Vísir - 27.01.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 27.01.1939, Blaðsíða 3
Föstudaginn 20. janúar 1939. VISI fí 3 Viðtal vid Árna Fpiðrikeson fisliifræöing: Rannsókmr á martmnl í Þiogvallavatai Murtan ei» sérstæður stofn. Murtuveiðarnar eru ekki rányrkja og geta ordid mikilvæg- ur atvinnuvegur fyrír jardeigendur viö J»ingvallavatn. S. í, F. liefir soðid niöur murtu til útflutnings. Ekki hægt að í'ull- nægja eftirspurninni. Tvö undangengin haust hefir fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans unnið að víðtækum rannsóknum á murtunni í Þing- vallavatni og hefir forstjóri deildarinnar, Árni Friðriksson fiskifræðingur, haft rannsóknirnar með höndum. Hefir tíð- indamaður frá Vísi fundið Árna Friðriksson að máli og leitað upplýsinga hjá honum um þetta mál, sem er hið athyglisverð- asta frá ýmsum hliðum skoðað. ■ Yfirlit yfir aldurssamsetningu murtustofnsins i Vatnskoti í október 1938. Súlurnar sýna styrkleika árganganna í hundr- aðshlutum af allri veiði (sbr. tölurnar til vinstri). MURTAN SÉRSTÆTT AFBRIGÐI? Fiskideild atvinnudeildarinn- ar, segir Árni Friðriksson, befir unnið að þessum rannsóknum til þess að komast að raun um, livort murtan væri sérstakt af- brigði, sem aldrei yrði stærra, j eða ung bleikja, sem ætti fyrir j sér að vaxa upp í bleikjustærð, eftir að vera búin að hrygna á þessu reki (í æsku). Þetta er mikið atriði, því að ef murtan væri ung bleikja væri hér um rányrkju að ræða og heppilegra að láta hana ná fullum þroska. Spurningin um þelta er ekki ný af nálinni — hún hefir verið á döfinni a. m. k. síðan fyrir sein- ustu aldamót. 2300 MURTUR RANNSAKAÐAR. Við höfum rannsakað um 2300 murtur liaustin 1937 og 1938 og talið hryggjarliði í 1356 murtum. Til samanburðar rannsökuðum við allau annan silung úr vatninu, sem við náð- um i. Kjarni rannsóknanna er hryggjarliðatalningin. Rannsókuir af þessu tagi hafa aldrei verið gerðar áður á ís- lenskumvatnafiskum.Enda þótt að sjálfsögðu verði haldið á- fram rannsóknum á murtunni og öðrum íslenskum vatnafisk- um, ekki síst laxinum, þá er skorið úr því, að murtan er sérstakt af- brigði, sem hefir að fullu og öllu rifið sig úr tengsl- um við sinn gamla ætt- stofn, bleikjuna. HRYGGJARLIÐAFJÖLDI FISKANNA. Hryggjarliðafjöldi fiskanna yfirleitt er ekki föst tala. Þannig eru hryggjarliðir í urriðanum í Þingvallavatni ýmist 60 eða 61 og í bleikjunni frá 60 upp í 65. Ef tekið er maðaltal hryggjar- liðafjölda þeira silunga, sem rannsakaðir liafa verið, verður murtan liæst með 63.09, þar næst bleikjan með 62.75, bleikjuafbrigði, sem eg nefni svartmurtu, 62.27 og loks urrið- inn með 60.70. Er óhætt að full- yrða, að meira bar á milli bleikju og murtu en vorgots- og sumargotssíldar í sjónum, og þeim skilyrðum, sem verður að vera fullnægt eftir viðurkendum stærðfræðilegum reglum, til þess að murta og bleikja sé sitt hvað, er fullnægt svo að segja í tvöföldum mæli. ER ÞÁ EKKI UNGBLEIKJA í ÞEIRRI MURTU, SEM VEIDD ER? 96.1% af þeirri murtu, sem og befi rannsakað, hefir verið á hrygningarskeiði, en 3.9% 'ekki. Eini möguleikinn til að eitthvað sé af ungbleikju innan um murturnar, er sá, að eitthvað kunni að felast i þessum 3.9%. Eu hryggjarliðatalning á ókvn- þroska murtum hefir leitt í ljós, að mestur hluti hennar hlýtur að vera murta, en ekki ung- bleikja. Jafnhliða þessari ókyn- þroska murtu veiðist ósköp litið af velþekkjanlegri smábleikju, en það nemur ekki 1% af murt- unni. Það mun láta nærri sanni, að sú ungbleikjumergð, sem er innan um murtuna, sé í mesta lagi 2%. HVERNIG STENDUR Á ÞVl, AÐ FISKURINN I MURTUNNI ER ÝMIST RAUÐUR EÐA HVÍTUR? Það er órannsakað mál, en ekki óliklegt, að hængarnir séu rauðir, en hrygnurnar hvítar á fiskinn, og ef svo er, er hugsan- legt, að það standi i sambandi við að þeir hafi verið miklu lengur á grunninu en lirygn- urnar, þegar veiðin fór fram. STÆRÐ MURTUNNAR. Þessi tvö ár hefir stærðin ver- ið frá 18 upp í 29 cm., en aðal- lega 22, 23 og 24 cm. Meðaltal af 2300 murtum, sem mældar voru, er 22.94 cm. Murtan í vatninu virðist mun stærri en hún var fyrir 25 árnm. Hún virð- ist vaxa örar en þá og vera stærri eftir aldri og ná hærri aldri. ALDURINN. Öll murtan, sem rannsökuð var, var 5—9 ára, en langmest- ur hlutinn var 6 og 7 ára. Það lrtur því út fyrir, að murtan verði kynþroska 6—7 ára að aldri. VÖXTUR. Við gelum skift lífsferli murt- unnar i þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið er alt að eitt ár. Þá er nmrtan ýmist í eggi á botninum eða sem lirfa. Annað tímabil er vaxtarskeið, sem nær yfir 4 ár. Á þeim tíma bætir murtan við lengd sína 5—6 cm., en það sam- svarar vexti bleikjunnar og urriðans á sama skeiði. Bleikj- an og urriðinn halda áfram að vaxa með sama braða um langt skeið, eu murtan kemst nú á kynþroskaskeið, sem er þriðji og síðasti kafli æfinnar, og bæt- ir þá ekki við lengd sílna nema röskum centimetra á ári. MATARÆÐI BLEIKJUNNAR OG MURTUNNAR. Við samanburð hefir komið í Ijós, að bleikjan lifir á botndýr- um, en murtan á svifdýrum (yf- irhorðsdýrum), aðallega er fæða bleikjunnar skordýralirfur (lirf- ur toppmýsins), vatnabobbar og vatnaskeljar, en murtan lifir á krabbaflóm og vatnsflóm við yfirborð. Murtan befir og ann- að vaxtarlag og er betur löguð sem yfirborðsfiskur. HVERNIG ER MURTAN ORBIN TIL? Ef við gerum ráð fyrir, að 4000—6000 ár séu liðin frá þvi er fiskur úr sjó liætti að kom- ast i Þingvallavatn, hefir vatnið orðið að búa að sínum eigin stofni allan þennan tíma. Vatnið er sem kunnugt er stórt ogdjúpt og með auðugt yfirborðslíf. Eft- ir fæðunni að dæma, þá er bleikjan botnfiskur, en murtan afbrigði af Iienni, er lifir í efstu lögum vatnsins. Má því svo að orði kveða, að sumar af bleikj- unum bafi fyrir nokkurum þús- undum ára breytt þannig um lifnaðarhætti, að þær fóru að gamall og gegn Húnvetningur og mörgum að góðu kunnur, andaðist í Farsóttahúsinu hér i i bæ 17. þ. m., misseri betur en áttræður, f. að Marðarnúpi í Vatnsdal 18. júli 1858. Voru for- eldrar hans Jónatan bóndi Da- viðsson (Davíðssonar bónda á Hvarfi í Víðidal og Ragnheiðar Friðriksdóttur prests Thoraren- sens) og kona hans Sigurrós Hjálmarsdóttir (bónda á Sig- ríðarstöðum Guðmundssonar og Rósu Gunnlaugsdóttur bónda í Nýjabæ). Varð mikið miseldri þeirra Marðarnúpshjóna, því að Jónatan andaðist vart fimtugur, en Sigurrós komst á tíræðisald- ur. nota auðæfin við yfirborð vatns- ins. Úr þessu er nú orðinn sér- stæður stofu, sem hefir lifnað- arhætti, sem minna á lifnaðar- hætti sildarinnar f sjónum, al- veg eins og við getum likt krabbaflónum í vatninu við rauðátuna i sjónum, og þessi stofn er murtan. MIKILVÆGI RANNSÓKNANNA. Eftir hagslcýrslum að dæma bafa á siðari árum veiðst árlega um 180.000 silungar i Þingvalla- vatni. Þar af um 160.000 murt- ur. — Murluveiðar bafa farið mjög i vöxt og eru stundaðar með góðum árangri, ekki síst s.l. ár. Sölusamband ísl. fiskframleið- enda hefir gert tilraunir með niðursuðu á murtu með prýði- legum árangri. Og það er þegar i byrjun orðin eftirspurn erlendis, sem ekki er hægt að full- nægja með núverandi veiði. Má þvi gera ráð fyrir, að murtuveiðarnar eigi framtið fyrir sér og því er tímabært, að ramisóknirnar liafa skorið úr því, að murtuveiðarnar tákna ekki rányrkjö á neinum öðrum silungsstofni í vatninu og virð- ast heldur ekki vera rányrkja á murtunni sjálfri — þar sem mestöll sú murta, sem veiðist, er kynþroska. Aidc þess benda rannsóknirn- ar á leið til þess, að auka murtu- veiðina með klaki. Þessi er bin hagnýta þýðing rannsóknanna. a. Eftir lát föður síns fór Da- við að heiman og tók þegar að vinna fyrir sér. Og svo má að orði kveða, að upp frá þVí| væri hann sí-vinnandi til æviloka. Eitthvað litilsháttar mun hann liafa fengist vi'ð búskap, en var oftast lausamaður eða vinnumaður og löngum félítill. Kona lians var Sigriður Jóns- dóttir, Vatnsdælingur að kyni, mikil gáfukona og skáldmælt. Er hún látin fyrir nokkurum ár- um. Þeim varð fimm barna auðið, en mistu eitt. Hin eru þessi: Steingrímur, skólastjóri á Blönduósi, Lúðvíg, liéraðs- læknir ií Árnesþingi, frú Elisa- bet, biisett liér í Reykjavík, og Sigurveig, liúsfreyja að Hrauns- múla í Kolbeinsstaðahreppi. — Allmörg síðustu ár ævinnar átti Davíð heima hér i bænum og gegndi ýmsum störfum og snúningum, eflir því' sem lieils- an leyfði. Hirti meðal annars vetrum saman liesta Thor Jen- sens og sona lians. Rómaði hann mjög veglyndi þeirra feðga og hugulsemi við sig, gamlan mann og farinn að kröftum. Margt var vel um Davíð Jóna- tansson. Hann var greindur maður og mundi vel þáð, er liann las eða lieyrði. Hafði yndi af bókum, en lílið tóm til lest- urs fyrr en siðustu árin. Dugn- aðarmaður að hverju sem hann gekk og lagvirkur, húsbónda- liollur, iðjusamur og ósérlilif- inn. Kunni vel með liesta að fara, fjármaður einn hinn besti, natinn og liirðusamur, þótti vænt um allar skepnur og vildi láta þeim líða vel. Glaður í skapi og lilýr, manna jafnlynd- astur og kvartaði litt, þó að í fangið blési. Ileilsugóður mun hann liafa verið langt fram eftir aldri, en siðustu árin var hann oft las- inn, óstyrkur á höndum og á- kaflega mæðinn. Taldi liann mæðina einkum af því stafa, hversu lengi hann liefði „verið í heyjum“. Haun bar ekki hátt í lífinu og var ekki vfir mikið settur, sem kallað er. Hann var einn hinna mörgu, kyrlátu iðju- raanna, sem leita sér ekki upp- hefðar með því, áð trana sér fram eða troðast um bekki. En hann vann meðan dagur entist — vann af dugnaði og trú- mensku. — Og dagurinn varð langur og handarvikin mörg. P. S. iðiirii, laturinn i maoinn Eftir Pétup Sigupðsson. Niðurl. á fjörefnasnauðu hvítu brauði, eða rúgbrauði úr gömlu legnu mjöli, sem oft er þá líka fult af sandi og óliroða, eins og sumt af rúgbrauðunum í Reykjavík ber áþreifanlega vott um. Mél- matur, svo sem brauð, kökur, grautar og vellingur, er nú not- aður svo langt um meira en áð- ur var, að ekki er vanþörf á að vanda til þeirrar vöru. Menn láta nú svo, sem þeir séu orðnir þreyttir á fjörefnatali manna í seinni tíð, og auðvitað getur slíkt farið út i öfgar. Það mun þó liættulaust að fullyrða, að börn, unglingar og einnig vinn- andi menn eru fóðraðir um of á „dauðri“ og fjörefnasnauðri fæðu. Um það vitnar blóðleysi, eitlabólga, taugabilun, þrótt- leysiskvillar og jafnvel Beri- Beri, sem stungið hefir upp höfðinu hér lijá okkur á Islandi í seinni tíð. Bæði Japanir og ýmsar aðrar þjóðir, sem notað bafa mikið af brísgrjónum, Jirifust á þeirri fæðu og voru lausar við Beri-Beri, á meðan þær lögðu sér til munns ó- sþrældu brísgrjónin, en jafn- skjótt og þær tóku að herma eftir „fínna“ manna siði og eta þessi gljáfægðu og skrældu brís- grjón, varð Beri-Beri að hrein- ustu plágu á meðal þeirra. Fæð- an frá náttúrunnar hendi er rík af þeim efnum, sem líkam- inn þarfnast, þar til maðurinn i sérvisku sinni og heimsku er búinn að svifta hana ýmsum þýðihgarmiklum efnum. Menn taka betur eftir mynd- um, þegar þær eru stórar. Þess vegna ætla eg að bregða hér upp mynd frá Bandarikjunum, því þar eru hlutföllin stór. Árið 1915 framleiddu Banda- ríkin ýrnsar korntegundir, svo sem liveiti, rúg, bygg, hrísgrjón, maís o. fl. fyrir $2.037.521.255. I flestum þessum kornteguud- um er um 2% af ])yngd þeirra af ýmsum mineral efnum, svo sem járnefni, málmsöltum og ýmsum frumefnum, sem við höfum ekki nein íslensk nöfn á. Yið lireinsun, skrælingu og fág- un korntegundanna fara þessi ýmsu mineral-efni, sem eru heilsu manna svo nauðsynleg forgörðum. Það er meiri sóun á verðmætum, en menn alment gera sér grein fyrir. Til dæmis var að eins hveitiuppskera Bandarílcjanna þetta sama ár: 580.000.000.000 pund. Tvö pró- sent af þessari þyngd verður um 5 miljónir tonna. Það eru min- eral-efnin í öllu þessu hveiti. Þrír fjórðu, eða nálega 4 milj- ónir tonna af þessum dýrmætu efnum, glatast fyrir fult og alt þegar liveitið er skrælt og fág- að, eins og í seinni tíð hefir tíðkast. —- Hveitiuppskera Bandaríkjanna er oft mikil og góð, en hver verður svo upp- skera heilsu og hreysti þjóðar- innar af áti þessa gljáfægða og fjörefnasnauðu hveitis? Þrátt fyrir alt eilífa sólskinið i þessu gæða landi, og þrátt fyrir alla ávextina og grænmetið hefir útkoman verið hörmuleg. Þeg- ar Bandaríkin hófu þátttöku sina í heimsstyrjöldinni miklu, var valið til hernaðar hið hraustasta og besta af æsku- mönnum þjóðarinnar — mönn- um á blómaskeiði lífsins. En í fvrstu umferðinni varð útkom- an ekþi betri en það, að rann- sókn leiddi í ,ljós, að 500.000 af þessum fyrstu útvöldu voru óliæfir til hemaðar sökum skorts á hreysti og góðri heilsu. Það er að mestu leyti af þessari sömu ástæðu, að á hverjum fjórum árum hafa 1.500.000 börn, yngri en tíu ára, dáið í Bandaríkjunum fram að hin- um síðustu árum. Hvað mundi sagt um slíkt mannfall í stríði? En svona murkar vitlaus fæða og vitlausir lifnaðarhættir lifið úr bernsku þjóðanna. Hvílik vanvirða. Hvílikir vísindatimar. Skýrslur hins opinbera í Banda- ríkjunum liafa einnig leitt í ljós, að i borgum þessa auðuga lands eru 400.000 börn, sem þjást af hjartasjúkdómi, 1.000.000 barna tæringarveik, 1.000.000 barna með hrygg- skekkju. 1.000.000 barna með bilaða heyrn, 4.000.000 barna voru van- liraust af næringar- skorti, 6.000.000 barna gengu með eitlabólgu eða aðra eitlasjúkdóma, 10.000.000 barna liöfðu skemd- ar tennur, og 15.000.000 barna voru á ýmsan hátt likamlega ó- hraust og þurftu eft- irlit. Barnadauði Bandarikjanna, segir einn merkur heilsufræð- ingur þar í landi, „sýnir að ár- lega fæða 200.000 konur börn, sem óhæfar eru til þess að fæða börn i heiminn.“ — Þannig er þá útkoman lijá þessari fjöl- mennu þjóð en þvi miður er vist liægt að benda á rannsóknir og skýrslur hjá okkar litlu og fámennu þjóð, sem sýna hinar sömu vanrækslu- og vanhirðu- syndir. En þetta þarf ekki svo að vera. Vér eigum aðgang að góðum og liollum fæðutegund- um, og ef vér sem einstaldingar og þjóð, höfum til þess vit og vilja, þá getum við alið börn þjóðarinnar svo vel að þau verði hraust og mannvænleg og hæf til þess að skapa farsæla þjóð. Það þykir miskunnarleysi að kasta ekki bita i hungrað bræ eða molum út til fuglanna í harðinda tíð, en það er enn meira miskunnarleysi, að senda unglingana út í harða lífsbar- áttu með snert af tæringu, taugabilun, blóðleysi, beinkröm, bólgna eitla, hjartasjúkdóma og hvað sem það nú annars er, sem sprettur upp af því, að menn velja oft ónýta og óholla fæðu, óholl vinnubrögð, óhollar skemtanir, og stuttan og ó- heppilegan svefntíma. Það getur verið afsakanlegt að lifa einstöku daga til að eta, en flesta daga ætti maður að eta til þess að lifa, — ekki til hálfs, heldur fullkomnu ham- ingjulifi, sem lífsþróttur, hreysti og góð lieilsa einungis getur veitt manninum. Það er vanda- samara, tafasamara, kostnaðar- samara og i alla staði flóknara að lifa hirðuleysis vesaldarlífi, heldur en að lifa hyggilegu, heil- brigðu og skynsamlegu lífi, sem næst lieilsubrunnum náttúrunn- ar, og það er aldrei margbrotið og umfangsmikið lif, heldur alt- af mjög — einfalt líf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.