Vísir - 08.03.1939, Síða 2
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGAFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson.
Skrifstofa: Hverfisgötu 12.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
(GengiS inn frá Ingólfsstræti).
Símar:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Verð 2 krónur á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Löng leið.
Tíminn segir i gær, i forystu-
grein sinni, að Alþingi biði
nú eftir „svari“ frá Sjálfstæðis-
flokknum. Á það liklega að
vera skýring á þeim dularfullu
ummælum blaðsins á dögun-
um, að „mikið lengur yrði þess
ekki beðið, 'að eitthvert sam-
komulag fengist um lausn
hinna mest aðkallandi vanda-
mála“. En eins og það var þá
„óráðin gáta“, hver þessi „mest
aðkallandi vandamál“ væru,
j>á er nú alt á liuldu um það,
hvað það muni vera, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn liefir verið
spurður um og Alþingi bíður
eftir að fá svarað.
Blaðið ber Vísi það á brýn,
að lianu sé ineð „einhverskonar
ólíkindalæti“ um það, að ríkis-
stjórnin sé eittlivað að „pukra“
á bak við tjöldin. Aðstandendur
Vísis muni vita það fullvel, að
umræður hafi átt sér stað milli
flokkanna og um hvað þær við-
ræður hafi snúist. En þó að
Tímann virðist bresta einurð
til j>ess að segja það beruin orð-
um, um hvað þessar viðræður
hafi snúist, þá má lesa það á
milli línanna í foiystugrein
blaðsins. Þar segir, að nú sé
það „augnablik upprunnið“, að
engum getum þurfi að því að
leiða, live mikinn raunveruleg-
an áhuga Sjálfslæðisflokkurinn
liafi á því, að rétta við hag
sjávarútvegsins, og hvað hann
vilji á sig leggja til þess. Nú sé
honum „sú leið opin“, að hafa
fult samstarf við aðra flokka
ura lausn þessara mála „sem
fullkomlega ábyrgur aðili“,
ekki einungis með atkvæðum
sínuin á Alþingi, heldur einnig
„að fara með framkvæmd
þeirrar yiðreisnar.“
Þapnig má væntanlega telja
það fullkomlega upplýst, að
það, sem Sjálfstæðisflokkurinn
á „að leggja ó sig“ til þess að
rétta við hag sjávarútvegsins,
er að mynda stjórn með Fram-
sóknarflokknum og Alþýðu-
flokknum- Og væntanlega er
það þá það, sem hann hefir
verið spurður um, hvort liann
vilji „leggja þetta á sig“, eins
og Tíminn orðar það, og það er
„svarið“ við þeirri spurningu
sem Alþingi biður eftir. — En
er það þá ekki að vonum, að
nokkuð geti teygst úr þeirri bið?
Timinn viðurkennir það, að
það muni vera talsvert erfitt, að
veita sjávarútvegnum slíkan
„stuðning“. En hinsvegar gefist
líka Sjálfstæðisflokknum með
þessu tækifæri til að sýna, hvort
hann sé sjávarútvegnum sá
„vinur sem í raun reynist“, og
hvað hann vilji í sölurnar
leggja fyrir liann. Og það má
telja það allrar virðingar vert,
hve gíöggan skilning blaðið hef-
ir á því, hvílíkur þyngslabaggi
stjórnarsamvinnan við Fram-
sóknarflokkinn mundi reynast
Sjálfstæðisflokknum.
Nú er þess að gæta, að það
liefir að sjálfsögðu átt að lieita,
að nokkur samvinna hafi orðið
milli allra þingflokka um það,
að greiða úr erfiðleikum sjávar-
útvegsins á undanförnum erfið-
leikaárum hans. En sú sam-
vinna hefir verið með þeim
hætti, að Sjálfstæðisflokkurinn
liefir beitt sér fyrir því, að ým-
islegar ráðstafanir yrðu gerðar
útveginum lil viðrpisnar, en
stjórnarflökkarnir lagst á eitt
um það, að snúa öllum tillögum
hans, er að því lutu, til verri
vegar og jafnan tekið það aft-
ur með annari hendinni, sem
þeir gáfu með hirini. Og á þeirri
reynslu verða litlar vonir reist
ar um glæsilegan árangur af
samstarfi við þá flokka að þess-
um málum, jafnvel þó að það
yrði nokkuru nánara en verið
hefir. En þar við bætist, að það,
hvernig til muni takast um við-
reisn sjávarútvegsins, er ekki
undir því einu komið, að sæmi-
lega sé lialdið á stjórn sérmála
sjávarútvegsins, heldur ef til
vill miklu meira undir þvi,
hvernig fer um stjórn ýmsra
annara mála, sem engu síður
gæti orðið afdrifarík fyrir hags-
muni útvegsins. Það gæti því
svo farið, að sá flokkur, sem
allan veg og vanda ætti að hafa
af „framkvæmd þeirrar við-
reisnar“, fepgi af lienni litla
sæmd, jafnvel þó að aðrir ætlu
sök á því, sem mest færi aflaga.
Fimtupir:
i ðiiiisr
Bjarni Snæbjörnsson læknir
í Hafnarfirði er fimtugur i dag
og skyldi það enginn ætla, sem
hann þekkir, með þvi að svo er
hann unglegur, að fáir myndu
telja hann meira en fertugan,
sem ekki vissu betur.
Bjarni Snæbjörnsson er ekki
fyrir það gefinn, að láta milcið á
sér bera, en kýs það helst, að
starfa í kyrþei að læknisstörf-
um sínum og áhugamálum. Sem
læknir hefir Bjarni traust alha
manna, sem hann þekkja, enda
hefir hann rækt þau störf með
þeirri samviskusemi og alúð,
sem einkepna hina bestu menn
í öllum störfum. Með fram-
göngu sinni allri vinnur Bjami
traust allra manna, og þvi hefir
ekki hjá því farið, að á hann
hafa hlaðist ýms opinber störf,
og hefir liann þannig um langt
skeið átt sæti i bæjarstjórn
Hafnarfjarðar og átt sæti á Al-
þingi sem fulltrúi Hafnfirðinga,
fyrst á árunum 1931—1934, en
þá vildi hann ekki gefa kost á
sér aftur til þingsetu, en við síð-
ustu kosningar lét hann þó til
leiðast, fyrir eindregnar óskir
flokksmanna sinna, og náði þá
kosningu á ný. Það eitt ssannar,
hvert traust menn bera tií hans
í Hafnarfirði, að þótt Sjálfstæð-
ismenn séu þar i minni hluta í
bæjarstjórn, þarf enginn að ætla
sér að bera sigur af hólmi, ef
Bjarni Snæbjörnsson keppir
annars vegar um trúnaðarstöð-
ur fjæir bæjarfélag sitt.
Bjarni Snæbjörnsson er yfir-
lætislaus og rólyndur maður,
sem vinnur ekki traust manna
með snöggu áhlaupi, en með
aukinni kynningu. Þeir, sem
eitthvað hafa með honum starf-
að, munu allir á einu máli um
það, að samviskusamari, gætn-
ari og betri mann getur ekki, og
öllum málum er vel borgið, sem
hann beitir sér fyrir.
í dag berast Bjarna Snæ-
Rússar heita Pólla,itd± og Rú-
mez&íii hemaðarlegri adstod,
ef Fáðist verður á vestni*-
landamæpi píkjanna.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Stjórnmálafréttaritari Lundúnadagblaðsins
Daily Express skýrir frá því í dag, að rúss-
nesk ráðstjórnin hafi tilkynt ríkisstjórnum
Póllands og Rúmeníu, að ef ráðist verði á vesturlanda-
mæri þeirra, muni Sovét-Rússland koma Pólverjum og
Rúmenum til hjálpar með allan herafla sinn og yfirleitt
styðja Pólland og Rúmeníu á hvern þann hátt, sem
Rússar geta.
Fregn þessi vekur gífurlega athygli, vegna þess
hversu ákveðið er hér til orða tekið, miklu ákveðnara
en þegar deilurnar um Tékkóslóvakíu voru á döfinni.
Rússar hafa undanfarin ár stefnt að því, að auka svo
herafla sinn og hernaðarlegan útbúnað, að þeir geti
samtímis átt í styrjöld í Austur-Asíu og á meginlandi
Evrópu. — Talið er, að ástæðan til þess loforðs, sem
hér hefir verið gefið Pólverjum og Rúmenum, stafi af
óttanum við áform Þjóðverja um sjálfstætt Ukraine,
en einnig hafa Rússar augastað á Rúmeníu sem korn-
forðabúri og olíuforðabúri, í næstu styrjöld.
United Píess.
Þjóðverjum hafa orðið mikil
vonbrigði að því, að Stoyadino-
vitsch, forsætisráðherra í Rú-
meniu, varð að fara frá, og ekki
síður, að dr. Imredy, forsætis-
ráðherra í Ungverjalandi, var
neyddur til þess að biðjast
lausnar. Báðir þessir menn voru
viuveittir Þjóðverjum og sjá
Þjóðverjar fram á eftir fall
þeirra, að áform þeirra muni
sæta rneiri mótspyrnu í þessum
hluta álfunnar. Ilafa Þjóðverjar
snúið sér að Rúmeníu i seinni
tíð og nasistaleiðtogarnir segja,
að þeir skuli leysa „Rúmeníu-
vandamálið 1939 eins og Tékkó-
slóvakiu-vandamálið 1938“- En
orsökin til hins mikla áhuga
Þjóðverja fyrir Rúmeníu er
auðlegð landsins (olía o. fl.),
og svo er landið kornræktar-
land mikið, auk þess sem marg-
ir ætla, að Þjóðverjar ætli sér
að sækja fram austur á bóginn,
eins og þá dreymdi um fyrir
stríð, jafnvel alt til Indlands, —
en „vegurinn liggur yfir Rú-
meníu og Svartahaf“. Vilja
Þjóðverjar uppræta áhrif Breta
og Fráiíka i Rúmeníu, en Karl
konungur, sem er niðji Viktor-
íu Englandsdrotningar, er mik-
ill Breta- og Frakkavinur og
liann hefir stjórnað landi sínu
af miklum dugnaði og bælt nið-
ur tilraunir rúmenskra fascista,
járnvarðliðsins, sem talið er að
unnið hafi að náinni samvinnu
við Þjóðverja. Þjóðverjar eiga
hægra um vik með undirróður
í Rúmeníu vegna þess, að þar
í landi er þýskur þjóðernisleg-
ur minnihluti (% úr milj.) og
þar til nazistar náðu völdum og
áhrifum utan Þýskalands var
þessi þjóðernisminnihluti holl-
ur Rúmeniu. Þjóðverjar virðast
gera sér von um stuðning Jugo-
slava gegn Rúmenum, en ýmis-
legt bendir til, að mikill meiri
hluti þjóðarinnar sé algerlega
andvígur nazisma og fascisma,
og Jugoslavar muni standa með
Bretum og Frökkum, ef í harð-
bakka slær.
DE VALERA FER TIL
RÓMABORGAR.
Einkaskeyli til Vísis.
London, í morgun.
De Valera kom í morgun
kl. 5 með lest sinni til Eust-
on-járnbrautarlestarinnar í
London. Flokkur leynilög-
reglumanna gætti stöðvarinn-
ar, með tillilti til sprengju-
árásanna og hermdarverka-
tilrauna írska lýðveldishersins
á Englandi, en de Valera hefir
vítt mjög þá starfsemi íra.
De Valera fór ekki úr
vagni sínum fyrr en seinna
um morgunin, er hann skifti
um lest og fór í lestina, sem
flytur hann til Dover.
De Valera er á leið til
Rómaborgar til að verða
viðstaddur vígslu páfans, en
írar eru sem kunnugt er,
rammkatólskir.
United Press.
björnssyni lilýjgr kveðjur og
óskir um langa lifdaga og alla
blessun, en mestu blessunina
ber hann í eigin barmi, með þvi
að maðurinn er.í öllu sjálfum
sér samkvæmur, — góður og
sannur maður í sjón og raun.
AU GLÝSIN G AST ARFSEMI
OG HEIMSSÝNINGAR.
Oslo, 7. mars. FB.
Utanríkismálanefnd Stór-
þingsins liefir samþykt að
Ieggja til, að veitlar verði 30.000
til útbreiðslu á norskum frétt-
um í Bandaríkjunum meðan
Olafur ríkiserfingi og Martlia
krónprinsessa dveljast vestan
hafs og vegna heimssýninganna
beggja, sem þar verða haldnar.
NRP. —
NÝ FRtMERKI.
Oslo, 7. mars. FB.
Eftri tvo mánuði verða géfin
út ný frímerki til minningar
um Maud Noregsdrottningu og
með myndum af henni. Frí-
merkin verða seld með 4 aura
aukagjaldi og gengur það í
hjálparsjóð þann, sem ber nafn
hinnar látnu drottnjngar. —
NRP. —
NYGAARDSVOLD UM
BREYTINGAR Á NORSKU
ST J ÓRNINNI.
Oslo, 7. mars. FB.
Nygaardsvold forsætisráð-
lierra tilkynti í dag á fundi
sambandsstjórnar Alþýðu-
flokksins, að engar breytingar
væri ráðgerðar á skipun ríkis-
stjórnarinnar, nema að Bergs-
vik fjármálaráðherra gengi úr
stjórninni næsta haust. Líklegt
f *. i »i'iwi'
JOSEF STALIN BUROARMAÐUR.
Mynd þessi var tekin af Josef Stalin, einræðisherranum
rússneskg, er útför Valery Chkaloff flugmanns fór fram, en
Valery var stýrimaður rússnesku flugvélarinnar, sem flaug
yfir norðurheimskautið. Fórst liann fyrir nokkuru í flugslysi
Moskva. — Til vinstri er Vyacheslaff M. Molotoff forsætisráð-
herra og til liægri við Stalin Lazar K. Kaganovitscli járnbraut-
ar-málaráðherra. í kerinu, sem þeir bera, er aska flugmanns-
ins, sem var sett í jörð nálægt gröf Lenins.
Uppreistartilrann kommim
ista gegn varnarráðinn í
Madrid bæld niðor.
Yarnarráðið vill semja frið við Franco.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London, í morgun.
Uppreistartilraun kommúnista í Madrid og víðar á lýðveldis-
Spáni hefir, að því er nú er vitað, verið útbreiddari og kröft-
ugri en í fyrstu var ætlað. Hefir allvíða komið til vopnaviðskifta,
en uppreistartilraun kommúnista hefir nú verið bæld niður að
mestu.
Samkvæmt opinberri tilkynningu frá Madrid hefir „uppreist-
artilraun kommúnista gegn varnarráðinu verið bæld niður að
heita má.“
Það lítur þó út fyrir, að kommúnistar haldi áfram að veita
mótspyrnu á stöku stað, því að skothríð og sprengingar heyrast
frá nokkurum stöðum utan borgarinnar, og í Madrid er barist
á nokkurum stöðum, þar sem kommúnistar hafa búið um sig
til varnar í húsum.
Frá Kartagena, aðalflotahöfninni á austurströndinni hefir
Casado borist fregn um það, að uppreistartih;aun kommúnista
hafi verið gersamlega bæld niður. — Herskip lýðveldissinna,
sem létu úr höfn í Kartagena og sáust á siglingu austur Mið-
jarðarhaf, eru komin til Bizerta, flotahafnar Frakka i Tunis.
United Press.
Oslo, 7. márs. FB.
Varnarráðið í Madrid óskar
að hefja samkomulagsumleit-
anir við Franco hið fyrsta um
vopnahlé, á þeim grundvelli að:
1) Að sjálfstæði landsins
verði ekki skert á nokk-
urn hátt.
2) Að allir erlendir her-
menn á Spáni verði
fluttir á brott.
er að Torp ráðherra taki við
fjármálaráðherraembættinu. —
NRP. —
Herskipafloti lýðveldisins er
flúinn frá Spáni og er sagður
sigla austur Miðjarðarhaf.
Varnarráðið hefir fyrirskipað
víðtækar ráðstafanir til þess að
uppræta starfsemi kommúnista
í Madrid. Margir kommúnistar
hafa verið handteknir.
Enda þótt Franco haldi áfram
að senda lið og liergögn til víg-
stöðvanna við Madrid er talið
líklegt, að ekki komi til frekari
blóðsútliellinga og að sam-
komulag náist milli Franco’s
og varnarráðsins. NRP.