Vísir - 27.01.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 27.01.1939, Blaðsíða 2
2 i VlSIR Föstudaginn 27. jan. 1939. VfSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Af litlu að iáta. lí RSLIT st j órnarkosningar- u innar í Sjómannafélaginu voru birt í blöðunum í gær. í stjórnina voru kosnir Alþýðu- flokksmenn einir, með yfir- gnæfandi meiri lilula atkvæða, og Alþýðublaðið hrósar að von- um miklum sigri Alþýðuflokks- ins. Þessi sigur floltksins er nú liins vegar engan veginn eins glæsilegur og i fljótu bragði mætti virðast, og stafar það af því, að öllum þorra félags- manna er með öllu varaað að hafa nokkur áhrif á það, hverj- ir eru í kjöri til stjórnarkosn- ingar £ félaginu. í Alþýðublaðinu í gær er sagt frá þvi, hvernig þessum kosn- ingum sé hagað í félaginu, og er það, orðrétt eftir blaðinu þannig: „að félagsfundur kýs 5 manna nefnd, til að gera uppá- stungur um stjórn. Nefndin til- nefnir tvo félaga í livert sæti, en síðan tilnefnir félagsfundur einn mann (til viðbótar) í livert sæti, svo að félagar hafa um 3 menn að velja.“ í Sjómannafélaginu munu vera 1200—1400 félagsmenn. Venjulega eru „félagsfundir“ hinsvegar svo fásóttir, sakir fjarveru sjómanna úr bænum, að það mun talin allgóð fundar- sókn, ef um 100 manns sækja fund, og margir þeirra, og jafn- vel flestir sjómenn, sem hættir eru að stunda sjómensku, eru „komriir i; land“. Þannig er það aðeins örlítill hluti félagsmanna, sem á kost á því, á félagsfundi, að taka þátt í kosningu nefndar þeirrar, sem síðan á að tilnefna menn i stjórnina, 2 i livert sæti, og jafn fámennur er sá hópur félagsmanna, sem á öðrum fundi tekur þátt íí tilnefningu þriðja mannsins. Þarf því flokksfylgi Alþýðuflokksins í Sjómannafélaginu ekki að vera mikið, til þess að hann geti ráð- ið því einn, hverjir kosningu ná í stjórn félagsins. Ilann fékk • þvi líka ráðið að þessu sinni, að í kjöri til stjórnarkosningar urðu aðeins Alþýðuflokksmenn, auk eins kommúnista og annars Héðinsmanns. Af liálfu Sjálfstæðisflokksins voru engin afskifti höfð af kosn- ingunni. En vitað er, að mikill meiri hluti sjómanna í bænum, þeirra sem sjómensku stunda, eru fylgjandi Sjálfslæðisflokkn- um. En sjálfstæðismennirnir í félaginu voru yfirleitt á sjó, þegar kosning kjörnefndarinnar og tilnefningin í stjórnina fór fram, og þegar til stjórnarkosn- ingar kom, áttu þeir ekki annars kost, en að kjósa Alþýðuflokks- menn,, — Alþýðublaðið segir, að þátt- takan í þessari stjórnarkosningu félagsins liafi verið „meiri en nokkuru sinni áður“. Mikil var liún hinsvegar ekki, því að inn- an við 60 af hverjum 100 fé- lagsmönnum munu liafa kosið. Má af því ráða,' að ekki muni áhuginn fyrir kosningunni liafa verið ahnennur, enda h'til von lil þess, að nokkurt kapp yrði um það, hverja af þessum Al- þýðuflokksmönnum, sem í kjöri voru, ætti að kjósa, enda var öll stjórnin endurkosin, að undan- teknum einum Héðinsmanni, sem sæti liafði átt í henni. Kosningin varð þannig, að öllu athuguðu, lítill sigur fyrir Alþýðuflokkinn. En það er að vonum, að talsmenn flokksins geri sér eins mikinn „mat“ úr henni og unt er. Alþýðublaðið hefir heldur ekki látið sitt eft- ir liggja, til þess að gera sem mest úr „sigrinum“. Það lióf undirbúninginn með því að aug- lýsa liann mörgum dögum áður en nokkuð varð kunnugt um úr- slitin. Daginn, sem úrslit Dags- brúnarkosningarinnar voru birt, en það var mánudaginn 23. þ. m., tilkynti blaðið jafnliliða, í næsta dálki, á mjög áberandi liátt, að aðalfundur Sjómanna- félagsins yrði haldinn á mið- vikudagskvöld. Daginn eftir til- kynnir það aftur, að aðalfundur Sjómannafélagsins verði „ann- að kvöld“. Og enn tilkynnir það þriðja daginn, að aðalfundur Sjómannafélagsins verði liald- inn „í kvöld“. Og loks tilkynnir það svo að sjálfsögðu fjórða daginn, að þessi margumræddi aðalfundur hafi verið hajdinn daginn áður, „með öllu tilheyr- andi“! — Blaðið vissi það fyrir- fram, hver úrslitin í Sjómanna- félaginu mundu verða, ekki af því, að því væri kunnugt um að Alþýðuflokkurinn ætti mikið fylgi meðal sjómanna, lieldur af þvi, að úrslitin gátu ekki orðið á annan veg en þar urðu, eins og alt var „í pottinn búið“. Farandbikar til bridgekepni. Bridgekepni Stúdentafélags- ins hófst í gær og eru þátttak- endur 40 (10 borð). Fleiri sóttu þó um þátttöku, en þeim varð að synja, vegna húsnæðisleysis. Tilhögunin er öðruvísi en í fyrra, þá voru spilin ákveðin, er spila skyldi, en nú var gefið eins og venjulega. Eftir þetta fyrsta kveld er 8. fl. hæstur með 4340 st. í þeim fl. eru Gunnar Viðar, Tómas Jónsson, Skúli Thorarensen og Jón Jónsson. Þá er 7. fl. (Óskar og Kristín Norðmann, Gunnar Pálsson og .Tón Guðmundsson) með 3150 st. í þriðja sæti er 6. fl. (Guðl. Guðmundsson, Helgi Eiriksson, Bjarni Bjarnason og Ólafur Jónsson) með 2400 st. Kepnin heldur áfram á sunnu- dag, þvínæst á þriðjudag og lýk- ur að líkindum á fimtudag. Veitt verða þrenn verðlaun og hefir Lárus Fjeldsted, hrm., gef- ið fyrstu verðlaun: Farandbikar og fjóra litla bikara, er þátttak- endur í hinum sigrandi flokki hljóta til eignar. Önnur og þriðju verðlaun hafa eklci verið ákveðin, en verða til sýnis síð- asta dag kepninnar. Heimsbiöðin ræða bin breyttu viðhorf vegna siprs Frarcos og falls Barcelona. Bresku blöðin telja þetta ekki fullnadarsigui*, en í- tölsku blödin láta ófridlega og telja kommúnismanum útpýmt meö öllu úp Evrópu EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Times skýrir frá því í morgun, að breska stjórnin hafi beint þeirri fyrirspurn til ítölsku stjórn- arinnar hvað það eigi að þýða, að ítalska stjórnin hafi kallað árgangana 1901 og 1902 til her- þjónustu, en það eru sextíu þúsund manns á aldrinum þrjátíu og sjö og þrjátíu og átta ára, og alt æfðir her- menn. Breska stjórnin taldi slíkt herútboð gersamlega óeðlilegt og tilefnislaust, enda einkennilegt að herút- boðið fór fram um sama leyti og hersveitir Francos voru að taka Barcelona og franska þingið ræddi um þær ráðstafanir, sem nauðsyn bæri til að gerðar yrðu vegna hinna breyttu viðhorfa í sambandi við Spánar- málin. ítalska stjórnin svaraði því einu til, að herútboðið hefði verið látið fara fram í því einu augnamiði að kalla herdeildir þessar til venjulegra heræfinga, en á bak við það hef ði ekkert annað legið. Times ræðir einnig um þá frétt, sem rætt var um í skeytum í gær, að fjögra velda ráðstefna myndi verða kölluð saman til þess að ræða um Miðjarðarhafsmálin, og þá einkum hina brejdtu aðstöðu á Spáni, og neitar því að nokkuð slíkt komi til greina, enda hafi þeir ekki um það rætt Chamberlain og Mussolini er þeir Chamberlain og Halifax lávarður fóru til Rómaborgar nú fyrir skemstu. Morgunblöðin í London ræða öll um fall Barcelona, og eru á einu máli um það, að þessi breyttu viðhorf nái ekki að eins til Spánar, heldur einnig til allrar Evrópu og geti haft ýmsa ófyrir sjáanlega erfiðleika í för með sér á sambúð hinna ýmsu þjóða, sem hafa hagsmuna að gæta í Miðjarðarhafi. MUSSOLINI OG CHAMBEBLAIN ER ÞEIR RÆDDUST VIÐ í RÓM. Yeröa gerðar breytingar á fireskn stjðrnimii ? Blöðm ræða um að Sir Thomas Inskip láti af embætti. Daily Mail lætur þá von sína í Ijósi, að Franco muni hér eft- ir leitast við að ná völdum í öll- um fylkjum Spánar með frið- samlegum samningaumleitun- um, en muni leggja niður vopn- in, til þess að bjarga því, sem bjargað verður frá hinni hörmu- legu eyðingu innanríkisófriðar- ins. News Chronicie vekur hins- vegar athygli á því að úrslit Spánarstyrjaldarinnar séu fyrst og fremst undir því komin hvaða afstöðu Bretar og Frakk- ar taka hér eftir, og þótt Barce- lona sé fallin sé það enginn úr- slitasigur fyrir Franco. Ef Bret- ar og Frakkar breyti um stefnu í Spánarmálunum og hverfi frá fyrri hlutleysissamningum, geti stríðshamingjan snúist við á Spáni og rauðliðar gengið end- anlega með sigur af hólmi. — Bendir blaðið á það, að það sem öllu öðru frekar hafi leitt til ó- sigra Barcelona-hersveitanna, hafi verið skortur á öllum nauð- synjum, bæði handa hernum og öllum almenningi, en Franco hafi haft gnægðir skotvopna, flugvéla, bryndreka og allra lífsnauðsynja. Blöðin í Róm láta mikinn fögnuð í ljósi yfir falli Barce- lona, og þakka það fyrst og fremst hinni frækilegu fram- göngu fascista-herdeildanna ít- ölsku, sem þau telja að hafi ráð- ið öllum úrslitum í Spánarstyrj- öldinni. Segja blöðin að, ósigur rauðliða á Spáni þýði það, að bolshevisminn sé með öllu út- máður í Evrópu og eigi aldrei eftir að stinga þar upp kolli á ný, og renni nú nýir og betri tímar yfir Evrópu-þjóðirnar. Popolo Di Roma ræðir sér- staklega um kröfúr þær, sem í- talir hafa gert á hendur Frökk- um og lýsir yfir þvi, að Ítalía sé þess alljúin, að hrinda þeim fram með hervaldi. Vekur blað- ið athygli á þvi, að Ítalía sé nú oi'ð'ið það sterkt herveldi, að þótt til stríðs kæmi út af krof- um þessum, hefði Italía nægum herafla á að skipa í því augna- miði og öll hemaðartæki ítala standi síst að haki liernaðar- tækjum annara þjóða. Hafi því ítalska þjóðin ekkert að óttast og engin ástæða sé lil þess að slaka á kröfunum eða sýna nokkra linkind gagnvart Frökk- um. United Press. Fiðttinn frá Barcelona var ekki eins mikill og ætlað var. Oslo, 27. jan. Þrátt fyrir hungursneyðina í Barcelona og yfirvofandi töku borgarinnar í gær var flótta- mannastraumur norður á bóg- inn minni en menn höfðu búist við. Verður eigi annað séð, en að mestur hluti íbúanna hafi kosið að halda kyrru fyrir í borginni undir stjórn Franco, heldur en leggja á flótta út í ó- vissuna. Það hefir vakið gremju nokkra í Barcelonoa, að stjórn- in fór úr borginni áður en það mátti telja bráðnauðsynlegt. — Franco tók persónulega að sér töku borgarinnar, áður en her- sveitir hans héldu inn í hana. — NRP—FB. FLÓTTAMENN í NOREGI. Oslo, 27. jan. Til þessa liafa 300—400 er- lendir flóttamenn fengið dvalar- leyfi í Noregi. NRP—FB. London í morgun. Mirgunblöðin í Lon- don ræða um það að líkindi séu til þess, að ýmsar minni hátt- ar breytingar verði gerðar á bresku stjórninni áður en þingið kemur saman að nýju á þriðjudaginn er kemur. Gefa sum blöðin það í skyn, að sennilega muni Sir Thomas Inskip land- varnaráðherra láta af em- bætti, en einhver annar, sennilega úr þeim armi íhaldsflokksins, sem fylgir Chamberlain fastast að mál- um taka við af honum. Churchill og flokksdeild hans hefir undanfarið gagnrýnt mjög vmsar aðgerðir bresku stjórnarinnar, en árásir þeirra hafa einkum beinst að ýmsum ráðstöfunum vegna landvarn- anna og útbúnaðar hers og flota. Hafa fylgismenn Churchill krafist þess að Leslie Hore-Belisha, núverandi hermálaráðherra yrði látinn víkja úr stjórninni og þeir ráðherrar aðrir sem her- málin hafa með höndum. Þótt blöðin ræði um væntanlegar breytingar á stjórninni er með öllu óvíst að þær verði gerðar, enda hefir oft áður komið upp kvittur um að slíkra breytinga væri von, án þess að af þeim yrði. Sennilegt er þó að það myndi að ýmsu leyti styrkja stjórnina, ef henni tækist að ná fullu samkomulagi við Churchill og flokksdeild hans, um meðferð hernaðarmálanna, en það er ein- mitt þeirra vegna, sem stjórnin hefir sætt ýmsri gagnrýni að undanförnu. Leslie Hore-Belisha hefir hinsvegar mikið traust meðal þing- manna, og þó ekki síst meðal almennings, og þykir því senni- legt að stjórnin sé ófús á að láta hann víkja úr sessi, en geti sætt sig við einhverjar minni háttar breytingar að öðru leyti til þess að friða óánægða flokksmenn sína. United Press. NORÐMENN SVARA EKKI FYRIRSPURNUM ÞJÓÐVERJA Oslo, 27. jan. Samband norskn verslunar- stéttarinnar hefir ákveðið lagt til, að norsk firmu svari elcld fyrirspumum þýskra verslunar- liúsa Um verkafólk liinna norsku firma (hvort það sé af ariskum stofni o. s. frv.’). Ulan- ríkismálaráðuneytið liefir heit- ið verslunarstéttinni stuðningi gegn slikri ílilulun um málvarð- andi Nor.ðménn eina. NRP—FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.