Vísir - 14.04.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 14.04.1939, Blaðsíða 4
4 VISIR Föstudaginn 14. apríl 1939, y.fy'yXsZ' Kventreyjur frá Lanvin (Paris). % í Q> Treyjan til vinstri er í svo- kölluðum „jockey“-stíl, með síðum, mjög víðum ermum. Efnið er þrílitt satin — Harle- quin color treatments. — I háls- málinu er „rúlla“ — purpura- rautt satin stoppað með baðm- ull. — Hin treyjan er úr georgette og mjög lúátt áfram. Vanrækið ekki augn yðar! Flestir lialda að það sé nóg að fá sér gleraugu í tæka tíð, þ. e. áður en augun eru orðin alt- of þreytt, og sé þar með alt gert, sem hægt sé. En löngu áður en maður þarfnast gleraugnanna verður maður að hirða um aug- un. Það þarf helst að þvo þau daglega og er það þá gert með soðnu, volgu vatni eða bórsýru- upplausn. En nokkura æfingu þarf til að rétt sé að farið og að gagni komi. — Kaupið lítið augnglas hjá lyfjasalanum. Hellið í það bór- sýruupplausn til hálfs, beygið höfuðið áfram, setjið glasið að auganu og opnið það. Haldið glasinu fast að auganu og réttið upp höfuðið. Hve lengi þér hald- ið glasinu að auganu er undir sjálfum yður komið. Sumir gera það í 5 mínútur, aðrir skemur. Eftir augnabaðið líður yður mjög vel. — Ef þér eigið vanda til að f;á poka undir augun er þetta ekki tilráðanlegt, því það þarf að lialda glasinu fast að auganu og getur þá átt illa við hina viðkvæmu húð undir því. — í stað þess að nota glasið, getið þér sett nokkura dropa af augnvatni í augun með „pip- ette“ og er það hka mjög styrkjandi og liressandi. — Farið vel með augu yðar — les- ið ekki í rökkri eða við slæmt ljós og notið sólgleraugu j>egar sólin er sterkust á daginn. ÞÓRA BORG: Líkþorn. Það er mjög erfitt fyrir mig að gefa ráð við þessum algeng- asta af öllum fótakvillum, — þvi eg hefi mesta löngun til að segja: Farið strax til fótasér- fræðings og látið taka þau burtu, og verið ekki að kvelja ykkur að óþörfu. Þetta get eg óhikað sagt, að sé eina ráðið, sé um líkþorn að ræða. Ef ann- að kæmi ekki til greina, þyrfti mál mitt ekki að vera lengra. En hér er aðeins átt við mjög slæm tilfelli. — Hvernig má fyrirbyggja líkþorn? Ráðlegg- ingar mínar í þessari grein fjalla aðallega um það efni. Orsök líkþorna er altaf ann- aðhvort núningur eða þrýsting- ur. Húðin verður þykkari, þar sem hún verður fyrir stöðug- um núningi af sokkum í of þröngum eða óþægilegum skóm. Með tímanum myndasl harðar, hornkendar i>lötur, sem þrýsta að viðkvæmum taugum og orsaka óþolandi sársauka. Af of miklum þrýstingi orsak- ast mjúk likþom, sem mynd- ast á milli tánna, þegar mjóir skór þrýsta þeim saman. Ef tá er orðin viðkvæm og rauð, er best að setja á hana líkþomahring, til að verja hana núningi, — eins er gott að vefja um hana mjúkri ull, sem hnykl- ar ekki, eins og bómull. Sé húðin að byrja að harðna og þoma, — sem altaf er byrjun á líkþorni, —■ þarf hún mikla næringu, — fitu. Smyrjið hana því með feitu kremi eða oliu. Þannig getið þér oft fyrirbygt likþorn. Þegar mjúk líkþorn eru að myndast, er hægt að stöðva þau alveg, með því að setja á milli tánna lítinn ullar- hnoðrá, — ekki of stóran — sem heldur tánum sundur. Slcerið ekki líkþorn með rak- vélablöðum; notið heldur lik- þornameðul eða plástra, ef þér ekki getið leitað sérfræðings. Látið meðulin ekki liggja við lengur en tvo daga í einu. Tak- ið þá fótabað og losið varlega það, sem meðulin hafa brent. Þetta er endurtekið nokkrum sinnum, ejftir þörfum. F'arið mjög varlega, því að liúðin er ákaflega viðkvæm undir lík- þornum, og smáskurður eða skráma getur orsakað blóðeitr- un. Gangið aldrei með sprungna húð á fótunum um- búðalausa, því að göturykið crsakar oft igerðir. Hafið þér losað yður við lík- þornin, þá losið yður einnig við orsök þeirra, til þess að endurtekning eigi sér ekki stað. Benda má á, að orsökin er oft saumur á skónum, fellingar í fóðrinu, smásteinar í skónum o. s. frv., í stuttu máli skófaln- aðurinn, — en um það mál mun eg ræða nánar i næstu grein. Hrein húd er prýði. Tökum burt öll óhreinindi i húðinni, fílapensa, húðorma, vörtur og svo frv. Hárgreiðslnst. Perla Bergstaðastræti 1. Sími 3895. BARNAPÚÐUR verkar mýkjandi og græð- andi á hina fíngerðu húð bamsins. FÆST ALSTAÐAR. Vor- peysur í helstu tískulitunum lcoma nú daglega í búðina, bæði fyrir fullorðna, unglinga og börn. Engin verðhækkun enn þá. Yesta, Laugavegi 40. HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ Rykugar Ijósmyndir er gott að hreinsa með franksbrauðs- molum. • Gipsmjndir má hreinsa með þykkri blöndu af zinkhvítu og mjólk, sem borin er á myndina með pensli. — Liturinn verður hvitari ef ögn af últramarin er sett i blönduna. • Járn og stál hreinsast vel með blöndu af sóti og olivenolíu. • Óþéttir blómavasar verða vatnsheldir ef þeir eru nuddað- ir með lauki. • Olíumáluð liúsgögn skal þvo með soði af quillayaberki. • Húsgögn úr hnotu er gott að þvo úr mjólk og „polera“ síðan með skinnklút. • Spegilgler verður mjög fall- egt ef það er þvegið úr spíritus, • Leðurbókband verður sem nýtt, sé það núið með ldúti vel vættum þeyttri eggjahvitu. ÚTLEND Hanskaskinn í úrvali. Glófinn Kirkjustræti 4. MATR EIÐ SLA. [ Síldarréttur. 1 kg. síld. 1 tesk. salt. y<i kg. sykur. 8 hvít piparkorn. 6 lárviðarlauf. Dild. 2 dl. fisksoð. 1 eggjahvíta. 4% bl. matarlím. — Ketchup. 1 stór dós þorskakaviar. 2 fastir tómatar, hakkaðir. 3 dl. rjómi. 2 bl. matarlím. Síldin er ln-einsuð, beinin tek- in úr henni og hún lögð saman tvær og tvær og dild á milli og soðin í soðinu er síðan er bland- að eggjahvítunni og matar- líminu. — Fiskurinn svo lagður á fat í fallegar raðir og dálitlu af ketchup spraulað yfir. Kring- um er svo settur þeyttur rjómi hlandaður með þorskakaviar, tómötum og uppleystu matar- lími. Hlaupi helt jTir alt saman. Kartöflugratin. 8 stórar kartöflur. 2 eggjarauður. 125 gr. rifinn ostur. 2 þej'ttar eggjahvitur. Smjörlíki. Salt. Pipar. Kartöflurnar hýddar og soðnar í mauk. — Eggjarauð- urnar, rifinn osturinn, salt og pipar er hrært vel saman og blandað saman við maukið. Scft í eldfast leirfat og smjör- líkishitar settir ofaná. Bakað í 20 mínútur. — Þevttar eggja- hvítur settar ofan á og fatið látið vera í ofni þangað til þær eru ljósbrúnar. — Bráðið smjör borðað með. Kaffi.fromage. 4 eggjarauður. 4 matsk. sykur. 6 blöð matarlím. 2 dl. sterkt kaffi. 2 dl. rjómi. Eggjarauðurnar eru lirærðar með sykrinu þar til þær eru léttar. — Uppbleytt matarlíms- blöðin uppleyst í heitu kaffi. Þegar það er orðið kalt, er það þeytt saman við eggjarauðurn- ar. — Rjóminn þeyttur og rúmur helmingur hrærður í kaffið og eggin. — Það sem eft- ir er af rjómanum, er notað til skrauts. Te-stengur. 1 kg. hveiti. % kg. sykur. 275 gr. smjör. Itr. rjómi, 2 egg. — Hrærist vel saman og mótist í smástengur ca. 6 cm. á lengd. Bakist við hægan eld. — Meðan kökurnar eru heitar er borinn á þær glasúr, sem bú- inn er til úr flórsykri, hrærðum út í valni. Nýtísku sundbolur úr blómst ruðu, hvítu „satin“. Þykir hann bæði lientugu og fallegur. Unga stúlkan, sem sýnir hann, er upprennandi „stjarna“ í Holly wood og heitir Lana Turner. f |Fyi»ir vorid: SKOSKAR TELPUPEYSUR, * fjölbreyttir litir. KÖFLÓTTAR DRENGJAPEYSUR, hvergi á landinu jafn fallegt úrval. Bamafdtin, sem löngu eru þekt að útlili og gæðum. — Ennfremur: DÖMUTREYJUR OG PEYSUR, ódýrar og’ fallegar. HLÍNARV ÖRUR mæla með sér sjálfar og fara sigurför um land alt. Prj ónastofan Hlín, Laugavegi 10, JOOOOOOttöOöOOOttíSOttöOíSíXiOÍÍÍÍÍSíSOOOKOOOÍlöOOtÍOOöOOöííOÍÍOOOOO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.