Vísir


Vísir - 25.07.1939, Qupperneq 2

Vísir - 25.07.1939, Qupperneq 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) S i m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Aukið hreinlæti. J*LESTUM mun bera saman um, að Röykjavík liggi á einhverjum hinum fegursta stað sem getur fyrir borgar- stæði. Bærinn er bygður á hæð- um, en rennur ekki út í eina flatnöskju, og ef húsin væru í samræmi við bæjarstæðið sjálft, væri Reykjavík tvímælalaust fegursti hær á Norðurlöndum, og jafnvel þótt víðar væri leit- að. Það er sagt, að Róm sé bygð á sjö hæðum, og með tíð og tíma verður unt að segja hið sama um Reykjavík. Alt fram á síðustu ár hefir litil rækt ve'rið lögð við það, að fegra borgina, og margt það hefir verið aðhafst, sem bein- iínis er til lýta. Flest húsin í hin- um gömlu hverfum hafa verið bygð af vanefnum og jafnve'l vankunnáttu, og þeirra bíða þau örlög, að verða rifin til grunna, en vonandi rísa úr rústum þeirra ný og fögur hús, sem svara til bæjarstæðisins í feg- urð og frágangi öllum. Þetta tekur langan tima, og þess Cr vart að ætla, að bærinn fái nýtt andlit að fullu og öllu á næstu árum, en þó fleygir honum fram á ári hverju og lýti gelgjuskeiðsins hverfa smátt og smátt. Þess verða Reíykvíkingar hins vegar vel að gæta, að þótt þeir hafi ekki efni á þvi, að byggja upp bæinn í nýrri mynd á einni svipstundu, geta þeir gdrt miklu meira til þess að fegra útlit hans en tíðkast hefir til þessa, Því miður má líkja bænum við eins- konar ruslakistu, með því að vanhirðan er svo áberandi, að slikt er óviðunandi með öllu. Hvar sem litið er blasa við ó- hreinindin, einkum i húsagörð- um og sundum; þetta rusl berst út á göturnar, og þótt götusóp- arar bæjarins hafi sig alla við fá þeir efkkert við ráðið, og er þeir hafa snúið baki við einni götu, er hún orðin jafn sóðaleg og áður. Bæjarbúar sjálfir eiga sök á þessu. Þegar menn ganga um hin nýju hverfi bæjarins, er það auðsætt, að þar er umgengnin öll önnur en í gömlu hverfun- um. Lóðir og húsagarðar bera það með sér, að ibúar húsanna hafa hugsun á þvi, að hreinsa lóðimar og jafnvel göturnar í kringum hús sín, eftir því seím ástæða gefst til, og það eitt er víst, að ef alstaðar væri jafn mikil áhersla á þetta lögð, myndi bærinn í rauninni fá annan svip. Hér er ekki fátækt um að kerma, því að flestir hafa nægan tíma til þess að hirða sjálfir um lóðir sínar og húsa- garða, og vanhirtar lóðir sýna það eitt, að húseigandinn er hirðulaus, en alls ekki hitt, að hann sé það fátækur, að hann geti ekki sinnt um alment hrein- læti. Það þykir góður siður, að gæta alls lireinlætis innanliúss, en því skyldi ekki liið sama gilda um umgengni utan húss? Þetta ættu mehn að athuga og hefjast handa um hreinsurt, liver á sínum grunni. Það er ömurlegt, að aka austur úr bæn- um og um holtin, vegna liins megna óþrifnaðar, sem þar gæt- ir, og mætti þar bæta verulega úr, ef allir legðust á eitt. Menn verða að gæta þess, að ánægja þeirra sjálfra vex að sama skapi og umgengnin er betri, þannig að þeir ge’ra ekki aðeins bænum greiða með auknu hreinlæti, heldur einnig sjálfum sér. Það eitt og út af fyrir sig, að liúsin séu ljót, ætti að nægja, þótt lóð- irnar séu • ekki vanhirtar að sama skapi. Allir Reykvíkngar eiga að leggjast á eitt í því, að.fegra bæ- inn og prýða á allar lundir. — Bæjarstjórnin hefir forgöng- una, fyrst og fremst í því, að bæta gatnagerð, búa til leikvelli, skemtigarða og fleira það, sem til bóta horfir, en hver e'instak- lingur verður einnig að rækja skyldu sín í þessu efni. Ef allir Iiafa þetta hugfast, getur Reykjavík orðið fyrirmynd ann- ara bæja um hreinlæti, ekki síst eftir að hitaveitan hefir útrýmt kolareyknum að mestu, og gróð- urinn evkst á grunni liverjum. Hlaup í Núps- vötnum. Margir ferðamenn tepptir austan Skeiðarársands. Vísir átti tal í morgun við Árna Jónsson frá Múla og Stef- án A. Pálsson stórkaupmann, en þeir eru nú staddir að Skafta- felli í öræfum. Ætluðu þeir í dag vestur yfir Skeiðarársand á- leiðis hingað til bæjarins, en þá bárust þeim þær fréttir, að hlaup mikið væri komið í Súlu, er rennur í Núpsvötn og væru vötnin orðin ófær yfirferðar. Nokkrir Reykvikingar ætluðu vestur yfir sandinn í gær, en urðu að hverfa frá vötnunum vegna hlaupsins, sem í þau var komið. I fyrstu ætluðu menn að vöxt- ur hefði hlaupið í árnar vegna hinna miklu hita,sem verið hafa undanfarið, en óhætt er að full- yrða, að þessu er ekki svo varið, heldur hefir lón brotist fram, og má búast við að vöxturinn í vötnunum haldist nokkra daga. 1 dag er meiri vatnavöxtur í Núpsvötnum en í gær, og flæða þau yfir sandinn á löngu svæði. Farþegar þeir, sem teptir eru austan vatna, hafa í hyggju að reyna að fá flugvél til þess að flytja sig veístur yfir sandinn, með þvi að engin likindi eru til að vöxturinn hlaupi úr vötnun- um fyr en eftir nokkra daga. Zogr í Oslo. Oslo 24. júli. FB, Þegar Zog fyrrverandi Alban- íukonungur kom til Oslo ásamt Geraldine fyrrverandi drotn- ingu i gærkveldi hafði lögregl- an gripið til óvanalegra varúð- arráðstafana. Umferð var alveg bönnuð um margar hliðargötur. Mikill mannfjöldi var saman kominn við göturnar til þess að vera viðstaddur komuna. Zog og föruneyti hans býr á Grand Hotel. — NRP. HAFNBANN JAPANAÁH0NG KONG TALIÐ YFIRVOFANDI. Þeir liafa bannad umfeFÖ um Perluána, sem Canton stend- up viö í tiálfan mánuð vegna liepnaðaplegpa aðgerða. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Samkvæmt fregnum frá Hongkong í morgun hafa japönsku yfirvöldin í Canton ákveðið að banna alla umferð um Perluána, sem rennur gegnum Canton til sjávar, vegna hernaðarlegs undir- búnings. Umferðarbannið, sem nær til allra skipa, nema herskipa Japana, á að standa í hálfan mánuð fyrst um sinn. í Hongkong er litið svo á, að þessar aðfarir Japana séu upphaf þess, að þeir freisti að leggja hafnbann á Hongkong. Fregnir þessar vekja eðlilega mikla athygli, og aðrar fleiri, sem allar benda til, að afstaða Japana gegn Bretum í Kína hafi í engu breyst, þrátt fyrir tilslakanir þær, sem Bretar hafa gert, til þess áð greiða fyrir samkomulagi um Tientsindeiluna. — Það er mikið um deilt, hvort breska stjórnin hafi raunveru- lega slakað til e'ða ekki, en Chamberlain sagði i neðri mál- stofunni í gær, að stefna Breta í Kína væri óbreýtt, en Bretar myndi gera sér far um að skilja aðstöðu Japana á þeim svæðum, sem þeir hafa náð á sitt vald, og ekki gera þeim þar erfitt fyr- ir. — Er .það ætlun margra, að Jap- anir muni æ færa sig upp á skaftið, og altaf geta borið því við, að Bretar sé fyrir þeim og afstaða þeirra geri þeim efcfitt fyrir. Japanir halda uppi stöðugum áróðri gegn Bretum í þeim hluta Kína, sem þeir hafa náð. PIUS PÁFI XII. er nú kominn til sumarbústaðar páfa, uppi í sveit, og dvelst þar frám undir septemberlok, sér til hvíldar, en mun jafnframt vinna að athugunum á alþjóðlegum vandamálum. Hudson fer ekki frá Æsingfin út af viðræðum hau§ við di*. Wohltat uni garð gfciigrfn. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Talið er, að yfirlýsing sú, sem Chamberlain gaf í neðri mál- stofunni í gær, um viðræður þeirra Hudsons aðstoðarverslun- armálaráðherra og dr. Wohltats, ráðunauts Görings í fjármál- um og fulltrúa Þýskalands á alþjóðahvalveiðaráðstefnunni í London, — hafi algerlega eytt öllum misskilningi, sem upp hefir komið í sambandi við þetta mál. Að þessari skoðun hall- ast flestir stjómmálamenn í London, að því er talið er, og bú- ast menn ekki við því lengur, að Mr. Hudson verði að segja af sér, eins og ætlað var í gær af ýmsum. U í andstæðingablöðum stjóm- arinnar er þó enn veist að stjórninni vegna þessara mála, en Daily Herald og Chronicle segja, að þótt það sé að eins nefnt um þessar mundir, að gera eitthvað til þess að „friða“ Þjóðverja, geti það haft þau á- hrif erlendis, að menn ætli, að Bretar sé enn veikir fyrir og muni enn slaka tik f yfirlýsingu sinni sagði Chamberlain, að umræðurnar milli Hudson og Wohltat hefði fjallað um fjárhags- og við- skiftamál, og væri ekkert að at- huga við, að þeir hefði rætt slik mál, þar sem hvor um sig bæri ábyrgð á shkum málum i sínu landi, en viðræðurnar hefði ver- ið e'inkaviðræður, án nokkurs umboðs frá bresku stjóminni, en að sjálfsögðu hefði Mr. Hud- son skýrt stjóminni frá þeim. Þá sagði Mr. Chamberlain, að stjórnin liefði engin áform á prjónunum um nokkurt lán handa Þjóðverjum. Stjórnarblöðin halda, að mál- ið muni ekki hafa hættulegar afleiðingar fyrir Breta út á við. Bretar senda herfor- ingrja til tlo*kva. til þess að ræða við lierfor- ingrjaráðið nissneska. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Samkomulagsumleiununum í Moskva er enn haldið áfram og ætla menn að hægt og hægt miði áfram í rétta átt. — Blað- ið Daily Sketch skýrir frá því, að breska stjórnin hafi ákveðið, að senda breskan herforingja til Moskva til skrafs og ráða- gerða við rússneska herforingjaráðið. Þessi breski hershöfðingi er ekki nafngreindur. Þá vekur það athygli, að Rússar hafa ákveðið að senda flota- málasérfræðing til þess að starfa við sendisveitarskrifstofumar rússnesku í París og London. f þessu þykjast menn sjá upphaf samvinnu milli herforingja- ráða Breta og Frakka annarsvegar og Rússa hinsvegar. Er þann- ig verið að fullnægja einu því skilyrði Rússa, sem mestum erf- iðleikum hefir valdið upp á síðkastið í samkomulagsumleitun- unum í Moskva. Er hér enn um tilslökun af hálfu Breta að ræða, en þeir voru að sögn tregir til að láta nein hemaðarleynd- armál í hendur Rússum. Litháar byggja nýja höfn í Memel. i Litáar, sem urðu að afhenda Þjóðverjum Memel í vor, byrj- uðu þ. 11. þ. m. á að byggja nýja hafnarborg í fiskimanna- bænum Shventai. j Litáiskir verkfræðingar, sem eiga að stjórna þessu verki, liafa dvalið í Gdynia til þess að kynna sér byggingu og fyrirkomulag hennar, því að liún var smíðuð undir líkum kringumstæðum og á að verða fyrirmynd Shventai. hugum manna. Með sýningun- um og hátíðahöldunum var minning hans sæmd á óvana- legan og stórkostlegan hátt>. Ling-mótinu lokið. Stokkhólmi 24. júlí. FB. S.l. laugardag sýndu íslensku leikfimisflokkarnir leikfimi við hið mesta lof í Alvikshallen í Stokkhólmi, að viðstöddum fjölda leikfimikennara og ann- ara sérfróðra manna. Best þóttu takast jafnvægisæfingar stúlkn- anna á bómu og stökk piltanna yfir hest og kistu. Leikfimi stúlknanna vakti sérstaka at- hygli og höfðu þær aukasýn- ingu á Skansen á laugardags- kvöld og voru þar ákaft hyltar af 10.000 áhorfendum. Sein- asta sýningin var i gærkveldi í Alvikshallen, en klykt var út með kveðjuhátíð í Ráðhúsinu. Yfirleitt tókust allar leikfimi- sýningarnar vel, en í þeim tóku alls þátt 7500 fimleika- menn, piltar og stúlkur, og sýn- ir þessi mikla þátttaka og hin glæsilega Ling-hátíð yfirleitt, hversu rik ítfck Ling á enn í PÁFINN I SUMARLEYFI. Athuganir á alþjóðlegum vandamálum. Hans heilagleiki Píus páfi XII. kom til sumarbústaðar sins i gær. Var hann hyltur mjög innilega af íbúum jxn’psins, þar sem sumarbú- staðurinn er, og kom páfi margsinnis fram á svalir sumarbústaðarins. í sumarleyfi sínu mun páfi gefa sig að athugunum á lausn alþjóðlegra vandamála. Ilann kemur í lok septem- bermánaðar til Rómaborgar og veitir þá Franco áheyrn, en liann kemur í hina opin- beru heimsókn sína til Ítalíu um það leyti.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.