Vísir - 14.04.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 14.04.1939, Blaðsíða 2
2 V I S I R Föstudaginn 11. apríl 1939. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Dýrtíðin og gengislækk- unin. IjAÐ verður ekki sagt að Al- * þýðublaðinu fari fram, eða að það læri af margvíslegum hrellingum, sem yfir það hafa gengið nú síðustu mánuðina. í gær gengur það berserksgang, og er fult af ilsku yfir þvi, að Vísir skuli leyfa sér að lialda því fram, að nauðsyn beri til að unnið sé gegn hinni vaxandi dýrtíð í landinu, sem orðið lief- ir samfara gengisfallinu. Vísir hefir haldið þvi fram, að verslun landsmanna sé nú í því ófremdarástandi, að ekki verði við unað, og stjórnarvöldin eigi á þvi aðalsök, en úr því megi bæta m. a. með því að gefa verslunarstéttinni frjálsari hendur en tíðkast hefir til þessa. Þetta telur Alþýðublaðið rangt, en lieldur þvi fram að hin nýstofnaða verðlagsnefnd eigi að verða allra meina bót fyrir fátæka alþýðu, en af ávöxtun- um skuluð þið þekkja þá, og dæmin eru nærtæk, sem sýna og sanna að verðlagsnefndin getur eklci unnið bug á vaxandi dýrtið út af fyrir sig, ef ekki kemur fleira til. Það er athyglsivert, að þessa dagana hafa ríkiseinkasölurnar auglýst hældcun á flestum eða öllum varningi, sem alþjóð fær fyrir þeirra milligöngu, og mið- ast sú hækkun við verðfellingu krónunnar. Sama er að segja um kaupfélögin í landinu. K. E. A. hækkaði verð á flestum eða öllum vörum sama dag og lög- in um verðfellingu krónunnar gengu í gildi og Kron gerði slíkt hið sama, að minsta kosti að þvi er laut að flestum vörum verslunarinnar. Nú er það svo, að Alþýðublaðið hefir til þessa borið Iiag einkasalanna og kaupfélaganna fyrir brjósti og talið þá starfsemi hina einu bjargráðaleið, sem völ væri á, enda væri með því móti trygt, að alþjóð fengi vörur með liæfi- legu verði og án óhóflegrar á- lagningar. Úr því að einkasölurnar og kaupfélögin hafa vegna verð- fellingar krónunnar orðið að hækka vörur þær, sem þessi fyrirtæki versla með, og verð- lagsnefnd lætur shkt óátalið, virðast öll sólarmerki henda til að verðlagsnefndin sé þess eng- an veginn úm komin að spoma gegn vaxandi dýrtíð í landinu, og verði þar önnur öfl að koma til, ef vel á að vera. Af þessu er hitt einnig auð- sætt, að verðlagsnefndin getur ekki sett nýtt fjör í atvinnuveg- ina með ráðstöfunum sínum, og allra síst verndað þann innlenda iðnað,sem risið hefir upp i land- inu á síðari árum, og þarfnast verndar með, nema því aðeins að tilætlunin sé sú að verðlags- nefnd vinni ekki sérstaldega að því að lælcka dýrtíðina í land- inu. Hækki hinn nýi iðnaður framleiðslu sína í verði vegna gengislækkunarinnar, leiðir aft- ur af því að erlend, sambærileg vara, sem inn kann að flytjast, blýtur einnig að hækka veru- lega í verði, ef verðlagsnefnd á að sjá svo um, að innlendi iðn- aðurinn sé samkepnisfær, en þó ber þess að gæta, að fæst iðnað- arfyrirtæki æskja eftir innflutn- ingshöftum sér til stuðnings, heldur bið gagnstæða. Inn- flutningshöftin eru iðnaðinum til trafala á ýmsan hátt, en ekki til framdráttar, og Alþýðublað- ið slær ekki lceilur á þvi að halda hinu gagnstæða fram. Það þýðir ekki fyrir ófrelsis- postulana, að ætla að telja þjóð- inni trú um að nærtæk bjarg- ráð séu fyrir hendi, þegar reynslan sannar hið gagnstæða. Eina lausnin til bjargráða er sú að einstaklingurinn fái að njóta framtaks síns, bæði á verslunar- sviðinu og á öðrum sviðum, og að því ber að stefna. Höftin og ófrelsið hafa kveðið upp sinn eigin dauðadóm, sem m. a. kemur fram i því að stjórnar- flolckarnir leita samvinnu við Sjálfstæðisflolckinn, en það kæmi að sjálfsögðu ekki til greina, ef stefnumál Sjálfstæð- isflokksins ættu ekki að lcoma til framkvæmda að verulegu leyti, enda er það fyrsta skil- yrði þess að Sjálfstæðisflolckur- inn taki þátt í þjóðstjórnar- myndun. Vísi er það vel ljóst, að á ein- um degi verða höftin elcki af- numin, en að því ber að stefna, eftir því sem frekast verður við komið, og eina tryggingin fyrir að svo verði gert, er að Sjálf- stæðisflokkurinn fari með fjár- mál og verslunarmál í þeirri stjórn, sem mynduð kann að verða. Það eitt tryggir þjóðinni bættan hag, — en ekki verðlags- nefnd Alþýðubl., sem getur m. a. ekki Icomið í veg fyrir að rikisfyrirtækin hæklci þær vör- ur, sem þau hafa á boðstólum. VerslunarjjifiuQurini eiii Éjón óhoosiæQ' ari en i iyrra. Verslunarjöfnuðurinn er nú tæpri miljón króna óhagstæðari en hann var í fyrra um sama leyti. Þá var hann óhagstæður um 1152 þús. krónur, en nú 2117 þús. kr. Á fyrstu þrem miánuðum árs- ins nam útfutningurinn 8319 þús. kr., en innflutnigurinn 10436 þús. kr. Þar af var útflutningurinn í mars 3376 þús. kr., en innflutn- ingurinn 4220 þús. kr., eða 844 þús. lcr. meiri. Er því útkoma þess mánaðar tiltölulega verri en jan. og febr. Næturlaeknir. Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. NæturvÖrður í Ingólfs apóteki og Reykjavíkur apóteki. Skandinavisku þjóðunum og Riisslandi verður boðin þátttaka. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Eftir ræðu þá, sem Chamberlain flutti í neðri mál- stofunni í gær, er talið víst, að Bretar og Frakkar muni takast á hendur skuldbindingar um að koma Tyrkjum til hjálpar, verði á Tyrkland ráðist — ennfremur, að brátt muni verða undinn bráð- ur bugur að því, að koma á algeru hernaðarbandalagi við þær þjóðir, sem Bretar og Frakkar hafa heitið stuðningi, ef á þær verður ráðist. Sumir ætla, að í raun- inni sé hér á uppsiglingu víðtækt varnarbandalag gegn ágengni Þjóðverja og ítala, sem skandinavisku þjóð- unum og Rússlandi verði boðin þátttaka í. Hér er ver- ið að mynda hring enn á ný um Þýskaland — og einnig Ítalíu, — en því að eins verður gripið til vopna gegn þessum ríkjum, að þau geri frekari tilraunir til þess að sölsa undir sig lönd með hervaldi. RÚMENUM OG TYRKJUM LOFAÐUR STUÐNINGUR BRETA OG FRAKKA. í ræðu sinni í gær lýsti Chamberlain vonbrigðum sínum yfir því, að ítalir hefði farið með her manns inn í Albaniu. Italir og Albanir hefði ólíka sögu um tildrög þessara atburða að segja og bíði stjórnin í Bretlandi frekari skýrslna frá trúnaðarmönn- um sínum. Chamberlain kvað sér hafa orðið hin sárustu von- brigði að því, sem hér hefði verið gert. ítalska stjórnin hefði nýlega fullvissað bresku stjórnina. að hún mundi halda loforð sín um að ástand héldist óbreytt við Miðjarðarhaf eins og á- kveðið væri í bresk-ítalska sáttm., og þar sem Adriahaf væri hluti Miðjarðarhafs hefði þetta ákvæði sáttmálans ekki verið virt, en ekki vildi Chamberlain að svo stöddu lýsa yfir, að sátt- málinn væri úr gildi fallinn. Hann tilkynti, að Bretar og Frakk- ar myndi koma Rúmenum og Grikkjum til hjálpar, væri ráðist á lönd þeirra eða m. ö. o., að Bretar og Frakkar hefði tekist á hendur samskonar skuldbindingar gagnvart þeim og Pólverj- um. Framkomu ítala gegn Albönum lýsti Chamberlain sem ofbeldisverki, þar sem voldugt ríki hefði kúgað minni máttar þjóð með hótunum og hervaldi. AFSTAÐAN TIL GRIKK- LANDS. Chamberlain sagði, að enginn fótur væri fyrir því, að Bretar áformuðu að taka grísku eyjuna Korfu, en Bretastjórn myndi líta á það sem fjandsamlega at- höfn gegn sér, ef á eyjuna eða grísk lönd væri ráðist. Breska stjórnin liefði fengið fregnir um, að Italir ætluðu að taka Korfu, en þvi hefði sendiherra þeirra í London algerlega neit- að. Daladier gefur tilkynningu samhljóða tilkynningu Chamb- erlains um stuðninginn við Grikkland og Rúmeníu. SAMKOMULAGSUMLEITAN- IRNAR YIÐ TYRKI. Samkomulagsumleitanir sem Bretar og Frakkar eiga við Tyrki ganga að óslcum. Aðal- lega eru það Bretar, sem liafa forgöngu í þvi að semja við Tyrlci. Aforma Bretar að lýsa yfir, að þeir muni grípa til vopna Tyrkjum til aðstoðar verði ráðist á tyrknesk lönd. Opinber yfirlýsing um þetta er væntanleg næstkomandi þriðjudag, þegar neðri mál- stofan kemur saman á ný. HERNAÐARBANDALAG VIÐ ÞJÓÐIRNAR, SEM ÓTTAST ÁGENGNI ÞJÓÐVERJA OG ÍTALA. Daily Express segir, að sam- komulaginu, sem gert liafi verið við Pólland. Grikkland og Rú- meniu og verið sé að gera við Tyrki, verði að líkindum breytt i hernaðarbandalag mjög bráð- lega. Verða þá öll þessi ríki skuldbundin til gagnkvæmrar hjálpar, ef á eitthvert þeirra er ráðist. NORÐURLANDAÞJÓÐUM BOÐIN ÞÁTTTAKA. Þegar búið er að ganga frá samningunum að fullu við Pól- verja, Grilcki, Rúmena og Tyrki verður N orðurlandaþ j óðunum og öðrum- nágrannaþjóðum Þýskalands, boðið að taka þátt í varnarbandalaginu. En tak- mark þess verður að veita þeg- ar í stað alla þá aðstoð, sem i fé verður látin hverri þeirri þjóð, sem í varnarbandalaginu er, verði á hana ráðist. BLAÐAUMMÆLI UM HINA NÝJU STEFNU. Lundúnablöðin í morgun eru mjög fagnandi yfir þvi, að Grikkjum og Rúmenum hefir verið heitin aðstoð Breta og Frakka, ef lönd þeirra verða fyrir innrás, en blöðin Herald og Chronicle krefjast þess mjög eindregið, að Rússum verði gefinn lcost- ur á að taka þátt í vamar- bandalaginu, annars komi það ekki að fullum notum. Ýmislegt bendir til, að endir- inn verði sá, að Rússar taki þátt í varnarbandalaginu, og víst er, að breskir og franskir ráðlierr- ar liafa að undanförnu iðulega setið á fundum með sendiherr- um Rússa i London og París. ÁLIT PARÍSARBLAÐANNA. Blöðin í Frakklandi eru mjög ánægð yfir loforðum Bretlands og Fralcklands í garð Rúmeníu og Grikklands. HERSKYLDA I BRETLANDI. ÁHUGAMÁL FRAKKA. Sum frönsku blaðanna lcrefj- ast þess, að Bretar geri gang- skör að því að lcoma á hjá sér lierskyldu — það mundi verða áhrifaríkast til þess að sann- færa einræðisrílcin um það, að ráðlegast sé fyrir þau, að stofna ekki til lieimsstyrjaldar með á- gengni sinni. ÍTALIR OG SPÁNN. Orðrómurinn um einkaboð- slcap Mussolini til Chamberlain liefir þrátt fyrir alt haft við rök að styðjast, því að Chamberlain gaf yfirlýsingu um það, að Mussolini hefði lofað að kalla beim alla ítalska hermenn frá Spáni innan tveggja vikna eftir innreið Franco í Madrid annan maí. United Press. Oslo, 13. apríl. FB. Heimsstyrjöld, ef Þjóðverjar og ítalir gera frekari tilraunir til að beita valdi. I Fz-akklandi eru allir stjórn- málaflokkar sagði einhuga um það, að hvaða tilraunir sem ítal- ir og Þjóðverjar liér eftir muni gera til þess að beifa hervaldi til þess að leggja undir sig ný lönd eða landssvæði muni leiða af sér, að heimsstyi’jöld brjótist út. NRP. — Oslo, 13. april. FB. Úrsagnir úr Þjóðabandalaginu. Þrjú ríki liafa síðastliðna vilcu sagt sig úr Þjóðabandalaginu: Spánn, Ungverjaland og Perú. NRP. Bretar vantrejsta einvðldnnnm. Osló, 12. april. — FB. ’ Það er talið víst, að mjög fáir enslcu ráðherranna sé þeirrar skoðunar, að til nokkurs sé að reyna að semja við ítali og eru alls eklci bjartsýnir í þeim efn- um, eins og sumar fregnir herma, að Cliamberlain sé. — Bretar bera yfirleitt elcki lengur traust til Hitlers eða Mussolini og telja loforð þeirra lítils virði. NRP. — Deila inilli HorOmsio oo DióOverja á uppsislim. Oslo, 13. apríl. FB. Morgenbladet gerir að umtals- efni, að þýslci Sclialbenland- leiðangurinn til suðurslcauts- svæðanna, sem nú er kominn lieim, hafi helgað Þýskalandi svæði, sem sé mitt á því svæði, sem Noregur hafi lielgað sér samkvæmt alþjóðaréttarlegum reglum 14. janúar. Hafi þessi helgun hins umrædda svæðis af Noregs hálfu verið árangurinn af ára leiðangurs og rann- sólcnarstörfum og ferðum, en hinn þýski leiðangur hafi að eins verið slcyndisumarleiðang- ur. Kveðst blaðið ekki trúa því, að Þýslcaland muni lialda til streitu kröfum lil þessa svæðis, þar sem réttur Noregs til þess sé óumdeilanlegur og Norð- menn hafi heldur eklci í huga að meina neinum hagnýting þess. NRP. — N(d þfis. dassklr skemtiferðamenn í Noregi. Oslo, 13. apríl. FB. Níu þúsund slcemtiferðamenn frá Danmörku hafa komið til Noregs í vetur. Aulcningin frá í fyrra nemur 10 af liundraði. Tekjur Norðmanna af ferða- mannastraumnum frá Dan- mörku í vetur nemur 2% milj. lcróna. NRP. ROOSEVELT HELDUR RÆÐU I DAG UM ALÞJÓÐAMÁL. Myndin hér að ofan er tekin af Roosevelt, Bandaríkjaforseta. þegar hann var sem liarðastur í garð einræðisríkjanna og hótaði þeim öllu illu. Myndin er lekin á Floridaskaganum, en þar fór Roose- velt um borð í herskip til að fylgjast með æfingum Bandaríkjaflotans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.