Alþýðublaðið - 24.07.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ástand Mentaskólans Ihaldssemi um aðgerðir og eftirlit. ferhyrndum götum, og mörg etru áletruð. Á eitt er skorið stórum stöfum : „Á þessu boröi situr kær- astan mín.“ því ekkert um það sagt hér, hvort þörf er þedrra umbóta, sem dóms- málaráðherra ætlar að láta gera á skóiahúsmu. Gluggalausa kenslustofan í fjósinu. Blikkkassinn í kennarastofunni. Útskorin borð og flagnaðir veggir. Dómsmálaráðherraxm, Jónas Jónssón, bauð í gær' blaðamönn- um og settum fræðslumá'lastjóra, Helga Hjörvar, að skoða næst- æðstu mentastofnun þessa lands, Hinn almenna mentaskóla. Komu fræðslumálastjóri og • blaðamenn frá Alþýðublaðinu, „Tímanum" og blaði islandsbanka. Örgustu aft- urhaldsblöðin, „Vörður“ og „Morgunbl.", ásamt viðrininu „Vísi“, sendu engan mann — og auðvitað var það af góðum og giklum ástæðum. í skólanum var gestunum til leiðbeinmgar húsa- meistaxi ríkisins, herra Guðjóin Samúelsson. Fylgdi hann þerrn um al'lan skólann, hátt og lágt, uro bókhJöðuna og leikfimishúsið. Urðu gestirnir svo hissa á því, er fyrir augun bar eða þeim var sagt, að ekki mundu þeir hafa orðið meira hissa nokkuru sinni á æfi sinni. Skal nú mokk- ur hugmynd gefin um • ástand skólans. Fyrst er þá frá því að isegja, að hann hefir ekki verið.. mál- aður utan eða innan í hvorki meira né minna en átta ár!(Síð- ustu átta árin hefir heldur ekki verið kíttað rneð glúgga. Hvergi er dúkur á gólfi, nema í'kenn- arastofunni, enda gólfin mjög s'lit- in. Verst eru þau í forstofu leik- fimishússins, undir ofninum í leikfimissalnum *og í baðherberg- inu. Mega þeiri er ganga urn gólf- in í forstofúnni og í baðherberg- inu, búast við að hverfa þá og þegar ofan í undirdjúpin — og ofninn í leikfimissalnium hefir sdg- 3ð þetta hægt og hægt árlega, án þess að nokkuð hafi verið að gert. Kvaðst dyravörður vænta þess, að ofninn sykki nú fyrir fult og alt mjög bráðlega. En ofninn er-stór og ínikilúðlegur og talsverð eftirsjón að honum. Veggirnir í kenslustofunum eru skítugir, áletraðir og mjög marg- víslegir. í surnum stofunum eru þiljurnar pappaiagðar, og eru víða stórar flyksur rifnar úr pappanum. Þá hafa og verið límdar á mislitar bætur, svo. sem til prýði. í öðrum, stofum eru „panel“þiljur og í enn öðrum spjaldþiljur. I einni eru þiljurnar af þrenns konar gerð — og mun, jþað eiga að vera til trlbreytni. Eru þar bæði spjaldþiljur, pappa- lagðar þiljur og „paneT'þiljur. Víða eru þiljurnar skreyttar upp- dráttum og útskurði eftir iæri- sveinana — og er margt af þeirri veggprýði þannig útlitandi, að vel myndi íhaldinu þykja við eiga, að ekki væri yfir hana málað næsta mannsaldurinn. Þá er og frá íhaldssjónarmiði stórbót að því, að þegar miðstöðvarofnar voru settir í stofurnar, en ko'la- ofnamir teknir burt, var það lát- ið ókreyft, ,er verja skyldi vegg- ina frá að hitna um of. ,Eru það afmarkaðir, hvítir eða mislitir reitir, ekki ólaglegt augnagaman. Loftin eru óslétt og skítug, og sums staðar hefir hrunið úr þeim, t. d. á ganginum á annari (hæð. Er sá í stöðugri lífshættu, er þar leggur leið sína. Hurðir eru surns staðar skakWbr og skældar — og til eru þær, sem eru eins <‘og húndar hafi að þeim lagt tennur sínar. Miili tveggja kenslustof- anna er ein slík hurð — og er hún svo illa útleikin, að mjög hlýtur að heyrast mál manna miili stofanna. Geta því lærisveinarnir hlustað á tvo kennara í einu — og mun íhaldinu þykja slíkt fyr- irkomulag framíaramerki. Þess skal getið, að ein af kenslustotf- unum er að eins 5x3V2 meter að stærð. En uppi á hæsta lofti er geysistór kenslustofa — og er hún svo fornleg, sem frekast verðu~ á kosið — því að hún er und- ir súð og líkist mest traustu fjár- 'húsi, bygðu úr rekavið. En forn- legust og samræmust reglulegum íhaldshugsunarbætti er þó kenslu- stofan í fjósinu, því að á henni er enginn gluggi og í benni eng- in loftræstiing. Mun íhaldið þar hafa fundið fyrirkomulag, sem þeHr í þess augum hreint og beint alla hugsanlega kosti. Þá er nú hin víðfræga fata geymsla. í þeim stofum, sem mest hefir verið haft við, er fataskáp- ur í einu horninu. En í hinum stofunum eru að eins snagar á veggjunum. í einni stofunni eru iistamir, sem snagarnir eru á, negldir yfir dyr, sem ekki eru notaðar. Þykir íhaldsaugum yndi að horfa á slíkan útbúnað. í einni stofunni sagði fræðslumálastjóri þessa setningu: •— Nú, þetta er rétt eins og „Moggi“ lýsiir fangelsimum í Rússlandd! Ekki er rétt að gleyma skóla- borðunum. Þau hafa nú fyrst og fremst verið mjög ljót og teiðin- leg ný, svoma frá almennu — ekkd íhalds — sjóraarmiði, en nú munu þau þykja frábær á sinn hátt. Sum eru brím, öranur gul og enn önnur ómáluð. Mjög eru þau útskorin. Á sumum eru fer- hyrningar, á öðrum þríhyrraingar og á enn öðrum óleistar „aritmet- iskar" þrautir. Þá eru mörg prýdd myndum af hjörtum — og körl- um og konum á ýmsu'in aldri. Sum eru með haglega gerðum | Við anddyriið á bakhlið skólans eru náðhús. Eru þau að eins þrjú. Þar er andrúmsloftið æskilegt í- haldsmönnum, sem bera nafn með réttu. Á náðhúsþiljum exu ýmsar teikningar og áletranir. Sumar kynnu einstaika ekki-íhaldsmanni að þykja frekar klámfengnar. Á einum veggnum er miðaldra kerrn- ara við skólann gefinn sérlegur vitnisburður: „N. N. er djöfuls drullusokkur og delerant." f bókasafnshúsinu eru geymd tvö bókasöfn, skólans og nem- endá. Bökasafn skólans er mjög lítið notaið af nemendum, og virð- Ist það all gálauslega um gengið. Er miklu rúmi þar illa eytt. Miklu betri er umgengni öll í bókasafni nemenda. En í útláns- stofunni er alt á rúi og stúi — eins og í leiguíbúð 14. maí eða 1. október. , Loks skal skýrt frá einni a-11- merkilegri „innréttingu“, sem er í kennarastofunnd. Á einum veggn- um er mjög óálitlegur blikkkassi. Á honurn er hleri, er leikur á hjörum að neðanverðu. Ef hleri þessi er opnaður, verður hann eins konar borð —en á hann er fest lítið „emailerað“ þvottafat. Liggur vatnsleiðsla í skápinn, 0g úr honuni er renna möur í skolp- fötu, sem unddr hohum stenduir. En alt þetta samanlagt er þvotta- skál kennara, háganlega og hug- vitssamlega tilbúin — og hafa hinu fuilvalda íslenzka ríkii spar- ast imeð þessari innréttingu kaup á þeim hlut, er þykir nú sjálf- sagður í fle,stum náðhúsanina. Eins og menn vita, hefir Jón- as dómsmálamðherra fengdð mik- ið ámæli íhaldsmanna jafnan, og ekká mun hanin verða vinsæli hjá þeim við þær breytingar, sem hann hefir gert og hygst að láta geru í Mentaskólanum. Hann hefir þegar látið setja í banin ný- tízku loftræstingu. Getur loftdæl- an, sem komið er fyrir á skamm- bitalofti skólans, dælt inn í hann 3200 teningsmetrum af hreinu lofti á klst., og nægir það til að end- urnýja loftið í skólastofunum þrem sinnum. Þá hefir verið á- kveðið, að ein stofan verði gerð að fatageymsluklefum. Einnig á að bæta náðhúsin og fjölga þeim um helming. Á góilfin í skólanum á að leggja dúka og Mæða loft og veggi með striga, en striga en hægara að bæta en pappa, þannig, að sæmilega færi á. Þá mun og eiga að rýmka um söfn skólans, svo að þau geti konrið að notum,' breyta það fyrsta að unt er skólaborðunum og iaga svo til sem unt er á stuttum tíma eftir margra áxa fyrirmyndar í- haldsstjórn. . Lýsingin hér að ofan á núver- andi ástandi í skólanum ætti að vera þannig, að menn gætu glöggvað siig á henni, og skal Dreng|amétið. Mótið höfst í fyrrakvöld á í- þróttavellinum. Orslit urðu sem hiér segir: 80 metra hlaup: Þátttakendur voru 7. Fyrstur varð Ingvar Ólafsson (K. R.) á 9,9 sek. og er það .nýti drengja- met. Annar var ólafur Tryggva- son (I. R.) á 10,1 ,sek. og þriðji Hólmgeir Jónsson (Á.) á 10,7 sek, Langstökk; Þátttakendur voru 5. Lengst stökk Ingvar ÓJáfsson (K; R.)„ 5,75 metra og setti nýtt drengjamet einnig í þvi. Annar var Ólafur Tryggvason (i. R.), stökk 5,45 metra og þriðji Há- kon H. Jónsson (K. R.) 5,13 m. Spjótkast: Þátttakendur voru 5. Lengst; kastaði Ingvar Ólafsson (K. R.), samanl. 64,78 metra. Aninar var MaSrna Kristínsson (Á.) 59,32 m* Þriðji Hákon H. Jónsson (K. R.) 57,13 m. Þristökk: Þátttakendur voru 6. Lengst stökk Ingvar Ólafsson (K. R.), 11,61 metra. Annar Hákon H. Jónsson (K. R.) 11,16 m. Þriðji Hólmgeir Jónsson (Á.) 10,44 m. Metið er 12,06 og á Ingvar ;það„ Kringlukast: Þátttakendur voru 4. Lengst kastaði Marino Rristínsson (Á.) samnl. 62,30 metra, er það met. Annar Iragvar ólafsson (K. R.) 58,81 m. Þriðji Bjarni Sigurðsson (Á.) 43,62 m. 1500 metra hlaup: - Þátttakendur voru 10. Fyrstur varð Ólafur Guðmundsson (K. R.) á 4 mín 45,2 sek. ,og setti nýtt glæsilegt drengjamet. Anmar var Hólmgeir Jónsson (Á.) á 4 mím. 74 sek. Þriðji Hákon Jónsson (K. R.) 4 mín. 58 sek. 1 gærkveldi var kept í eftir- farandi íþróttum: Kúluvarp: Þátttakendur voru 3. Lengst kastaði Marino Kristiinsson (Á.) 21,64 m., og er það nýtt met. Ann- ar varð Ingvar ólafsson (K. R.) 21,48 m. og fór einnig fram .úr. gamla metinu. Þriðji Hákon H. Jónsson (K. R.) 14,63 m, Hástökk: Þátttakendur 3. Hæst stökk Ing- var Ólafsson (K. R.) 1,37 m. (Stökk í aukastökkl 1,45 m.) Ann- ar Hákon H. Jónsson (K. R.) 1.34V2 m. Þriðji óláfur Tryggva- son 1,32 m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.