Vísir - 02.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 02.11.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Umferðarslysin rædd frá almennu sjónarmiðL Lögreglan þarf ad herda á eftirlitinu og fá fleipi íæki til afnota, en hiíra liefir nii. Bifreiðaslys — tvö biffeiðaslýsl Þannig hljóða fyrirsagnir dagblaðanna næstum daglega, og lítur svo út, sem bifreiðaslys- in hafi aldrei verið eins tíð og í haúst. Þá verður mönnum á að spyrja: Hvernig stendur á þessum tíðu slysum. Til þeirra geta að eins legið þrjár orsakir: Athyglisskortur og kærleysi hins gangandi manns, gáleysi bifreiðastjóranna og eftirlits- eða aga- leysi lögreglunnar. Sennilega eru allar þessar or- sakir fyrir hendi, og þá ekki sist gáleysi hins gangandi f ólks, sem hirðir ekki um að halda sig á gangstéttunum, svo sem vera skyldi, og gefur þvi engari gaum, þótt bifreiðar eða reið- hjól séu á næstu grösum, er það fer af gartgjstéttinni og þvert yfir götur. Á því hið gangandi fólk oft sjálft sökina á því, hvernig til tekst, er það anar fyrir bifreiðar og reiðhjól, í stað þess að doka við og bíða ör- uggs tækifæris, til þess að fara yfir göturnar. Um aksturinn í bænum er aft- ur það að segja, að hann er með alt öðrum hætti en tíðkast yfir- leitt i erlendum borgum. Það er ekki ótítt, að svo virðist, sem hér sé of t og einatt háður kapp- akstur, t. d. er bifreiðar þjóta inn Hverfisgötuna, suður Lauf- ásveg og jafnvel er þær þjóta ofan Bankastræti. Þótt hraðinn sé oft og einatt nauðsynlegur, ekki síst nú á 20. öldinni, — verður þó að setja honum eðli- leg takmörk og sjá svo um, að þau séu að fullu virt. Um hjólreiðamennina er hins- vegar það að segja, að þeir sjást lítt fyrir, og er þá aðallega rætt um unglingana, sem oft og ein- att sýna vítavert gáleysi og hirðuleysi um að hlíta settum reglum, og er þá komið að þriðja þættinum: starfsemi lög- reglunnar hér í bænum. Það eitt nægir ekki, að hafa sæg af karlmannlegum lög- regluþjónum, og að þeir standi ekki erlendum lögregluþjónum að baki í glæsilegu útliti, held- ur kemur hitt til álita, hvernig þeir leysa verk sin af hendi. Mér hefir virst, sem nokkuð skorti á, að lögreglan gangi svo rikt sem skyldi eftir því, að boðum hennar sé hlýtt, það eitt er ekki nóg, að átelja unglinga, sem hjóla eins og glannar, ef unglingarnir gera svo gys að lögregluþjóninum strax og hann hefir snúið við þeim baki, og hafa umvandanir hans að engu. Á þessu þarf að ráða bó.t, og það er lögreglan sjálf, sem á að gera það með þvi, að taka ungling- ana þeim tökum, að þeir læri að virða almennar reglur, sem sett- ar eru borgurunum til öryggis. Útlendingar, sem hafa dval- ið hér ,um einhvern tíma olg hafa veitt þvi eftirtekt, að lög- regluþjónar ganga hér saman tveir og tveir, hafa sagt við mig: „Er svona róstusamt hér i Beykjavík, að þetta sé nauð- synlegt?" Erlendis þekkist ekki að lögregluþjónar gangi tveir og tveir saman, nema i sérstökum hafnarhverfum, þar sem ekki þykir örugt að einn maður sé á verði. Bæjarstjórn Beykjavik- ur styrkir árlega einn eða fleiri lögreglumenn til utanfara, og geta slíkar utanfarir lögreglu- þjónanna orðið ti-1 mikils gagns, ef rétt er á haldið, enda munu þær hafa borið góðan árangur, ' þótt meira megi enn gera. Eg vil leyfa mér sem leik- maður að koma með nokkrar tillögur til úrbóta, og vona eg að bæjarstjórn Beykjavíkur eða sijórn lögreglunnar taki það ekki illa upp, þó hljóð komi úr horni málum þessum viðvikj- andi. Tillögur þær, sem eg hefi að gera eru þessar: 1. Að tekið verði fyrir það, að lögreglumenn gangi tveir og tveir saman á vakt (með þessu má auka gæslusvæðið, sem á að vera allur bærinn, en það hefir þótt við brenna, að lögreglumenn sjáist ekki nema rétt í miðbænum). 2. Að settur verði upp sérstak- ur lögreglusími (eins og brunasími t. d.) er þannig sé útbúinn, að er lögreglumað- '. ur, sem er á varðgöngu, geti og sé skyldur að gefa varð- j stofunni uppl. um hvar og hvenær hann sé á viðkom- , andi stað (þetta tiðkast mjög erlendis og er gert til þess að „kontrollera" að lögreglu- mennirnir séu á sínum stöð- 1 um). 3. Að lögreglumönnum þeim, sem stjórna umferðinni í bænum, verði fyrirskipað að taka fastari tökum á þeim málum en nú er (t. d. hversu oft sér maður ekki, að lög- reglumönnum þeim, sem hafa stöðu á krossgötum um hádegið, er alls ekki hlýtt, og fyrirskipanir þeirra hafð- ar að engu. Þyrfti á þessum tíma að hafa sérstaka eftir- litslögreglu, t. d. á bifhjóli, er gætti þess, að stjórn úm- f erðarlögreglumannsins væri hlýtt, og ef út af væri brugð- ið, þá elta uppi sökudólginn, og gefa honum áminningu eða refsa honum á annan hátt. Það er virðingarleysið fyrir lögreglunni, sem þarf að uppræta, en þar á yfir- stjórn lögreglunnar að eiga forystuna. Þó punktar þessir séu ekki nema 3, þá held eg, að ef þeir væru teknir til athugunar, þá ynnist það, að almenningur Iærði að bera virðingu fyrir og lærði að hlýða lögreglumönn- um vorum, og svo hitt, sem að lögreglunni snýr, að lögreglu- menn myndu sjást viðar og oft- ar en nú á'sér.stað alstaðar í bænum, en ekki einungis i mið- bænum eða nálægð hans. — Að þessu samanlögðu hygg eg að draga myndi úr slysahættu í bænum, hverju nafni sem nefn- ist, fyrir utan alt annað gott, sem af þessu hlytist. Eysteinn ábóti. Ellefu jökla sýn úr T.F. Örn. Skýrsla Flugfélags Akureyrar. Sumarflugstarfsemi Flugfélags Akureyrar er nú lokið og hef- ir f élagið því gefið blöðum og útvarpi skýrslu um starfsemi sína á tímabilinu 2. maí til 30. september. Skiftist starfsemi félagsins aðallega í þrent: Sjúkraflug, far- þega- og póstflug og síldarleit. iSJÚKRAFLUG. Félagið telur sjálft, að sjúkra- flugið sé merkasti þátturinn i sögu þess, og hafa alls verið fluttir 24 sjúklingar. Af þeim voru 15 svo, að þeir gátu setið uppi í vélinni, en sex voru svo þungt haldnir, að þeir þoldu engan annan flutning. Fer hér á eftir orðrétt frásögn skýrslunnar, um einn slíkan flutning og sýnir hún ljóslega, að flutningarnir eru oft miklu erfiði bundnir, enda þótt komíð sé fram í lok maí-mánaðar: „Þann 28. mai undireins a'ð afloknu Vatnajökulsfluginu, var flugvélin kvödd til þess að sækja hryggbrotinn mann, frá Þor- bergsstöðum, nálægt Búðardal. Flugvélin lenti skamt frá bænum, en meðan að verið var að útbúa sjúldinginn, fjaraði vélin uppi, en utgrynni er þarna mikið. Skömmu seinna skall á hríð, en þó tókst að flytja sjúk- h'nginn undireins og vélin losn- ::?t?.-öR»' &:. - **"~T- s?IÍg||ÍÍ|l& aði af f jörunum, þrátt fyrir það, að hriðin haldist. Á leiðinni varð vélin að lenda einu sinni, vegna þess að skygni var svo lélegt, að ógerlegt var að greina hvar vélin var. Stað- urínn reyndist vera Kolgrafar- fjörður. var undir eins haldið af stað aftur, og komið til Beykjavíkur eftir alls rösklega tveggja stunda flug." FARÞEGA- OG PÓSTFLUG. Eftirspurnin eftir ferðum varð mun meiri en félagið gat fullnægt. Var flogið með far- þega til eftirtaldra staða: Borgarness, Búðardals, Pat- reksfjarðar, Tálknafjarðar, Þingeyrar við Dýrafjörð, Borð- eyrar, Vesturhópsvatns, Blöndu- óss, Skagastrandar, Sauðár- króks, Miklavatns i Fljótum, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dal- víkur, Hríseyjar, Akureyrar, Flateyjar, Grimseyjar, Húsavík- ur, Kópaskers, Baufarhafnar, Norðfjarðar, Eskifjarðar, Hafn- ar í Hornafirði, Selvogs, Þing- valla og Beykjavíkur. Alls flutti flugvél félagsins T. F. Örn 750 farþega, rúma 50 þús. flugkílómetra, en flugin voru alls 358 að tölu. Telst fé~ laginu svo til, að flugvélin hafi leyst af hendi 99,3% af þeim verkefnum, sem hún tók að sér. Póstflutningur flugvélarinn- ar nam % smálest á skömm- um tíma fyrsta mánuðinn, en eftir að bifreiðar fóru að ganga reglulega féllu póstflutningar niður. Oftast mun hafa verið flogið til Siglufjarðar, sextíu og einu sinni, og þar næst til Akureyr- ar, sextiu sinnum. Verkefni flugvélarinnar voru mjög margvisleg, flugvélin var pöntuð i flugferðir til fjöl- margra afskektra staða. Kom þetta sér oft mjög vel fyrir þá sem þurftu að flýta sér. T. d. flaug vélin þ. 21. júlí til Akur- eyrar með Þjóðverja af einu skemtiferðaskipinu, sem átti að fara kl. 5 þann dag. Var lagt af stað kl. 10 og komið til Ak- ureyrar kl. 12 á hádegi, þar snæddi Þjóðverjinn miðdegis- verð og lauk erindum sínum. Kl. fimtán mín. fyrir 3 var lagt aftur af stað frá Akureyri og komið til Beykjavikur kl. 4% eða eftir 105 min. flug. Þá voru myndatökuflug eftir- sótt, t. d. var fyrst flogið yfir hafísinn, þá til Vatnajökuls og þar teknar hundruð ljósmynda, auk kvikmynda. Þá voru auk þessa flogin kvikmynda- og Ijósmyndunarflug til Langjök- uls, til Grímseyjar og að Snæ- fellsjökli. 1 einu flugi vélarinn- ar sáust úr 3000 m. hæð þessir jöklar frá sama stað: Vind- heimajökull, Hofsjökull, Lang- jökull, Eiríksjökull, Ok, Torfa- jökull, Tindafjallajökull, Mýr- dals- og Eyjafjallajökull, Snæ- fellsnesjökull og Drangajökull, eða samtals 11 jöklar, þá sást einnig á milli Húnaflóa og Sel- vogsgrunns. Hringflug félagsins voru með minna móti vegna anna félags- ins á flugdögum, munu verða flogin hringflug hér i Beykja- vík i vetur, en skygni er sem kunnugt er oft mun betra að vetri en sumri. SÍLDARLEITARFLUG. Flugvélin fór nokkrum sinn- um í síldarf lug með ágætum ár- angri. Fj'rsta flugið var farið þ, 3. ágúst, og sáust þá margar og stórar torfur á svæðum þar sem engin skip voru, einnig sáust skip í landhelgi. Vegna síldar- leitar dönsku flugvélarinnar var ekki þörf fyrir hina íslensku vél til þessa, nema i örfá skifti. Munu seinna verða birtar tillög- ur um framtíðartilhögun síldai*- leitar hér við land. Án efa mun síldarleit úr lofti hafa mikla þýðingu fyrir ís- lenska síldveiðiflotann á kom- andi vertíðum; til þess benda eindregið ummæli Sigurðar Kristjánssonar á Siglufirði, og annara er kyntust tilraunum í sumar. VarBarfandurinn. Fundurinn i Varðarhúsinu i fyrrakvöld bar tvennu vitni. Fyrst og fremst því, að áhugi manna fyrir stjórnmálabaráttu Sjálfstæðisflokksins hefir sist farið rénandi yfir sumarið og í öðru lagi hinu hvers trausts og fylgi foringi flokksins, Ólafur Thors, nýtur meðal alls almenn- ings. ;. Ólafur Thors hafði framsögu á fundinum, og rakti stjórn- málaviðhorfið eins og það er nú ef tir að kommúnistar og hin órólega deild Alþýðuflokksins hafa sameinast í fullri andstöðu við hinn makráða og ellihruma socialistaflokk. Vegna klofningsflokksins er nú svo komið, að hann hefir gerst auðmjúk undirlægja Framsóknar, og gengur svo langt í auðmýkingunni, að hann lýsir yfir því, að hann muni ganga næstum þvi inn á alla kosti, sem Framsókn setji fyrir framhaldandi samvinnu. Þótt stjórn sú, sem nyti stuðnings gamla socialista- flokksins og Framsóknar, sæti að völdum í trássi við allar þingræðis og lýðræðisreglur í landinu, yrði að telja það vafa- samt að hún myndi leita stuðn- ings kommúnistanna, eða að þeir myndu veita henni stuðn- ing nema með slíkum skilyrð- um, að ekki væri unt að þeim að ganga, ef stjórnin metti sóma sinn að nokkru. Ef stjórnin vildi styðjast við þingræði og lýðræði i landinu myndi hún neyðast til að leita til Sjálfstæðisflokksins um stuðn- ing, en ósennilegt væri að hún myndi gera það, enda gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki gengið til stjórnarsamvinnu á öðrum grundvelli en þeim, að stefnumál hans yrðu alls ráð- andi í slíkri samvinnu. Umræður urðu nokkrar um málið og voru menn mjög á einu máli um afstöðu Sjálfstæð- isflokksins til stjórnarinnar og stuðningsflokks hennar. Undirtektir fundarmanna voru hinar ágætustu, og mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei hafa átt sterkara og öruggara fylgi hér í höfuðstaðnum, en einmitt nú. aðeins Loftur, Starfsemi barnstiilt- unnar Æskan nr. 1. Með hverri mentaðri þjóð er barnauppeldið talið til hinna stærstu og veigamestu mála. Hér i bæ hefir mörg undan- farin ár starfað félagsskapur er ótrauður hefir lagt á sig mikið erfiði með þvi að láta uppeldis- málin mikið til sín taka. Það eru barnastúkurnar. En ekkert starf verður unnið svo að nokk- uru gangi komi, án þess að það kosti ekkert nema áhugann og erfiðið eitt. Barnastúkunnar hafa unnið mjög í kyrþei og því aflast minna f jiármagn en æski- legt hefði verið til starfins. En nú ætlar ein deild reglunnar, Æskan nr. I., fjölmennasta og elsta barnastúkan, að efna til hlutaveltu i þvi skyni að efla félagssjóð sinn, svo að hún geti starfað í náinni framtíð bet- ur en nokkuru sinni áður, að velferðarmálum sinum. Hér er tækifæri til að sýna í orði og verki hversu mikils er metið það sem liggur á bak við starfsemi barnareglunnar. — Feður og mæður og þið öll sem vitið og skiljið hversu mikil- vægt málefni þetta er, takið nú höndum saman og styrkið starf- semi barnareglunnar með þvi 25 fra. Næstelsta dagblað á ísIanðL Morgunblaðið á 25 ára slarfs- afmæli í dag og er þannig næst- elsta dagblað á íslandi, en "Vísir* hafði verið gefinn út í þrjú ár» er Morgunblaðið var stofnað. — Hefir blaðið gefið ,út sérstaKt hátíðablað vegna afmælisinSs, þar sem stofnun og saga.hlaðs- ins er rakin i stómm drátfumu' Vísir óskar MorgunblaSími; til hamingju með starfsafmæliðL Lincolnshire nád út„ Á flóðinu kl. 1 e. h. í gaör tókst Ægi að draga bv. Lán- colnshire á flot og f ór með hams til Þingeyrar. Þar fer fram skoðun á Lincolnshire. Létta varð skipið með þvi að- moka kolmn útbyrðis, til þess að hægt væri að ná þvi á flot- Skipshöfnin var altaf um bor?S> frá þvi að það strandaði. Nokkur leki var kominn afS^ skipinu og sjór kominn í lest og vélarrúm og auk þess vora tvö blöðin brotin af skrúfuimi. — Verður Lincolnshire fluttur hingað suður til viðgerðar jafn- skjótt og veður leyfir. Alliance Fran^aícti hóf vetrarstarfsemi sína mci5 fundi, sem haldinn var á Hótel Skjaldbreið mánudaginn 31. október. Hr. Jean Haupt, franskur sendikennari, gaf skemtilega ag fróðlega frásögu af ferðatags sínu s.I. sumar frá Beykjavík til Marseilles um Bergen, Oslóv iStokkhólm, Helsingförs, TaHia, Biga, Köningsberg, París, Dij- on og fleiri borgir. Erindínu, sem var teldð með mikluas fögnuði af áheyrendum, fylgdu ágætar skuggamyndir. Að Ioknum flutningi erindis- ins kyaddi ræðismaður Frakka á Islandi, hr. Voillery, sér hljóðs. Hann aflienti frk. Th. Friðriksson, heiðúrsforseta f& lagsins, frá miðstjórn AHiance Francaise i Paris, heiðurspen- ing. Um leið fór hann mörguim viðurkenningarorðum um starf hennar hér á landi í þágat Frakklands. — Frk. Th. FrfS- íksson þakkaði fyrir þenna nýja vott um velvild í sinn garSv Sest var síðan að kaffi- di-ykkju og loks dans stígiha tSI kl. 1 eftir miðnætti. Nálægt 60 manns sátu fimð- inn. Voru það, auk féíags- manna, nokkrir nemendur af frönsku-námskeiði félagsins, en þeim hafði verið boðið á fíinÆ- inn. að leyfa börnunum að komaá hlutaveltuna og komið sjálf, ag þið haldið lieim glöð og ánægS með rikulega muni i eigu ykk- ar og þá f ögru hugsun, a<5 eng- inn er sælli, en sá er gerir gottL. Ennfremur er þvi freysf, a3 vehmnarar reglunnar gefi gjaf- ir á hlutaveltuna, og er ekkl annað fyrir þá en hringja í síma 5224, og verða þær þá samstundis sóttan. Hlutaveltan verðm næstkom- andi laugardag i Góðtemplara- húsinu. Þar verða margir eigu- legir munir og ásjálegir. Eia engum til skapraunar núll e5a happdrætti. Beykvikingar! Það orð hefur. farið af skilningi ykkar á góff- um verkum, að enginn væri fyrri til að framkvæma þau era þið — sýnið enn einu sinni þessa hlið ykkar og komið á hlutavelt- una og styrkið með þvi goft og þarft málefni. G. E»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.