Vísir - 25.08.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 25.08.1939, Blaðsíða 2
2 VlSIR Föstudaginn 25. ágúst 1939. I THEÓDÓR ÁRNASON: NkáiÞsi«Iísi|»i ver§lunar§taðiir í #5 sir. ii. Vestur úr Skaganum, utar- lega, skagar eyri eða tangi, sem sveigir til norðurs og endar i klappaflösum, sem standa nokkuð upp úr sjó, en smá- lækka eftir þvi sem utar dreg- ur með Skaganum, og hverfa í sjó ystu klappirnar. Milli þeirra og ystu odda Skagans, sem lika eru flasir, er Lambhús- sund. En inni í lóninu eða vogn- um, sem tanginn og flasirnar mynda, er ágæt bátalega, — og þessi vogur var nú löggilt böfn Skipaskaga, eins og áður segir. Brátt fóru að gerast tíðindi við þessa höfn, og oft hefir þar ver- ið fjörugt atliafnalíf siðan og fram á þennan dag. Engin var þó verslun rekin hér fyrstu árin eftir að löggild- ingin gekk í gildi, önnur en „spekulanta“-verslunin, — en ÁSMUNDUR ÞÓRÐARSON. Elsti Akurnesingur núlifandi. fellur í Hvítá, skamt fyrir innan Hvítárfell. Mun Ritchie þó hafa viljað liafa meira um sig hér en þar var hægt, og vorið 1864 reisti Tanginn fyrir boíni hafnarvogsins — Njarðargata, eins og þar er umhorfs nú. 1. „Bakki“ (Thomséns-húsin“ voru þar litlu vestar). — 2. „Deild“, þar sem niðursuðuverksmiðjan var og verslun Þor- steins Guðmundssonar (hin siðari), 3. og 4. verslunar- og íbúð- arhús Böðvars Þorvaldssonar, sem enn standa. (Vestast á mynd- inni er skipasmíðastöð Þorsteins Jósefssonar, en lengst til hægri er „fjósið með útvarpinu“). auðvitað komu spekulantar | hingað á hverju sumri og versl- | uðu við Skagabúa og Borgfirð- inga. En það sem hér bar fyrst til tíðinda markvert, var það, að hingað kom skoskur maður, James Ritchie að nafni, þetta sama vor (1864) og reisti hér — niðursuðuverksmiðju. Er það eflaust fyrsta niðursuðuverk- smiðjan á íslandi. Ritchie þessi átti slíka verksmiðju í Peter- liead á Skotlandi. Hafði liann fyrst komið í Borgarnes (1858) og ætlað sér að búa þar um sig. Reisti þar lítið hús og hugðist að sjóða niður lax. En hann sá brátt að Borgarnes var óheppi- legur staður til þeirra liluta, þegar til kom, því að laxinn varð hann að flytja að, langar leiðir. Mest hafði hann keypf af laxi hjá Andrési Vigfússyni Fjeldsted, sem þá bjó á Hvít- árvöllum. Er fi'á þessu sagt í Sögu Boi-garfjarðar II. bls: 245: að Andrés sonur Andrésar Vig- fxíssonar lxafi þá verið rúmlega tvítugur, vei'ið með föður sín- um og stundað veiðina fyrir hann og flutt laxinn í Borgar- nes. Greiddi Ritchie 10 skildinga fyrir pundið af laxinum, slægð- um og hausuðum. En Ritchie flutti úr Borgar- rxesi með þessa iðju næsta vor, — reif liúsið og flutti það að Grímsármótum, þar sem hún hann svo stórt timburhús, tví- lyft, á tanganum, sem áður get- ur um, fyrir botni hafnarvogs- ins, þar sem nú er Njarðai'gata, en „Deild“ lieitir liúsið, sem nú stendur þar sem Rilchie reisti \ei'ksmiðjiihúsið. Keypti liann af sjómönnum hér á Skaganunx lieilagfiski og ýsu og sauð niður, svo og aðfluttan lax, — en hélt þó áfram um skeið fyrirtækinu á Hvítárvöllum jafnframt. Hafði hann með sér 8 eða 9 blikksmiði, skoska, sem unnu á víxl hér og uppfrá, og nokkr- ar stúlkur hafði hann í vinnu við niðui’suðuna og pökkun á afurðunum. Þótti mönnum það biihnykk- ur, að fá þennan atvinnurekst- ur hingað, því að mikið aflaðist þá hér af lúðu og ýsu, og keypti Ritchie megnið af því, eða alt sem hann komst yfir að vinna úr. Ekki var þó verðið hátt, sem hann greiddi fyrir fiskinn, eða ekki nema 50 aurar fyrir lýsis- pundið. Og ekki getur Ásmund- ur, sögumaður minn, gert sér grein fyrir því nú, live mikið fiskmagnið muni liafa verið, sem Ritcliie þessi keypti ái'lega. Virðist hann þó hafa getað ann- að allmiklu í þessari vei'k- smiðju, og er til marks um það, að þegar Jón bóndi í Ólafsdal hætti þar búskap og Torfi Bjarnason tók við jörðinni, rak Jón liingað 200 sauði, sem Ritcliie keypti og sauð niður, — en sauðakjöt keypti hann og sauð niður tvö síðustu haustin, sem liann var hér. Þessu fyrir- j tæki stjórnaði Ritchie sjálfur : liér í 10 eða 12 ár, — kom liing- að um krossmessu á vori liverju og fór aftur í ágúst, nema tvö | síðustu árin. Fyrra árið var liann hér fram á liaust, en síð- asta árið komst liann ekki utan fyrri en á milli jóla og nýárs. „Hann var ágætismaður í alla staði“, sagði Ásmundur um Ritchie þennan, „reglumaður um alla hluti, prúður í fram- göngu og greiður og vandaður í viðskiftum. Og mennirnir, sem með honum voru, kyntu sig all- ir vel. Kunni R. nokkuð í ís- lensku þegar liann kom liingað á Skagann og talaði hana prýði- lega löngu áður en hann fór liéðan alfarinn. Átti það sinn þátt í því, hve vel fór á með ckkur Skagabúum og Iionum. Eftir að hann hætti að koma hingað sjálfur, sendi hann mann í sinn stað í tvö sumur. Kunni sá ekkert orð í íslensku, og reyndust öll viðskifti við liann erfið, eða á annan veg en verið hafði, á meðan við Ritchie sjálfan var að eiga. Lognaðist svo þetta fyrirtæki út af.“ Fyrsta verslunin mun liafa verið stofnuð hér 1868. Hét sá Þorsteinn Guðmundsson, úr Reykjavík, sem í það réðist. Reisti liann hús á tanganum, nokkru vestar en þar sem nið- ursuðuverksmiðjan var, eða á svipuðum slóðum og þó vestar, en þar sem nú heitir „Bakki“ við Njarðargötu. Hafði Thom- sen kaupmaður i Reykjavík stutt Þorstein til þess að koma upp þeSsari verslun og lánað Iionum vörur. Síðar urðu þeir ósáttir út af þeim viðskiftum. Geklc TJiomscn að Þorsteini og tók af honum hús og vörur. Rak liann síðan sjálfur verslun á þessum stað, um nokkurt skeið og voru byggingar lians lengi við hann kendar síðan og nefnd- ar „Thomsens-hús“. Þorsteinn kom sér aftur upp verslun á Deildar-lóðinni, aust- an við niðursuðuversksmiðjuna. Mun hafa verið grunt á því góða rnilli þeirra Þorsteins og versl- unarstjóra Thomsens, sem Páll Iiét Jóhannsson. Eru í minnum hafðir atburðir, sem út af þeim erjum spunnust. Hafði Þor- steinn látið gera girðingu vest- an við verslunarhús sitt, þvert yfir götuna og í sjó fram, að heita mátti. Varð nú ógreið leið- in, vestur að verslun Thomsens, eða ófær með klyfjaliesta, að minsta kosti, þó að klöngrast mætti fófgangandi fyrir girðing- una, niðri í fjöru. Kærði faktor- inn þetta tiltæki fyrir sýslu- manni, en liann skipaði lirepp- stjóranum, Hallgrími Jónssyni í Guðrúnarkoti (Miðteigi), sem áður getur um, að láta rífa upp girðinguna. IJafði Hallgrímur með sér nokkra menn, til þess að framkvæma jiessa skipan. Mun Þorsteinn hafa maldað i móinn. En þegar það dugði. ekki, hljóp i hann vígaliugur. Brá liann sér inn í hús, sótti ldaðna byssu og liljóp með hana upp á loft í verksmiðjubygging- unni. Kom hann þar út í glugga á suðurgafli og krafðipt þess, að girðingin yrði látin standa ó- liögguð, — og ógnaði með byss- unni. En hreppstjóri lét lialda verkinu áfram og skaut Þor- steinn þá tveim skotum úr byss- unni yfir hópinn. Ekki mun nienn þó hafa sakað neitt að ráði. En út af þessu varð mála- rekstur og miklar vitnaleiðslur. Kveðst Ásmundur liafa verið alt að því 70 sinnum réttarvitni við þau réttarliöld. Sætli Þorsteinn allþungum dómi, en verslun hans lagðist niður upp úr því. Aðra verslun stofnaði Snæ- björn Þorvaldsson, og um svip- að leyti og Þorsteinn. Voru hús hans þar, sem nú er Hofteigur (en þar býr nú Ármann Hall- dórsson skipstj. á „Fagranesi"), framarlega á sjálfum Skagan- um og skamt frá Sundinu. — Skömmu eftir að liann byrjaði þessa . verslun, gekk Böðvar bróðir lians í félag við liann um verslunina og nokkra útgerð. En þeir bræður voru synir síra Þor- valdar Böðvarssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarstönd. Meðal ann- - ars keyptu þeir bræður í félagi cinmastraða skútu í Danmörku. Blessaðist margt betur fyrir þeim bræðrum, en þau skútu- kaup, þó að þeirra sé getið hér. Sigldu danskir menn skútunni hingað til lands, en skútan strandaði í norðan stórviðri á skeri, nálægt Hjörsey, vestan við Þormóðssker. En það þótti mikil furða, að skipverjar náðu landi á skipsbátnum, hér á Skipaskaga, og björguðust allir. Var Ásmuiidur fenginn til þess að fara vestur á strandstað- inn, þegar veðrinu slotaði, til þes að athuga, Iivort nokkru yrði bjargað, því að skútan var hlaðin vörum til verslunarinn- ar. En þegar þangað kom, var Miðteigur eða Guðrúnarkot. Fvrsta timburhúsið sem bygt var á Skipaskaga. skipið komið i kaf og vörurnar með. i Þeir Snæhjörn og Böðvar voru í þessu verslunarfélagi eitt ár eða svo. En þá stofnaði Böðvar nýja verslun og reisti hús, sem enn standa (við Njarðargötu), fyrir auslan Deildar-lóðina. Gerðist hann mikill athafna- maður, bæði um verslun og út- gerð. T. d. byrjaði hann fyrstur manna hér á Skipaskaga þil- skipaúlgerð, eða litlu síðar en sú útgerð hófst í Reykjavík. Snæbjörn rak sína verslun eftir sem áður, í allmörg ár, eða þangað til Thor Jensen flutti Iiingað, nokkru fyrir aldamót. En Iiann tók þá við þeirri versl- un og rak liana í nokkur ár. SRiilaii konimgs í heimsíokn. Sem stendur er staddur hér í heimsókn stallari Kristjáns kon- ungs og Kammerherra Oluf Dalberg ofursti; kammerberr- an er að lærdómi til stórskota- liðsmaður. Kammerherra Dalberg hefir margheimsótt ísland. Hann kom hingað fyrst á Alþingishátíðina 1930 og var liann þá í fygldar- liði konungs og foringi jiess. Síðan hefir hann komið liingað 1936, 1937 og nú aftur á þessu ári og dvalist hér þá um lengri tíma. Hann liefir þá verið og er í kynnisför hjá dóttur sinni og tengdasyni, Brun legationsráði við sendiráð Dana hér. Þó að lil ferða kammerherr- ans hafi fyrst og fremst verið stofnað af fjölskylduástæðum, hefir hann auðvitað notað tæki- færið til þess að auka þekkmgu sína á landi og þjóð. . Ivona kammerherrans liefir verið honum samferða á þrem síðustu hingaðferðum lians, en að þessu sinni munu þau dvelj- ast hér um mánaðartíma, og eru þau þegar búin að vera hér tæpan hálfan mánuð. Komum stallarans hingað verður mjög að fagna, þar eð ekki getur hlotist annað en gott af þvi, að hirðmenn konungs, fleiri en konungsritari, séu gagnkunnugir liinu íslenska ríki og hinni íslensku þjóð. Dal- berg kammerherra er maður einkar viðfeldinn og góðviljað- ur, og mun liann því óefað leggja gott eitt til mála, er undir hann bera. Borgfirskir bændur áttu jafn- an mikil skifti við Skagamenn á þessum árum. Létu margir bændur vinnumenn sína róa hjá bátaeigendum á Skaganum, og stundum fóru bændur sjálfir út á Skaga og réru þar nokkra róðra, eftir sumarmál, ef vel afl- aðist. Lokaferðir létu flestir bændur í liéraðinu fara út á Akranes og ýmsir fóru aðra ferð um Jónsmessu, þeir sem höfðu menn við róðra á vorver- tiðinni. Og þeir, sem ferð áttu til Reykjavíkur, leituðu jafnan til bátaeigenda á Skaganum, um flutning suður. En um sláttinn fóru svo bæði konur og karlar, jafnt ungt fólk sem fullorðið, einkum þurraliúðarfólk, af. Akranesi upp um allar Borgar- f jarðar-sveitir í kaupavinnu. Veiðarfærin, sem notuð voru um þessar mundir hér, voru liandfæri, lóðir og hrognkelsa- net. Skagamenn voru, eins og áður er sagt, allir sjómenn, og liafa jafnan þótt góðir sjómenn og djarfir. En minna varð um aðgerðir eða framkvæmdir á landi. Var því liætt við, að þröngt yrði í búi ef sjórinn brást. En það kom sjaldan fyrir. En þegar erlendu togaramir fóru að sækja liingað og rifa upp fiskinn á grunnmiðum í Faxaflóa, en það mun liafa ver- ið um 1895, — dró mikið úr þorskveiðum á Akranesi. Hinir erlendu togaramenn voru óprúttnir og rifu upp alt sem kvikt var í sjónum jafnt, en hirtu ekki annað en flatfisk- inn (lúðuna og kolann) og ýs- una, — fleygðu hinu í sjóinn aftur. Tóku þá ýmsir formenn hér, — eins og í öðrum ver- stöðvum við Faxaflóa, — upp þann sið, að hætta sjósókn með veiðarfærum. í þess stað fóru þeir út á Svið með „trollara- beitu“ — ýmiskonar varning, svo sem gæruskinn, sokka, vet- linga, tóbak og vindla og jafn- vel brennivín og fengu fyrir fullfe'rmi í báta sína af þorski. Var afli sá fljótfenginn, en þótti blessast misjafnlega. Er Ás- mundur fáorður um þetta tíma- bil, sem náð mun liafa fram yf- ir aldamót, enda þykir mörgum sem þelta hafi verið einskonar niðurlægingar-tímabil Akurnes- inga og annara þeirra, sem þessu sintu. Segir Ásmundur, Hvers vegna Bretar og Portugalsmenn eru bandamenn. Það kann að koma mörgum e’inkennilega fyrir sjónir, að i Lissabon, höfuðborg Portúgal, skuli almenn fjársöfnun fara fram til þess að reisa líkan af Chamberlain forseta Bretlands þar í borginni. En Bretar og Portúgalsmenn hafa lengi verið vinaþjóðir. Eflii’farandi grein- arkorn í amerísku blaði varpar Ijósi á það hvers vegna Portú- galsmenn leitast við að halda vináttu Breta: >. Carmona, forse'ti Porlúgal, er fyrir skömmu farinn í ferða- lag til nýlendna Portúgal. Fregn þessi minnir umheiminn á það, að Portúgal, þetta litla lýðveldi, er eitt mesta nýlenduveldi lieims, því að Portúgalsmenn eiga nýlendur í Mið-Atlants- hafi, Afríku, Auslur-Indiu og við strendur Kína. Það er sjaldnast rætt eins mikið um nýlendur Portúgals í blöðum og t d. nýlendur Þýskalands, sem það misti umráðaréttinn yfir 1 heimsstyrj öldinni. Portúgals- menn eiga Goa í Austur-Indiu, Macao í Kína og Timoreyju, ekki langt frá Ástralíu, en mestu nýlendur þeirra eru í Af- riku, Angola og Mozambique, og það vita allir, að sumar stór- þjóðirnar vildu gjarnan ná þeim á sitt vald. Þessar nýlend- ur eru eign smáríkis, sem ekki er mikils megnugt hernaðar- lega, og allir vita hversu sum smáríkin hafa verið kúguð í seinni tíð. Hver veit livenær risaklærnar reyna að hremma nýlendur smáríkjanna? Portúgal ve'it hvað yfir vofir. Portúgalsmenn eru tiltölulega fámenn þjóð og fátæk, en þeir að oft liafi þetta verið svaðilfar- ir og le'gið við slysum. „Eitt slys er mér minnisstættte, segir Ásmundur, „sem varð á þessum árum. Þrír (eða fjórir?) efnilegir menn fóru fram á kænu, og hugðust að hitta að máli kunningja sinn, sem þeir vissu af á togara, er þeir sáu til og þektu. En þegar þeir voru nýbúnir að festa bátnum víð togarann, var togarinn settur á fulla ferð. Fylti þá bátinn og fórust allir mennirnir---------“ Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.