Vísir - 10.02.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 10.02.1939, Blaðsíða 2
2 VISÍR 7ÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Höftin. k lþýðublaSinu segist svo frá “ í gær, að mikill skortur sé á innlendu byggingarefni, möl og sandi, í bænum, og hafi byggingarvinna stöðvast fyrir þá sök. Hefir blaðið þetta eftir „einum af kunnustu bygginga- meisturum bæjarins“, sem það segir, að komið hafi að máli við sig og tjáð sér að hann hafi orðið að stöðva vinnu við húsa- byggingu, af því að hann hafi ekki getað fengið „nauðsynlegt byggingarefni lijá bænum.“ — Sögu þessari má hver sem vill trúa. Eln á þessum tíma árs er það hinsvegar ekki óþekt fyrir- brigði, að húsabyggingar stöðv- ist af öðrm orsökum, en skorti á ntöl og sandi. í þessu sambandi minnir blaðið á „árásir ihaldsblaðanna á ríkisstjórnina og innflutnings- og gjaldeyrisnefnd, út af skorti á ýmsum útlendum vörum í landinu“, og segir, að það hafi verið blöðum þessum sérstak- lega kærkomið, ef útlit hafi verið fyrir, að skortur yrði á byggingarefni, og hafi þau hald- ið því fram, að „jafnvel Alþýðu- flokkurinn“ væri líklegur til þess að vilja „gera verkalýðn- um bölvun“ með því að láta skort verða á þeim vörum. Hinsvegar segir blaðið, að öll- um sé kunnugt um „hið slæma gjaldeyrisástand“, sem stafi m. a. af „óhófsinnflutningi heild- salanna á þörfum og óþörfum vörum — meðan þeir voru ein- ráðir um hvað væri flutt inn í landið frá útlöndum og hvað mikið.“ En hvað líður nú ráðsmensk- unni um það, hvað flutt er inn í landið frá útlöndum og hvað mikið? Vísir rakst í gær á skýrslu um það fyrir hve miklum inn- flutningi hefðu verið veitt lejdi s. 1. ár, og live mikill innflutn- ingurinn hefði orðið. Sam- kvæmt þesasri skýrslu á inn- flutningur ýmsra vörutegunda að hafa orðið miklu meiri en innflutningsleyfi liafa verið veitt fyrir. Nemur sá mismun- ur mörgum miljónum króna samtals, en á einstökum vöru- tegundum alt að 50% af því sem leyft hefir verið. Og það eru ekki þær vörutegundirnar, sem alþarfastar hafa verið tald- ar, t. d. byggingarefni, sem mestu munar á. — En hver hefir þá ráðið þessum innflutn- ingi, „þörfum og óþörfum“, sem ekki hafa verið veitt Jeyfi fyrir? Nú eru heildsalamir ekki lengur „einráðir“ um slíkt. Og hverjir skyldu þeir innflytj- endur vera, sem eru látnir ráða því sjálfir, livað mikið þeir flytja inn af erlendum varningi, og auka þannig á gjaldeyris- örðugleikana eftir eigin geð- þótta? Jafnvel þó að svo væri, sem ekki mun vera, að vinna við einhverja byggingu liafi stöðv- ast, sökum skorts á möl og sandi, þá eru það áreiðanlega miklu fleiri byggingar, sem ekki var byrjað á vinnu við í haust, og þess vegna hefir eng- in vinna verið við i vetur, af því að bannað var að flytja inn er- lent byggingarefni fyrir nokk- ura tugi þúsunda, á sama tíma sem ýmsar vörur bafa verið fluttar inn í algerðu ólevfi fyrir margfalt meira fé. Um afstöðu Alþýðuflokksins til þess inn- flutnings skal ekkert sagt, en hitt er víst, að Alþýðublaðið lagði sig lítt fram um það, að aukið væri við byggingarefnis- innflutninginn á s. 1. hausti. Búnaðarþingið stendnr nn jflr. Búnaðarþingið var sett liér i bænum 4. þ. m. Kemur það saman annað hvert ár og stend- ur að jafnaði 3—4 vikur. Full- trúar á Búnaðarþingið voru kosnir s.l. ár af búnaðarsam- böndunum og eru Búnaðar- þingsfulltrúarnir nú 25, en voru áður 14. Mörg merk mál liggja fyrir Búnaðarþingi að venju. Fundir hafa verið lialdnir að kalla dag- lega. í dag verða lagðir fram reikningar Búnaðarfélagsins fyrir 1937 og 1938. Frú Rakel Þorleifsson flytur erindi á fundinum um hör og hörvinslu. Önnur mál eru: Erindi Búnaðarfélags Sval- barðsstrandarhi'epps um stofn- un búnaðarfélags þar í hreppn- um. Erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar um efnagreining á heyi. Erindi aðalfundar Búnaðar- sambands Vestfjarða um stofn- un dýralæknisembættis fyrir Vestfirði. Frá Vestfjðrðum. Á ÍSAFIRÐI er ágreiningur um það milli útvegsmanna og sjómanna livort skipverjar skuli fá kr. 150,00 í mánaðarlega kauptryggingu eða ekki. Hófst atkvæðagreiðsla í Sjó- mannafélagi ísafjarðar í gær- kvöldi um það hvort eigi að stöðva nokkura róðrarbáta. At- kvæðagreiðslunni lýkur annað kvöld. Á PATREKSFIRÐI vildi það óhapp til er „Detti- foss“ lagði frá bryggju s.l. þriðjudag, að akkeri skipsins festist í bryggjulyftuna og kipti lienni út í sjó. SÁLUMESSA í KRISTSKIRKJU. I Kristskirkjunni í Landa- koti verður klukkum hringf daglega kk 10 að morgni í stundarfjórðung meðan lík páfa stendur uppi og í næstu viku verður sungin hátíðleg sálumessa fyrir honum þar. Meulenberg biskup er ný- farinn frá Rómaborg áleiðis til Reykjavíkur, og veitti páf- inn honum einkaviðtal 27. janúar s.l. Mun hann vera væntanlegur til landsins í lok mánaðarins. Varamaður biskups, pro- vikar séra Jóhannes Gunn- arsson gegnir hans störfum í f jarveru hans og annast sálu- messuna. Föstudaignn 10. febrúar 1939. Pius XI. páfi andaðist í nótt Kardinálar frá öllum löndum heims kvaddir til Rómaborgar til þess að hans. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. í morgun. Hans heilagleiki Pius XI. páfi andaðist í morgun snemma, kl. 5.32, samkvæmt Rómaborgartíma. Hafði páfi sofið allvel þar til kl. um 4, en þá versnaði honum skyndilega og þyngdi æ meira og var honum þá gefin kamfórsprauta. Þegar augljóst þótti, að andláts var skamt að bíða var honum veitt hinsta sakramenti og dó hann með orð latneskrar bænar á vör- unum, er hann hafði sagt rétt áður: „VÉR EIGUM ENN MARGT ÓGERT“! Pacelli hefir til bráðabirgða tekið yfirstjórn kaþólsku kirkjunnar í sínar hendur og var fyrsta skylduverk hans að boða kardínála um heim allan til Rómaborgar til þess að kjósa eftirmann Piusar. Klukkum St. Péturskirkjunnar var hringt í tvær klukkustundir samfleytt til þess að tilkynna andlát páfa, en aukaútgáfur voru gefnar út af blöðunum. Sendiherrar erlendra þjóða hafa farið í heimsókn í Vatikanið til þess að Iáta í Ijós samúð út af fráfalli páfa. United Press. Páfinn verður kórsettur aðfaranótt föstudags í næstu viku og 24. þ. m. ganga kardinálarnir saman á kjör- fund og er þá líklegt að búið sé að kjósa og krýna nýjan páfa í mánaðarlokin. I nótt kl. 5 /Mið-Evróputími) andaðist suður í páfagarði Akkiles Ratti, en hann var 266. maður á páfastóli, og bar þar nafnið Píus XI. — Enda þótt æfi Akkilesar Ratti hafi lokið í nótt, var páfadómur Píusar XI. fyrst á enda í morgun. Þá gekk Eugenio kardínáli Pacelli, æðsti ráðherra páfa og svo nefndur esmerlengo heilagrar kirkju, í skrúðgöngu til herbergis þess, þar sem páfi Iá á börunum, vék sér að hinum látna, laust þrjú högg á enni honum með gullhamri og kallaði um leið hástöfum þrívegis skírnarheiti hans, Akkilles Ratti, og páfaheiti hans, Píus XI., en sem að líkum lætur ansaði hinn látni kirkjuhöfð- ingi engu. Þá lýsti kardínáli því, að páfi væri látinn. Hann tók af hendi hans fiskimannshringinn, sem svo er nefndur vegna þess, að páfi er eftirmaður Péturs postula á páfastóli, en það, var signethringur páfa, sem embættisbréf hans voru innsigluð með. Var hringurinn brotinn og þar með var páfadómi Píusar XI. lokið. Nú er rómverska kirkjan föðurlaus, en forsjárlaus er hún ekki, því að carmerlengo kirkjunnar tekur við stjórn allra veraldarmála hennar, en öðrum málum ræður kardínála- samkundan til lykta. HANS HEILAGLEIKI PÁFINN AÐ STÖRFUM. Mynd þessi var tekin af Píusi páfa, er liann sat í forsæti við opnun þriðja starfsárs páfalega náttúruvísindafélagsins. Þótt læknar bönnuðu lionum að sinna slörfum hafði hann það að engu og vann sitt daglega skyldustarf. Páfinn var á 82. ári og fyrir tveimur árum var hann talinn dauðvona, en rétti við aft- ur. Átta kardínálar hafa látist síðustu tvö árin. Píus páfi XI. er einn merkasti maður, sem á páfastóli hefir setið, og bafa þar þó tylt sér margir ágætismenn. Hann var Langbarði og fæddur i Desio, litlum bæ skamt frá Milano. Var páfi af bændum kominn að langfeðgatali, en faðir hans, Francesco Ratti, flutti sig í þetta litla kauptún og reisti þar silki- spunaverksmiðju, og þar fædd- ist Píus 31. maí 1857. Sóknar- presturinn i þorpinu kendi Ak- killesi Ratti undir skóla og, lauk hann síðan stúdentsprófi i Mil- ano, og þótti hann námsmaður með afbrigðum. Var eftir það nokkur óvissa um, hvort liann skyldi heldur nema stærðfræði eða náttúrufræði. Varð þó úr, að hann skyldi nema guðfræði og hóf liann námið í Milano, en bélt því siðan áfram í Róma- borg og var vígður til prests þar 1879. Ilann hélt þó engu að síður áfram námi, og 1882 var hann, 25 ára gamall, orðinn doktor í heimspeki, guðfræði og lögum. Með það fór hann eftur til Milano og varð þar kennari í guðfræði við prestaskólann. Þótti fljótt mikið til lærdóms hans koma í öllu er að sagn- fræði Iaut. Árið 1609 stofnaði Federigo Borromeo, erlcibiskup í Milano, bókasafn þar í borg, sem hann kendi við Ambrósíus ldrkjuföð- ur, er hafði verið biskup þar. Þetta safn óx og dafnaði og hef- ir um langt skeið verið í röð fremstu safna í heimi, ekki svo mjög vegna stærðar sinnar, enda þótt það eigi um hálfa miljón prentaðra rita, heldur vegna þeirra um 30 þúsund handrita, sem það á, og eru sum þeirra með merkustu handritum heimsins. Safninu stjórna bóka- verðir, sem valdir eru úr hópi allra lærðustu manna; eru þeir kallaðir doktorar, þvi að em- bættum þeirra fylgir kenslu- skylda við háskólann i Milano. Það er ekki heiglum lient, að komast í þær stöður, en dr. Ak- killes Ratti var skipaður bóka- vörður þar 1888 og forstöðu- maður safnsnis 1907. Dr. Ratti rækti jafnhliða embætti sínu prestskapinn og var kapelán hjá nunnum þeim, sem höfðust við í klaustri heilagrar kvöldmál- tiðar, en í kirkju þeirra, Sta María delle Grazie, er liin fræga mynd Lionardo de Vincis af kvöldmáltíðinni;; málverk þetta er málað á kirkjuvegginn og var um skeið svo af sér gengið, að búist var við að það mundi tor- timast, en fyrir rösklegar að- gerðir dr. Rattis var myndinni bjargað. Var dr. Ratti annálað- ur prédikari og lét heyra til sín á hverjum sunnudegi allan árs- ins hring, erí. vegna málakunn- áttu sinnar hélt hann jafnhliða uppi stöðugum prédikunum fyr- ir útlendinga, enda sagðist hann ekki liafa kunnað eins vel við neitt starf eins og prestsstarfið. pr því sem komið var virtist þó mundu liggja fyiár honum fræðimannsferill frekar en prestskapur. Á árunum í Milano vann dr. Ratti geysilegt starf í embætti sínu. Hann kendi hebresku við liáskólann og gaf út f jölda sagn- fræðirita, aðallega um sögu Mil- anoborgar, Borromeoættarinn- ar og Ambrósiusarbókasafnsins, og hann gaf út mikinn fjölda af handritum þess. Sá, er þetta rit- ar, hefir notað útgáfu hans af messubók hins amrósíanska sið- ar, og er formáli hennar og skýringarnar frábærar. Það ætti nú að mega lialda, að dr. Ratti hefði verið riklingsþur skrif- borðsmaður, sem aldrei liti upp úr bók, en svo var ekki. Hann var lipur íþróttamður, annálaðdr fyrir leikni á knatt- borði (billiard) og fjallgöngu- maður mesti. Hann komst i þeim ferðum oft í liann krapp- ann, en stóð það alt af sér, því að liann var stálhraustur að lieilsu, og lókst honum i þeim ferðum oftar en einu sinni að bjarga mönnum úr lifsháska. Sést af þessu, að dr. Ratti var enginn hversdagsmaður, því að tiðarandinn milli 1880 og 1890 vissi ekki í þessar áttir. Bóka- varðarstarf sitt rækti liann frá- hærlega og kom nýtísku skipu- lagi á safnið, enda liafði hann ferðast víða um heim til að kynnast bóka- og skjalasöfnum, en fram að þessu bafði bóka- safnið verið með miðalda sniði. Fór nú mjög orð af þessari starfsemi dr. Rattis, en bæði skjalasafn og bókasafn í páfa- garði var þá að kalla mátti í fullri óreiðu, eða eins og dr. Ratti orðaði það „hnot, sem ekki var búið að brjóta, fornfræði- legur hrærigi-autur ogsannkall- að völundarhús sagnfræðinn- ar.“ Forstöðumaðurinn, sem þá var, síra Franziskus Ehrle, síð- ar kardínáli (d. 1934), gat ekki afkastað þvi einn, að koma skipulagi á safnið, og var dr. Ratti því 1912 skipaður 2., bóka- vörður og annar skjalavörður við þessi söfn og fluttist þá til Rómar; jafnframt varð hann kórsbróðir Péturskirkjunnar og postullegur protonotarius að nafnbót, en þeir prelátar ganga næstir biskupum að virðingu. Settist dr. Ratti riú við að koma frumskipulagi á söfnin, eða eins og hann komst að orði, að „búa lil skrár yfir skrárnar“. Þegar liér var komið var páfi hálfsextugur, aðeins örlitlu yjigri en Ehrle, og var þvi ekki anriáð sjáanlegt, en að hann mundi nú vera búimi að renna alt framaskeið sitt. En þá skall á ófriðurinn mikli og breytti öllu, enda þótt ekki sæi i önd- verðu til hvers draga mundi fyr- ir dr. Ratti. Þegar er ófriðurinn hófst 1914 þótti bóka- og skjala- verði páfa, síra Ehrle, sem páfa- stólnum mundi vera óhentugt að hafa mann af ófriðarþjóðun- um í jafnþýðingarmiklum stöð- um, og lagði hann því niður em- hætti sín. Hinn sæli Píus páfi X., sem þá átti skamt eftir ólifað, skipaði dr. Ratti í þau embætti, en Ítalía fór ekki í ófriðinn fyrri en 1915, og mátti þá enn þykja sem framaferlinum væri að fullu lokið, en svo var þó ekki. 1914 settist Benedikt XV. á páfastól, og mun sjaldan hafa verið til óhægari sess en páfa- stóllinn var þá. Ófriðurimx geys- aði um alla álfu, og loks svo til unx allan lieim meginið af páfa- dómi hans, og í öllurn löndum og öllum herjum voru menn, sem lutu andlegri forsjá hins hvíta föður í Rómi. Hvaðanæfa heimtuðu ófriðarþjóðir hjálp hans og stuðning, eix hlutlausar þjóðir skoruðu á hann til friðar. Auðvitað gat lxann ekki lagst á aðra sveif, og var páfadómur lians því ekkert nema harátta fvrir sáttum og friði. Menn urðu þess fljótt varir í Rónxi, hversu staðgóð og hag- xæn söguþekking Monsignore Ratli var, og að hann í skilningi sinunx á rás viðburðanna hafði komist inn að hjarta atvikanna. Bæði páfastóllinn og páfi sjálf- ur leituðu því oft upplýsinga og síðar í’áða bjá honum, og æðstu yfii’völd kirkjunnar komust að raun um, að Monsignore Ralti var ekki aðeins ágætur klerkur, frábær safnaixiaður, framúr- skarandi lærdónxsniaðui’, leik- inn íþróttamaður, slingur rit- höfundur og karlixxenni mesta, heldur hefði hann jafnframt ó- venju stjórnvisku til að bera og þá ixiannþekkirígu, sem þarf til þess að hún koixii að xxotum. Snenxma árs 1918 var með Öllu fyi'ii’sjáanlegt, hvernig ófriðn- um nxikla nxyndi ljúka, og það með, að eftir ófriðinn xxiyndi hið forna pólska ríki rísa úr rústunx. Monsignoi’e Ratti, sem var málamaður hinn mesti, kunni pólsku reiprennandi, var nákunnugur sögu Póllands og högum þess. Hann var því Frh. á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.