Vísir - 02.08.1939, Side 6

Vísir - 02.08.1939, Side 6
VlSIR Miðvikudaginn 2. ágúst 1939. * PRENTFRELSIÐ LIFI! 'yfir 700 blaðaútgefendur í Bandaríkjunum voru viðstaddir er afhjúpuð var myndastytta á Heimssýningunni, sem á að tákna skoðana og prentfrelsi. — GEORGE VAN HORN MOSELY HERSHÖFÐINGI. Um tíma fékk fascistisk lireyfing nokkUrn byf undir vængi sumstaðár í Bandaríkj- unuin og þá komst á kreik fregn um, að Moselev liershöfð- ingi ætti að verða fyrir vali fascista sem „einræðisherra“. — En fascistiskar og nazistisk- ar hreyfingar í Bandaríkjunum hafa ekki náð mikilli útbreiðslu. PUERTO RICA GIBRALTAR BANDARÍIíJANNA. ■ 'JOAN CRAWFORD, - KVIKMYNDAI J<:iKKONA. Myndin var tekin, er hún var uýskilin við Franchot Tone, mami sinn. Þau fengu skilnað að lögum og hefir vinátta hald- kt milli þeirra, þrátt fyrir skiln- aðinn. HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börn. 390. I HÆTTU. — Hávaðinn eykst, af hverju get- ur hann stafað? — Sko, gangur- inn er að hrynja. Hörfið til baka. Með ægilegum hávaða falla bjálk- ar og grjót yfir mennina í gang- inum. Þeir flýja eins og fætur toga, en nokkrir detta á gólfið á hlaupun- um og eru troðnir undir. Loks þegar þeir eru komnir aftur alveg að linunni, sem lá uppá fang- elsið, voru þeir óhultir. FERFÆTTIR FJÓRBURAR. t ppástungur hafa koniið frama um að víggirða Puerto Rico- eyju og gera hana að „Gibraltar Bandaríkjanna“. Það er Delos C. Emmons hershöfðingi, sem vill víggirða eyjarnar. Hann er til hægri á myndinni. Hinn maðurinn er George C. Marshall yfirhersliöfðingi. ALÞJÓÐAVERSLUNARRÁÐSTEFNAN I HÖFN. Myndin er af dönskum stúlkum og piltum, sem vegna mála- kunnáttu sinnar fengu starf á ráðs-tefnunni. Myndin er tekin í hinum fagra þakgarði Kristjánsborgar. Þelta eru fyrstu fjórburarnir, sem fæðst liafa i dýragarðin- um í San Diego, í Californíu. Þetta eru ástralskir villihundar og þótt þeir séu blíðir á svip á myndinni, mun sá svipur fljótt fara af, því að hundar þessir verða afar grimmir, er þeir stálpast. En vel virðast þeir kunna við sig í meyjarfaðmin- um. Italskir hænsnasérfræðingar eru mjög hissa á einni hænu i Faenze. Það hefir reynst svo, að síðastlið- in 5 ár hefir hún verpt einu tví- blóma eggi daglega. ASCANIO COLONNA, PRINS. Colonna prins var fyrir nokk- uru skipaður sendiherra Italíu í Washington, Bandaríkjunum. — Colonna er 55 ára að aldri og hefir verið starfsmaður i utan- ríkisþjónustu ítala um 30 ára skeið og nýtur hins mesta álits sem stjórnmálamaður. GlðMUMAÐURINN. af nndrun. Hún horfði á Gretu, sem hafði lagt báðar hendur sínar á skrínið, og spurði í þaula. Margaret varð slegin ótta, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir. Hún flýtti sér að svara: hefir sagt mér, að þú kallaðir þig Esther Brandon af því, að þú fanst bréfsnepil með aiafni móður minnar. Nafnið kann að hafa ver- ið skrifað af föður þínum eða móður minni.“ ,,ÞaS var undirskrift — Esther Brandon.“ „Það var nafn móður minnar áður en hún giftist föður mínum.“ „Þú sagðir Mary Esther.“ - „Já, það gerði eg.“ ,jEn það eru upphafsstafirnir á skríninu minu — M. E. B. í gulli. Þetta er E. M. B.“ Hún benti á stafinn E. „Þetta er E, Margaret — E. M. B. Á mínu stendur M. E. B„ en ekki þínu.“ Margaret reyndi að átta sig á þessú. Þetta gat fekki verið svo, sem Greta vildi gefa í skyn — Jþað gat ekki hafa átt sér stað, að---- — JEg veit ekki,“ sagði hún og reyndi að hlæja, .Jbmjrt nafn hennar kom á undan, en þetta eru ppphafsstafir hennar og skrínið hennar.“ „Hvað er í því?“ spurði Greta. „Það er tómt — eg ætla að leggja það til hliðar.“ „Opnaðu það Margaret. Mig langar til að sjá hvort það er eins að innan og mitt. Mitt opnað- ist eins og þetta.“ Hún þrýsti á lásfjöðrina og skrínið opnaðist. Margaret gekk alveg að borðinu. „Það er ekkert í þvi, Greta — einn eða tveir blýantar, það er alt og sumt.“ Þetta voru venjulegir skrifblýantar og hafði annar verið yddaður. Margaret lyfti upp milli- lagi úr skríninu. „Þú sérð — það er ekkert meira.“ Greta beygði sig niður. „í mínu skríni var dálítil skúffa — hérna — agnar lítil skúffa, og þar fann eg bréfmiðann. Eg hefði alls ekki fundið þessa litlu skúffu, ef eg hefði ekki mist það, er eg var að bera það niður. Þá brQtnaði það dálítið — og eg fann skúffuna. Eg náði henni alveg út með hámál og þarna var þessi smámiði, samanbögglaður og velktur. Hann kom út með skúffunni. Ó, lmn kemur út og það er eitthvað í henni — ó, Margaret.“ r ^ Margaret ýtti henni til hliðar. Það var sam- anbrotið skjal i henni. Margaret sá, að umslag- ið hafði verið brotið saman, til Jiess að koma því i skúffuna.Undir eins og hún snerti umslagið var hún slegin ótta. Hún stóð þarna með það í höndunum og vissi ekki livað gera skyldi. „Hvað er það?“ spurði Greta. „Margaret, góða, lestu — sem allra fyrst.“ Margaret Langton handlék umslagið, sem var úr þykkum, gulum pappír. Á annan enda umslagsins var skrifað: Hjúskaparyfirlýsing okkar. E. S. „Ó,“ sagði Greta og kleip ákaft i handlegg Margaret. „Þetta er voðalega spennandi.“ Margaret horfði grett á svip liina karlmann- Iegu rithönd, sem var á umslaginu, en hún kom lienni ókunnuglega fyrir sjónir. Hver var E. S. Esther Brandon hafði orðið Esther Langton og enn síðar Estlier P.elham. Þetta var ekki hönd móður hennar. Hún fann alls ekki til, þótt Greta lieldi þéttingsfast i handlegg hennar. „Margaret, Margaret, þetta er rithönd föður iníns.“ Hún sagði: „Vitleysa“, djúpri rödd og svo hátt, að það bergmálaði um stofuna. Greta slepti liandlegg Margaret og þreií af lienni umslagið. ,Það er víst lians liönd — það er rithönd \esalings pabba. Eg segi þetta satt. Og þetta eru upphafsstafir hans, E. S. — Edward Standing.“ Margaret lagði hönd sína, fast en rólega, á bréfið. „Greta, fáðu mér umslagið.“ „Þarna stendur „hjúpskaparyfirlýsing okkar“ — Margaret — ski-ifað af föður mínum. Opn- aðu það — opnaðu það fljótt. Sérðu ekki hversú mikilvægt þetta er? Þetta er það, sem herra Hale var að leita að. Það er rithönd pabba. Ó, — opnaðu það.“ „Vertu róleg,“ sagði Margaret lágt. Greta vafði handleggjunum um hálsinn á henni og það var ekki fyrr en þá, að Margaret fann, að hún sjálf var ísköld. Það var eins og nistings- kuldi færi um alla limi hennar og hún var á- kaflega hrædd. Greta kysti hana. „ó, elsku Margaret — það var í skríni móður þinnar. Værí það ekki dásamlegt, ef við værum systur?“ Margaret ýtti henni hranalega frá sér.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.