Vísir - 02.08.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 02.08.1939, Blaðsíða 4
4 Ví SIR Miðvikuriagihn 2. ágúst 11939, ÍÞRÓTTASÍÐA VÍSIS Íþróttalíf á ísafirði. rjsr: pjsoverjsr. Sverrir Guðmundsson, formaður knattspyrnufél. „Hörður“ á ísafirði, og fararstjóri ísfirska knattspyrnuflokksins, sem hér hefir verið, leit inn á ritstjórn Vísis í gær og átti þá Íþróttasíð- an tal það við hann, sem hér fer á eftir. Er dálítið fjör í íþróttalífinu á Isafirði? Já, sérstaklega í skíðaíþrótt- inni á veturnar og svo knalt- spyrnunni á sumrin. Skiða- íþróttin er samt vinsælust og mest iðkuð af öllum almenn- ingi. Enda stöndum við vel að vígi hvað skilyrði snertir, til að iðka skíðaferðir. En aftur á móti eru skilyrðin til að iðka knattspyrnu ekki eins góð, þótt þau sé mikið betri nú, en fyrir nokkurum árum og getum við þakkað það fyrst og fremst knattspyrnumönnunum sjálfum og bæjarstjórn, sem lagði fram fé til endurbóta á vellinum. Knattspyrnukappleik- ir eru mikið sóttir af Isfirðing- um, sem þykir það góð skemt- un að horfa á góðan knatt- spyrnuleik, sérstaklega er þó fjölment, er flokkar koma utan af landi og héðan úr Reykjavík. Því miður eru tekjurnar af kappleikjum ekki eins miklar og skyldi, vegna þess að völlur- inn er ógirtur og virðist ætla að verða töf iá því að fá hann girtan, m. a. vegna efnisskorts, þar eð innfluningur á efni fæst ekki. Annars er svæðið fulllítið og ekki nærri nógu fullkomið. T. d. er þar engin hlaupabraut og yfirleitt slæm aðstaða til að iðka frjálsar íþróttir. Er nokkur áhugi fyrir þeim á Isafirði ? Frjálsar íþróttir hafa legið niðri þar í mör'g undanfarin ár, en vorið 1937 gekst knatt- spyrnufél. Hörður fyrir nám- skeiði í frjálsum íþróttum og aflur vorið 1938. Þátttaka var góð. 40—60 piltar sóttu nám- skeiðin. Kennari var hinn góð- kunni skiðamaður og kennari, Tryggvi Þorsteinsson. Við þessi námskeið hefir áhugi manna aukist fyrir Jjessum iþróttum og eru þær nú talsvert meira iðkaðar en áður og þá sérstalc- lega af þeim yngri. Hafið þið lialdið nokkur mót í frjálsum íþróttum? Já, í fyrsta sinn í mörg ár héldum við eitt mót í fyrra haust, fyrir forgöngu Harðar og voru 15—20 þátttakendur. Og árangurínn ? Var ekki góður hjá þeim eldri, en góður eftir ástæðum hjá þéim yngri. Iðkið þið mikið sund? Því miður er það ekki iðkað sem skyldi, og stafar það fyrst og fremst af þvi, að við eigum enga sundlaug í bænum. Sund- kenslu hafa Isfirðingar notið í Reykjanesi undanfarin ár, en það fullnægir ekki þörfum oklc- ar hvað sundið snertir og er það nú brennandi áhugamál bæjar- búa, að reist verði sundlaug hið allra fyrsta. Hvernig líst þér á knattspyrn- una hér? Mér líst veí á hana, sérstak- lega hjá meistaraflokkunum og getum við, sem búum úti á landi, mikið af þeim lært. En til þess að við getum gert okkur von um að geta tekið þátt í meistarakepni, þurfum við bætta aðstöðu og þjálfara. Er það satt, að engir af þeim piltum, sem þú ert hér ineð, reyki tóbak eða bragði vín? Já, mér er ánægja að geta staðfest það. Þeir eru allir mjög reglusamir og sannir íþrótta- menn. Svo vildi eg gjarnan nota tækifærið til að láta í Ijósi ánægju okkar yfir móttökunum hjá Fram, en við erum gestir þeirra meðan við dveljum hér í bænum, — svo og öllum hinum félögunum og bæjarbúum yfir- leitt, sem liafa sýnt okkur hina meslu vinsemd og hvatt okkur óspart til sigurs á vellinum. Hafnarfjarðar- hlaupið. Hafnarfjarðhlaupið fór fram í gær. Að eins einn mað- ur hafði gefið sig fram til kepni. Þannig var það i fj'rra, að eins einn keppandi. Yfirleitt hefir verið mjög lítil þátttaka í þessu hlaupi siðustu árin og fer þverrandi. Iþróttamenn okkar virðast engan áhuga liafa fyrir slíkum hlaupum og er það skilj- anlegt, því slík hlaup á grjót- ] hörðum vegum eru síst ánægju- leg og langt frá því að liafa nokkurt iþróttalegt gildi. Það virðist liggja beint við, þegar að eins einn maður gefur sig fram til kepni, að láta hlaup- ið ekki fara fram. Enda getur það ekki verið mikil ánægja fyrir hlaupara, að vinna stóran hikar fyrir að rölta einn sunn- an úr Hafnarfirði og lítil aug- lýsing er það fyrir íþróttalífið í höfuðstaðnum. Vonandi verður þetta í síðasta sinn, sem hlaup þetta verður látið fara fram. Iþi'óttamót við Þjór§á. Síðastliðinn sunnudag (30. júli) var haldið íþróítamót hjá Villingaholti, að tilhlutun ung- mennafélaganna „Vöku“ og „Samhygðarinnar“. Var þetta fjTsta mót þessara félaga og gekst Vaka fyxir því að þéssu sinni. — Eftir setningu mótsins hélt Jón Konráðsson kennari ræðu. Hófust síðan iþróttirnar. Þessir urðu sigurvegarar: 100 m. hlaup: Guðm. Ágústs- son (V) 11.8 sek. Hástökk: Guðm. Ágústsson (V) 1.54 mtr. Langstökk: Guðm. Ágústsson (V) 5.44 mtr. Þrístökk: Guðm. Ágústsson (V) 11.86 mtr. Kúluvarp: Guðm. Ágústsson (V) 10.48 mtr. 800 m. hlaup: Þórður Þor- géirsson (V) 2:27.8 mín. Stangarstökk: Guðm. Odds- son (S) 2.60 mtr. Svo unnu Vökumenn Sam- hygðarmenn i reiptogi. I 100 m. og stökkunum var ldaupið undan vindi, en annaTs var aðstaða til íþrótta frekar slæm og auk þess kalt í veðri. Mótið fór vel og skipulega fram og sást varla vín á nokk- urum manni. Vökumenn unnu kepnina og fengu 25 stig, hinir fengu 17 st. Bestu sundmenn Ungverja keptu við bestu sundmenn Þjóð- verja í Vínarborg nýlega og sigruðu Þjóðverjar með 29 st. gegn 15. Þessi afrek náðust: 100 m. frjáls aðferð: 1. Fis- chér, Þýskalandi, 59.6 sek. og 2. Elmar Þýskalandi á 1:01.0 mín. 400 m. frjáls aðferð: 1. Könn- inger, Þýskal., 4:59.6 mín. og 2. Körösi, Ungverjal., á 5:17.7 mín. 1500 m. frjáls aðferð: 1. Ar- endt, Þýskal., á 20:31.0 mín. 100 m. baksund: 1. Schlaucli, Þýskal., á 1:09.4 mín. 200 m. bringusund: 1. Heina, Þýskal., á 2:44.0 mín. 4x200 m. boðsund: 1. Þýska- land á 9:18.2 mín. og Ungverja- land á 9:27.8 mín. Dýfingar: 1. Weiss, Þýskal., með 162.13+139.26 stig. Vatnsknattleikur: Ungvei-ja- land 3 mörk, Þýskaland 1 mark. Arítaki Je§§e Owens. Jesse Owens var stúdent við háskólann í Cleveland í Ohio þegar hann varð frægur. Nú er þar við nám annar blökkumað- ur, að nafni Chester Thomas, sem talinn er munu verða arf- taki Owens, sem mesti sprett- hlaupari í heimi. Á dögunum tók Tliomas, sem er aðéins 18 ára gamall, þvátt í 100 og 200 yards hlaupum og langstökki. Það var í kepni milli skóla og fékk háskóli hans 52 */£ stig. Thomas vann 19)4 stig af þeim. Thomas hljóp 220 yárds á 21.8 sek., en Owens setti skóla- met á 20.8, árið 1933. Thomas hljóp einnig Iokasprettinn í 880 yards boðhlaupi og var sett nýtt met, 1:29.4 mín. Gamla metið# var 1:30.3 min., sett 1933, þeg- ar Owens hljóp lokasprettinn. Þegar Thomas hljóp þenna dag„ var hann í gömlum hlaupaskóm, sem Owens átti. U. P. Red Letter. Pólvérjar íá sér knatt- spyrnukennara. Knattspyrnusnillingurinn Al- ex James, sem fyrir nokkrum árum var einn af frægustu mönnum Arsenal og jafnframt alls knattspyrnuheimsins, hefir verið ráðinn til PóIIands, sem þjálfari pólska knattspyrnu- sambandsins. James á fyrst og fremst að taka að sér landsliðið og nýliða og það er enginn efi á því, að Pólverjar geta lært ósköpin öll af honum. Hefði þeir varla get- að fengið betra mann til kenslu, og verða vafalaust skeinuhættir í Finnlandi að sUmri. Álitlegur gróði. Sigurvegarinn í bikarkepn- inni ensku — Portmouth F. C. —hefir nýlega sent frá sér reikninga sina fyrir s. 1. leikár. Hagnaður á árinu nam 15 þús. sterlingspunda, eða 405 þús. króna. Á félagið nú í sjóði um 250 þús. króna. Meistaramót Frakka í frjálsum íþróttum. Frakkar eru búnir að halda meistaramót sitt í frjálsum í- þróttum. Þessir urðu meistarar: Hlaup: 100 m.: Goldoski 11.0 200 —: Bucourt 22.6 400 —: Marcillec 49.9 800 —: Pfanner 1:56.8 1500 —: Normand 4:00.8 5000 —: Rochard 14:49.5 110 m. grhl.: Brisson 15.6 400 — grhl.: Joeye 54.2 3000 m. hindr.hl.: Letis- seraud 9:46.8 Stökk: Hástökk: Despostes 1.83 m. Langstökk: Bandry 7.01 — Stangarst.: Lacombe 3.80 — Þrístökk: Roujon 13.47 — Köst: Kringla: Noel 47.96 m. Kúla: Drezq 13.94 — Sleggja: Broca 45.59 — Spjót: Frinot 61.66 — Kristilegt íþróttamót. K. F. U. M. á Norðurlöndum heldur árlega norrænt mót í frjálsum íþróttum. Á mótinu, sem haldið var í sumar í Sví- þjóð voru engir Norðmennmeð- al þátttakenda. Meðal afreka má nefna eftirfarandi: 100 m. hlaup: 1. Válima, Finnl. .. 11.1 sek. 2. P. Valkama, Finnl. 11.2 sek. 3. B. Nillsen, Danm. 11.3 sek. 1500 m. hlaup: mín. 1. M. Karhumaa, Finnl. 4:07.6 2. J. Reitamo, Finnl. . . 4:08.2 3. R. Montonen, Finnl. 4:10.0 Kúluvarp: 1. S. Nenone, Finnl. 12.89 m. 2. A. Piipartuen,Finnl. 12.18 m. 3. P. Hallquisl, Svíþjóð 11.89 m. Langstökk: 1. L. Válima, Finnl. .. 7.01 m. 2. P. Valkama, Finnl. 6.82 m. 3. P. Otto, Danm....6.69 m. Stangarstökk: 1. S. Malmivúori, Finnl. 3.50 m. 2. E. Bothén, Svíþj. 3.20 m. 3; G. Rosén, Sviþjóð 3.10 m. 1000 m. boðhlaup: 1. Danmörk ...... 2:03.8 m. 2. Svíþjóð ...... 2:04.6 m. 3. Finnland 2:10.2 m. ERLENDAR ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Hjólreiðar eru vinsæl íþrótt á megin- landi Evrópu og eru Danir, Þjóðverjar og Hollendingar meðal fremstu manna í heimi. Á dögunum fór fram hjólreiða- kepni í Landskrona í Sviþjóð og voru þar þálttakendur frá fjölda þjóða, m. a. 4 frá Danmörku. Daninn Frode Sörensen var fj’rstur í þrem greinum: 3200 m. á 5:33.0 mín., 4800 m. á 8:56.2 mín. og 8000 m. á 12:21.9 min. —o— Tennis. Bandaríkjam., sem á þessu ári og í fyrra, báru sigur úr býtum í öllum kappleikjum í Wimble- don, ætla nú að reyna að fá því til leiðar komið, að þeir fái að sjá um heimsmeistarakepnina í tennis næstu skifti. Þykir þeim óréttlátt að þurfa að fara alla leið til Wimbledon og geta ald- rei fengið að keppa úrslitaleik- ina heima. 200 km. kappganga. Um miðjan júlí var baldin heimsmeistarakepnin í 200 km. kappgöngu í Sviss og hófst gangan í Lausanne. Tuttugu og tveir menn bjæjuðu gönguna, en 16 gáfust upp. Úrslit urðu þessi: 1. Cornet, Frakkl. 23.36.35 klst. -—- 2. Husson, Frakld. 10 mtr. á eftir. — 3. Seibert, Þýskal. 25.52.00 klst. — 4. Malles, Frakkl., 26.00.55 ldst. — —o— Afrek kvenna í frjálsum íþróttum. í síðustu Iþróttasíðu var sagt frá meistaramóti Þjóðverja í frjálsum iþróttum. Þau afrek, sem hér fara á eftir, náðu kon- ur á þessu sama móti: 100 m. hlaup: 1. Kúhnel 12.1 sek. og 2. Grete Winkels 12.2 sek. — 200 m. hlaup: 1. Winkels 25.3 sek. og 2. Dorte Voigt 25.4 sek. 80 m. gr.hlaup: 1. Peter 11.7 sek. og 2. Dempe 11.7 sek. Hástökk: 1. Salius 1.60 m. og 2. Elfriede Kann 1.60 m. Langstökk: 1. ChristelSchultz 5.92 m. og 2. Voss 5.68 m. Kringlukast: 1. Gisela Mauer- mayer 46.79 m. og 2. Hagemann 40.85. — Kúluvarp: 1. G. Mauermayer 13.53 m. og 2. Schröder 13.00 m. —• Spjótkast: 1. Lisa Gelius 44.34 m. og 2. Pastoors 42.23 m. Sundmeistaramót Danmerkur. Nýlega er lokið kepni um sjö sundmeistarastig í Danmörku og urðu meistararnir frá í fyrra allir meistarar á nýjan leik. Fara hér á eftir afrek meistar- anna og næsta manns á eftir þeim: Konur: 100 ni., frjáls aðferð: 1. Ragn- liild Hveger 1:07.2 mín. og 2. Birthe Ove-Petersen 1:08.3 min. Dýfingar: 1. Asta Aggerholt 84.50 st. og 2. Eva Bach 74.23 st. Stúlkan, sem varð Evrópumeist- ari í dýfingum, Inge Beeken, varð nr. 4. 200 m. bringusund: Inge Sör- ensen 3:06.1 og 2. Breth Sönne- sen 3:13.3 min. 4x100 m. boðsund: 1. D. K. G. 4:50.3. og 2. Aarlius Gjnnna- stikforening 4:53.6 mín. Karlar: 100 m. baksund: 1. Börge Bæth 1:14.1 mhn og 2. Ove Becker 1:19.6 mín. 400 m. frjáls aðferð: 1. Poul Petersen 5:22.3 mín. og 2. Jör- gen Wulff 5:32.8 mín. Dýfingar: 1. Tliomas Clirist- ensen 125.05 st. 2. Jörgen Jesp- ersen 104.85 st. MET Á. 2 ENSKUM MÍLUM. í síðustu Íþróttasíðu var sagt frá því þegar Maki setti nýtt heimsmet í 2ja enskra mílna hlaupi og þeir Pekuri og Tuominen hlupu einnig undir hinu fyrra heimsmeti. Met var fyrst sett í þessu hlaupi árið 1884, eða fyrir 55 árum og hefir verið bætt að eins 7 sinnum á öllum þeim árum. Hér fer á eft.ir, hvernig það hefir verið lækkað smám saman. 1884 B. George, Engl. 9:17.2 1904 A. Shrub, Engl. 9:09.6 1926 E. Wide, Svíþjóð 9:01.4 1931 P. Nurmi, Finnl. 8.59.6 1937 Don Lash, Band. 8:58.0 1937 Höckert, Finnl. 8:57.4 1937 Szabo, Ungv. . . 8:56.0 1939 T. Miiki . . . 8:53.2 Nund. Þýsk sundstjarna. Þjóðverjar hafa fyrir skemstu „uppgötvað“ nýja sundstjörnu, sem mun í framtíðinni verða Inge Sörensen, hinni dönsku, liættulegur keppinautur — ef hún heldur áfram að talca lik- um framförum sem undanfarið. Stúlka þessi, sem að eins er 14 ára, heitir Inge Schmidt frá Hamborg. Hún sigraði í þýska sundnieistaraniótinu á 200 m. bringusundi á 3:02.0 mín. Á sundmóti í Budapest setti Ungverjinn Augyai nýtt ung- verskt met í 200 m. bringusUndi á 2:46.4 mín. Auk þess varð liann fyrstur í 100 m. bringu- sundi á 1:11.2 mín. Á móti í Trieste á Ítalíu hefir verið bætt metið í 100 m. sundi kvenna — frjáls aðferð — úr 1:13.7 mín. í 1:12.5 mín. Sú heitir Bianca Lekar, sem setti nýja metið. Heimsmet. Hollenska sundmærin Jopie Waalberg hefir nýlega sett nýtt heimsmet iá 200 yards bringu- sundi. Nýja metið er 2:40.3 mín., en það gamla, sem hún setti 2. nóv. 1937, var 2:41.4 mín. Hnéfaleikai*. /. t f • r Hnefaleikar. Evrópumeistarinn í fluguvigt, ítalinn Enrico Urbinati, barðist nýlega í Rómaborg við Englend- inginn Tiny Bostock og sigraði hánn eftir 12 lotur. Þó lá við borð í síðustu lotu, að Bostock slæi Urbinati „út“. Síðan Jolin Henry Lewis var bannað að keppa í Englandi og víðast í Ameríku, hefir New York Boxing Commission, sem hefir yfirstjórn hnefaleika í New York og nágrenni látiðfara fram* bardaga Um heimsmeist- aratignina í létt-þungavigt milli Billy Conn og Melio Bettina Bardaginn stóð í 15 Iotur og sigraði Conn á stiguin. — Eru þá þrír menn í lieiminum í dag, sem gera kröfu lil þess að vera nefndir heimsmeistari í létt- þungavigt og eru það John Henry Lewis, Conn og Englend- ingurinn Len Harvey. Norðmaðurinn Jarl Johnsen, sem er hnefaleikari í þjmgsta flokki, barðist nýlega í New York við Gene Bonin og sigraði hann. Johnsen hefir sigrað Bon- in áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.