Vísir - 25.05.1939, Side 2

Vísir - 25.05.1939, Side 2
33 iðnnm tianiO k kahítnni Jnunlus'. Lítil von um ad takast megi að bjarga hinum. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Síðustu fregnir frá Portsmouth herma, að tekist hafi að bjarga 33 af mönnum þeim, sem voru í kafbátmim Aqualus. Voru famar fjórar ferðir í djúpbyrginu (diving bell) niður að kafbátn- um tií að ná þessum mönnum. Verður síðan hafin leit að þeim 26, sem þá eru ófundnir í kafbátnum, en menn em alment vonlausir um að þeir geti verið á lífi, þar eð þeir hafa engin svör gefið, þegar barið hefir verið utan á kafbátsskrokkinn. Um gervöll Bandaríkin og raunar um allan heim fylgdust menn með óþreyju með fregnum af björgunarstarfinu. Menn óttuðust, að örlög þeirra 59 manna, sem í kafbátnum voru, vœri fyrirfram ákveðin. Nútímatækni mundi ekki enn komin á það stig, að hægt væri að sigrast á þeim erfiðleikum, sem hér er við að stríða, en þess eru ekki dæmi að mönnum hafi verið bjargað úr kafbát, sem lá bilaður á sjávarbotni á jafnmiklu dýpi og hér, eða um 240 feta enskra. En yfirmenn flotans treystu á útbúnað hans og tæki til björgunar og menn þá, sem björgunarstarfið unnu. Georg Bretakomingnr minnist Manitoba og Manitobabúa, í útvarpsræðu sinni. Koman til Winnepeg einn höfuðviðhnrður ferðalagsins. London, í morgun. Bresku konungshjónin komu til Winnipeg í gær, frá Ontario, þar sem þau m. a. komu við í „tvíbúraborgunum“ frægu Port . Arthur og Fort William og heilsuðu upp á Rauðskinna norðan úr Canad.a, sem ferðast höfðu óravegu til þess að hylla þau. Konungslestin kom til Winnipeg kl. hálfellefu að morgni, sam- kvæmt Winnipegtíma. Óku þau til ráðhússins og þaðan til þing- hússins og tók borgarstjóri móti þeim í ráðhúsinu og fylkis- stjórn í þinghúsinu. Koma konungs til Winnipeg, mestu borgar Vestur-Canada, vakti ef til vill meiri athygli en koman til ann- ara borga landsins, vegna þess að þangað kom hann á „Empire Day“ — Alríkisdeginum breska, og flutti þar ræðu í útvarp í gærkveldi, en hún er talin einn höfuðviðburður ferðalagsins, og var raunar talin það fyrirfram. VtSI DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kL 9—12 5377) Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Frumhlaup Haralds. AÐ eru nákvæmlega 16 mánuðir síðan bæjarstjóm- arkosningar fóru fram hér í Reykjavík. Þótt þetta sé að vísu býsna langur tími — heilt ár og fjóram mánuðum betur — þá rámar flesta eittlivað í það, sem þá gerðist. Haraldur Guðmunds- son var þá atvinnumálaráð- herra, hæstvirtur og óútdreg- inn. Tæplega er Haraldur búinn að gleyma setu sinni í stjórn landsins, enda þótti mjög setið. En við bæjarstjómarkosning- arnar í janúar 1938 hófst seta Haralds í bæjarstjórn Reykja- vikur og það er útlit á, að' hann sé alveg búinn að gleyma hvem- ig það bar að. Af hvaða lista fekyldi Haraldur hafa verið „dreginn inn“ i bæjarstjórnina? Það var sameiginlegur listi Al- þýðuflokksins og kommúnista. Og hverjir voru sam-Iistamenn hans? T. d. Einar Olgeirsson og Héðinn. Nú kemur jiessi sami Harald- ur í útvarpið og hefir í hálfgerð- um hótunum um það, að Stefán Jóhann verði „dreginn út“ úr ríkisstjórninni, ef sjálfstæðis- menn hætti ekki lafarlaust allri samvinnu við kommúnista! Manni skildist það helst, að það væri „nasislamir“ í Sjálf- stæðisflokknum, sem stæðu fyr- ir þessari umræddu samvinnu við kommúnista. Haraldur er yafalaust búinn að gleyma livemig þessi nasistagrýla kom til. Það var eftir nokkuð minnisstæðan dag í sögu jæssa bæjar — hinn 9. nóv. 1932. Lögregla bæjarins lá þá í blóði sínu á götunum. Það voru ein- mitt íélagar Haralds Guð- mundssonar frá bæjarstjómar- kosningunum, sem fremstir stóðu í uppreistinni. Dóms- málaráðherra i þáverandi sam- steypustjórn, sem var sjálfstæð- ismaður, kallaði saman varalið. Fyrir }>etta voru sjálfstæðis- menn stimplaðir nasistar. En flokksmenn Haralds héldu næstu ár 9. nóvember hátíðleg- an til þess að dýrðast yfir stól- fóta-hetjunum! Þessu er Haraldur búinn að gleyma. En hann mætti kann- ske muna, að það er hans eigin málgagn, Alþýðublaðið, sem mánuðum saman hefir lieimt- að ríldslögreglu. Svo sam- kvæmt fyrri kenningum sínum hefir Haraldur Guðmundsson stimplað sjálfan sig og flokks- leifar sínar, sem nasista! Það tekur því ekki að vera að ræða neitt um nasistana í Sjálfstæðisflokknum eða sam- vinnu þeirra við kommúnista. Haraldur skammaðist sín líka svo mikið fyrir bullið úr sér í útvarpið, að það heyrðist á mæli hans. Hann náði sér aldrei upp í sinn venjulega belging, af því að meðvitundin um að' liann fór með bjánalegar gelsakir hafði fyrirfram stungið á sjálf- um belgnum. Stefán Jóliann talaði siðar um kvöldið. Ilann var í ágætu skapi og mintist ekkert á fyrirhugað'- an „útdrált“ smn úr ríkisstjórn- inni. Það skyldi j>ó aldrei vera, að Haraldur sé dálítið afbrýði- samur yfir því að það var ekki hann, heldur Stefán Jóhann, sem tekinn var í ríkisstjórnina af flokksins liálfu. Tveir ráð- herranna, Eysteinn og Hermann liafa starfað með Haraldi árum saman í ríkisstjórn. Er það ekki dálítið undarlegt, að þeir skyldu ekki leggja höfuðáherslu á, að tryggja sér þennan reynda og á- gæta starfskraft? Haraldur getur vitanlega ekki sannað neitt um samstarf sjálf- stæðismanna og kommúnista, af þvi að það samstarf er ekki fyrir hendi. En honum er inn- anhandar að sanna trú sína á þær ásakanir, sem hann bar fram við útvarpsumræðumar. Hann getur sem sé dregið Stef- án Jóhann út. Meðan það er ekki gert, hljóta menn að á- lykta, að Haraldur liafi gert sig sekan í dálítið' klaufalegu frum- hlaupi. . * a ÞjóðaratkvæSi I Dan- mörku feldi stjórnar- skrábreytingnna. Með nýju grundvallarlögun- um greiddu atkvæði 966.367 kjósendur, en 85.401 greiddu at- kvæði gegn þeim. Þeir, sem greiddu atkvæði með lögunum nema 44.4 af hundraði af at- kvæðisbærum mönnum, en þar sem lögin krefjast 45% kjós- enda, sem lágmarkstölu hafa þau ekki náð samþykki. Á Færeyjum var hundraðs- talan af já-atkvæðum 8,9, í Jót- landi 33, á Eyjunum 46 og í Kaupmannahöfn 63,8. Stauning forsætisráðh. hefir látið þá skoðun sína í Ijós, að þessi úrslit atkVæðagreiðslunn- ar geti ekki eins og sakir standa haft neina þýðingu um afstöðu ríkisstjómarinnar, með því að atkvæðagreiðslan hafi leitt það í ljós, að stjórnarflokkamir beri fult traust til ríkisstjórnarinnar og fylgi henni að málum. (Samkv. tilkynningu frá sendi- herra Dana). Maðnr brerfnr á Akoreyri. Talinn fiafa drnknað. Akureyri í morgun. Síðastliðna þriðjudagsnólt hvarf maður að nafni Tryggvi Guðmundsson, til heimilis að Lindargötu 4, á Akureyri, að lieiman frá sér, og hefir hann ekki komið fram og ekki fund- ist, þrátt fyrir að leitað hafi verið í nágrenni bæjarins. Tryggvi var maður á áttræðis- aldri, og er kona hans á lífi og tvær dætulr þeirra hjó'na, uppkomnar og giftar. Á þriðjudagsnótt fanst bát- ur á floti fram undan Oddeyr- artanga, og var hann mann- laus. Er álitið, að Tryggvi muni hafa ýtt lionum á flot og far- ist úr honum á einn eða ann- an hátt. Jalcob. Siffurður Guðmundsson ljósmyndari, tók myndir þær, er Vísir birti í gær af tiskusýningunni að Hótel Borg. Eins og getið var í skeyti í gær höfðu mörg skip verið send á vettvang til þess að gera tilraun- ir til þess að bjarga kafbáts- mönnum, með því að draga sVo kölluð djúpbyrgi niður á botn að kafbátnum, og ef það hepn- aðist ekki, þá að snúa sér að þvf að ná kafbátnum upp á yfirborð sjávar eins skjótt og unt væri. Þegar björgunarskip flotans, Falcon, var komið á Vettvang, fóru kafarar þegar nið,ur, og tókst þeim að komast í samband 1 við kafbátsmenn, .með því að hamra á kafbátinn á ákveðinn hátt, gefa merki eða „morsa“, var þegar sVarað á sama „máli“ af kafbátsmönnum. Náðist þannig samband við menn í öll- um hlutum kafbátsins, nema tundurskeytabyrginu, og var það vegna þess, að það hafði fylst af sjó. Kafbátsmenn gáfu merki um, að þar mundu hafa verið 26 menn. Kafbátsmenn höfðu aðeins vasaljós — enga raforku, en kváðu líðan sína þolanlega. Þegar einum kafaranum hafði tekist að bregða taugum um kafbátinn og festa þær, var unt að hefjast handa um að draga djúpbyrgið niður. Vakti það mikinn fögnuð um land alt, er það fréttist, að fyrstu 7 mönnunum hefði verið bjarg- að. Voru þedr minna þjakaðir en búast mátti við, og gengu ó- studdir út úr byrginu. í annari ferð djúpbyrgisins niður á botn var bjargað 8 manns, en í þeirri þrifjju sjö. I fjórðu ferðinni tókst að bjarga ellefu manns, en á Ieið- inni upp komst ólag á línumar, sem héldu djúpbyrginu, sVo að þá var hvorki hægt að hreyfa það upp né niður. Þá var djúp- byrgiði sjálft á 150 feta dýpi, en vegna þess, hversu margir Voru í þessari „för“, var hætta á því, að loftleiðslurnar gætu ekki full- nægt súrefnisþörf mannanna. Þá voru sendir niður kafarar og unnu þeir þrotlaust í 4 klst. að því að Ipsa og greiða vírana, en menn á björgunarskipinu „Falc- on“ biðu þess með óþreyju, að alt kæmist í samt lag. Fréttaritari United Press, sem fór á vettvang, hefir haft tal af æðsta manni á kafbátnum, en hann bjargaðist. Heitir hann Judson Bland. f viðtalinu við U. P. sagði hann, að þeir 33 menn, sem héldu lífi, eigi það að þakka snarræði eins hinna óbreyttu há- seta kafbátsins. Tókst honum að loka vatns- þéttri hurð, sem er á milli tundurskeytaklefa. bátsins. og afturhluta hans, þegar sjórinn fór að streyma inn og báturinn að sökkva. Hefði sjórinn kom- ist aftur í bátinn, í vélarýmið að nokkru ráði, myndi þar hafa myndast gas, ef hann hefði Einn liður lieimsóknarinnar var kynnisför um bæinn. Var ekið um allan bæinn og heim- sóítar ýmsar stofnanir. í ræðu þeirri, sem konungur flutti, gerði hann að umtalsefni hið mikilvæga brautryðjenda- og landnámsstarf, sem unnið hefði verið í Manitoba — mintist þess skerfs, sem Manitobabúar hefði lagt fram til þess að byggja upp landið, verið dugandi menn, á.- valt sáttfúsir og löglilýðnir, og gæti þeir verið stoltir af störf- um sínum og sögu. Konungur vék einnig að alheimsmálunum og dró einkum athygli að því, að í Canada hefði fólk af bresk- um og frönskum stofni sýnt það, að það gæti lifað sem komist í rafmagnsgeymana, og þá óvíst, hVort tekist hefði að bjarga einum einasta manni. Það hefir vakið hinn mesta fögnuð um gervöll Bandaríkin, að þó skyldi hafa tekist að bjarga svo mörgum mönnum, enda þótt það skyggi auðvitað allmikið á gleðina, að menn eru orðnir Vonlausir um björgun þeirra 26, sem vom í tundur- skeytarúminu. United Press. Meinleg' prentvilla slæddist i fáeinum blöðum inn í viðtalið við Ludvig C. Magnússon á 3. bls. í blaðinu i gær. Þar stóð efst í 2. dálki viðtalsins undir tví- dálka lesmálinu : „. . .. braut þessa lands. Markið verð-....“. Þessi lína var úr alt annari grein. bræður í sátt og samlyndi, virt livers annars mál og siðvenjur, þótt forfeðurnir hefði borist á banaspjót. Hinn nýi heimur væri hinum gamla leiðbeinandi í þessu efni og gamli heimur- inn ætti að líta vestur með von í lijörtum. Konungur hvatti æskulýðinn til bjartsýni, en alla til þess að vera á verði um frið, réttlæti og öryggi, en friðinn væri nauðsyn að verja, ef til- raunir væri gerðar til þess að spilla honum, utan frá eða inn- an. United Press. Bretap mót- mæla vegna stöðvnnap Ranpura. Afstaða Japana hkrðnar um leið og stórveldin koma fram af meiri festu. London í morgun. EINKASKEYTT TIL VÍSIS. Sir Percy Noble, yfirflotaforingi Breta i IGna, hefir mótmælt þvi við japönsku flotamálastjórn- ina, að japanskur tundurspillir stöðvaði breska skipið Ran- pura, en það er nú komið til Hongkong. Ýmsilegt þykir benda til liarðnandi afstöðu beggja aðila í Kína, eflir að Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn settu her á land í Kooling-Su á Amoy. Jap- anir liafa að visu dregið sig heldur í lilé í bili, þegar festu var að mæta, bæði i Ivooling-Su og eins í gær, er japönsku sjó- liðsforingjarnir hlýddu þegar, er Bretar skipuðu þeim að láta Ranpura í friði. En jafnframt hafa þó Japanir gert ráðstafan- ir til þess að hindra samgöngur Kínverja milli Amoy og meg- inlandsins og í utanríkismála- ráðuneytinu í Tokio var tilkynt í gær, að Japanir myndi ekki þola neina afskiftasemi i al- þjóðahverfunum, ef Japanir teldi nauðsynlagt að uppræta þar and-japanska starfsemi. Japanska stjórnin heldur nú iðulega fundi um viðhorfið í Evrópu, seinast í gær, og var þá einnig fundur í ráði keisarans. Af þessu draga menn þær álykt- anir, að Japanir muni bráðlega taka fullnaðarákvarðanir um, livort þeir gerast aðilar að þýsk- ítalska hernaðarbandalaginu eða ekki. United Press. „CLIPPER“-FLUGBÁTARNIR. Einn þeirra, Yankee Clipper, hefir nýlega flogið frá New-York um Bermuda og Azoreyjar til Frakklands og Bretlands og er nú á leiðinni vestur. í fyrstu ferðunum er að eins fluttur póstur, en þær eiga að verða upphaf reglubundinna póst- og farþegaferða yfir Atlants- haf, og er alt farþegarúm pantað margar ferðir fyrirfram. — Myndn er af „clipper“-flugbát, sem varð að nauðlenda á Puerto Rico skömmu eftir að hann liafði hafist til flugs. Farþegarnir — 23 — og seg flugmeim slupp u án meiðsla.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.