Vísir - 14.04.1939, Blaðsíða 6

Vísir - 14.04.1939, Blaðsíða 6
yisiR Föstudaginn 14. apríl 1939. Jens Möller Jensen; Reyndu aftur. Bókaútgáfa Eínars Munksgaards liefir nýlega gefið út bók eftir Jens Möller Jensen, er nefnist „Reyndu aftur“, og fjallar uni ýms þau nrál, sem efst eru á baugi í þjóðfélaginu, t. d. at- vinnuleysismálin og uppeldismálin, en bók þessi er þannig úr garði ger, að ínskilegt væri að sem fleslir læsu bana, og á það ekki sist við uni liinn uppvaxandi æskulýð. Bókin á erindi til allra, með þvi að hún hvetur menn til starfa og dáða, og sýnir ' með mörgum dæmum úr liinu daglega lífi, að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, og æðsta boðorð allra manna á að vera: Aldrei að leggja árar í bát. Jens Möller Jensen er fæddur í Skanderborg árið 1869, en er hann komst á legg lærði liann málaraiðn i Silkehorg, og liefir hann síðan haft með liöndum ýms hin vandasömustu störf, t. d. skreytingu Ráðhússins í Kaupmannahöfn, en auk þess haft ‘ hönd í bagga með ýmsum umbótum á sviði byggingarlistar og skipulagningu Kaupmannahafnarborgar. Þá liefir hann og set- ið í dómnefndum, sem fjallað hafa um málaralist. Aðalstarf hans hefir ]>ó falist i öðru, með þvi að hann hefir verið skóla- stjóri og kennari í 37 ár og hefir þannig öðlasl víðtæka þelck- ingu á högum og hugðarefnum hinnar uppvaxandi æsku. Fyr- ir æskuna er bókin skrifuð fyrst og fremst, og til hennar á hún erindi frekar en nokkur bók önnur, sem út hefir komið á sið- ari árum. Um bókina er ekki unt annað að segja en gotl, en best er að láta hana tala sjálfa, og eru þá valdir nokkrir kaflar af handahófi: „I bók vitringsins Jolin Rus- kins, sem hami nefnir „On the Nature of the Gothic“, stendur m. a..: „Bölið er ekki eingöngu í þvi falið að verkamennirnir fái ekki nóg að borða. heldur i hinu, að þeir hafa ekki ást á þeirri vinnu, sein veitir þeim hið daglega brauð“. — „Vinnan ein vekur hreinar hugsanir, en hugsunin ein finnur hamingju i vinnunni“. — „Verkamaðurinn ætti oftar að hugsa, og hinn hugsandi maður ætti oftar að vinna, og þá mundu þeir hvorir- tveggja verða mentaðir menn i orðsins fylsta skiiningi“. John Ruskin getur komið róti á hugi manna, og það, sem hann hefir skrifað iniðar fyrst og fremst að þvi að hvetja livers- dagsmanninn, til þess að leggja sig fram, þannig að verk hans konii að fullum uotum. Skortur vinnugleðinnar staf- ar oft af því, að menn taka aðra afstöðu, en ætti að vera gegn vinnunni sjálfri. Lærlingurinn, sem htur svo á málin og hugs- ar með sjálfum sér: „Eg slcal vera iðinn, til þes að ná betra árangri“, tekur réíta afstöðu til vinnunnar og finnur meiri á- nægju í henni, en liinn, sem stúrinn muldrar í barminn: „Á eg nú að fara að þræla í þessu fyrir meistarann“. „Hestarnir mínir“, segir duglegi vinnumað- urinn. „Hestar !iúsbóndans“, segir letinginn .... Það, sem menn hafa sagt, sem lifað liafa fyrir mörgum þúsundum árum. getur komið okkur fyrir sjónir, eins og bygt væri á reynslu okkar sjálfra frá þvi í gær og í dag. Það er því ekki einkennilegt, að sjálfsæfi- saga Benjamíns Franklins, sem rituð er fyrir rúmlega hálfri annari öld, er þannig skrifuð, að hún gæti verið samin fyrir lesendur þessarar bókar: „Kæri sonur. Eg hefi altaf haft á- nægju af því að safna sögnum um forfeður mína, sennilega Iiefir þú einnig gaman af því að heyra um það, sem á daga mína hefir drifið“. — „Fæddur og uppalinn i fátækt og umlcomu- leysi, hefi eg unnið mig upp i sæmileg efni og unnið nokkurt álit meðbræðra minna“.Á þenn- an liátt, — eðlilega og blátt á- fram skrifar hann æfisögu sína, þannig að menn lesa hana með fjálgleik frá uppliafi til endis. Ánægja hans yfir árangri þeim, sem varð af iðni lians og kost- gæfni og vinnugíeði skín all- staðar í gegnum frásögnina. í skólunum læra menn margt um Benjamín Franklin, en það, sem gefur besta hugmynd um hann sem mann er fyrst og fremst það, að framkvæmdahugur hans var svo ákafur, að lians naut á flestum sviðum: ofna, götulýsingu, götulagningu, Iireinlæti í bæjum, öskutunnur og annað slílct umbætti hann af eigin luigkvæmni. Hann var bókaormur mikill, en átti þó frumkvæðið að því að sett voru á stofn í Bandaríkjunum. bókasöfn og sjúkrahús, en þá var þetta hvorutveggja óþekt í Ameríku. Hann stofnaði einnig unglingaskóla, sem allir höfðu aðgang að. Já, það er margt hægt að læra af því, að lesa um það hvað slíkir menn koma í Iframkvæmd fyrir mannkynið. Vinnan getur viðhaldið lífs- fjöri manna til hárrar elli, og þvi til sönnunar nægir að lesa um Benjamin Franklin. Þegar liann var 81 árs að aldri heim- sótti ungur maður liann, sem skýrir svo frá: „Eg gat ekki annað en dáðst að þekkingu lians á öllúm sviðum, minni lians, skýrleik og æskuþrótti í hugsun, þrátt fyrir hinn háa aldur. Framkoma hans öll er frjálsmannleg, — frjálsræðið og lífsgleðin svo að segja geislaði af honum. Hann er ennþá svo gamansamur og fjörugur, að það virðisl vera honum eðilegt og ósjálfrátt eins og andardrátt- urinn“. Alt þetta ségir þessi maður um Benjamín Franklín,þótt vit- að væri að á seinni árum þjáð- ist liann mjög af gigtarverkjum og kölkun, og hann var svo hor- aður, að. liann var í rauninni ekkert annað en skinn og hein. Þegar liann var orðinn 84 ára og fann að hann myndi að dauða kominn, sagði hann: „Eg er búinn að lifa svo lengi í þess- um heimi, að nú leikur mér hugur á að fá að kynnast heim- inurn hinumegin“. Hann dó for- vitinn. Eg hefi drepið á sjálfsæfisög- ur með því að ungt fólk hefir gagn af því að kynnast þeim. .... Þær geta beinlínis vakið lramkvæmdavilja einstaklings- ins og styrkt viljaþrekið, með því að þær kenna æskunni hvernig duglegir menn gátu brotist áfram í lífinu. Það auðg- ar manninn að komast í náin kynni við þá menn, sem hafa í gegnum aldirnar lifað fyrir og unnið mannkjminu til nyt- semda. Þessu er hægt að kynn- ast með lestri góðra bóka. FJELAfiSFRENTSMIfijUNNAR Rógurinn um Húsmæðra félag Reykjavíkar. I febr. siðastl. komu út i Tímanum nokkrar greinar, ó- viturlegar mjög, í garð Hús- mæðrafélagsins. En þar sem Timinn mun vera litið lesinn af almenningi í bænum, sem von er til, hefir félaginu vist ekki þótt taka því, að gefa lion- um áminningu, eins og efni stóðu þó til. En þegar Alþýðublaðið fer einnig á stúfana í sömu átt, þó með nokkrum öðrum liætti sé, þ. 20. mars, — bæjarblað, sem borið hefir verið inn á flest heimili í bænum þessa dagana, i von um kaupendafjölgun, — þá má þvi ekki haldast uppi að bera út slúður um félagið, því að skeð getur, að þeir, er alveg eru ókunnir málavöx’ um, glæptust til að leggja trún- að á það. Tilefnið til þessa þvættings, af fundi Húsmæðra- félagsins, var, að félagið héll fund 30. jan., út af dómsúr- skurðinum í hinu svonefnda mjólkurmáli. Er Alþýðublaðið ungaði út fréttum af fundinum, voru þær mánaðar og tiu dög- um betur, gamlar, og hafa frá- sagnir hjá því blaði brenglast mjög á styttri leið. Hér er eitt sýnishorn. Rétt síðast í fréttapistli þessum segir: „Upp úr stóð þó ein tiguleg kona, og mátti ekki mæla, svo var henni mikið niðri fyrir“ o. s. frv. — En sé sannleikanum haldið á lofti, var liann sá, að su tigulega kona tók allra fyrst til máls, fvrir utan framsöguræðu vara- form., og hélt svo öfluga og snjalla ræðu, að lófatakinu ætl- aði aldrei að linna. Þetta get- ur liver fundarkona borið um. Og hvað viðvikur fjársöfnun- inni upp í skaðabæturnar, er rædd var á fundinum, er liin svokallaða „Fundarkona“ smjaltar mest á, má lil marks um það, hvar þar var öllu snú- ið öfugt við, benda á það, að félagið hafði opna skrifstofu i því skyni, og var hver félags- kona sjálfráð með það, hvort hún léti nokkuð af mörkum, og þá livað mikið. En liversu ó- fúsar þær hafa verið til að láta fé af liöndum í þessu skyni, er vert að athuga það, að meira en nóg kom inn fyr en varði. Og það, sem umfram varð, voru allar sammála um að færi til góðgerðarstarfsemi félags- ins. Með þessu sýndu félags- konur, að réttlætistilfinning þeirra var alveg ókæfð í þessu máli, og liafa þær sóma af. -— Eina sannleiksglóran í um- ræddum fréttapistli blaðsins er sú, að okkur fundarkonum hafi runnið kajip i kinn, er við iræddum d('nnsúrskurðinn, en orsölc gremjujnnar er túlkuð þveröfugt lijá blaðinu, sem þess var von og vísa. Það má bver sem vill, lá okkur það, þótt við værum nokkuð beitar, einkum þegar þess er gætt, að dómur reynslunnar var búinn að dæma í því máli, okkur al- gjörlega í vil. Og það voru fleiri en fundarkonur, er voru sárgramar út af mjólkurdóm- um þeim, þvi hátt á fjórða þúsund konur, höfðu á sínum tíma skrifað undir að tak- marka mjólkurkaup, í þeirri von, að knýja fram eðlilegt til- lit, er Mjólkursamsalan yrði að taka til okkar, sem stærsta aðila mjólkurkaupanna. En því var nú ekki að heilsa, að hún sæi sóma sinn, eins og við vitum. Kokkabók Samsölufor- kólfanna var þessi: að borga brúsann möglunarlaust. Hvað varðaði okkur um framtíð barnanna? Mjólkin var síst verri, þó að hún væri flutt langt að; þetta var bara hugarburð- ur fólksins i Reykjavík, og heimtufrekja, að vilja fá ó- | mengaða mjólk o. s. frv.? En svo komu staðrevndirn- ar til sögunnar og hjálpuðu okkur og sögðu: að það hefði J ekki verið að ófyrirsynju, að ! við vorum þarna á verði. En í stað þess að láta sér vítin að varnaði verða og bæta ráð sitt, bélt Tíminn og Alþýðublaðið áfram uppteknum hætti og of- sóttu þá, er unnu að framgangi þessara mála. Öll blöð, sem starfrækt eru hér í bænum og þar á meðal Tíminn og Alþýðublaðið, lifa beinlínis og óbeinlínis á við- skiftum okkar Reykvikinga. Það er því sannarlega smekk- laus sú framkoma, er þessi blöð hafa sýnt Húsmæðrafélagi Reykjavíkur og þá bæjarbú- um. Félagið starfar alveg á ó- pólitiskum grundvelli og liefir sýnt það í verkinu, að það vinnur að bvers konar umbóta- starfsemi fyrir bæjarbúa, hver svo sem í hlut á. Og þó hræðsla liafi gripið þau um það, að fé- lagið yrði þeim skeinuhætt t. d. í mjólkur- og ávaxtamálun- um, þá er þetta lieimskulegasta aðferðin til að auka vinsældir þeirra og einungis til að gjöra félagið sterkara í þessum efn- um. —- Mjólkursamsalan hafði þó vitið meira. Því hún sá þó sinn kost vænstan, að friðmælast við félagið og lét skaðabóta- kröfuna niður falla, er félagið ætlaði sér að greiða. Mjólkur- samsalan sýndi með þvi í verk- inu að hún fann til þess að liafa óhreint mjöl í pokanum, enda nýbúin að fá meiri versl- unarþekkingu, og virðingar- verð er bót og betrunarviðleitni Samsölunnar, þó betur megi ef duga skal, og vonandi lætur fé- lagið ekki sitt eftir liggja, að svo geti orðið. Félagskona. Kaldhreinsað þopskalýsi No. 1, með A & D fjörefnum. Verð 90 aura heilflaskan og 50 aura hálfflaskan. Sent um alla borgina. Sig. Þ. Jdnsson, Laugavegi 62. Sími 3858. HRÓI HÖTTUR og menn hans.— Sögur í myndum fyrir börn 331. MORTE HRÓSAR SIGRI Þegar riddarar Mortes konia þjót- — Þegar eg miða ör, þá hæfir hún — Náðuð þið honum? spyr Morte, Morte gleðst yfir þessari fregn: andi, tekst Eiríki að stinga sér í markið. Við þurfum ekki að óttast, sem kemur ríðandi. — Nei, en einn — Nú getur enginn tekið Thane fljótið, sem rennur fram hjá. að hann opni augun aftur þessi. af bogmönnunum skaut hann. frá mér frainar. tSESTURINN GÆFUSAML 128 haldið áfram atvinnugrein okkar. Við hefðum orðið atvinnulausir — öreigar — ef lögreglu- foringinn hefði lagt lögliald á Floridafarminn, gins og hann hófaði að gera.“ „Oft höfum við komist í hann krappan, en aldréi eins og þá." sagði Graunt og saup á. „Þeir náðu i bróður Freddv og sendu hann i raf- magnsstólinn. Lögregluforinginn varð vinur okktir upp á lífstið fyrir bragðið. Nei, Freddv veit dkkert um þetta. Hann lifir eins og skepna — og er illa farinn. En annars leit liann aldrei út eins og maður. ‘ Hann sneri sér við og benti rússnesku stúlk- ttnni, sem aldrei hafði farið langt í burt, að koma aftur og setjast í sæti sitt. „Hvað gengur að Freddy í kvöld?“ spurði hann og greip um báða úlnliði hennar, og horfði í augu hennar. „Hann er dauðadrukkinn,“ sagði hún. „Mér getur ekki dottið neitt annað í hug. Hér stend- ur ekkert stórvægilegt til, en liann hagar sér eins og hrædd hæna — eins og eitthvað ógurlegt standi til.“ „Áfengi er bölvun þeim, sem þola það ekki,“ sagði Porle og fylti glas sitt enn á ný. Konan liorfði á hann forviða og með aðdá- unarsvip i senn, en það var sem lirollur færi um hana. „Þið tveh' þolið svo mikið, að eg liefi aldrei séð eða vitað annað eins,“ sagði rússneska mær- in. „Mundum við þó kalla flesta whiskyþamb- ara hér pelabörn í Rússíá — en þar hefi eg aldrei séð neina, sem gátu þolað eins mikið á- fengi og þið. Leyfið mér að þukla á slagæð yðar.“ Seinustu orðunum beindi hún til Victors Porle, sem lét þetta eftir henni — en liann dró hendina fljótlega hægt til sín. Hún liafði rétt sem snöggvast horft á beinabera og að því er virtist hálfvisna hönd hans og þuklað á slagæð- inni. Var sem hrollur færi um liana. „ — Það — það er furðulegt hvað þið þolið,“ endurtók hún. Hún stóð upp........ Bjöllu var alt í einu hringt í skenkistofunni. Þeir Viclor Porle og Salomon Graunt litu hvor á annan og gaf livor öðrum merki. Mennirnir tveir, sem höfðu verið að spila „piquet“ hættu og lögðu við hlustirnar. Billy Leavey, hnefa- leikskappinn reis upp til hálfs. Freddy gægðist út úr skrifstofu sinni. Leikurinn var að byrja — inngöngudyrnar voru opnaðar — með enn meira hiki en vana- lega, og það ríkti einkennileg, dularfull þögn, er Madame da Mendora rigsaði inn í veitinga- stofuna, en á hælum hennar voru þau Gerald Garnham og Laurita. Dyrunum, sem þau liöfðu komið inn um, var alt í einu lokað skyndilega á eftir þeim, og mað- urinn, sem hafði gætt þeirra, sneri nú baki að þeim. Laurita leit í kringum sig og var mikil for- vitni í svip liennar, forvitni sem brátt breytt- ist í skelfingu, sem ekki verður með orðum lýst. Gerald liafði þegar gert sér ljóst hvers konar stað var hér um að ræða, en var í vafa um hvað gera skyldi, vegna þess að hann hafði ekki þeg- ar áttað sig á hvað liggja mundi til grundvallar fyrir því, að Madame da Mendora fór með þau á stað slíkan sem þennan. „En, Madame da Mendora,“ sagði Laurita — „þetta getur ekki verið staðurnn, þar sem vinir yðai' bíða okkar. Þetta er liræðilegur staður.“ „Við skulum koma okkur á brott héðan hið allra fyrsta,“ sagði Gerald. „Þetta er ekki hæfur staður fyrir ykkur. — Farið frá dyrunum, þér þarna!“ Ógnandi dularfull kyrð rikti sem snöggvast. Svo fóru þorpararnir að ræða saman í hálfum hljóðum, ógnandi á svip, og brátt bárust blóts- yrði og formælingar að eyrum þeirra og móð- ursýkislegir hlátrar vændiskvenna þeirra, sem þarna voru — það var eitthvað ógurlegt yfir- vofandi og þeim Gerald og Lauritu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Alt í einu kvað við bjölluhljómur — rafmagnsklukka hafði verið sett af stað. Meðan bjölluhringingin stóð yfir sátu allir, sem þarna voru, karlar og kon- ur, eins og steingervingar — en undir eins og bjallan þagnaði komst alt í uppnám. Alt í einu voru ljósin slökt og var nú aldimt í veitingastofunum, nema dálitla glætu lagði inn um hornglugga, sem engin tjöld voru fyrir. Gerald, sem hafði árangurslaust reynt að opna dyrnar, sneri sér nú við og gekk innar og hélt Laurita dauðahaldi í liandlegg hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.