Vísir - 26.05.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 26.05.1939, Blaðsíða 2
2 •V IS IR Föstudaginn 26. maí 1939, t VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S i m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Yerð kr. 2.50 á mánuði. Laueasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Skattaskráin. EIR, sem telja, að skattar séu því réttlátari, sem þeir eru hærri, hafa fengið mikinn skemtilestur í hendur með skrá þeirri yfir skatta og útsvör, sem út kom í gær. Öðrum er þessi bók ekkert gleðiefni. Menn sjá það þarna svart á hvítu, að það „kaupir sig enginn frí“ í þessu þjóðfélagi. Og þó koma ekki öll kurl til grafar. Óbeinu skattarn- ir eru ekki skráðir í þessari um- töluðu bók. En þeir taka líka í. Þeir hafa líka þyngst blessunar- lega á seinni árum, til fullnæg- ingar réttlætinu. Þeim heiður sem heiður ber. Úr þvi'að þeir, sem ráðið liafa skattastefnunni undanfarin ár, eru sjálfir hæstánægðir, þá er ekld nema sjálfsagt að viður- kenna, að ]>eim ber að þakka ekki einungis hina „réttlátu“ hækkun skatta til ríkisins, held- ur líka liina „réttlátu“ útsvars- hækkun. En þetta „réttlæti“ i sköttum, beinum og óbeinum, til ríkis og bæja er aðeins einn liðurinn í þeirri fjármála og at- vinnupólitik, sem valdaflokkar landsins hafa rekið að undan- förnu. Socialistar hafa ráðið lögum og lofum í Danmörku nú um langt skeið. Það hefir aldrei verið neitt í trúarjátningu so- cialista, þar né annarstaðar, um það, að hlífa ætti breiðum bök- uni. En þó leggja dönsku soci- alistarnir elcki nema þriðjung til helmings byrðar á „brpiðu bökin“ þar í landi móts við það sem hér er geyt aí tekjum sem nema 1Ö tíl 3Ö þús. krónum. Það er ekki langt siðan að gert var inikið hróp að bæjarstjórnar- meirihlutanum í Reykjavík fyr- ir harðýðgi við einn af þurfa- lingum bæjarins. Þegar eftir var grenslast kom í ljós, að þessi maður hafði fengið hátt á 7. þúsund krónur í framfærslu- styrk. Maður með 30 þús. króna tekjum hefir 9 þús. krónur til eigin þarfa — tveim þúsundum meira en þurfalingurinn. Socialistarnir á Islandi telja að þurfalingurinn með 7 þús. krónurnar eigi að fá meira, og að maðurinn með þrjátíu þús- undimar eigi að bera hærri skatt. Þetta heitir á þeirra máli að „jafna kjörin“ og þykir há- mark réttlætis. Þeir sem farið hafa með völd- in afsaka sig allaf með því, að þorskafli liafi brugðist og markaðir Iokast. Þetta er að vísu rétt. En sagan er samt ekki nema hálfsögð. Þótt útflutning- ur saltfisks hafi minkað um miljónir króna frá því sem var fyrir nokkrum árum, þá kem- ur þar á móti, að útflutningur síldar og síldarafurða hefir aukist um miljónir króna. Erfiðleikar atvinnulífsins eru að sumu leyti utanaðkomandi og óviðráðanlegir, en að sumu leyti sjálfskaparvíti. Fé ríkisins liefir verið eytt af léttúð og fyr- irhyggjuleysi, sem síðan hefir bitnað á gjaldþegnum landsins með þeim ofurþunga, að óvíða finnast hliðstæðar álögur. Þeir sem ekki láta sér velferð þjóðarinnar í léttu rúmi liggja, verða að leggjast á eitt um það, að breyta fjármálastefnunni. Flestir þeir, sem lesa „Skrá yfir skatta og útsvör“ geta þreifað í sinn eigin barm um það, að nú reynir ekki einungis á fylstu getu, heldur nokkuð þar fram- yfir. a Christmas Mðller segir af sér formenskn i danska íhaldsflokknnm. Christmas Möller hefir sagt af sér formensku fyrir íhalds- flokkinn danska, sökum úrslit- anna í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni, en varaformaðurinn Fibi- ger óðalseigandi hefir tekið við formannsstörfum til bráða- birgða. (Sendiherrafrétt). Eins og mönnum mun kunn- ugt lagði Christmas Möller sig mjög fram til þess að koma fram stjórnarskrárbreytingunni og vegna hins mikla starfs lians í þessa átt, komu fram tillögur um það úr hópi stjórnarflokk- anna, að Christmas Möller yrði gerður að ráðherra til þess að hann gæti undirskrifað grund- vallarlögin, ásamt þeim öðrum núverandi ráðherrum, sem mest höfðu barist fyrir þeim. Clirist- mas Möller lýsti að vísu yfir því að hann myndi ekki taka slíkan ráðherradóm að sér, en nú hefir svo skipast að stefna hans í málinu liefir beðið mjög alvar- legan hnekki vegna andstöðu kjósenda flokksins, sem Clirist- mas Möller hefir eklci talið sig geta unað við. Christmas Möller hefir um alllangt skeið verið formaður í- lialdsflokksins danska og unnið mikið starf í þágu lians. Upp á síðkastið hefir þótt gæta vax- andi andúðar gegn stjóm hans á flokknum, eða öllu frekar tillineigingu lians, að taka upp samstarf við stjórQarflokkana um lausn mála og þ. á. m. s t j órnarskrármálsins. Spennardf leiknr í kvðld Það skal engu um það spáð hér, livort félaganna, Fram eða K. R., sem keppa i kvöld, muni bera sigur úr býtum, en hitt er víst, að leikurinn verður spenn- andi og tilþrifamikill. Þessir eru í kappliði Fram: Markvörður: Gunnl. Jónsson. Bakverðir: Sigurjón Sig. (v.) og Sig. Jónss. (h.) Framverðir: Sæmundur (v.), Sig. Halld. (m.), Högni (h.). Framherjar: Jón Sig. (v.ú.), Jörgensen (v.i.), Jón M. (m.), Karl Torfas. (h.i.) og Þórhallur (h.ú.). K. R.: Markvörður: Anton. Bakverðir: Sigurjón (v.), Har- aldur (h.). Framverðir: Óli Skúla (v.), Björgvin (m.), Óli B. (h.). Framherjar: Guðm. Jónss. (v.ú.), Gísli (v.i.), Þor- steinn (m.), Hansi (h.i.), Birgir (h.ú.). Ármenningar! Munið að mæta á æfingu í frjáls- um íþróttum á vellinum í kvöld kl. 6T/2- Alvarlegor ágreiningnr milli Japana annarsvegar, - Breta, Frakka og Banda- rikjamanna hinsvegar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. . London í morgun. Eftir öllnm seinustu freguum frá Austur-Asíu að dæma, eru deilur Japana og stórveldanna mjög harðnandi og þykja horfurnar hafa breyst mjög til hins verra. Er það deilan um Koolang- Su á Amoy-eyjunni, og yfirleitt íhlutunarrétturinn í hinum ýmsu alþjóðahverfum í Kína, sem ágreining- unum veldur, en auk þess siglingar við Kína o. f 1. Deil- urnar um þessi mál sum virðast vera að komast á það stig, að líkumar eru fult svo miklar til, að samkomulag náist ekki, og afleiðingarnar kunni að verða hinar al- varlegustu. Fregn frá Hongkong hermir, að breski sendiherrann Sir Archibald Sinclair Kerr, sé kominn til Amoy. Ferðaðist hann þangað á beitiskipinu Comwall, sem kom þangað kl. 8 í morgun. Sir Archibald mun ráðgast við Sir Percy Noble, breska yfir- flotaforingjann í Kína, árdegis í dag. Samkomulagsumleitanir milli Japana og stórveldanna um landsetningu hermanna í Koolang-Su, hafa farið út um þúfur, og það er af ýmsum dreg- ið í efa, að hægt verði að ná samkomulagi héðan af, vegna harðnandi afstöðu Japana. Þó gera sumir sér nokkurar vonir um, að viðræða japanska ræðismannsins og setts formanns borgarráðsins í Koolang-Su, kunni að leiða til þess, að sam- komulag náist. Það er margt, sem bendir til, að Japanir verði harðari og á- kveðnari en verið hefir. Ýmsir japanskir embættismenn hafa mjög haft sig í frammi upp á síðkastið, með yfirlýsingar við- víkjandi stefnu Japana, að þvJ er snertir alþjóðahverfin. Segir japanska stjórnin, að allskonar æsingalýður setjist að í alþjóða- hverfunum, og hafi þar í frammi undirróður gegn Japönum, og til þessarar undirróðursstarfsemi megi rekja árásir á Japani í Kína og kínverska embættismenn, vinveitta Japönum, og hafi kínverskir embættismenn verið myrtir af hermdarverkamönn- um, sem höfðu fundið griðastað, í alþjóðahverfum. Vilja Jap- anir því fá rétt til þess að fá aukið lögregluveld í alþjóðahverf- unum, en því hafa Bretar og Bandaríkjamenn þegar neitað, að því er Shanghai snertir. í Koolang-Su settu Bretar, Bandaríkja- menn og Frakkar sem kunnugt er, sjóliða á land, vegna þess, að Japanir höfðu sett herlið á land í trássi við gildandi reglur um alþjóðahverfin. Hafa Japanir nú orðið í hótunum að fara með her manns inn í alþjóðahverfin, ef þeim býður svo við að horfa, en það mundi að líkindum leiða til árekstra, er hefði ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar. United Press. MARY EKKJUDROTTNING — ekkja Georgs V. Bretakonungs — er rúmföst um þessar mundir vegna afleiðinga bifreiðaslyssins, sem hún lenti í nú í vikunni. — Þessi mynd af ekkjudrottningunni var tekm, er Játvarður sonur hennar var enn konungur Bretlands. Er það hann, sem heilsar móður sinni. Sá, er á þau horfir, er Georg, núverandi konungur Bretlands. Þeir bræðurnir eru í einkennis búningi sjóliðsforingja. — Samtðkln gegn ágengnlsstefBUDDl. Molotov flytur þap ræðu um utanríkismál. Frá Moskva er símað, að Seeds sendheiTa Bret- lands í Moskva hafi í gær síðdegis fyrir hönd bresku sjórnarinnar, afhent ráð- stjórninni uppkast að til- lögum bresku stjórnarinn- ar um samvinnu við Rússa. Jafnframt var Seeds falið að tilkynna sovét-stjórninni, að form- legar tillögur yrði sendar til Moskva mjög bráðlega. Þingið í Moskva kom sam- an á fund í gær og mun það STALIN. standa yfir nokkura daga. Meðal helstu mála á dagskrá eru landvarnamálin og' utanríkismálin. Eins og á undanförn- mn þingum hefir verið boðuð ný, stórkostleg aukning land- varnanna. Var það vitað fyrirfram, að lialdið yrði áfram á þeirri braut af Rússum, en það, sem beðið er eftir með mestri eftir- væntingu í öðrum löndum, er hvaða afstöðu þingið tekur til þátttökunnar í and-ágengnissamtökunum. Það vita að visu allir, að þingið samþykkir það, sem foringjarnir leggja til en — hvað leggja þeir til málanna? EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Hvað gerir Stabn? Ræíja Molotovs. Það liefir víða komið fram, að vafi væri á, að rússneska stjórnin — a. m. k. Stalin og Molotov, sem mestu ráða — sé fylgjandi samtökum gegn Þýskalandi, bæði vegna þess að þeir vilja ekki styggja Þjóð- verja, sem skifta mikið við Rússa og eins vegna hins, að Rússar sé svo sterkir liernaðar- lega, að þeir þurfi ekkert að ótt- ast, þótt þeir standi einir sins liðs. Aðrir telja l>etta ekki hafa við rök að styðjast, heldur hafi hitt ráðið mestu, að Rússum hafi ékki þótt Bretar ganganógu langt í loforðum við þá, í stað þess, sem farið var fram á af Katbátsslysið inikla EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Portsmouth er símað, að kafarar haldi áfram athugunum sínum og björgunartilraunum við ameríska kafbátinn undan ströndum New Hampshire. — Hafa þeir komist að raun um, Svo að óyggjandi er, að; þeir 26 menn, sem ekki varð bjargað, hafa allir druknað. Segja kafar- arnir, að ekki verði hægt að ætla annað en að tundurskeyta- byrgið, þar sem mennirnir voru, sé fult af sjó. Flotamálaráðuneytið hefir skipað svo fyrir, að hafa líkkist- ur við hendina til þess að setja líkin í þegar er þau hafa náðst upp. Kafarariiir hafa nú með hönd- um athuganir á því, hvort tak- ast mætti að ná líkunum, áður en tilraunir verða gerðar til þess að ná upp kafbátnum. United Press. Rússum. Eftir öílum líkum að dæma liafa Bretar slakað mikið til og eru nú tilleiðanlegir til að verða með Rússum og Frökkum i bandalagi, sem raunverulega verður bernaðarbandalag. Fregnirnar um, að samkomu- lag liafi náðst í grundvallarat- riðum milli Breta og Rússa hafa vakið gremju í Þýskalandi, þar sem litið er á þetta sem tilraun til ]>ess að einangra ítalíu og Þýslcaland, og í Japan hefir fregnin slegið óhug á menn. United Press. Vörn skifta samningur milll Bandaríkjamanna og Belgfnmonna. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. .. London í morgun. Fréltarilari United Press í Briissel, höfuðborg Belgíu, hefir það eftir stjórnmálamönnum, sem standa nærriríkisstjórninni, að samkomulagsumleitanir Bandaríkjamanna og Belgiu- manna um viðskifti, muni bráð- lega leiða til samkomulags um v örusk if tasáttmála. Er svo ráð fyrir gert, að Belgíumenn láti Bandaríkin fá tin, kóbolt (málmtegimd) og gúmmí og nikkel í staðinn fyi'ir hveiti og baðmull. United Press. Skipafregnir. Gullfoss er í Reykjavík. Goða- foss fer frá Hull í nótt. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifoss fór frá Patreksfirði í morgun, vænt- anlegur hingað á miðnætti. Lagar- foss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss er í Antwerpen. Dómur. I gær var maður einn dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir að stela reiðhjóli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.