Vísir - 06.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 06.10.1938, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sí m ar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vonir rætast? 1 tvarpinu hef ir þótt það u nokkurum tíðindum sæta, og í frásögur færandi, að danska blaðið „Social-demokraten" hafi birt „langa" grein eftir Stefán Jóh. Stefánsson, um deilurnar í Alþýðuflokknum, hinar „mis- hepnuðu" samfylkingartilraun- ir Héðins Valdimarssonar og kommúnista „á Islandi". En svo eru deilur þessar kunnar hér, að óþarft virðist að vísa mönnum á frásagnir af þeim í útlendum blöðum, og litlu til þess kostandi að afla sUkra frétta. En vera má, að þessi „langa" grein Stefáns Jóhanns hafi líka þótt frásagnarverð ekki síður fyrir annara hluta sakir en þess, sem var aðalefní hennar. I greininni skýrir St. J. svo frá, að „mjög sterkur áhugi sé fyrir því á Islandi, að áfram verði haldið samvinnu milli bænda og verkamanna á svip- aðan hátt og nú tíðkast annars- staðar á Norðurlöndum". Og um það efast víst enginn, að „sterkur áhugi" sé fyrir því innan Alþýðuflokksins, að þeirri samvinnu „bænda og verka- manna", sem verið hefir milli hans og Framsóknarflokksins, verði haldið áfram. En ofmælt kann það þó að vera, að sterk- ur áhugi sé fyrir þessu i land- inu yfirleitt. Og tiltölulega lítill hefir áhugi verkamannanna í landinu verið fyrir þessu í undanförnum kosningum. Hinsvegar er þess nú að gæta að samvinna Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins hefir að vísu verið með nokkuð ósvipuðum hætti þvi, sem „nú tíðkast annarsstaðar á Norðurlöndum" um samvinnu „bænda og verkamanna". Hér á landi hafa „verkamennirnir" í Alþýðuflokknum verið „al- gerðar undirlægjur „bænd- anna" í Framsóknarflokknum. Annars staðar á Norðurlöndum eru það verkamennirnir sem mestu ráða i samvinnunni. Hér á landi er samvinna flokkanna í sífeldu upplausnarástandi. Annars staðar á Norðurlöndum ríkir friður og eindrægni milli flokkanna. En í því efni virðist Stefán Jóhann ekki gera sér grein fyrir, að nokkuð megi bet- ur fara í samvinnu Alþýðu- flokksins ^og Framsóknar- flokksins. Það er að eins um eitt, sem hann virðist finna sárt til, að hér skorti nokkuð á, að samvinna flokkanna sé með þeim hætti, sem æskilegast væri og nú, tíðkast annarsstaðar á Norðurlöndum. En það er, að Alþýðuflokkurinn eigi engan fulltrúa í ríkisstjórninni! Eftir frásögn Utvarpsins, lætur Stefán þá von sína i ljós í þessari grein sinni, að „eftir flokksþing Alþýðuflokksins i haust, kunni svo að fara, að Al- þýðuflokkurinn fái á ný full- trúa í ríkisstjórnina". — Og væntanlega er það „þungamiðj- an" í þessari Iöngu grein Stef- áns, sem Útvarpið hefir talið sér skylt að kynna öllum lands- lýðnum. Á flokksþingi Alþýðuflokks- ins í haust, á flokkurinn að reka kommúnistana af höndum sér, af þvi að Framsóknar- flokkurinn vill svo vera láta og það er skilyrði fyrir þvi að flokkurinn „fái fulltrúa í rikis- stjórninni" og að áfram verði haldið samvinnu Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins á svipaðan hátt og áður. Hitt er eftir að sjá, hvort það nægir til þess að samvinnan verði „iá svipaðan hátt og nú tíðkast" milli bænda og verkamanna annars staðar á Norðurlöndum. Bílslys í gær. Ðrengur lærbrotrsar, Um kl. 5^ í gær varð dreng- ur fyrir bíl á Vesturgötu neð- arlega, og lærbrotnaði. Slysið varð hjá Verslun Geirs Zoega, en þar skagar húshorn út í göt- una, sem kunnugt er, og er þetta hættulegur umferðarstað- ur..— Bílhnn var á leið vestur götuna, en drenguriun, Sigurð- ur Jónsson, Seljavegi 15, hljóp skyndilega yfir götuna, fyrir bílinn. Bílstjórinn beitti þegar hemíunum, en áður en billinn stoðvaðist, varð drengurinn undir honum. Var drengurinn fluttur í Landakotssjúkrahús. Doktorsefni við GuB- fræSatleiIil Háskölans. RitgerS sira Eiríks Albertssonar Síra Eiríkur Albertsson á Hesti í Borgarfirði, hefir sent Háskólanum mikið rit um Magnús Eiriksson guðfræðing, sem mikill styr stóð um á þeirri tíð, sem hann var uppi, en hann andaðist í Kaupmannahöfn ár- ið 1881. Hefir guðfræðideild Há- skólans talið ritið maklegt til doktorsnafnbótar, og mun dok- torsvörnin fara fram um ára- mótin. Síra Eiríkur Albertsson er fyrsti guðfræðingur hér á landi, sem ver slíka doktorsritgerð við guðfræðideild Háskólans. Hefir hann unnið að þessu verki í mörg ár í tómstundum sínum, en árangurinn liggur nú fyrir og er talinn með ágætum. Magnús Eiríksson fór ungur til Kaupmannahafnar og lagði stund á guðfræði við háskólann þar og lauk prófi í þeirri grein árið 1837. Var hann svo frjáls- lyndur í trúarskoðunum, að hann samþýddist lítt þeirrar tíðar guðfræðinga, einkum i Danmörku. Magnús samdi ýms rit um guðfræðileg efni og leit- aðist við að sanna að kenning- ar Nýja-testamenntisins væru að ýmsu leyti úr lagi færðar frá þvi, sem upphaflega hafði ver- ið, og hvatti til fullrar gagnrýni i því efni. Hlaut hann mikla viðurkenningu fyrir rit sín í Þýskalandi og viðar, en auðg- aSist ekki á þeim aS sama skapi, enda var hann blásnauður mað- ur alla æfi. en hafði ofan af fyrií! sér með kenslu og annari ihlaupavinnu. Matthías Jochumsson hefir getið Magnúsar í æfisögu sinni, en hann kyntist Magnúsi á Hafnarárum sínum. Er ekki ó- líklegt, að Magnús hafi haft Utgnríliii I Iraks Landið verdi falið umsjá Hreta og innfluLtninguF Gyðinga verdi stöðvadur. EINKASKEYTI TIL YlSIS. London, í morgun. Sawaidi, utanríkismálaráðherra í Irak, sem nú er . staddur í London, er talinn hafa meðferðis tillögur til lausnar deilumálunum í Palestinu, þannig að landið verði friðað til fulls, en að undan- förnu hefir kveðið þar mjög að róstum og hryðjuverk- um. Voru Palestinu-málin til umræðu í breska þinginu í gær og lýsti nýlendumálaráðherrann, Malcolm Mac- Donald yfir því, að horfurnar þar í landi væru mjög ískyggilegar þótt lögreglu og her hef ði tekist að hindra, og bæla niður ýmsar óeirðir. í <¦ '¦ *"""" Talið er að tillögur Sawaidis séu þess efnis, að Palestina verði falin umsjón Breta, á sama hátt og Irak, en Arabar og Gyðing- ar skuli hafa þar jafnrétti að lögum. Sawaidi ræður hinsvegar eindregið frá því, að landinu verði skift milli Gyðinga og Ar- aba, og leggur til að stöðvaður verði innflutningur Gyðinga til Palestinu, með þvi að þetta hvort tveggja muni að eins leiða til frekari óeirða og blóðsúthellinga þar i landi. Sawaidi mun ræða þessi mál í dag við bresku ráðherrana, þá Malcolm MacDonald, Hore-Belisha og Weizmann Ieiðtoga Gyðinga, en hann hefir krafist frekari réttinda til handa Gyð- ingum í Palestinu, og að þeir fái full umráð yfir landshlutum þeim, sem þeir byggja þar. United Press. Bresk-ítö?sku samning arnir ganga í gildi. Italskir sjálfboðaliðar fluttir frá Spáni. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. T alið er að f ult samkomulag haf i náðst milli Ciano greifa, utanríkismálaráðherra ítala og Perth lávarðar, sendiherra Breta í Róm, um öll þau atriði, sem ollu því, að bresk-ítalski sáttmálinn hefir ekki komist til framkvæmda, en þeir hafa samið um þessi mál nú að undanf örnu. Þar, sem f ult samkomulag hefir náðst, m. a. um brottflutning ítalskra sjálfboða- liða f rá Spáni, er búist við því að stórráð f asistaf lokks- ins muni lýsa bráðlega yfir því, að samningur Breta og ítala gangi í gildi. Fréttaritari United Press í Róm skýr- ir svo frá, að Mússólíni hafi samþykt að kalla heim 10.000 sjálfboðaliða frá Spáni,en hlutleysisnefndin,sem á að hafa umsjón með brottflutningi hermannanna, mun þegar hef jast handa um allan undirbúning í því efni. United Press. haft allmikil áhrif á Matthias, semi mun hafa hneigst að kenn- ingum hans að ýmsu leyti, enda hefir Matthiasi þótt mikið til hans koma, sökum þekkingar hans og dirfsku. Þótt Magnús hlyti aldrei sérstaka viðurkenn- ingu hér á landi, meðan hann lifði, hefir aukið frjálslyndi í trúarefnum stuðlað að aukinni viðurkenningu horium til handa meðal guðfræðinga. er miðstöð verðbréfaviðskift- anna. Knattspyrnufélag Reykjavíkur byrjar vetrarstarfsemi sína n.k. þriÖjudag, II. þ. m. Ættu K.R.-fé- lagar að veita athygli auglýsingu um æfingar félagsins í vetur, sem' birt- ist í blaÖinu í dag, og einnig aðrir þeir, er ætla sér aíi gerast meÖlim- ir félagsins. Ægir, 9. blað þ. á., er nýlega komiÖ út. 1 því eru þessar greinar m. a.: tyrktarsjóður W. Fischers, Hvers- vegna er ekki verkað meira af salt- fiski, SíldveiSi og síldarsala Norð- manna, Þorskur í Kötluvatni á Sléttu, Viðhorfið til dragnótaveið- anna o. m. fl. Lifandi endur getur sá fengið, sem fer á hluta- veltu Sjálfstæðisfélaganna í dag og hefir hepnina nteð sér! Engin núll! LAUN EKKJUNNAR. Á myndinni er Mússólíni að festa heiðurspening í barm ekkju ítalsks flugmanns, sem farist hefir i styrjöldinni á Spáni. Var slíkum peningum úthlutað i flughöfninni við Róm til aðstand- enda ýmsra þeirra sjálfboðaliða, sem farist hafa á Spáni. Fór athöfnin fram með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni. Viðtal við fríherra von Schwerin, sem er hingað koiiiimi til pess að flytja erindi við Háskólann Eins og getið yar í Vísi í gær, er hingað kominn sænskur mentámaður, fríherra H. H. von Schwerin, til þess að flytja erindi, á vegum Háskóla Islands, um húsagerðarlist, og til að kynna sér íslenskt mál og nútíðarlíf. Tíðindamaður Vísis átti viðtal við fríherrann í morgun, á Hótel Borg, þar sem hann býr, og spurði hann um för hans hingað og áform. rRÍHERRA H. H. von Schwerin á herragarð mikinn á Skáni og hefir um- sjón búreksturs með höndum sjálfur. Hefir hann mikinn á- huga fyrir landbúnaði og mun hann m. a. kynna sér íslenskan landbúnað hér en fríherrann hefir lofað að skrifa greinaflokk ( um ísland í mesta dagblað Suð- ur-Svíþjóðar, Syd-svenska dag- bladet,sem gefið er út í Málmey, j en greinarnar munu fjalla um ýmisleg efni. Fríherrann, sem á heima í Lundi, hlaut háskólamentun í Uppsölum. Er hann doktor i heimspeki frá háskólanum þar. Að þvi er Vísir hefir heyrt mun friherranum hafa staðið til boða kennarastaða við sænskan há- skóla, en hann hefir kosið að sjá um ættareign sina og jafn- framt halda áfram að vinna að hugðarmálum sínum, svo sem rannsóknum í húsagerðarlist, en í því efni er hann sérfróður óg gert margar sjálfstæðar at- huganir. Tiðindamaður Vísis bíður frí- herrann að segja sér frá til- drögunum að því, að hann kom til íslands. ,Eg hefi að sjálfsögðu nokk- ur kynni af bókmentum íslands og sögu", sagði fríherrann, „en við að ferðast norður á bóginn —• norður að íshafi — Petsamo i Finnlandi, vaknaði löngun til þess að kynnast hinum norð- lægustu löndum. Eg hafði og kynst dr. Ohlmarks, er hér var sendikennari við Haskólann, og hvatti hann mig til þess að kynnast íslandi og islensku nú- tíðarlífi af eigin reynd. Skipað- ist svo, að eg kæmi hingað og flytti fyrirlestra á vegum Há- skólans". „Og þeir fjalla um húsgerð- arlist?" „Já, alt frá því á dögum Grikkja og Rómverja og eins langt fram eftir öldum og eg kemst, sennilega alt til 18. eða 19. aldar, ef tími vinst til. Fyrsti fyrirlesturinn verður á mánudag og verða tveir fyrir- lestrar á viku hverri fram í nóvember, en eg fer héðan um miðbik nóvembermánaðar. Seinustu tveir fyrirlestrarnir munu að líkindum fjalla um herragarða-húsagerðarlist á Skáni, bæði á þeim tíma, er Skánn tilheyrði Danmörku, og siðar". „Hvernig líst yður á Island við fyrstu kynni," „Eg hefi aðeins verið hér tvo daga. En eg varð þegar við fyrstu kynni — er við komum itil Vestmannaeyja, ihrifinn af mikilfengleik íslenskrar nátt- úru. Heimaklettur er mjög til- komumikill. Og mér þótti furðulegt, er hingað til höfuð- staðarins kom, hversu mikið líf var hér og umferð. Einkum furðaði eg mig á bílaumferð- inni". „Finst yður ekki húsagerðin í bænum ósamræmileg ?" „Manni finst þegar, að í þessu efni sé dálítill Klondykebragur á bænum, þ. e. að margt beri vitni um mjög öran vöxt. Eq eg hefi þegar veitt eftirtekt fögr- um og sérkennilegum húsum, t. d. Þjóðleikhúsinu, sem því mið- ur steridur alt of nærri Lands- bókasafninu. Nýju háskóla- bygginguna hefi eg því miður ekki séð enn. Alþingishúsið vakti þegar athygli mína og konu minnar. Það minti okkur þegar á réttarbygginguna í Jönköbing, en það er hús af svipaðri stærð, reist 1670. Við vorum mjög hrifin af málverk- um þeim, sem við sáum i sölum og hliðarherbergjum þingsins.. — Ein hinna nýrri bygginga,, sem vakti hrifni mína, er Sund- höllin. Og það finst mér mjög til fyrirmyndar, að allir hafa aðgang að henni frá því snemma á morgnana, og geta því synt þar jafnvel áður en þeir fara að vinna — eða eftir vinnu. Þar sem eg þekki til eru sund^ Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.