Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 4

Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 4
4 VISIR Föstudaginn 22. september 1939 Sjö inaiiii§ biðu bana í Yarajá I ^ærdag, er Þjóðverjar liél«lii npp §(öðugrí §(ór§ko(ahríð og §of(árá§ini8 á horgina Nendi§vei(arbn§(aðn r Bii§§a §(ór§kemdnr. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. etuliðið í Varsjá verst enn af dæmafárri hreysti, þrátt fyrir það að Þjóðverjar halda uppi stöð- ugri stórskotahríð á borgina og sprengjuflug- vélar þeirra sveimi yfir borginni klukkustund eftir klukkustund, því að þegar einn flugvélaflokkurinn fer kemur annar. Það hafa ekki reynst hreystiyrði tóm, þegar herf oringi Pólverja tilkynti, að hersveitir hans og íbúarnir myndi verjast til hinsta manns. Eftir öllum fregnum að dæma verja Pólverjar höfuðborg sína svo vasklega, að þeir láta heldur lífið en að hörfa um fet. I borginni er ógurlegt um að litast. Við margar götur stendur ekki steinn yfir steini og fegurstu byggingarn- ar eru annaðhvort hálfhrundar eða algerlega fallnar í rústir. Éru meðal þeirra frægar, sögulegar byggingar. í skothríðinni í gær urðu stórskemdir á sendisveitarbústað Sovét-Rússlands og særð- ust og meiddust margir starfsmennirnir. Fregnir um þetta eru nokkuð óljósar, í sum- um fregnum segir, að húsið hafi stórskemst í loftárás, í öðrum ,að kviknað hafi í því, eftir að fallbyssukúla hafði hæft það, og hafi það brunnið til ösku. Loftvarnastöðvar Varsjá eru enn starfandi og voru nokkurar flugvélar skotnar niður í gær fyrir Þjóð- verjum. Tvær fótgöngliðsherdeildir og þrjár riddaraliðsher- deildir pólskar hafa ruðst að utanverðu frá gegnum hringinn, sem Þjóðverjar hafa slegið um Varsjá. Skutu Þjóðverjar af vélbyssum sínum á riddaraliðið af miklum ákafa og varð manntjón allmikið í liði þess, en mikill hluti herdeildanna komst til Varsjá, og fór þegar í stað að aðstoða setuliðið, sem fyrir var, við vörn borgarinnar. Rússar og Þjóð- verjar semja um Pólland. Samningar undirritaöir innan viku. Samkomulagsumleitanir standa nú yfir milli Þjóðverja og Rússa um hvar mörkin skuli vera í Póllandi milli hins þýska og rússneska hluta landsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Berlín, er búist við, að mörkin verði sett nokkuru fyrir vestan Varsjá, og mun hafa komið til orða, að myndað verði pólskt heimastjórnarríki, er hefði Varsjá fyrir höfuðborg, og hefði Rússar og Þjóðverjar eftirlit og vernd þessa smáríkis á hendi. Annars er samkomulagsumleitunum Rússa og Þjóðvrja um Pólland ekki lokið. Til Moskva eru komnar sendinefndir stjórnmálamanna og her- málasérfræðinga til samninga um þetta og Schulenberg yfir- maður sendinefndanna. Samkomulag hefir ekki náðst enn, en það er búist við, að samkomulagsumleitunum verði lokið eftir viku og samningar KARL RÚMENÍUKONUNGUR. Hann er vinveittur Bretum og Frökkum og járnvarðliðið vill losna við liann, en Karl konungur hefir verið vel vakandi og tekið sér svo mikið vald, að heita má, að hann sé einræðisherra. — Myndin er tekin í seinustu Lundúnaheimsókn Karls konungs. Það er hann, sem er í hvítu kápunni, en við hlið hans situr Ge- org Bretakonungur VI. Calinescu forsætisráð- herra Rúmeníu myrtur á götu í Bukarest. Karl konungur hefír endurskipað stjórnina, Hörð bapátta gegn „járnvarðliðinu“. Forsætisráðherrann var myrtur á götu í Bukarest. Þegar fregnin hafði verið tilkynt í útvarpinu í Bukarest hætti skyndi- lega alt útvarp þaðan, og fengust engar frekari fregnir í bili, og óttuðust menn víða um heim, að tilraun til byltingar hefði verið gerð í landinu. Nokkuru síðar bárust ítarlegar fregnir um þetta. Ráðherrann var á heimleið í bíl og var foringi úr lögregluliðinu méð hon- um. Alt í einu var bíll ráðheiTans stöðvaður þannig, að öðrum bíl var ekið beint fyrir framan hann svo skyndilega, að bílstjóri forsætisráðherrans varð að beita hemlunum í skyndi til þess að reyna að forða árekstri. í þessum svifum er ekið að tveim- ur öðrum bílum og umsvifalaust hafin skammbyssuskothríð á ráðherrann og lögregluforingjann, sem átti að gæta hans. Biðu þeir báðir bráðan bana en samsærismenn óku til útvarpsstöðv- arinnar, voru þar öllu ráðandi í bili og tilkyntu sigurreifir morðið. Er talið líklegt, að þetta hafi átt að vera merki til fylg- ismanna þeirra um, að hefja byltingartilraun, en samsæris- menn urðu brátt að lúta í lægra haldi fyrir lögreglunni, sem veitti þeim eftirför til úvarpsstöð.varinnar. Voru þeir handtekn- ir þegar í stað, en einn eða tveir frömdu sjálfsmorð áður. Víðtækar varúðarráðstafanir voru þegar gerðar. Oflugur lögreglu- og hervörður settur við allar byggingar hins opinbera, járnbrautarstöðvar og víða, en Karl konungur kvaddi einkaráð sitt á fund og stjórnina, og var hún endurskipuð í skyndi. Hið fyrsta verk hennar var að fyrirskipa, að handtaka leiðtoga járn- varðliðsins. þá undirritaðir. ðAOBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSiR H/F. Bitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofa: Hverfisgötu 12 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 j[Geagið inn frá Ingólfsstræti) Símir: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 — (kl. 9—12) 5377 Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10, 15 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Innan landa- mæranna. [ útvarpsumræðum, sem fram fóru skömmu eftir stjórnar- myndunina í vor, tók Eysteinn Jónsson það fram, alveg rétti- lega, að menn mættu ekki skilja það samstarf, sem hafið væri milli þriggja aðalflokka þings- ins, á þá leið, að þessir flokkar, hver um sig, legðu þar með nið- ur sjálfstæða flokksstarfsemi sína, Það hefir vafalaust brytt á því í upphafi í öllum þessum flokkum, að einhverjir menn hafa álitið, að úr þvi að þjóð- stjórn væri mynduð, væri í rauninni eklci nema um einn sameiginlegan „þjóðstjórnar- flokk“ að ræða, þar sem áður hefðu verið þrír flokkar. Með boðskap sínum gerði Eysteinn sitt til að eyða þessum misskiln- ingi, þegar í upphafi. Þeir sem kunnugir eru hugs- unarhætti Tímamanna, og sér- staklega hinni áberandi tilhneig- ingu þeirra til að ætla sjálfum sér annan rétt en öðmm mönn- um, geta ekkert kipt sér upp við það, að Tímamenn vilja túlka boðskap Eysteins á sína vísu. Túlkun þeirra er í stuttu máli þessi: Sjálfstæðisblöðin eiga að hætta að vera flokks- blöð og gerast þjóðstjórnarblöð — Tíminn og Alþýðublaðið eiga að halda áfram að vera flokks- blöð, eins og áður var. Vísir hefir ekki gengið inn á þessa skilgreiningu. Ilann er þeirrar skoðunar, að stjórn- málaflokkar verði réttilega dæmdir eftir þvi, hvernig þeir í stjómaraðstöðu bregðast við þeim málum, sem þeir hafa haldið fram i stjómarandstöðu. Vísir hefir, jafnframt því að styðja stjórnina dyggilega í öllu því, sem til þrifa horfir, haldið vakandi þeim málnm, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir gert að sínum og barist fyrir. Vegna þess að Tímamönnum er orðið það svo eiginlegt, að skamta sjálfum sér annan rétt en öðrum, þar á meðal þann rétt, að halda uppi sjálfstæðri flokksstarfsemi, þótt öðrum sé gert að leggja liana niður, þá vekur það eðlilega gremju þeiira, að Vísir skuli hafa hald- ið uppi málstað Sjálfstæðis- flokksins jafn ótrauður og raun er á. Og af því að sami maður- inn hefir skrifað flestar stjórn- málagreinar Vísis, síðan sam- starfið komst á, þá er jafn skilj- anlegt að gremja Tímamanna beinist sérstaklega gegn honum. Sök Vísis og þess manns, sem skrifar að jafnaði forystugrein- ar blaðsins, er ekki önnur en su, að berjast fjrir málstað Sjálfstæðisflokksins. Slík „sök“ er léttbær þeim, sem hafa trú á stefnu flokksins og framtíð. „Sökin“ er best skýrð með því að rifja upp, það sem Vísir hefir haldið fram um þau mál, sem mestum ágreiningi liafa valdið. Þessi mál eru fjármálin, viðskiftamálin og ríkisrekstur- inn. Vísir hefir haldið þvi fram i fjármálunum, að lækka verði útgjöld ríkisins. Er þetta stefna Sjálfstæðisflokksins eða ekki? Vísir hefir haldið því fram í viðskiftamálunum, að eitt verði yfir alla innflytjendur að ganga nm útlilutun á því vöru- magni, sem til landsins flytst og eitt verði yfir alla að ganga um ráðstöfun gjaldeyrisins. Er þetta stefna Sjálfstæðisflokks- ins, eða ekki? Vísir hefir haldið því fram, að leggja heri niður óþarfar rík- isstofnanir. Er þetta stefna Sjálfstæðisflokksins, eða ekki? Svörin við öllum þessum spurningum liggja í augum uppi. Hver einasti sjálfstæðis- maður vill lækka útgjöld ríkis- ins. Hver einasti sjálfstæðis- maðnr heimtar réttlæti í við- skiftamálunum. Hver einasti sjálfstæðismaður vill leggja niður óþarfar ríkisstofnanir. Það er síður en svo ástæða fyrir Vísi, að amast við því, að Timinn eyði miklu af sínu dýr- mæta rúmi til þess að benda á, hvað Vísir ræki vel skyldur sín- ar við Sjálfstæðisflokkinn. Og því síður er ástæða fyrir þann mann, sem skrifar að jafnaði forystugreinar blaðsins, að kippa sér nokkuð upp við smá- vægilegt hnjóð Tímans, skjalli hlandið og sauðmeinlaust. Hvorttveggja er viðurkenning á því að blaðið og höfundur grein- anna ræki það hlutverk að lialda uppi málstað Sjálfstæðis- flokksins. Það er ekki einungis heimilt, heldur beinlínis skylt, að annast það hlutverk innan þeirra landamæra, sem dregin voru, þegar núverandi rikis- stjórn settist að völdum. ct Svíþjóðarförun- um þökkuð kom- an til Edinhorg. Borgarstjórinn í Edinborg liefir sent danska ræðismannin- um i Leith bréf 25. ágúst, þar sem lokið er miklu lofsorði á sýningu íþróttaflokks Ármanns, sem fram fór í Portobello 5. ág. Var ræðismaðurinn heðinn, i fyrrnefndu bréfi, að flytja Glímufélaginu Ármann þakkir fyrir sýninguna, sem hafi vakið mikla hrifni almennings og full- trúa borgarstjórnarinnar, sem viðstaddir voru, og þeir — seg- ir í bréfinu — „hafa beðið mig að segja yður, að þeir telja það bestu fimleikasýningu, sem þeir hafa nokkuru sinni séð. Veitir það mér mikla ánægju, að biðja yður um að flytja Glímufélag- inu Ármann þessa orðsend- ingu“.. (FB). Ny bók. Jakob Thorarensen skáld hef- ir gefið út nýtt smásagnasafn. Nefnir Iiann það ,Svalt og bjart‘. Safn þetta mun verða kærkomið öllum hinum mörgu aðdáend- um Jakobs. Verður safnsins að sjálfsögðu getið rækilega síðar hér í blaðinu. Sögurnar eru átta talsins og þetta er áttunda bók- in, sem kemur frá hendi Jakobs. Dansklúbburinn Cinderella heldur dansleik annaS kvöld í Odd f ellowhúsinu. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. í tilkynningu Rauða hersins segir, að Rússar hafi treyst að- stöðu sína í héruðunum, sem þeir hafa liertekið. Rússneskar hersvedtir hafa afvopnað marga liermannaflokka, sem undan- farna daga hafa gert Rússum marga skráveifu í vesturhluta pólska Hvíta-Rússlands. Enn- fremur í vesturhluta Ukraine, Koprin og Buninnets. Rússar hafa tekið Pjinsk og „lireinsað til“ á svæðinu kring- nm Lemberg og Samy. Hinn nýi forsætisráðhen’a heitir Bajliff og er ramur and- stæðingur járnvarðliðsmanna. Það var eins og kunnugt er maður að nafni Codreanu, sem stofnaði járnvarðliðið (skipu- lagt að fyrirmynd nazista og fascista),en félagsskapurinn var bannaður og leiðtogarnir hand- teknir, og sumir þeirra drepnir, m. a. Codreanu. En þrátt fyrir að starfsemi félagsslcaparins var hönnuð hefir hún alt af haldið áfram. Skátastúlkur œtla að selja útiblóm á Lækjar- torgi kl. io á laugardagsmorgun. NORSKA AÐALKONSÚLATIÐ TIKYNNIR: Samkvæmt tilkynningu frá norslca utanríldsmálaráðuney t- inu er nú krafist vegabréfaárit- unar (visum), að því er snertir alla útlendinga, scm koma til Noregs. Undanþegnir eru fyrst um sinn danskir, finskir, ís- lenskir og sænskir ríkisborgar- ar. — Áritunarumsóknir verða i hverju einstöku tilfelli sendar af aðalræðismannsskrifstofunni til Aðalvegabréfaskrifstofunnar í Oslo lil fullnaðarafgreiðslu. — (FB).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.