Vísir - 02.08.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 02.08.1939, Blaðsíða 2
2 V I S I R Miðvikudaginn 2. ágúst 1939. VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) 8 í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Baráttan við kommúnism- ann. ■nr 1Ð íslendingar höfum sem helur fer ekld mikla reíynslu af lcommúnismanum í þeirri mynd, sem hann birtist viðsvegar um Evrópu, þar sem hermdarverk og blóðsútlielling- ar hafa siglt i kjölfar undirróð- ursstarfseminnar og niðurrifs verðmœta þjóðfélaganna. Hér hafa kommúnistar látið sér nægja að vinna markvist að eyðileggingu atvinnuveganna, til þess að skapa jarðveg fyrir áróður sinn. ' Þó var svo komið um skeið, að kommúnistar hugðust að stofna til allskyns ofbeldisverka og hófu þeir þá haráttu hinn 9. nóvember 1932. Eftir þann dag lágu allir lögregluþjónar bæjar- ins i sárum, borgarstjórnin hafði ve'rið beitt ofbeldi og traðkað var á lögum ogvelsæmi, svo sem frekast má verða. Öllu þessu var hrundið í framkvæmd án þess nokkurar vai'úðarráð- stafanir væru gerðar til þess að tryggja líf horgaranna og halda úppi lögum og rétti í landinu. Þegar fregnin um þennan at- burð harst út um landið setti flesta menn hljóða, en komm- únistar eínir fögnuðu sigri. — Þeim hafði tekist að sýna styrk- leika sinn gegn þjóðfélaginu, en það liafði aftur á móti sýnt úr- ræðaleysi og veikleika, sem mun vera einsdæmi í allri ver- öldinni. I dag standa sakir þanmg, að ýmsir þeir lögregluþjónar, seln slösuðust í viðureigninni við kommúnistana umræddan dag, hafa litlar eða engar bætur feng- ið, en sumir þeirra liafa enn ekki náð sér til fulls e’ftir þær barsmiðar og limlestingar, sem þeir urðu fyrir. Nokkrir af þeim mönnum, sem fremstir stóðu í baráttunni gegn ríkisvaldinu, hafa fengið dóm, en böra höf- uðið jafn hátt eftir sem áður, með því að flestir þeirra hafa ekki þurft að dvelja innan múr- veggja högningarhússins, þrátt fyrir þennan einstaka tilverkn- að. Þótt rikisvaldið hafi einnig að þessu leyti sýnt veikleika sinn, hefir þjóðin sjálf tekið í taum- ana og fordæmt atferli komm- únistanna, og þeim hefir sjálf- um orðið þetta Ijóst, og hafa tekið á sig nýtt gerfi, til þess að vinna að niðurrifsstarfsemi sinni innan þjóðfélagsins. Nú eru ekki hnefarnir á Iofti, en ó- slcöp vingjarnleg undirróðurs- starfsemi er rekin, sem öll mið- ar að því, að skapa hér ófremd- arástand öllu verra en það, sem vefrið hefir. Það er ekki eingöngu almenn- ingsálitið, sem knúð hefir kommúnistana til þess að láta undan síga í bili. Þeir athurðir liafa gerst með öðrum þjóðum, að kommúnisminn hefir verið brotinn þar á bak aftur og sig- urför lians um Evrópu að engu ger. Allir spádómar um komm- únistiskt allsherjarríki hafa að engu orðið, og allir spádómar um hrun lýðræðisríkjanna hafa reynst orðin ein, en ekki stað- reynd. Innan kommúnistaflokk- anna hefir því vantrú komið i stað trúar, fylgi þeirra liefir rén- að, en í einstöku löndum staðið í slað. Hér á íslandi hafa þeir-menn, sem stóðu að bardaganum 9. nóvember sameinast til nýrrar baráttu, og eru nú allir í ein- um flokki, se'm gerir veikar til- raunir til þess að lialda uppi sókn innan þjóðfélagsins. Það hefir einnig borið til tiðinda, að þeir flokkar, sem stóðu að úr- ræðaleysinu 9. nóvember, liafa hrist af sér slénið og hafið bar- átlu gegn starfsemi kommún- ista hér á landi. Það eT vel, ef vel reynist, og ekki er ástæða til að ætla annað, þótt vitað sé, að innan þessara flokka séu hörð átök um afstöðuna til kommún- istanna. í bili eru þeir ofan á, sem liafa andstygð á framferði kommúnistanna. íslendingar e’iga að ýmsu Ieyti erfiða aðstöðu . eins og sakir slanda, og jarðvegurinn fyrir kommúnistiska undirróðurs- starfsemi er að mörgu leyti á- kjósanlegur, en þrátt fyrir þetta he'fir þjóðin sýnt það, að hún vill sameinast til átaka, er miða i þá átt að rétta við hag sinn, en sú barálla miðar einnig að hinu, að ráða niðurlögum kommúnismans, Gott veiði- veður, en lítil veiði. Gott veður er nú fyrir norðan land og á veiðisvæðinu fyrir norðausturlandi er veður ágætt. Þó er veiði fremur treg þar einnig. Vísir átti tal við fréttaritara sína á Siglufirði og Norðfirði í morgun. Sagði fréttaritarinn að engin veiði myndi vera að vestan, en reitingsafli fyrir austan, svo að Raufarhafnarverksmiðjan hefði altaf nógu úr að vinna. Hefir hún aldrei þurft að hætta störf- um síðan veiði hófst fyrir al- vöru, eins og Siglufjarða'rverk- smiðjurnar nú. í gær kom að- eins einn hátur til Siglufjarðar og hafði hann fengið veiði sina -fyrir austan. I nótt og morgun var þoka á Siglufirði, en siðan birti til og er veður nú orðið gott. — Rek- netaskipin hafa enga veiði feng- ið undanfarinn sólarhring. Fréttaritarinn á Norðfirði sagði, að þangað hefði eitt skip komið í gær með fullfeTmi, nefnilega Mjóanes, sem hafði 1000 mál. Sögðu skipverjar að síldin væri minkandi á nokkr- um hluta veiðisvæðisins, en auk þess væri erfitt að ná því, sem þar væri, vegna hins gifurlega skipafjölda, sem alstaðar væri á sveimi. Slökkviliðið var kvatt að Laugavegi 7 í gær- kvöldi kl. 8.24. Hafði kviknað þar í útfrá straujárni í mannlausu her- bergi. Var herbergið alelda, þegar að var komið, eri slökkviliðið kæfði eldinn á hálfri klukkustund. Hefir prjónastofa ein aðsetur sitt þarna og urðu nokkurar skemdir á vél- um og vörubirgðum. Vörður var hafður á staðnum í riótt. 1 I. R. A.-menii §eg:|a§t g;eta haldið uppi hermdarverk- um 1 2-3 ár tíl Englendingum í írska fríríkinu hótað öllu illu, nema hætt verði að ofsækja íra í Englandi. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. r Irsku lýðveldissinnarnir hafa hótað Bretum, að grípa til öflugra mótvarna, ef haldið verður áfram að gera landræka írska menn í Bret- landi. Hótanir þessar vekja mikla athygli, þar sem eng- inn dregur í efa, að lýðveldissinnarnir láti hart mæta hörðu. Óttast menn, að enskum mönnum búsettumiír- landi, verði þar ekki vært, ef lýðveldissinnar fram- kvæma hótanir sínar. Blaðið News Chronicle hefir birt bréf, sem talið er að vera skrifað í aðalbækistöð írska lýðveldishersins í Dublin og er það undirritað af „Michael Doyle útbreiðslustjóra“. í bréfi þessu er svarað fyrirspurnum og segir m. a. í bréfinu, að írskir lýðveldissinnar geti haldið áfram baráttu sinni og hermdarverkastarfsemi í að minsta kosti hálft þriðja ár til. Ennfremur að útgjöldin vegna baráttunnar gegn Bret- um nemi 1200 sterlingspundum (32.400 kr. miðað við nú- verandi gengi) á viku hverri. í bréfinu er hótað að grípa til hefndarráðstafana gegn Eng- lendingum í fríríkinu, ef haldið verði áfram að ofsækjá íra í Bretlandi, í skjóli hinna nýju laga. Herforingjar Þjóðverja, Spánverja og Ungverja viðstaddir. \.v gerð af Kkriðdrekiiin reyucfl. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Heræfingar miklar standa n.ú yfir á Ítalíu, en æfingum her- skipaflotans er nýlokið. Heræfingarnar fara fram í Pó-dalnum og hefir herforingj- um frá Þýskalandi, Ungverjalandi og Spáni verið boðið að vera viðstaddir heræfingarnar. Meðal þessara herforingja er yfir- herforingi Þýskalands. Pariani hershöfðingi hefir gert uppskátt, að við þessar her- æfingar verði reynd ný gerð af skriðdrekum. Er hver þeirra um sig 11 smálestir að þyngd. BRESKU KONUNGSHJÓNUNUM FAGNAÐ. Hertoginn af Kent, Mary ekkjudrottning, og litlu prinsess- rnar, Elisabeth og Margaret Rose, fagna þeim við koniuna til Inglands frá Ameríku. íslandsmótið: Niginiiiid Frcud liíctíulcgii vcikur London, í morgun. Austurríski vísindamaðurinn Sigmund Freud íiggur hættu- lega veikur á heimili sínu í Hampstead. Hann hefir átt við heilsuleysi að stríða í mörg und- angengin ár og hrakað mjög upp á síðkastið. Eftir innlimun Austurríkis í StórÞýskaland settist Freud að í Bretlandi, með aðstoð aðdáenda og vina. Bretar treysta land- varnir í Egiptalandi og Singapore. 10.000 hermenn sendir frá Indlandi til Singapore. London, í morgun. Fregn frá Singapore hermir, að talið sé, að um 8.000—10.000 hermenn séu væntanlegir til Malayskagans, til þess að efla landvarnirnar í Singapore. Flestir þessara hermanna eru Indverjar. Bretar eru einnig að flytja mikið lið til Egiptalands að því er talið er til varnar Suezskurð- inum, en þess er og að geta, að þar standa fyrir dyrum sameig- inlegar heræfingar breska hers- ins í Egiptalandi og egipska hersins. VINNA VIÐ HITAVEITUNA HAFIN. — í UPPHAFI ER UNNIÐ AÐ UNDIRBÚNINGI í ÖSKJUHLÍÐ. Verkfræðingafirmað Höj- gaard & Schaultz er nú í þann veginn að hefja undirbún- ingsstarfsemi að hitaveitunni og hafa nokkrir verkamenn þegar fengið vinnu. Mun nú í upphafi verksins aðallega verða unnið áð undirbúningi á Öskjuhlíð, vegna geyma þeirra, sem þar verða bygðir. í gær kom hingað skip nteð sementsfarm, sem ætlaður er í væntanlegar framkvæmdir vegna hitaveitunnar, en ýms- ar vinnuvélar og tæki eru áð- ur komin hingað. Þótt hægt verði farið af stað, má vænta þess, að stöð- ugt verði aukið við vinnu- kraftinn, þar til allir þeir verkamenn hafa verið tekn- ir í vinnuna, sem þörf er fyr- ir. Eftir því sem skýrt hefir verið frá í erlendum blöðum, er ætlunin að hefja starfið fyrir alvöru í byrjun þessa mánaðar. Undanfarið mun vérkfræð- ingafirmað hafa unnið að því, að afla tilboða í það erlent efni, sem til framkvæmdanna þarf, og er búist við að þau liggi fyrir mjög bráðlega, og að .frá samningum verði gengið endanlega, og vélar og efni flutt hingað til lands svo fljótt sem frekast er unt. 1 kveld kl. 8,30 keppa Fram og Víkingur, félögin, sem lögðu risana Val og K. R. að velli, en því áttu fæstir von á. Þarf ekki að efast um að þessi félög munu gera sitt ítrasta til þess að sigra og er þó elcki vist að Fram verði íslandsmeistari, þótt þeir sigri, því að K. R. get- ur orðið jafnt því, með því að sigra Val. En sigri Víkingur, þá verður hann íslandsmeistari. Dómari verður Jóhannes Bergsteinsson eða í forföllum hans Guðm. Sigurðsson, háðir úr Val. IJafa þeir háðir svo mikla reynslu í knattspyrnu, að þeim ætti að vera i lófa lagið, að sjá svo um, að leikurinn verði fallegur og drengilegur. Allir út á völl í kvekl kl. 8,30. Togaraskip- stjóri sýnir þrjósku. í fyrradag tók varðbáturinn Óðinn þýzkan togara, Friese- land frá Wesermiinde, í land- helgi austur af Portlandi. Þrjóskaðist togarinn við að ne’ma staðar, þegar Óðinn gaf stöðvunarnierki, og varð að skjóta þrem púðurskotum og 9 kúluskotum, áður en hann stöðvaðist. Þá fór Pé’tur Sigurðsson, sjó- liðsforingi, Péturssonar, skip- stjóra á Gullfossi, um borð i togarann og hélt yfirheyrslur í 3 klukkustundir. Héldu yfir- menn togarans því fram, að þeir liefði ekki verið að veiðum, heldur mist vörpuna á hrauni, — en hraun er hvergi þarna undan söndunum. Var síðan farið með togarann til Vestmannaeyja. Þegar Vísir átti lal við hæjarfógetann í Eyj- um í morgun, stóðu réttarhöld ennþá yfir og neitar skipstjór- inn harðle'ga að liafa verið að veiðum þarna. Er búist við að dómurinn verði ekki kveðinn upp fyrri en seint í kveld. Skipstjórinn á Frieseland heit- ir Alfons og hefir aldrei verið telcinn fyrir landhelgisbrot hér áður. Síra Porgrímur Sigurðsson á Grenjaðarstað dvelur hér í bænum þessa dagana. — Er hann hingað kominn i erindum sveitunga sinna varðandi rafmagnsafnot frá Laxárvirkjuninni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.