Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 5
Föstudaginn 22. september 1939
VISIR
HIÐ NÝJA SKIP »ESJA«
KOM í MORGUN
Nkipið rc^ndist vel I þessnri
f^rstn ferð sinni.
Hið nýja skip Skipaútgerðar ríkisins, e.s. Esja var væntanleg
hingað til bæjarins um kl. 8'/2 í morgun, en vegna þoku og
dimmviðris lagðist það ekki á ytri höfnina fyr en um kl. 10.
Tíðindamönnum blaða og útvarps hafði verið boðið um borð,
til þess að skoða skipið, og fer lýsing á því hér á eftir.
Stærð skipsins er sem hér
segir:
Brutto reg. tn. . . . ca. 1345 tn.
Deadw............— 550 —
Mesta lengd......— 229‘6” -
Lengd í sjólínu .. — 210‘6“ -
Mesta breidd .... — 35‘6” -
Dýpt að aðalþilf. — 20‘6”-
Byggingu skipsins er hagað
samkvæmt fyrirmælum British
Corporation miðað við flokkun
BS og Ice Strengthening Class C
fyrir stálskip, aulc þess sem
fylgt er hvarvetna við byggingu
þess alþjóðareglum um öryggi
og annað slíkt.
Iíjölurinn að skipinu var lagð-
ur í mars-mánuði s.l. og 8. júli
var þvi hleypt af stokkunum.
Skírnarathöfnina annaðist, sem
kunnugt er, Ingrid krónprins-
essa.
Mér sérstökum stálþiljum er
skipinu deilt í 5 vatnsþétt hólf;
er engin liætta á að það sökkvi,
þótt eitt af hólfum þessum fyll-
ist af sjó.
Farmrúm eru að stærð 33000
cub. fet og er þá með talið ca.
6000 cub. feta kælirúm (með
kolsýrukælingu) sem haldið
gelur 18° frosti.
Eldsneytisolía skipsins er
geymd í háhylkjum og botn-
hylkjum, sem alls rúma 150 tn.
38 tonna neytsluvatnsliylkjum
er komið fyrir samhliða öxul-
göngunum og í farrúmi nr. 2.
Bilið milli ytra og innra byrð-
ings er ásamt stafnhylkjum
skipsins notað sem „ballast“-
hylki, er rúma samtals 175 tonn
af sjó.
Tvö lileraop eru á farmrúm-
um skipsins og í samhandi við
þau 3 bómur og 3 rafmagns-
vindur. Akkerisvinda, varpvinda
og stýrisvél ganga einnig fyrir
raforku.
f skipinu eru tvær Atlas Dies-
el-vélar, hvor 1000 h. Hraði þess
er mestur ca. 15 mílur á lclst.
Hjálparvélaraar eru tvær 120
kw. Dieselvélasamstæður, sem
framleiða raforlcu fyrir aðalvél-
arnar og ljósakerfi skipsins.
Vatnsþrýstikerfið saman-
stendur af 2 þrýstivatnshylkj-
um fyrir kaldan sjó og heitt og
kalt vatn. Salernisdælur eru
einnig fyrir salerni slcipsins. Til
þæginda fyrir farþega má með
breytingum á vatnsmagni í liá-
hylkjum og botnhylkjum
breyta jafnvægishutföllum
skipsins og draga þannig úr
vellingi þess.
Undir bakkanum að framan
eru vistarverur háseta, aðstoð-
armanna í vél og inatsveina, á-
samt sérstakri borðstofu fyrir
sömu menn.
Borðsalur og setsalur I. far-
rýmis eru miðskips, en borðsal-
ur II. farrýmis aftur á skipinu.
Á aðalþilfari eru farþegaher-
bergi beggja fax*rýma, ásamt
vistarverum þjóna og þerna. I-
búðir vélstjóranna eru aftanvert
í þilfarsbyggingu miðskips, en
stýrimenn búa í öðrurn þilfars-
herbergjum bakborðsmegin á
skipinu. 4
Póstrúm er einnig i skipinu,
ásamt geymsluklefa fyrir bögla-
póst og sérstakt herbergi fyrir
póstafgreiðslumann.
Alls eru i skipinu klefar fyrir
160 farþega, flest tveggja
manna klefar. Sérstök áhersla
er lögð á að rúmgott sé í söl-
um og anddyrum og að loft-
ræsting sé þar sem best.
Á I. far rými eru klefar fyrir
88 farþega, með þægilegum
„kojum" úr chromuðu stáli. í
kojunum eru gúmmídýnur. —
Þvottaskál er í hverjum ldefa,
ásamt lieitu og köldu vatni.
Gegn um sérstök op er dælt
inn í klefana heitu lofti, sem
stilla má eftir þörfum á liverj-
um stað fyrir sig. Umgerðir all-
ar eru úr chromuðu stáli,
gluggatjöld og hengi ásamt
gólfteppum og divan-klæði eru
úr smekklegum nýtísku efnum.
Veggir í horðsalnum eru úr
abaci-við, með cuba-mahogni-
listum. Stólar og bekkir eru
klæddir í Ijósum lit. Gólfið er
lagt Ruboleum. Veggir setskál-
ans eru að ofanverðu úr Syko-
more-lön, en að neðan úr cuba-
mahogni og loftið úr p.ólsku
hirlci. í setskálanum er píanó til
notkunar fyrir farþega, skrif-
borð og innbygður arinn. Þar
er og sérstakur bar.
Andyrið er að aftanverðu
klætt Rio Palisander, en að
framan og til hliðanna ljósu
ahorni.
Breiður og þægilegur stigi
liggur niður i borðsalinn og
svefnldefann á milliþilfarimr
Beggja vegna á bátaþilfarinu
eru luktar svalir með stórum
glu(ggum á, og geta farþeglar
setið þar í skjóli, þótt veður sé
slæmt.
Eldliús er mjög rúmgott og
miðað við að matreiða verði
fyrir alt að 200 farþega. Elda-
vélin er olíukynt og eldhúsið að
öðru leyti búið öllum nýtisku
þægindum.
I búrinu, sem liggur inn af
anddvri I. farrýmis, eru tveir
kæliskapar. Eldhús og búr eru
flísalögð og með rafmagnsloft-
ræstingu.
Á II. farrými eru klefar fyrir
72 farþega. Klefarnir eru livít-
málað og kojurnar úr chrom-
uðu stáli. Svefnsófi er einnig i
klefunum, sem fella má upp að
vegnum. Þvottaskál er i hverj-
um klefa, með heitu og köldu
vatni.
Loftræsting skipsins er af ný-
tísku gerð. Gegn um sérstök
göng er blásið fersku lofti, sem
hita má upp eftir þörfum og
gegn um önnur göng er ólireinu
lofti dælt út aftur.
Á stjórnpalli eru bjartar og
smekklegar íbúðir fyrir skip,-
stjóra, 1. stýrimann og loft-
skeytamann.
Skipið er búið öllum nútíma
siglingatækjum, radiomiðunar-
stöð, liljóðdýptarmæli o. s. frv.
I því er og talstöð og loftskeyta-
stöð, ásamt sérstöku viðtæki og
radiogrammofon í sambandi við
gjallarhorn víðsvegar um skip-
ið. —
Hr. framkvæmdastjóri Pálmi
Loftsson, Ásgeir Sigurðsson
skipstjóri og aðrir yfirmenn á
skipinu skýrðu fyrir blaða-
mönnum hvernig öllu væri fyrir
komið, og eins og að ofan grein-
ir eru þar um ýms nýmæli að
ræða, sem ekki liafa þekst til
þessa á íslenskum skipum, en
öll eru þau til bóta og í sam-
ræmi við kröfur tímans.
Verð skipsins er talið að nemi
hálfri annari miljón danskra
króna, en vegna gengisbreyting-
ar þeirrar, sem orðið hefir,
verður verrð skipsins reiknað i
islenskum kr. einum þriðja
hluta hærra ca.
Viðtal við tvo sendimenn íslands
Thor Thors alþmgismann
og Hörð Bjarnason arkit.
Meðal farþega á Esju í morgun var Thor Thors alþm. sem
verið hefir í fjögurra mánaða ferðalagi um Ameríku og fór
síðan til Ítalíu á vegum Sölusambands íslenskra fiskframleið-
enda.
Blaðamaður frá Vísi hafði tal af honum og spurði hann um
ferðir hans, en eins og menn vita hefir Thor haldið fjölda fyr-
irlestra víðsvegar um Bandaríkin og Kanada, svo sem áður
hefir verið getið í Vísi. Mun Thor síðar gefa skýrslu um þátt-
töku íslendinga í Heimssýningunni, og söluerindi sín til Ítalíu.
„Hvað getið þér sagt lesend-
um Vísis af kynnum yðar við
Vestur-íslendinga ? spyr tið-
indamaðurinn.
„Mér er Ijúft að segja það,
„segir Thor Thors, „að eg hefi
aldrei verið stoltari af að vera
íslendingur, en eftir að liafa
kynst Vestur-íslendingum,
dugnaði þeirra og framtaks-
semi. Og eg liefi aldrei verið
hamingjusamari af að vera ís-
lendingur en nú, þegar maður
getur liorfið heim í friði, þegar
miljónir manna berast á bana-
spjót í Evrópu.“
„Hvað ferðuðust þér í Amer-
íku?“
„Frá New York fór eg til Chi-
cago og þaðan til Winnipeg.
Ferðaðist þar um Islendinga-
bygðirnar í grend og liélt svo
til Norður-Dakota, og flutti fyr-
irlestra um ísland og íslendinga.
Annars mun eg síðar gefa ná-
kvæma slcýrslu um þennan
liluta fararinnar síðar, og verð-
ur hún þá vafalaust afhent
blöðunum til birtingar“.
„Þér voruð einnig í söluer-
indum i Bandaríkjunum?“
„Eg leitaði fyrir mér um
markað á niðursuðuvörum og
horfir vænlega á því sviði. Er
ekki að efast um, að sýning
okkar í New Y’ork hefir þar liaft
inikil álirif, því að hún féklc al-
staðar góða dóma, og hefi eg
meðal annars í fórum mínum
bréf frá forseta sýningarinnar,
þar sem liann lætur í Ijós mestu
aðdáun á þátttöku íslendinga“.
„Þér fóruð einnig til Italíu?“
„Þangað fór eg í erindum S.
í. F. og hefir selst þangað tals-
vert magn fyrir frekar gott verð
og verða Italir að sækja það
sjálfir“.
Vísir átti einnig stutt viðtal
við Hörð Bjarnason húsameist-
ara, en hann fór á vegum Skipu-
lagsnefndar ríkisins á þing
húsameistara í Stokkhólmi, en
þaðan hélt hann til Bandaríkj-
anna. Hefir Hörður verið að
heiman í tæpa þrjá mánuði.
Spurði tíðindamaður blaðsins
hann livar liann hefði ferðast
um vestra.
„Eg var svo heppinn“, sagði
Ilörður, „að ná sambandi við
Vilhjálm Stefánsson landkönn-
uð og Hauk Snorrason, fulltrúa
Vilhjálms Þór í New York, og
gerði það starf mitt alt miklu
léttara, því að þeir komu mér í
kynni við menn þá, sem lielst
liafa með skipulagsmál að gera,
og gerði það mér kleift, að
kynnast því, sem eg þurfti, á
miklu skemri tíma en hægt
hefði verið, ef eg hefði verið
j einn míns liðs. Kann eg þeim
S liinar bestu þakkir fyrir aðstoð
þá, sem þeir veittu mér. Eg
skoðaði Heimssýninguna í New
York, og fór þaðan til Chicago,
Detroit og Washington, höfuð-
horgar Bandaríkjanna“.
„Hver er árangurinn af ferð-
inni ?“
„Mér hefir enn ekki gefist
tími til að vinna úr öllum þeim
gögnum, sem eg liefi aflað mér,
því að eg er með tvær stórar
ferðatöskur fullar af bókum og
I plöggum um sldpulagsmál á
fjölda tungumála, en i þessum
gögnum liygg eg vera margt at-
hugunarvert, sem oss gæti verið
bending i eða lcomið að gagni
hér, og mun eg að sjálfsögðu
S rita nánara um þetta í blöð og
| gefa skýrslu til Skipulagsnefnd-
; ar og bæjarstjórnar Reykjavík-
! ur við fyrsta tækifæri“.
_____________$
Xjífið í Reykjavík
í gærkvöld lék Lúðrasveit
Reykjavíkur á Austurvelli. Eg
álti að liitta mann á ákveðnum
tima, en þegar eg kom ofan í
miðbæinn gat eg ekki á mér set-
ið að staldra ofurlitið við. Það
var svo gamanaðhlustaáLúðra-
sveitina. Sumir halda að„horna-
músik“ sé aðallega stríðssöngv-
ar og bumbusláttur. En þetta er
mesti misskilningur. Þá stuttu
stund, sem eg staldraði við,
lieyrði eg Lúðrasveitina leika
nokkur íslensk smálög, og þau
hljómuðu alveg prýðilega.
•
Að liugsa sér annars livað við
erum vel settir. Hér löbhum við
í makindum og hlustum á
hljómleika í kvöldblíðunni, þótt
komið sé fram á liaust, eins og
friðarhogi sé á himni í stað
styrjaldarrosans. Hvers virði er
okkur sú öryggistilfinning, sem
við höfum, fram yfir allar þjóð-
ir Norðurálfunnar ? Það er auð-
vitað ekki gott að meta slika
hluti. En við höfum svo mikið
betri aðstöðu en allir aðrir, að
okkur er það til ævarandi háð-
ungar, ef við berum ekki mögl-
unarlaust þau smávægilegu ó-
þægindi, sem ófriðurinn færir
okkur í samanburði við aðrar
þjóðir.
•
A Siglufirði og Akureyri hafa
áfengisútsölurnar verið lokaðar
að undanförnu. Nú eru fjall-
göngur að byrja og þykir mörg-
um hart, að fá ekki á gangna-
pelann. Sveitamaður hér i ná-
grenninu frétti um þessa IokuE
á Akureyrí og varð að orði:
Það eru fallegar frétliraar
af fógetanum með korðann,
sem lokar i-étt fyrir réttirnar'
„ríkinu“ fyrir norðan.
•
En sá góði maður reíknaðl
ekki með því, að Norðlendingar
eru snöggir upp á lagið og ráð-
slyngir að sama skapi. Irir
þykjast ekkert upp á „rikið“
komnir. Að minsta kostí jiykír
vísa, sein mælt er að einnnx
stæltasta „lokunarmannlimm" á
Norðurlandi hafi nýlega Ixnisf*
ekki benda til þess að sendí-
endur hafi adlað að verða þur-
brjósta, þótt þeir fengi ckki
„svarta dauða“ út Afengís-versl-
uninni. Visan er svonar
í göngurnar dugir, góðí rnínn,
gamall og þrisoðinn Iandí,
svo við gefum dauðann og djöf-
Tilinm.
í „dauðann“ frá TíkarbrandiL
•
Annars er enginn efi á því, að
mikil bindindisalda gengur n#
yfir landið. Enda mætti það
undarlegt heita, að þegar fólk
neitar sér fiislega um margl
sem er holt og þarflegt, þá færi
það að fleygja fé sínu í það, sem
er ekki einungis óþai-flegf, held-
ur líka heilsuspillandi. Það er
kominn tími til þess að þjóðm
verði gagntekin af þeím bi’nd-
indis og hófsemdar anda, semi
hér ríkti, áður en hannlögin
gengu i gildi.
Áhorfandinn.
Gamla Bíó sýnir nýja
Katherine Hepburn
kvikmynd.
Gamla Bíó sýnir um næstu
helgi nýja kvikmynd, sem Ka-
tharine Hepburn leikur aðal-
hlutverkið í, og er það hlutverk,
sem hún hefir þar með höndum
næsta ólíkt því, sem hún hefir
áður haft. Kvikmyndin nefnist
á ensku „Bringing up Baby“, en
Danir kölluðu hana „Han, Hun
og Leoparden“. Sagan gerist í
smáríkinu Connecticut í Banda-
ríkjunum. Hlutverk Katharine
Iíepburn í þessari kvikmynd er
ekki alvarlegs eðlis, eins og liin
fyrri lilutverk hennar. Mótleik-
ari hennar er Cary Grant, og
ýmsir fleiri góðir leikarar hafa
þarna hlutverk með höndum,
að ógleymdum tamda leoparð-
anum „Baby“. Annars má
skjóta því inn i, að það er erfið-
ara að ala upp stúlkuna, se'ni
Katharine leilcur, en leoparð-
ann. Þeir, sem séð hafa Katha-
rine Hepburn i kvikmyndunum
„Nitján ára“, „Maria Stuart“ o.
fl., mun ekki þurfa til þess að
kynnast Ivatharine Hepburn í
nútima gamanleik. Þeim mun
geðjast enn betur að henni en
áður.
Rafmagfiiið.
Framh. af bls. 3.
Þetta hitastig mun liafa þótt
liæfilegt inni áður en kolamið-
stöðvarkyndingin kom til sög-
unnar.
Með því að nota rafmagn á
þann hátt, sem lýst hefir verið
liér að framan, má spara kola-
kyndingu til mikilla muna og
liagnýting rafmagnsins verður
töluvert notadrýgri, en sem
svarar liitagildi þess á móts við
kol við fulla kyndingu með
hvoru fyrir sig.
Næturakstur í nótt
annast BifreiðastöÖ Steindórs.
Veðrið í morgun.
Hiti hér 12 stig. Mestur híti á
landinu 13 stig, á Akureyri, minst-
ur 8, Skálum, Raufarhöfkn cg
Grimsey. Mestur hftí hér í gær 13,
st., minstur . 5 nótt 11 st. Úrkoma
síðan kl. 6 5 gærmorgun 1.2 irms.
— Yfirlit: Háþrýstisvæði yfír Is-
landi og hafinu suður undan.-------
Horfur: SuÖvesturland, Faxaflm,
BreiSaf jörðui: Hægviðrí. Dálítíl
rigning eða þokusúld. Vestflrðir,
Nor'Öurland, norÖausturland: Vest-
an gola. Dálítil rigning. Einkum
með ströndum fram. Austfirðír,
suðausturland: Hægviðri. Urkomu-
laust og léttskýjað.
Messa í Kefiavík.
Messað verður í Keflavík naest-
komandi sunnudag kl. 2. Síra Ei-
ríkur Brynjólfsson. Kl. 5 Iiama-
guðsþjónustn. ^
Gengið I dag.
Sterlingspund ....... kr. 25.41'
Dollar................. — 650-0»
100 ríkismörk ........... — 257.06
— franskir frankar . — 14.62
— belgur........... — 111.10
— svissn. frankar • — 147-87
— finsk mörk ...... — 13.11
— gyllini ............ — 348-05,
— sænskar kr. . — . — 155-08
— norskar lcr....... — 148.05;
— danskar kr........... — 125.47/
Veitið athygli
auglýsingu frá Félagi matvöru—
kaupmanna, i blaðinu í dag, tim
reikningsviðski fti manna. Þessi ráS-
stöfun er gerð til þess að verslamr
geti séð viðskiftavinum sínum fyrir
nægum vörum.
Landsnefnd Hallgrímskirkjá.
Sú breyting hefir orðið á nefnd-
inni, að Snæbjöni Jónsson er geng-
inn úr henni. Ekki er enn kunnugtp
hver taka muni sæti' hans þar.
Næturlæknir:
Páll Sigurðsson, Háraílagötu 15.
Sími 4959. — Næturvörður er í
Reykjavíkur apóteki og LyfjabútS-
inni Iðunni.
-Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.30 Erindi Búnaðarfélags
Islands: Feitmeti og íeitmetisjxirf
(Steingr. Steinþórsson búnaðar-
málast j óri). 21.05 I þróttaþáttur
(Pétur Sigurðsson háskólaritari)_
21.15 Hljóniplötur: a) Þjóðíög frá
ýmsum löndum. b) 21.30 Harmon—
íkulög.
Póstferðir á morgun.
Til Rvíkur: Stykkishólmspóstur^
norðanpóstur, nærsveitapóstar. —
Frá Rvík: Norðanpóstur, Snæfells-
nespóstur, Stykkishólmspóstur og:
nærsveitapóstar.