Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 3

Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 3
3 Föstudaginn 22. september. 1939 VI S IR Viðtal vid Steinqpim Jónsson rafmagnsstjöra: Hvernig getur rafmagnið komið þjóðinni að fylst- um notum á strfðstímum? Um fátt ræða menn meira hér í bænum þessa dag- ana, en kolaskortinn, hitaveituna og rafmagnið, — yf- irleitt möguleikana tii þess að halda á sér hita i vetur og næsta vetur, án þess að l>að verði íolki um megn fjárhagslega. Enginn efi er á því, að rafmagnið getur bætt verulega úr eldsneytisvandræðunum, enda hefir f.jöldi fólks fengið sér rafeldavélar og rafmagnsofna undanfarnar vikur í því augnamiði að spara kolin. Vísir sneri sér til Steingrims Jónssonar rafmagns- stjóra og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar um rafmagnsnotkun alment, svo og hitt, á hvern hátt fólk getur auðveldast hagnýtt sér rafmagn þannig, að l)að komi að fullu gagni. Raflíiagnsveitan og Sogs- virkjunin liafa til umráða 10.500 kW vélaafl, miðað við afhendingu til Elliðaár í 6 kW kerfi. Af þessu vélaafli eru 2500 kW afhent i Elliðaárstöð og 8000 kW afhent í aðáíspenni- stöð Sogsvirkjunarinnar við Elliðaár (samsvarar 8800 kW við Ljósafoss). Orkuveilusvæðið er lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur og ná- grenni í Seltjarnarneshreppi, Vífilsstaðahæli og Hafnarfjörð- ur, neðri hluti Mosfellssveitar með Gufunesi, Korpúlfsstöðum, Blikastöðum o. fl., Álafossi upp að Syðri-Reykjum. Samtals með ca. 41.000 manns. Rafmagnsnotkun á svæðinu liefir verið ört vaxandi síðan Sogsvirkjunin tók til starfa 25. okt. 1937. Þannig var orkuvinsl- an á árinu 1937, 9 milj. kWst., alls, á árinu 1938 varð hún 17 milj. kWst., og eftir vextinum sem verið hefir fyrstu 8 mánuði þessa árs, væntanlega 25 milj. kWst., árið 1939. Vöxturinn í orkuvinslu er þannig 8 milj. kWst. á ári, bæði lárin 1938 og 1939, samsvarandi sem næst 6,5 milj. kWst., aukinni notkun ár- lega. Rúmur þriðjungur þessar- ar aukningar er suðunotkun, tæpur helmingur er aukin raf- magnshitun, og 1/6 er önnur aukning, vélar, lýsing o. þ. li. Full notkun með núverandi hagnýtingartíma er 35 milj. kWst. á ári, og gæti með jafnari notkun orðið alt að 55 milj. kWst. Þá eru allar vélar teknar með í notkun. Aukningin liefir einkum átt sér stað þannig, að notendur liafa teldð upp rafmagnssuðu á lieimilum. Af 7500 heimilum i Reykjavik hefir okkur talist til að fram til ársloka 1937 liafi verið um 350 heimili með raf- magnssuðu. Þar við bætist á árinu 1937 630 heimili - — 1938 1620 — _ _ 1939 900 — Samtals .. 3150 og með því sem áður var, sem næst 3500, eða 47 % allra heim- ila. Af öðrum heimilum eru um 2000 sem liafa að eins einn Ijósmæli, og nota þvi aðallega lýsingu. Og um 1800 heimili er liafa auk eins ljósmælis, einn- ig einn liitunarmæli fyrir smá- vegis hitunarnotkun og suðu í viðlögum. Þessi mælafjöldi sem liér liefir verið talinn er 7300. Auk þessara mæla eru um 600 mælar fyrir lögnum sem ætlað- ar eru eingöngu til liitunar i heimilum og' atvinnurelcstri (brauðgerðarhús o. fk), 500 mælar fyrir vélmn og 3500 inælar fyrir ljós í verslunum, skrifstofum og öðrum atvinnu- rekstri, samtals nær 12.000 mælar. < í Hafnarfirði er mesta notk- un um 300 kW og má telja að um 25% heimilanna hafi raf- magnssuðu. Taxtarnir eru mjög svipaðir og í Reykjavík, og er því hitun notuð töluvert í við- lögum þar sem suðan er komin á- ; Rafmagnsnotkun er ærið ó- jöfn á ýmsurn árstiðum og ýmsum tímum sólarlirings. Mest er liún á degi hverjum j milli 11 og 12, á aðal suðutím- ( anum. Er búist við að þá verði ( mesta notkun samtímis miðað vð Elliðaárnar: í sept. 1939 ........ 7200 kW - okt. 1939 ......... 7700 — - nóv. 1939 ......... 8100 — - des. 1939 ......... 8500 — j - jan. 1939 ......... 8500 -— j - febr. 1939 ........ 8000 — - mar's 1939 ........ 7600 — j - í apr. 1939 ....... 7300 — - maí 1939 .......... 7000 — ' i i Er hér miðað við svipaða aukningu og kringumstæður og verið hefir. Utan suðutímans er notkunin 2000 kW minni frá kl. 8 á morgni til ld. 10, og frá kl. 14 til kl. 23, en frá kl. 12—14 er bún enn lægri, um 4000 kW, og frá kl. 23 til kl. 1 að nóttu fell- ur liún smám saman niður í ca. 2000 kW., og er þá orðin um 6000 kW lægri en þegar mest er notað á suðutímanum, og helst þannig til kl. 7 að morgni, en þá byrjar notkunin að vaxa ört aftur. Ef liægt væri að finna not- endur sem gætu notað raf- magnið þannig: Ca. 6000 kW frá kl. 1—7. _ 4000 — frá kl. 12—14, kl. 23—1 og kl. 7—8. _ 2000 — frá 8—10 og kl. 14—23 þá myndi vera hægt að liafa ( notkunina liér um bil jafna all- ' an sólarhringinn, og hagnýta helmingi betur vélar og vatn stöðvanna. Þessar tölur sem hér eru nefndar eru miðaðar við vænt- ; anlegt mesta álag á næsta vetri, en það er um 2000 kW lægra en full notkun stöðvanna. Það væri einnig hægt að nota þessi 2000 kW til bráðabirgða yfir komandi vetur, og þá vrði að taka þá notkun af aftur á næsta vetri. Slíkri notkun er því ekki hægt að koma á ef til þess þarf dýr notkunartæki, og er þvi ekki um annað að ræða en hvort þessi orka verður notuð með þeim tækjum, sem þegar eru fyrir liendi. Um hina tegund notkunar er öðru máli að gegna. Hún er einkum til þess að jafna notk- unina yfir allan sólarhringinn, og gelur því vel talist varanleg notkun, þegar tækin sem til hennar þarf, eru komin á. Mest munar um næturnotkunina, 4000 kW frá kl. 23 til kl. 8, eða 9 klst. að nóttu til, og auk þess má nota þetta afl 2 klst., á dag- 'nn, frá kl. 12—14. Ennfremur eru 2000 lcW til umráða að nóttunni eingöngu, frá kl. 1 til kl. 7, eða 6 ldst. Þetta afl er fyrst og fremst nothæft til þess atvinnurekstrar, sem nota næturhitun hvort sem er. Er ekki um annað að ræða af því tagi hér, en brauðgerðar- hús. Þau sem liafa enn þá ekki haft tök á að breyta ofnum sín- um, gera það væntanlega undir eins og tækifæri verður. Má vera að eitthvað verði liægt að flýta fyrir því. Hvert hrauð- gerðarhús þarf um 20—30 kW. Þá er næst næturhitun liúsa með rafmagni. Það eru fá hús, sem þurfa sérstaka hitun iá nóttum (sjúkrahús). Aðalþörf- in er á daginn, en það er liægt að útbúa heitvatnsgeyma, þann- ig að nota má rafmagn 6—8 klst., að nóttu, og 2 ldst., á dag- inn til vatnshitunar, en síðan er lieita vatnið geymt í vel ein- angruðum geymum, og er því síðan dælt í gegn um hitunar- kerfið á daginn, meðan hitun- arþörfin er. Rafmagnseftirlit ríkisins hef- ir liaft til athugunar slíkar liit- unar aðferðir á nokkrum opin- berum byggingum liér og á Ak- ureyri. Yifilstaðahælið þarf um 1000 kW. Skólinn og spitalinn í Hafnarfirði álíka mikið, en þannig er ástatt með þessa staði, að það þarf ekki annan kostnað við að koma hiituninni á, en vatnsgeymana sjálfa með liit- unartækjum og dælum. Það er að vísu nokkur stofnkostnaður, en á þeim stöðum sem nefndir voru, má telja víst að tækin geti orðið til varanlegrar notkunar. Af öðrum stöðum, er líkt stend- ur á um, má nefna Hi-essingar- liælið i Kópavogi, Klepp og Laugarnesspítala. Geta þessir staðir allir tekið megnið af þeim 4000 kW sem nefnd voru. Lik- legt er þó að sérstaka spenni- stöð þurfi að setja vegna Laug- arnesspítalans ef til kemur með hitun þar. 2000 kW viðbótarhitun að nóttu til, í að eins 6 klst., er elcki liægt að nota til hitunar, nema í sambandi við kolakynd- ingu í liitunarmiðstöðvum, er þá væru búnar nokkru stærra vatnsrúmi en ella. Myndi nokk- ur kolasparnaður geta orðið við það. Ódýrast væri að nota þctta afl í sem fæstum og stærstum miðstöðvum, en vandi er að sjá notendur á orkuveitusvæðinu er hagnýtt gætu þessa orku á var- anlegan hátt, en það væri æski- legast sökum tilkostnaðarins við að koma liituninni á. Þá er eftir dagnotkunin sem áður var nefnd, 2000 kW á for- miðdaginn, frá kl. 8—10, og á eftirmiðdaginn og kvöldin, kl. 14 til kl. 23. Þessa notkun væri hugsanlegt að geta notað til hit- unar á heimilum, kvölds og morgna, einkum haust og vor, meðan lítt er þörf kyndingar, og rnætti þá liafa söluna um klukkumæla, með sérstöku verði á þeim tímum. Það munu vera til um 130 klukkumælar fyrir 10 og 15 Amp. stpaum, sam(svarandi 2 og 3 kW., en auk þess eru til stærri klukkumælar í notkun fyrir vélum, sem hafa mætti ó- skifta fyrir aðra vélataxta. Þá eru einnig til hemlar, sem í sambandi við klukkurofa gætu einnig komið til greina. Mætti þannig með sérstökum ráð- stöfunum nota töluvert af þess- uin 2000 kW til hitunar kvölds og morgna. Kostnaður við þessa notkun myndi verða einkum viðbætur eða breytingar á raflögnum, á- samt uppsetningu á áðurnefnd- um mælitækjum, svo og hitun- artækin sjálf. Til þess að fá upp sölu skv. framansögðu, þarf að setja tilsvarandi gjaldskrár- ákvæði, að gera mönnum ldeift að ráðast í hinn aukna tilkostn- að. Þess ber að gela, að raf- magnshitun í vel útbúinni fastri \ rafmagnsofnalögn, getur kept við kol á 50 kr. tonnið, með 2,5 —3 aura verði á kwst., en notað beint í vatnsmiðstöð til daghit- unar má rafmagnsverðið ekki vera meira en 1,5—2 aurar. Notast þvi rafmagnið töluvert lakar í sambandi við vatnsmið- stöðina, má rafmagnsverðið ekki vera meira en 1 evrir á kwst., til j>ess að jafngilda kola- kyndingunni. Rafmagnið notast þá best við beina hitun. Þess ber að geta að öll sú raf- orka sem til er, er ekki nema lítið brot af því sem þyrfti til fullra hitunar í Reykjavík. Ef kolaverð þvi breytist að mun frá því sem nú er, t. d. tvöfald- ast í verði, verður notkun raf- orlcu til hitunar, með núverandi verði, ódýrari en kolakvnding. Þeir notendur sem nú liafa lieimilistaxta (3500 talsins) og tvenna mæla (1800 talsins) eða útbúnað til að nota rafmagn í viðlögum, myndu þá auka sína notkun, þannig að fljótt yrði komið upp í fulla notkun, og þá liefði áðurnefnd hvatning um að dreifa notkuninni sem mest yfir sólarhringinn sérstak- lega mikla þýðingu. I talningu samkv. skoðunar- skýrslum, eru nú um 500 kW af ofnum í notkun í Reykjavík, þar við má án efa bæta jafn miklu af ofnum, sem til eru frá fvrri tíð, en lítt haí'a verið not- aðir liin síðari árin, og þess vegna ekki komið með í skoð- un. Á þessu ári liafa selst rúm 300 kW, og nú má gera ráð fyr- ir að liægt sé að smiða smáofna fvrir 100 kW á vilcu. Mætti þvi gera ráð fyrir að ef á þyrfti að lialda, gætu 2500 kW í ofnum verið til í Reykjavik um ára- mótin. Fyrir utan þetta miá telja útbúnað til hitunar i sambandi við vatnssmiðstöðvar, og með og án næturhitunar. Þar sem ofnasmíð er tiltölu- lega einföld, og ekki kostnaðar- söm, er auðséð að fljótlega er hægt að smíða nægilegt af smá- ofnum til þess að fylla út áður- nefnda dagnotlcun, Hvei'uig: verOíii’ raínmg'ii li»gnýí»§( fp'ii' lieimiliii? Þegar Ljósafoss-stöðin tók til starfa, var sett á ný gjaldskrá um sölu á rafmagni. Var einlc- um leitast við að liafa gjald- skrána þannig. að liægt væri að nota rafmagn til heimilisþarfa, til atvinnureksturs, — yfirleitt til sem flestra þarfa eða notk- unar, sem 'rafmagni verður við komið til sparnaðar, til aukn- ingar á afkasti eða til þæginda. Hefir reynst svo, að þessi tæpu tvö ár, sem gjaldskráin hefir staðið, liefir nærri helmingur heimilanna í bænum tekið upp rafsuðu. Hafa laugflestir valið taxta þann, sem liefir fast gjald fyrir hvert herbergi íbúðar kr. 1.10 á mánuði, og auk þess 8 aura fyrir liverja notaða kílo- wattstund fyrir fyrstu 1500 kw- st. ársnotlcun, og síðan 4.5 aura fyrir notaða kwst. þar umfram. Þótt Iiessi taxti sé fyrst og fremst miðaður við notkun raf- magns til ljósa og suðu, og sú notkun sé venjulega aðalatriðið í rafmagnsnotkim lieimilisins, þá liefir þó notkun til hitunar verið mjög mikil með þessum taxta. Þannig teljum við að hehningur rafmagnsnotkunar- aukningar þeirrar, er varð árið 1930 i Reykjavík hafi verið til hitunar, en ekki nema % til suðunnar sjálfrar. Það er einkum i ibúðum, sem liafa miðstöðvarbita, sem þessi hitun kemur að notum. Þegar kalt er á sumrum og vor og haust, þegar kuldinn er ekki meiri en það, að það borgar sig ekld að kynda miðstöðina með tilliti til liagnýtingar, get- ur verið mun ódýrara að bregða upp rafmagnsofni. Nú þegar kolin liækka i verði, eða jafnvel verða af skornum skarnti, getur það orðið enn mikilsverðara að nota rafmagn- ið á þennan hátt. Nú er það raf- vélaafl, sem til er bæði í Ljósa- fossi og Elliðaárstöðinni, ekki nema lítið brot af því, sem þyrfti til þess að fullnægja hit- unarþörf bæjarins í mestu kuld- um, og er því ekki um það að ræða, að rafmagn til hitunar geti komið í stað kola, þótt þau vrði ófáanleg, en rafmagnið getur þótt lítið sé, komið mörg- um að notum, — ef það er not- að á réttan liátt. Af því vélaafli, sem til er, — 10.500 kw. miðað við afhend- ingu við Elliðaárnar, — eru nú notuð mest um 7000 kw., og er búist við að mesta notkun verði um 8500 kw. á vetri, svo að ekki vantar í rauninni mikið á að vélaaflið sé fullnotað, þegar mesta samtímisnotkun er. Notk- unin er mest milli 11—12 á dag- inn, þegar eldað er í hádegis- matinn. En þótt notkunin kom- ist þetta hátt á suðutímanum, vantar þó mikið á að vélaaflið sé vel notað, því að allan ann- an tíma dagsins er notkunin mun minni, einkum þó á nótt- unni. Það væri liægt að nota vél- arnar helmingi betur, með því að nota rafmagn til liitunar á eftirmiðdögum eftir suðutim- ann, og á formiðdögum á und- an lionum, svo og á nóttunni. Meðan svo er hlýtt í veðri, sem verið liefir, má alveg spara kolakyndingu víðast hvar, með því að bregða upp rafmagnsofni á morgnana og síðan á eftir- miðdögum, þegar fólk sest fyrir að loknum heimilisstörfum og eins á kvöldin að afloknum kvöldverði. En til þess að þetta verði sem ódýrast og komi sem flestum að notum, þarf að gæta þess sjálfsagða sparnaðar, að láta ekki ofna standa undir straumi að óþörfu. Þegar heimilisfólkið sest fvr- ir, þurfa menn að sitja sem mest í einni stofu. Dugar þá hálft eða heilt kw. til hitunar- innar, eftir því live stór stofan er. Meðan ekki er kaldara en nú, kostar notkun rafmagns á þennan lnátt i 6—8 klst. á degi 13.5—36 aura miðað við 4.5 aura verð eftir stærð ofnsins og tímalengdinni. Þegar kólnar og þessi hitun nægir ekki, má þó hafa tölu- vert gagn af rafmagni með kola- miðstöðvunarkyndingu. Sé vlj- að upp í miðstöðinni einu sinni á degi og skrúfað fyrir venju- lega vatnshitun frá miðstöðinni, og fyrir ofna í göngum, geymsl- um og svefnherbergjum á dag- inn og annarstaðar, þar sem ekki er brýn nauðsyn á að 'da, þá má fliótt upphita þar, sem lians er þörf, með tiltölu lega lítilli kolanotkun á degi. Þegar hitinn er kominn í mið- stöðina, má loka fyrir liana, þannig að eldurinn treinist sem best, en þegar liann dvínar, má bregða upp rafmagnsofni eins og fyr greinir. í steinhúsum vill koma slagi í óþurka eða kuldatið, ef elcki er yljað upp. Komast má hjá þessu, þótt hitað sé eins og áð- ur er greint, ef skift er um stofur dag frá degi, og ef ein- stöku sinnum, t. d. á liálfs mán- aðar fresti er liitað upp alt liúsið. Þegar talað er um sparnað má geta þess, að við rafmagns- suðu má einnig halda mismun- andi spart á. — Menn ættu að setja sér það, að hafa ekki straum á undir ilátum lengur né meiri en þörf er á, kveikja eldd fyr en þarf, t.d. þegar pottur- inn hefir verið settur á plöt- una, og slöklcva jafnvel áður en suðan er komin upp, til þess að nota hitann í plötunni sjálfri, og ef lialda þarf við suðu, þá .er nóg til þess minsti straumur. Auk þess verður að gæta þess, að potturinn sé hæfilegur að stærð og liella liæfilega miklu i hann, og botninn verður að vera breinn og sléttur, þannig að hann falli að plötunni. Þáð má gera ráð fyrir því, að þegar tvö heimili, jöfn að stærð, og að því er virðist við sömu skilyrði, hafa mismunandi raf- magnsnotkun til suðu, svo að munað getur alt að lielmingi, þá sé ástæðan sú, að þar sem meira er nolað, sé þessara sparnaðaratriða ekki gætt, sem hér var lýst. I skrifstofum og öðrum vinnustofum má nota rafmagn til hitunar, einkum á morgnana, liaust og vor, — þann tima, sem ekki er þörf á að kynda allan sólarhringinn í því skyni, að liafa vinnuhita 8—10 klst., sem venjulega er starfað á þessum stöðum. Er þá liægt að spara miðstöðvarkyndinguna að morgni til. Þyki hinsvegar betra að kynda upp í kolamiðstöð að morgni, má spara töluvert með kyndingunni á daginn með því, að lolca fyrir miðstöðina á sama hátt og á heimilunum, og nota rafmagn til liitunar siðustu stundir vinnutímans, þegar mið- stöðvarhitinn dvínar. Þess ber að gæta, að livort heldur er á vinnustofum eða heimilum, má spara allmikið kyndingu á sólskinsdögum þar sem sólar nýtur, jafnvel stund og stund, með því að nota raf- magn fyrst á morgnana og kynda ekki miðstöð fyr en síðar um daginn. Ekki má Ijúka þessum sparn- aðarþætti nema að þessa sé get- ið, að engin óþægindi séu að þvi, að menn klæði sig svo vel, að þeir geti setið inni við vinnu í 14—16 stiga hita í 3—4 klst i senn, án þess að verða kalt. — Framli. á 5. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.