Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 2
2 VlSIR Föstudaginn 22. september 1939 Axel Thorsteinson, blaðamaður: Á dansleik 1 Tamines. í síðasta kafla var sagt frá komu námumannanna til „lands svörtu pyramídanna“. — í næsta kafla er sagt nánara frá hergöngunni yfir Relgíu til Þýska- HLÓM HANDA CHAMBERLAIN. Aðdáandi Chamberlains færir honum blóm, sem dyravörðurinn í nr. 10 Downing Street veitir viðtöku. ALÞÝÐUBÍLLINN ÞÝSKI, sem framleiða átti í stórum stíi. Var verðið ákveðið 990 mörk og mánaðarafborgun 5 mörk, en nú mnn annari framleiðslu 'sint meira í bili, vegna stríðsins. , lands. FRAM Á RAUÐA MORGUN. Hvernig, sem á því stóð var eins og ekkert væri um að vera í Tamines í sambandi við komu okkar. En við fengum brátt að vita hvernig á því stóð. Við komum seint að kveldi og há- vaðalítið. Allur þorri manna var genginn til hvíldar. Og her- mennirnir höfðu lítið verið á stjákli um bæinn eftir komuna. Þeir hcldu kyrru fyrir og hvíldu sín lúin bein. Vagnarnir komu nú loks með matvælin og voru því allir fegnir, en fegnastir því að tillcynt var, að eigi yrði farið frá Tamines fyrr en árla næsta dag. En þá er við bjuggumst til hvíldar komu dætur skóla- meistarans inn. Við þóttumst vita, að þær væri lcomnar til þess að bjóða okkur góða nótt og kveðja okkur. En það var nú öðru nær. Tamines-búar ætluðu ekki að láta okkur sleppa, án þess að þTta sér upp með okk- ur. Okkur var boðað, að íbú- arnir byggist við þvi, að enginn maður færi til rekkju þá um kveldið. Þeir höfðu tekið sig saman og efnl til fagnaðar í stærsta samkomusal bæjarins. Hermönnunum var vitanlega öllum boðið að koma þangað. Og þar átti að dansa fram á rauða morgun. KVELDRAKSTUR. í skólastofunni þar sem lier- mennirnir fyrir hálfri stundu höfðu verið í þann veginn að ganga til hvíldar, fegnir tilhugs- uninni um næturhvíld á hlýj- um, þurrum stað, þar sem sæmilega fór um þá, varð nú eigi annað séð en að allar slíkar hugsanir væri burl reknar. í | stofunni var alt á tjá og tundri j og er menn höfðu burstað skó I sina og föt, fægt alla linappa, j látúnsbryddingar á beltum og spennur, fóru menn að raka sig, ‘ hver í kapp við annan. Var það ! sannast að segja einstæður at- 1 burður á þessari göngu, að menn tæki alment til að raka sig öðru sinni sama daginn. Samkvæmt heragareglunum var mönnum gert að skyldu að raka sig á liverjum morgni, en nú var dagur að kveldi kominn og allir rökuðu sig sem vandlegast, og af frjálsum vilja, þótt engin hætta væri á, að yfirmennirnir fyndi að því, að menn hefði ekki rakað sig nógu vel. Vitan- lega kom það alt af fyrir, endr- um og eins, að stöku maður fengi sér kveldrakstur, og á- stæðan var alt af sú sama. Hér var þó ekki um vanalegan stefnumótsrakstur að ræða. Allur d-flokkur 19. herdeildar Canadamanna ætlaði á nætur- æfintýri! Pat var búinn að fara tvívegis yfir höku og efrivör með rak- vélinni og Iangi Mike skóf og þuklaði á víxl um kjálka og höku sína, til þess að vera viss um, að hvergi yrði ónotalegur broddur eftir. Því næst tók hann skæri og klipti efrivarar-smá- skeggið sitt rauða, af ,mestu vandvirkni. Og um alla stofuna voru rakvélarnar á lofti. Og innan stundar fóru menn að tínast út, tveir og tveir eða fleiri saman. Hlick var með þeim, er síðast komusl af stað, og um líkt leyti og eg' og Lasso. „Þú ert ekkert að hraða þér, frekara en við,“ sagði Lasso. „Eklcert liggur á. Best að koma, þegar fer að lifna yfir fólkinu,“ sagði Hlick. „Þú ætlar þér ekki að verða fyrstur heim?“ „Eg áforma ekkert um það. Hafi eg tíma til að þvo mér og raka í fyrramálið, áður en við leggjum af stað, er alt í lagi.“ MEÐ STRAUMNUM. Við héldum af stað í áttina til samkomuhússins, sem við að vísu ekki vissum livar var, en við fórurn í sömu átt og liinir hermennirnir, og brátt barst að eyra kliður mikill og liljóðfæra- sláttur. Það var dimt og skugga- legt i bænum, en allstaðar fólk á ferli, sem alt stefndi í sömu átt, og alt í einu hlöstu við opn- ar dyr á sal, sænúlega upplýst- um, þar sem stúlkurnar í Tam- ines og hermennirnir fengu loks tækifæri til þess að kynnast. Þröng var svo mikil í salnum, að enginn rcði með öllu ferðum sínum innanhúss. Salurinn var stór og upphækkaður pallur í innri enda hans, þar sem lúðra- sveit herdeildarinnar sat og lék öðru hverju, en bestu harmo- nikusnillingar Tamines-bæjar Iiilt. Vegna þrengslanna höfðu allir bekkir verið út bornir. En það var svo sem alt í lagi, þótt einhver hefði verið að yfirliði kominn. Sá hinn sami hefði ekki gelað hnigið niður. Það var ekkert rúm til þess. Hann — eða hún — hefði þokast til áfram með dansandi þrönginni, því að eigi slcorti aðhald frá öllum hliðum. Svigrúm var þá og svo lítið, að ekki var viðlit að fara neitt um salinn, til þess að skifta um dansfélaga, nema þá með því að neyta afls, en fæstir höfðu fyrir því. Menn létu I^erast með þrönginni, sem staðnæmdist í hvert skifti og harmonikusnillingarnir tóku við af Iúðrasveitinni, og þá var helst tækifæri til þess „að losna við Ijóta og ná sér í laglega“, eins og langi Mike sagði, en er hljóðfæraleikurinn hófst á ný, fór þröngin, þessi iðandi kös karla og kvenna, scm ætlaði að skemta sér með þessum hætti til morguns, aftur af stað. í anddyrinu var okkur félög- um sagt, að yfirforingjarnir hefði komið, er dansinn hófst. Ræður höfðu verið haldnar, en að svo húnu fóruyfirforingjarn- ir og yfirstéttarfólkið, er komið hafði, til sinna heimkynna. Það var fólk alþýðustéttanna, sem eftir varð, og þvi voru her- mennirnir fegnir. Þeir gátu ver- ið frjálsir og óháðir þessa nótt og með fólki, sem þeir litu á sem jafningja sina. I „RÓTI“. Við bárumst inn í kösina, Lasso, Hlick og eg. Og áður en við vorum búnir að átta okkur á hlutunum vorum við farnir að „dansa“, gera okkar til, að þessi iðandi kös gæti færst til fram og aftur um gólfið,, Kven- vnaður mikill vexti hafði náð i Lasso, sem var köttur lítill. Eg leit til hans meðaumkunaraug- um, en huggaði mig þó við það, að konan myndi verja hann á- föllum í þessu „róti“. IIliclc var horfinn mér. Skamt frá mér sá eg glottandi andlit langa Mike. Það var svo sem auðséð, að hann hafði náð sér í stúlku, sem ekki dansaði við i-auð- skeggjaðan íra á hverju laugar- dagskveldi. En vel á minst. Eg hafði næstum gleymt því að eg var farinn að dansa. Eg hafði verið með augun alt í kringum mig, en eg gat ekki komist hjá því lengur að fara að athuga hvað það var, sem eg var með í fanginu. Eg fór því að virða fvrir mér þennan dansfélaga, sem einlivern veginn hafði bor- ist upp í fangið á mér jiarna í þrönginni og eg vitanlega hafði, með nokkrum erfiðismunum þó, tekið utan um, án þess að veita mikla eftirtekt. Þegar eg leit niður sá eg fíngert andlit, ljóst hár og augu, sem voru svo einkennilega dökk, samanborin við hárlitinn. „Flæmingi“, hugsaði eg eða sagði upphátt, eg man það ekki, en stúlkan kinkaði kolli og hló. Og við dönsuðum áfram, eins og hin. Það væri ómaklegt að kvarta yfir stúlkunni, en mér sem öðr- um varð heitt um of og ónótt, en það var ekki um neitt að ræða annað en halda áfram. Alt af varð þrengra og þrengra í salnum og greinilegra, að í bráð yrði engum undanþyniu auðið, ])ó sleppa vildi. Alt í einu verð eg þess var, að Hlick er skamt frá mér. „,Heyrðu, Hlick! Hvernig geng- ur það ?“ „Ágætlega. Við dönsum — ákaft. Við tölum hvort til ann- ars. Hún er víst vallónsk, eg skil ekki orð i því, sem hún segir, en við erum — sammála. Við hittumst á morgun.“ MINNINGAR. Lúðrasveitin tekur nú við og engin tök á að ræðast l'rekara við. Nú fara hermennirnir að syngja undir, um leið og lúðra- sveitin leikur og dansað er og Tamines-fólkið tekur undir. Það er sungið á mörgum tungumál- um, en það er gleði í söngnum, hvað sem um hann má an.iais segja. Og áfram er leikið og dansað, og sungið og dansa'Ý og hvíslast á eða talast við á máli augnanna. Þótt kynnin séu sh.tt — cf til vill af því að þau eru stutt — er ánægjulegt að vera saman. Við hinkrum við sem snöggv- ast og alhugum hvernig ástatt er. Það er líkt ástatt fyrir fólk- inu í Tamines og hermönnun- um, að vissu leyti. Eru menn ekki þannig gerðir yfirleitt, að enginn er sjálfum sér nógur? Mannsálin þarf samúðar, hlýju eins og jurtin sólar og vatns, svo hún visni ekki. Það er likt ástatt með stúlkurnar í Tamin- es og okkur. Vinir þeirra flestir eru gengnir að heiman fyrir löngu og áttu fæstir aftur- kvæmt. Bið ár á ár ofan, niður- bældar þrár, vonbrigði! Og vin- stúlkur okkar? I óra fjarlægð! Við erum einmana, eigi síður en stúlkurnar í Tamines. Við eig- um þelta sameiginlegt. Við þurfum ekki að skilja mál þeirra, né þær mál okkar til þess að láta í ljós, samúð, vin- áttu eða ást. Og alt það ömur- lega og einmanalega gleymist, hverfur, fer einhversstaðar langt að baki — þessa einu nótt, er ekkert kemur til greina, sem annars myndi, trú, ásetningar, heit. Og þegar nóttin er liðin er að eins eftir minning, ef til vill hvimleið þá, ef til vill Ijúf, ef til vill minning, er gleymist fljólt, ef til vill minning, er gleymist aídreii, alt eftir því hvernig æfintýri hvers einstaks er. ER LÍÐUR Á NÓTT. Það líður meira og meira á nóttina og smám saman fer of- ur lítið að rýmkast til í salnum. Menn fara að tínast burtu, stundum tveir félagar saman, stundum piltur og stúlka, en flestir koma aftur, sumir breyf- ir af víni. , „Hvar er Lasso, Pat?“ spyr eg, er eg loks rekst á liann. „Farinn heim að sofa!“ „Nú, hann hefir.þá sloppið úr greipum kvinnunnar miklu?“ „Hann strauk frá henni. Hvarf inn í þröngina, er bún sneri baki að honum sem snöggvast. Eg liitti hann við dyrnar. Hann var sárfeginn.“ „Geta má nærri!“ „Hefirðu séð Hlick?“ „Áðan. Hann er þarna!“ Eg benti Pat á Hlick, sem dansaði sem ákafast. Hann var enn að dansa við sömu stúlk- una, en eg gat fyrst nú virt liana fyrir mér. Hún var óvanalega fríð sýnum, en ein þeirra, sem J til alls mátti trúa. Hárið var mikið og dökt, litarhátturinn dökkur og hraustlegur. Hún vafði öðrum handleggnum um háls Hlick og skrafaði við liann og hló á milli svo skein í hvítar, fallegar tennurnar. „Stúlka, sem vert er um að tala,“ sagði Pat. „Það lá við, að illa færir fyrir skömmu — “ „Við hvað áttu?“ „Saga að segja fná því. Segi þér hana seinna. Við verðum að nota seinustu stundina.“ Og enn var dansinn stíginn, hvíldarlaust. — — — Undir morgun, er alt var um garð gengið, var of seint að ganga til hvíldar. Fyrsta lúður- kall barst að eyra, er við Pat nálguðumst skólahúsið. Innan stundar yrði af stað haldið á ný. HVERNIG PAT LEIT Á HLUTINA. „Hvílík nótt!“ „Ögleymanleg,“ sagði Pat. „Eg gleymi aldrei Tamines, en sannast að segja held eg, að mér verði dagurinn í gær minnis- stæðari en nóttin, sem nú er liðin.“ „Hvers vegna?“ „Jú, sjáðu til. Eg er að visu einn þeirra, sem að jafnaði er til í alt, og hendi mér út í glaum- inn, ef svo ber undir, en það, sem gerðist í nótt gleymist alt. En telpum skólameistarans gleymi eg aldrei!" Eg hafði vart búist við, að Pat væri þess hugar, er mér varð nú ljóst, en eg efaði ekki að hann mælti af heilum huga. „Eg sé ekki eftir, að eg fór á dansleikinn, Pat,“ sagði eg, „því að þar var mannlífsmynd að sjá, sem eg gleymi ekki. Þú skilur, eg á ekki að eins við það, sem er að sjá, er menn líta á myndina sem snöggvast, eg á við alt, sem er á bak við, alt sem í myndina er spunnið, ef svo mætti að orði kveða, alt það, sem sést ekki fyrr en kom- ið er í hæflega fjarlægð og hún stendur fyrir hugskotssjónum manns i réttu ljósi!“ „Við hvað áttu?“ „O, það skiftir litlu. En eg lít nú þessum augum á — “ HNÍFARNIR Á LOFTI. „Vissirðu, að Jack lenti í illu ?“ „Hlick?“ „Já, fyrir utan húsið, nokkru áður en við áttum tal saman inni í salnum. Hann brá sér úí með stúlkunni, en hvert veit eg ekki. En er þau voru að koma aftur voru þau stöðvuð fyrir utan húsið.“ „Af hverjum?“ „Hver veit? Ef til vill var það bróðir stúlkunnar, en sennilegra er, að það hafi verið unnusti hennar. Að minsta kosti var það maður, sem ekki lét sér á sama standa um hana. Hann var ekki Flæmingi, ef til vill blendingur. Hann æpti að Jack og á andar- taki höfðu þeir báðir hnífana á lofti. Þeir, sem í kringum voru, hörfuðu frá, nema stúlkan. Iieiftin sauð í órásarmanninum, en .Tack var eins og úlfur, sem býst lil að stökkva á bráð. Eng- inn breyfði hönd eða fót til að. afstýra einvíginu. En það fór betur en á liorfðist.“ „Áfram með frásögnina!“ „M. P.“,l) kallaði einhver í hópnum. Jack liikaði þó ekki, cn lrann vissi hvað við lá. Her- mannsheiður hans var i veði, ef hann lenti i blóðugum bardaga við nokkurn íbúanna, fangelsi, niðurlæging! En stúlkan dökk- hærða stóð þar við hlið hans og lét sér hvergi bregða. Hann slíðraði ekki rýtinginn. Hann beið þess sem verða vildi ódcig- 1) Military Police = her- lögregla. ur. En árásarmanni lians var skyndilega kipt inn í þvöguna, sennilega af félögum hans, því að íbúarnir vilja ógjarnan lenda í deilum við herlögreglumenn- ina.“ „Hvað svo?“ „Ekki neitt! Jack fór inn í danssalinn — og stúlkan með honum.“ „Veistu hvort hann er kom- inn?“ „Nei, en það eru tveir lil þrir stundarfjórðungur þangað til blásið verður til brottferðar og ef eg þelcki Jack rétt stendur ekki á honum.“ „Vera má, að þeim hafi lent saman aftur?“ „Ef þú liefðir verið þarna og horfl framan i Jack með rýting- inn á lofti mundirðu eklci óttast neitt slíkt. Hinn var áreiðanlega enginn Iieigull, en hann hefir ekki árætt að ybbast upp á bann á ný. Þá hefði hann beðið tvö- faldan ósigur. Var ekki nóg, að láta liann taka frá sér stúlk- una?“ — Þessir tæpu þrír stundar- fjórðungar liðu fljótt. Og er af stað var farið var Hlick á sín- um stað i fylkingunni. Og það varð í engu séð, að neitt óvana- legt hefði komið fyrir hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.