Vísir - 19.10.1938, Side 2

Vísir - 19.10.1938, Side 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengi'ð inn frá Ingólfsstræti). S I m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ráð í tíma tekið. fjað er margt gott um kaupfé- r lagið. Málfærslumaður þess hefir nú sýnt fram á það, að þó að það selji nokkuð dýrt vör- úr sínar, þá sé það ekki gert í þeim illa tilgangi, að „okra“ á almenningi, heldur til þess að varna þvi, að vörurnar seljist. En með þeim hætti er bersýni- legt, að það getur sparað al- itienningi talsvert. fé. Mega þannig allir sjá, að félaginu muni ganga gott eitt til með þessu, alveg eins og ríkisstjörn- iiini með vérðhækkunina á tó- bakinu, Frá þvi vár ságf hef í"Máðinu á dögunum, að kaupfélagið hefði þá nýlega sagt upp öílu starfsfóiki sínu, Og var það haft eftir einhverjum óhlutvöndum mönnum, að þetta miundi liafa verið gert í því skyni, að koma á allsherjaf launalækkun. Er það ekki nema að vonum, að blaði kaupfélagsins, málgagni kommúnistaflokksins, þyki slíkt illa mælt og ómaklega í garð verslu n a rfyri r lækis „alþýðunn- ar sjálfrar“, enda vandar það Vísi lítt kveðjur út af því s. 1. sunnudag, og segir, að hann hafi „enn einu sinni verið stað- inn að nýjum Iygum á Kron“! Og blaðið upplýsir nú, að það hafi reyndar engan veginn ver- ið tilgangurinn með þessari uppsögn starfsfólksins, að „koma á allsherjar launalækk- un“, heldur að reka fólkið úr vistinni fyrir fult og alt og þar með að svifta það öllum Iaun- um! „Sannleikurinn í þessu máli er sá,“ segir hlaðið, „að um dag- ihn, þegar búist var við heims- styrjöld, og að engar vörur fengjust til landsins, þótti Kron ekki ráðlegt annað en að segja upp starfsfólkinu“. Og auðvitað átti fólkið þá að fara alveg úr þjónustu félagsins um sinn, og ekki að eiga þangað aftur- kvæmt, fyrr en að „heimsstyrj- öldinpi“ lokinni, þegai’ aftur fóru að fást einhverjar vörur til landsins. En þannig hefði fólk- inu þá verið vísað kauplausu „út á guð og gaddinn“, af þessu fyrirtæki fólksins sjálfs! Það er nú skylt að játa það, að þetta er að sjálfsögðu nokk- uð annars eðlis en að koma á allsherjar kauplækkun. Hitt er annað mál, hvort fólkinu liefði komið betur, að missa alveg áf atvinnunni og laununum, eða að kaupið hefði verið íækkað. Það er nú sýnt, að kaupfélag- inu er í þessu efni, eins og ýmsu öðru, nokkuð á annan veg farið en kaupmönnunum. Kaupmenn- irnir hafa i lengstu lög reynt að halda starfsfólki sínu og greiða því Iaun, þrátt fyrir það, þó að verslun þeirra hafi sífelt verið að dragast saman af völdum innflutningshaftanna. Og engu síður en kaupfélagið áttu þeir nú að horfast í augu við það, að styrjöld kynni að skella á og „að engar vörur fengjust til landsins“. Og ekki ruku þeir upp til lianda og fóta og sögðu upp starfsfólki sínu. En ef til vill hafa þeir heldur ekki búist við því, að alveg mundi þver- taka fyrir það alt í einu, að nokkurar vörur fengjust til landsins. Og þó að vörubirgðir þeirra séu af skornum skamti, þá hafa þeir ef til vill heldur ekki gert ráð fyrir því, að þær mundu seljast alveg upp til agna á svipstundu. Þess er nú ljátið getið í blaði kaupfélagsins, að starfsfólk fé- lagsins hafi haft þriggja mán- aða uppsagnarfrest, og gefið er í skyn, að allar vörubirgðir fé- lagsins hefðu kunnað að sejast upp á ekki miklu lengri tíma, en það liafi ekki þótt ráðlegt „að bíða eftir því, að allar vör- ur væru þrotnar“. En ef það er rétt, að kaupfélagið liafi núna á dögunum verið að selja vörur, sem keyptar höfðu verið fyrir fullum þrettán mánuðum, þá er það hinsvegar ekki ákaflega sennilegt, að allar vörubirgðir þess nú hefðu „þrotið“ á þrem- ur mánuðum! En ef hætta var þó talin á því, var hægurinn hjá, áð hækka verðið á vörun- um, svo að þær séldust ekki eins ört! Átti fél. því áð vera óhætt að doka nokkuð við með, uppsögn starfsfólksins, þár til séð yrði hvað verða vildi um heimss tyr j ölðiná, ef ekki lá ánnarssíaðar fiskur undir steini. En að vísu ér það nú svo, að „ekki er ráð nema i tíma sé tek- ið“. Og engin þörf er heldur á að fresta því, sem vel á að gera! Forn iegsteinn finst ( Hðfðakirkjcgarði. Nýlega fanst í gömlum kirkju- garði að Höfða á Höfðaströnd forn og rnerkur legsteinn, sem vitað er að Bjarni Pálsson land- læknir hefir látið gera yfir móður sína, sem jarðsett var í Höfðakirkju. Fréttaritari Útvarpsins að Iiofi á Höfðaströnd, Jón Jóns- son bóndi, sem telur sig sjötta lið frá hinni látnu, lýsir fund- inum á þessa leið: Föstudaginn 23. fyrra mán- aðar var verið að grafa fyrir steinsteyptri girðingu, er steypa átti umliverfis heimagrafreit í hinum forna — en löngu af- lagða — kirkjugarði að Höfða á Höfðaströnd. Var þá komið ofan á marmarahellu um 65 cm. undir yfirborði jarðar. Stærð hellunnar er: lengd 155 cm., breidd 65 cm. og þykt 9 cm. Er talið að hún muni vega 175—200 kilógrömm. Þegar búið var að grafa hell- una upp og hreinsa af lienni moldina, kom i ljós, að höggv- in var á hana, mjög haglega, svofeld áletrun: „Hér undir hvilir góð kona og guðrækin, vitur og vinsæl, gjöful og gést- risin, Sígríður Ásmundsdóttir, kvinna sira Páls Bjarnásonar, prests að Hvanneyri óg tlpsum. Hún lifði 17 ár ógift, en 31 í hjónabandi. Fæddi hún bónda sínum 16 börn. Lifa nú 4 syn- ir og 8 dætur. Öllum þeim köm hún til einhvers þroska og and- aðist árið 1754, þ. 26. maí, á 71. ári aldurs síns.“ Á eftir þessu fer tilvitnaður orðskviður svo- hljóðandi: „Erfiði þess liins réttláta stefnir til lífsins, en á- vöxtur hins illa til syndárinn- ar.“ (F.Ú.). Chamberlain kominn til London. YígbOnaðarmálin, Palestina og endnr^ skipniagning stjórnarinnar til umræðn á stjórnarfnndi í dag. EINKASKEYTI TIL VtSIS. London, í morgun. Chamberlain forsætisráðherra er kominn til Lon- don ur sumarleyfi sínu i Skotlandi og heldur hann fund með stjórn sinni í nr. 10 Downing street í dag og verða þar teknar ákvarðanir i mörgum mikilvægum málum, svo sem því er snertir endurskipu- lagningu st jórnarinnar, vigbúnaðarmálin og Palestinu- málin. Það er mikið rætt um það í Bretlandi nú liversu mikið fylgi Chamberlains sé með þjóðinni, en alment hefir verið talið, að hann liefði yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar með sér, a. m. k. að því er snertir utanríkismálastefnu hans. Blaðið News Chronicle birtir árangur nokkurskonar próf- kosningar, sem vekur mikla athygli, þvi að af henni má nokk- uð sj,á hverjar skoðanir eru efstar á baugi í Bretlandi nú. Eyðublöð með fyrirspurnum voru send út til fólks um gervalt Bretland, af breska félaginu „Public Opinion“ (Ahnennings- álit). Meðal þeirra spurninga, sem menn voru beðnir að svara, voru þessar: „Eruð þér ánægðir með Chamberlain sem forsætisráð- herra?“. Þessari spurningu svöruðu 57 af hundraði, er endursendu eyðublöðin, með jái, en 43 af hundraði með neitun. Spurningu um það, hvort menn væri hlyntir áformi stjórnarinnar umallsherjarskrá- setningu þegnanna til starfa fyrir ríkið á ófriðartímum, svöruðu 78 af hundraði með jái, en 22 með neii. United Press. Harold McMichael, breski landstjórinn í Palestina, sem nýlega flaug til London, til þess að ræða við Malcolm MacDonald, nýlendumálaráðherra, um Palestina. — Hér sjást þeir á tröpp- um nýlendumálaráðuneytisins, Sir Harold til vinstri. VH Araíiskir nppreistarmenn höfSn i morgnn haft borgarhlntann á sfnn valdi 136 Unkknstnndir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. B ardagarnir halda áfram ulm yfirráðin yfir gamla borgar- hlutanum í Jerúsalem, sem arabiskir uppreistarmenn hofðu algerlega á valdi sínu, er síðast fréttist. í þrjá- tiu klukkutsundir höfðU þéir í morgutt varist öllum tilraunum breska herliðsins til þess áð taka borgarhlutann, en þar er varn- araðstaða hin besta. Að því er United Press hefir fregnað stóð til í mörgun, að breskar herdeildir gerði tilraun til þess í morgun að taka borg- arhlutann með áhlaupi og hrekja hina árabisku uppreistarmenn á flótta þaðan. Harold Mc Michael, breski landstjórinn, hefir fyrirskipað að foringjar úr hernum taki við embæitum héraðsstjóranna, uns öðru vísi vérður ákveðið. United Press. CHAMBERLAIN. Besinr verSnr fyrir vðrnbfl og fótbroínar. Lögreglan skaut hestinn. KI. um eitt síðastliðna nótt varð hestur fyrir bifreið hér fyrir innan bæinn og meiddist svo, að það varð að drepa hann. Slys þelta varð á steypta veg- inum inni í Sogamýri. Var vöru- bíll að koma að austan og hljóp liesturinn fyrir bílinn og varð fyrir honum. Fótbrotnaði hest- urinn á hægi’a framfæti fyrir ofan hné og meiddist eitthvað meira. Bifreiðarstjórinn gerði þegar lögreglunni aðvart. Fór lögregluþjónn inn eftir og skaut hestinn. Þegar Vísir átti tal við lög- regluna hafði hún ekki fengið upplýsingar um hver var eig- andi hestsins. Japanip undipbúa stórfelda sókn til þess ad pjúfa járn- bpautasambandið milli Kan- ton og Hankow. EINKASKEYTI TIL VlSIS. j London, í morgun,, Frá Hongkong er símað, að Japanir tilkynni, að þeir hafi tekið Sheklung á Kantonvígstöðvunum, en það er bær sem er mikilvægur frá hernaðarlegu sjónafmiði.i Einnig segjast Japanir hafa tekið Lungmoon, sem erj 60 enskar mílur norðaustur af Kanton. Japanir undir-; búa. nú mikla sókn til þess að r júfa jámbrautarsam-; bandið milli Kanton og Hankow. United Press.; Svend Aggerholm leikliússíjóri les upp úr verkum Cliarles A. Diekens, í Gamla Bíó. í viðtali Vísis við Svend Agg- erholm leikhússtjóra, við komu hans hingað, var að því vikið, að hann hefði lagt mikla stund á að lesa upp úr verkum enska stórskáldsins Charles A.Dickens, en Aggerholm er mikilvirkur þátttakandi í starfi Danmerkur- deildar Dickensfélagins. Jafnframt var að því vikið, að æskilega væri, ef hr. Svend Aggerholm sæi sér fært að halda hér Dickenskvöld, því að þeir eru vissulega margir hér, sem liafa hinar mestu mætur á verkum Dickens, og mundu fagna yfir því, að fá tækifæri til þess að heyra jafn ágætan leik- ara og hr. Aggerliolm lesa upp úr verkum lians. Nú hefir Vísir heyrt, að Reyk- víkingum gefist slíkt tækifæri, því að hr. Aggerholm ætlar að lesa upp eina af fræguslu smá- sögum Dickens í Gamla Bíó, á sunnudaginn kl. 3. Þar eiga bæjarbúar völ á góðri skemtun og mentandi og má fullyrða, að þeir, sem fögrum bókmentum unna, fjölmenni þangað. VIÐTAL VIÐ SVEND AGGERHOLM. Tíðindamaður Vísis átti stutt viðtal við hr. Svend Aggerliolm i dag og spurði liann hvað hann hefði valið til upplesturs eftir Dickens á sunnudaginn. „Eg liefi valið „Doctor Mari- gold“, og í valinu styðst eg við langa reynslu. Hér er alt öðru máli að gegna en þegar haldin eru mörg upplestrarkvöld, kannske allan veturinn, því að þá eru skilyrði fyrir hendi til þess að lesa upp úr hinum meiri verkum þessa heimsfræga skálds. Hér liefi eg að eins eina klukkustund eða vel það til um- ráða. Þess vegna valdi eg smá- sögu — þar sem alt það besta, sem Dickens á, kemur svo vel fram — allir hinir miklu hæfi- leikar hans — njóta sín hér til fulls. Eg hefi verið aðdáandi Charles A. Dickens frá barns- aldri, en „Doctor Marigold“ kynstist eg fyrst í Englandi og liefi eg margsinnis lesið upp söguna í Danmörku, þar sem eg um langt skeið hefi lagt stund á að lesa upp úr verkum hans, en eins og yður er kunnugt höfum við deild í Danmörku af Dickensfélaginu, sem stai’far að því að útbreiða Dickens oghalda minningu hans í heiðri“. „Þér eruð nú brátt á förum héðan?“ „Eg fer með Dronning Alex- andrine á mánudag næstkom- andi og hefir dvöl mín hér ver- ið mér til mikillar ánægju“. „Hafið þér ferðast nokkuð út úr bænum?“ „Eg var á Þingvöllum i gær og það verður mér ógleyman- legur dagur. Við gengum um Almannagjá og að Öxarárfossi og mér fanst alt stórkostlegt, ævintýralegt. Eg óskaði þess, að H. C. Andersen hefði verið á lífi og verið með mér þar •— það er sfaður, sem ævintýraskáldið hefði átt að sjá.“ t

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.