaðsíða 3
V í£ IR. Alger skortur á grænmeti í nænum. FoFStjori GrænmetisYersInnar ríkisins kennir Ijaldeyrisnelnd um sleifarlagið. Hirin 23. apríl s. 1. var drepið á það í Vísi, að Grænmetis- verslun ríkisins hefði mjög takmarkaðar birgðir af útsæði og grænmeti til neyslu væri lítt fáanlégt hér í bænum, en ef það fengist væri það selt með okurverði. Árni G. Eylands forstjóri Grænmetisverslunar ríkisins svaraði þessari grein Vísis í Nýja Dagblaðinu með fullum rembingi og lét í veðri vaka að hann hefði gerst einskonar bjargvættur þjóðarinnar, með því að hann hefði tekið fram fyrir hendur hinna sofandi landsmanna og gert stórar pantanir á grænmeti og tryggt nægar birgðir af grænmeti og útsæði handa landsmönnum. Gat hann þess í grein sinni, að miklar sendingar væru væntanlegar 2. maí, og þótt Grænmetisverslunin gæti ekki fullnægt eftirspurn þá í augna- blikinu, væri það tryggt að landsmenn fengju nægjanlegt grænmeti. Þar sem þessar upplýsingar lágu fyrir i málinu taldi Vísir rétt að bíða átekta og ræða mál- ið ekki frekar þar til séð yrði hverjar yrðu efndirnar á loforð- um forstjórans. Rauhin varð hinsvegar sú, að i stað „stóru sendinganna", komu nokkur tonn af kartöflum með hverju skipi, og mun hver sending hafa fullnægt eins eða tveggja daga eftirspurn. Visir hefir leitað upplýsinga hjá matvörukaupmönnum hér i bænum um viðskifti þeirra við Grænmetisverslun ríkisins, og eru þeir á einu máli um það, að þau viðskifti séu þannig, að lítt sé við unandi og beri margt til. Kartöflur þær, sem inn eru fluttar, eru keyptar frá ítaliu, og hafa reynst léleg vara og auk þess eru þær rándýrar. Fullyrða kaupmennirnir að danskar kar- töflur megi fá miklu betri og ódýrari, en þótt þeir hafi borið fram kvartanir við Grænmetis- verslunina hafi því ekki verið sint. Segja kaupmennirnir, að kartöfluskorturinn hafi sífelt á- gerst frá siðustu áramótum, en verið með öllu óviðunandi tvo síðustu mánuðina. ÖU loforð forstjórans um aukinn innflutn- ing á kartöflum og fullyrðingar hans um væntanlegar sending- ar, hafa reynst rangar, og þær litlu sendingar, sem hingað hafa komið hafa verið afgreiddar seint og illa til kaupmannanna. 1 svargrein sinni til Vísis gat forstóri Grænmetisverlunarinn- ar þess, að sér væri einum um að kenna, hvernig ástándið væri í þessum málum, en innflutn- ings- og galdeyrisnefnd ætti enga sök á því, að þvi er virtist, með því að ekki hefði staðið á henni að veita gjaldeyrinn. Nú virðist hinsvegar vera komið annað hljóð í strokkinn. Morg- unblaðið skýrir svo frá á laug- ardaginn var, að forstjóri Græn- metisverslunarinnar hafi átt viðtal við ritstóra blaðsins, og gefið í skyn að hörgull á græn- meti stafaði af gjaldeyriserfið- leikum. Framkoma forstórans virðist þvi harla einkennileg. Þegar að Vísir deilir á hann og gjaldeyr- is- og innflutningsnefnd sam- eiginglega, tekur framkvæmda- stjórinn einn á sig alla sök, en grobbar hinsvegar af fyrir- hyggju sinni og verslunarviti, en þegar verslunarvitið og fyr- irhyggjan hafa reynst moðreyk- ur einn, þá hefir hann barn til blóra og skellir skuldinni á hina saklausu nefnd, sem hann full- jTðir i upphafi að veitt hafi nægan gjaldeyri vegna innflutn- ings á grænmeti. Það er aukaatriði i þessu máli hvers sökina á, en aðalatriðið er hitt, að það er óverjandi með öllu hve ónógt, gallað og dýrt grænmeti er í landinu, og þá einkanlega kartöflur, en neysla þeirra mun hafa aukist mjög mikið meðal almennings síð- ustu árin. Kartöflur er unt að rækta i landinu sjálfu svo nægj- anlegt sé landsmönnum öllum, og almenningur getur í hjáverk- um unnið að þessari framleiðslu ef hann á kost á að fá nægjan- legt, ódýrt og gott útsæði, en verð á útsæðiskartöflum mun nú vera kr. 34,00 fyrir hverja lunnu. Hvað myndi verða sagt um einstaiílinga eða félög, sem ein heíðu einhverja vörutegund að Ljóða, sem nauðsynleg væri al- menningi, ef þau sæjul ekki fyr- ir nægum birgðum, þegar þörf væri á Hvað myndi verða sagt um olíufélögin, ef þau hefðu ekki fyrirliggjandi olíu í byrj- un vertíðar. Grænmetisverslun rikisins hefir gerst sek og hverju sem um er að kenna, sýnir þetta að eins hliðina á ríkiseinkasölun- um og þeirra starfsmönnum, að þeir láta almenningi i té ' nauðsynjavörur af einskærri náð, en að þeim beri skylda til þess fá þeir ekki skilið. CJP fréffír Veðrið: Hitinn í morgun: Rvik 6 stig. Mestur hiti ii stig (Fagurhóls- mýri), minstur o st. (Horn, Gjög- ur). Mestur hiti hér í gær 8 stig, minstur í nótt 5 stig. Úrkoma síð- an kl. 6 í gærmorgun 1,7 m.m. Sólskin í gær 2,5 st. Veðurútlit: SuövesturlancLFaxaflói og BreiSa- fjröður: N kaldi í dag, en lægir í nótt. Bjartviðri. Yfirlit: Grunn lægö vié A; strönd íslands á hægri hreyfingu A. Skipafregnir. Gullfoss kom til Leith kl. um 2 í dag. Goðafoss var væntanleg- ur til Vestmannaeyja um hádegiS. (Brúarfoss kemur frá útlöndum kl. 5—6 í dag. Dettifoss er á leiS til Grimsby frá Vestmannaeyjum. — Lagarfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Selfoss fer til út- landa í kvöld. Höfnin. M.s. Dronning- Alexandrine kom í gærkveldi frá Kaupmannahöfn. Esja kom í nótt. Karlsefni kom af veiöum í nótt meo' 125 tn. lifrar. Knattspyrnufél. Víkingur. I. og II. flokks æfing í kvöld kl. 7%- MætiS stundvíslega. Flugvélin fór til Hólmavíkur í gærkveldi til hess aS sækja hriggja ára telpu, sem varö fyrir bíl í gærdag. Fór annaS afturhjól flutningsbifreröar yfir hægri upphandlegg hennar og braut handlegginn mjög illa og særSi mikiS og meiddi hana auk þess á höfSi. Héraöslæknir geröi við brotiö og sárið, en þótti ör- uggara að senda hana á Lands- spítalann til gegnlýsingar. Telp- una á Hjálmar Halldórsson sím- stjóri, en móSir hennar er Sólveig Magnúsdóttir. Fór hún meö hana suSur. — Flugvélin flaug frá Ak- ureyri til Hólmavíkur á 70 mínút- um og fór þaSan tafarlaust. (FC í gær.). Farþegar á M/s Dronning Alexandrine: Storr, ungfrú Helga Tryggva, GuSm. Jónsson, frú Rósa Björns- dóttir, F. Skarphéöinsson cand. jur., Steindór Einarsson, Ásgeir Pétursson o. fl. Alls voru 28 far- þegar frá Danmörku. Hjúskapur. SíSastliSinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband af séra Árna SigurSssyni ungfrú Kristrún Jóns- dóttir frá ÞóroddsstöSum og Ás- björn Jónsson frá Deildará. Heim- ili þeirra er á Ljósvallagötu 14. Tamilæknúigastofa Brynjólfs Björnssonar hefir ver- iS lokuS um hálfs mánaSar tíma, en verSur opnuS aftur í dag. Stúdentar frá 1928 eru beSnir aS mæta aS Hótel Borg annaS kvöld kl. 9. Súðin var á SeySisfirSi í gær. Vænt- anleg hingaS 25. h. m. Hjúskapur. Nú fyrir helgina voru gefin saman í hjónaband af lögmanni ungfrú FriSbjörg Eyjólfsdóttir og ESvarS Árnason símaverkfræS-. ingur. Heimili ungu hjónanna verSur aS Karlagötu 7 hér í bæn- um. Pósferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjósar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Laxfoss til Borgarness. Póstbíll til Akureyr- ar. Fagranes til Akraness. — Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjósar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. GoSafoss frá Hull og Hamborg. Laxfoss frá Borgar- nesi. NorSanpóstur. Vestanpóstur. Fagranes frá Akranesi. Knattspyrnum.ót 3. flokks. Úrslit mótsins fara fram í kvöld kl. 7V2. Þá keppa Valur og Vík- ingur og síSan K. R. og Fram. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú GuSlaug L. Björnsdóttir og Stefán G. Stefáns- son, veitingam., Mánagötu 19. Ármenningar. Glímuæfing verSur í kvöld kl. 9 í fimleikasal Austurbæjarskól- ans. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Nætur- vörSur í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kvöld. 19,10 VeSurfregnir. 19,20 Er- indi umferSarráSsins: UmferSar- málin og lögreglan (GuSlaugur Jónsson lögregluþjónn). ^^ Fréttir. 20,15 Um daginn og veg- inn. 20,40 Tvísöngur (frú Annie Chalopek ÞórSarson og frú Elísa- bet Einarsdóttir). 21,05 "Ötvarps- hljómsveitin leikur alþýSulög. 21,30 Hljómplötur: Kvartett, Op. 59, nr. 1, eftir Beethoven. 22,00 Dagskrárlok. Pétur Pálsson, skrautritari. F. 17. júní 1877. D. 15. maí 1938. Minningarorð. i Vatnajökulsrannsóknir Sigurðar Þórarinssonar. Stokkhólmi, 22. maí. Sigurður Þórarinsson hef ir lokið kandidatspróf i i heimspeki við háskólann í Stokkhólmi. -— Sigurður áformar í sumar að halda áfram vísindarannsókn- um sínum á Vatnajökli. H.W. Norðmenn viðurkenna yfirráð Itala í Abessiníu. . Oslo, 23. maí. Sendiherra Noregs i Róma- borg hefir verið falið að til- kynna ítölsku ríkisstjórninni, að sendiherra Noregs sé framvegis veitt umboð sem sendiherra hjá konungi ítalíu og keisara Abess- iniíu. —- NRP. — FB. Það mætti telja vanþakklæt- isvott ef eigi væri Péturs Páls- sonar minst af hálfu Lands- nefndar Hallgrímskirkju nú þegar hann er allur, og þó að eg riti þessar línur frá eigin brjósti og án þess að bera þær undir aðra, vildi eg þó mega vænta þess, að skoða megi þær sem kveðju frá nefndinni uns rækilegar verður um Pétur sál- uga ritað i Minningabók kirkj- unnar, eins og að sjálfsögðu mun gert verða. Þegar minst er látinna merk- ismanna þykir hlýða að geta æfíatriða þeirra. Til þess að segja æfisögu Péturs Pálsson- ar í venjulegasta skilningi þarf ekki langt mál, því að líf hans var ekki margbreytt að ytri við- burðum. Hann var fæddur 17. júni 1877 á Eiði i Hestfirði í Isaf jarðarsýslu, sonur Páls And- réssonar, sem enn lifir í hárri elli á ísafirði, og Steinunnar Magnúsdóttur, sem andaðist 1905. Foreldrarnir voru fátæk, og þó að hinn vel gefni ungling- ur þráði að öðlast skólament- un, var þess enginn kostur sök- um féleysis. Samhliða fróðleiks- lönguninni kom snemma i ljós hjá Pétri sterk listhneigð, og á- valt unni hann fegurð i hverri mynd, sem hún birtist, hvort heldur í sjálfri náttúrunni eða verkum mannanna. Hingað til Reykjavikur mun hann hafa fluzt litlu eftir tvítugt og komst þá skjótt í kynni við Benedikt Gröndal. Var Benedikt ekki lengi að finna hvað i honum bjó og vildi þa i hvívetna greiða götu hans, ef hann hefði verið þess megnugur. Hann glæddi ást hins unga manns á bók- mentum og list og veitti honum tilsögn i skrautritun, sem Pét- ur svo lagði fyrir sig upp frá því, en tók jafnframt áður langt liði að starfa að málaraiðn. Að þessu tvennu vann hann síðan til æfiloka og sem skrautritari mun hann hafa átt hér fáa jafn- oka, enda varð sú íþrótt i hönd- um hans miklu meira en fim- legt handbragð. Eitthvað af verkum sínum í þessari grein mun hann hafa verið búinn að gera ráðstafanir til að lenti á Þjóðminjasafninu eftir sinn dag, a. m. k. kvæði hans um Grím Thomsen, sem skrautrit- að er af mikilli list svo að hvar- vetna mundi þykja gersemi. Pétur Pálsson kvæntist árið 1906 Margréti Isaksdóttur, ætt- aðri úr Borgarfjarðarsýslu. Varð þeim þriggja barna auðið og lifa tvö, Oddur Stefán og Svava Guðlaug, bæði uppkomin. Eins og alkunnugt er var Pétur mjög vel skáldmæltur maður og "allstórt ljóðasafn kom út eftir hann fyrir nokk- urum árum (Burknar, 1929), en þó mun hitt miklu meira, sem til er i handritum óprent- að. Auk þess ritaði hann mikið í óbundnu máli, þar á meðal Maðurinn minn og faðir oklíar, Pétux> Pálsson, skrautritari, verður jarðsungiim frá dómkirkjuimi þriðju- daginn 24. þessa mánaðar kl. Sy2 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Margrét ísaksdóttir og börn. Þakka innilega auðsýnda samúð og vináttu, við fráfali og jarðarför móður minnar, Húsfpú Sigpíðar Iíansdóttur Biering. Fyrir mína hönd og aðstandenda. Guðm. Þórðarson. f jölda blaðagreina um margvís- leg efni. Hitt mun alt óprentað, þar á meðal æfisaga hans sjálfs og allmikið rit um islenska menningu á síðustu timum. Alt sem hann ritaði var með þeim vandvirknisblæ, sem ávalt fylg- ir verkum þeirra manna, sem vandaðir eru og vandir að virð- ingu sinni. Það felst ætið nokk- ur óheiðarleiki i þvi, að leysa störf sín illa af hendi, en grand- varari maður og vammlausari en Pétur Pálsson held eg varla að hafi fyrirfundist. Þetta lýsti sér jafnt i orðum hans og gerð- um og mótaði alt hans dagfar. Ekki veit eg hvort beinlínis er hægt að segja að Pétur væri við alþýðuskap. Hann hugsaði of djúpt og af of mikilli alvöru til þess að þorri manna gæti átt fulla samleið með honum, og hann var að eðlisfari dulur og fáskiftinn. StiUingarmaður var hann og hæglátur, en hann átti stórbrotna lund og viðkvæma, enda þótt hann stjórnaði henni svo að litt gætti skapbrigða. Eins og tíðast er um þa menn, sem mjög hugsa rök tilverunn- ar, var hann innilega trúhneigð- ur, en við fáa ætla eg að hann hafi að jafnaði rætt hin trúar- legu hugðarmál sín, og það mun sannast sagna að i þeim efnum hafi hann um flest farið sinar eigin leiðir og eftirlátið öðrum troðnu f járgöturnar, enda verður svo tiðast um þá menn, sem sjálfstæðir eru i hugsun. Það var þvi ekki að undra að hann hneigðist svo sem raun ber vitni um, að hinu spakvitra trúarskáldi, Grími Tliomsen, og, hann hefir efalaust kunnað vel við sig i kirkjunni hans, þeirri, „sem öllum býður rúm, kær- leiks að hlýða kenning á komn- um af ýmsum trúm". Það var kærleikskenningin, sem Pétur mat mest og ávaxtaði líka i öllu sínu lífi og dagfari. En ekki þarf að fara í grafgölur um það, hvern hann elskaði mest af öll- um þeim, er trúarljóð hafa ort. Eitt sinn er hann fór framhjá Saurbæ á Hvalf jarðarströnd að kvöldi dags, varð honum þessi staka á munni: Höfði lúta dagsins dísir; dimmir nú um lönd og höf. Annað fagurt ljós hér lýsir: ljóminn yfir Hallgríms gröf. Það var Hallgrímur Péturs- son, sem hann unni hugástum, og það er kunnara en frá þurfi að segja, hvernig hann mintist hans á einn og annan hátt, t. d. með hinu fagi-a titilblaði, er hann gerði á Minningabók Hall- grímskirkju, og ljóðaflokki þeim hinum mikla, er fluttur var á siðustu Hallgi-ímshátið i Saurbæ. Var þetta hvorttveggja gjöf hans til kirkjunnar, en lag hafði Sigurður Þórðarson sam- ið við einn kafla ljóðaflokksiris. Pétur Pálsson bjó alla æfi við fremur þröngan hag. Það gat vart öðruvísi verið, þvi f jársöfn- un liggur ekki fyrir mönnun* með hans upplagi. Fyrir það, sem helst hefði getað fært hon^ um tekjur, skrautritunina, tóK hann svo vægt gjald, aS þaS var f jarri öllu þvi lagi, sem hér tíðkast um hvað eina það, sem til samanburðar gæti komið. Kaupmenska var engin 42 í haa^ um. Og hann fórnaði ákaflega miklu af tima sinum til þess a einn og annan hátt að vinna fyr- ir aðra án þess að þiggja notk-r ur laun fyrir — að maður nö ekki tali um það, að ritstörfía voru honum vitaskuld aldrei annað en fórn fjár og tíma, framborin af áhuga hans fyrir bóklegum störfum. Á síSast- liðnu ári sótti hann loks tfl At- þingis um litilsháttar styrk ifl þess að geta gefið sig meir \iti hugðarmálum sinum. Ekki gal þingið sint þeim tilmælunz, en þá er vel ef þeir erú allír rnafe- legri, sem þar hafa notið meíra örlætis. Því skal ekki leynt, að eg er ekki þeirrar trúar, né heli- ur þeirrar skoðunar, að svo sé, heldur hygg eg skýringuna vera þá, að aðrir hafi fengið betri á- hejrrn fyrir það, að þeir hafi flutt, eða flytja látið, mál sitt af meira atfylgi, og örinur ætla eg að orðið mundu hafa mála- lokin ef þingmenn hefðu al- ment verið kunnugir verkuxa og verðleikum Péturs Pálsson- ar. — En þo að likt væri á komiS fyrir Pétri eins og nafna hans forðum um sih°ur og gull, sé eg samt enga ástæðu til að harma auðlegðarskort hans. Hamx komst ávalt sómasamlega af með sparneytni sinni, og eg held endilega að hann hafi safnafS þeim fjársjóðum, sem haldbetri reynst en innstæðan í bankaa- um. Honum hlotnaðist þaS göSa hlutskifti að geta allmikiS gef- ið sig við þeim efnum, sem honum voru hugðnæmust og» ehimitt með þvi móti aS veita mörgum öðrum gleði og yndi,, enda þótt hann yrði til þess ofi og einatt að neita sér um lífs- þægindi og hvild, jafnvel svefn.. Hann var svo lánsamxnr a!5< eignast góða konu, ástríka og; umhyggjusama og þannig skapí; farna að hún gat lagt heimil- inu til það ljós gleðínnar, sem hann með sinni ef til vill rtokfc- uð þungu alvöru, og niðursokk- inn i listir og bókmentfr, uiuiids trauðla sjálfur hafa getað veítf því. Þau eignuðust mannvæn- leg börn, sem voru þeim eftir- lát og ræktarsöm. Og hann gat að siðustu kvatt svo þenha heim, að hann skildi eftir góð- an orðstír og ljúfar minning- ar hjá öllum þeim, sem kynni höfðu af honum haft. Þann kalla eg veriS hafa gæfumann, sem þetta verSuxr um sagt þegar æfiskeiðið er á enda runnið. Sn. J. (Mynd sú af Pétri PálssymV sem hér birtist, er tekin af hon^ um 27 ára gömlum)..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.