Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 6

Vísir - 22.09.1939, Blaðsíða 6
V 1 S I R Föstudaginn 22. september 1939 Prjú ný íslensk 'eikrit sýnd í vetur. Yetrarstarlsemi Leikfélags Reykjavíkur. Samtal við Brynjólf Jóhannesson. Innan skamms byrjar Leikfé- lag Reykjavíkur starfsemi sína. Það er viðburður í bæjarlífinu i liverí sinn, er sjónleikir liefjast á banstin. Það er jafnframt voliur ])ess, að sumri er tekið ■svo mjög að lialla, að lokið sé ’öfiverum og íþróttum undir berum liimni, en fólk leiti sér afþreyingar innan dyra. Alt frá gamalli tið hefir þáttur Leikfé- lags Reykjavíkur í skemtanalífi bæjarins verið mikill og oft og fíðum einn liinn merkilegasti. Það flutti boð frá fjarlægum þjóðum með sýningum sjón- leíka áður en hér voru nokkur tvikmyndahús. Þá var tilhlökk- amarefnið að fara i leikhúsið til aS sjá tiskuna í klæðaburði og Skýnnasl erlendum lífsskoðun- aiin ©g siðvenjum, eins og það vár túlkað á leiksviðinu hér. Nú erþað vitanlegt, að kvikmynda- Siúsin iiafa að verulegu leyti tek- 15- við þessu hlutverki, en þó hlakka menn enn tii að sjá góða sjónleiki, útlenda sem innlenda, sýnda á leiksviðinu, Því verður ekki i stuttu máli gerð skil til skýringar, livcrs vegna leikhús Siafa aðdráttarafí fram yfir kvikmyndahús, en það liggur m. a. i því, a.m.k. eins og hér til hagar, að leikhúsið hefir að- gang að þjóðlegra sýningarefni en kvikmyndaliúsiu. íí>að vekur því vafalaust eft- írtekt, að starfsemi Leikfélags Reykjavíkur á komandi vetri ÍMnmst mjög að þjóðlegum við- fangsefnum. Það er kunnugt, að á síðari árum hafa ýms íslensk leikritaskáld samið mjög nýti- leg íeikrit. Sum þessi leikrit Ihafa verið prentuð, en flestum liefir þeim verið lítill gaumur gefirm til þessa. Leikfélag Réykjavikur liefir ekki lokað augunum fyrir þessum gróanda, og í vetur ætlar félagið að sýna þrjú ný íslensk leikrit. Brynjólfur .Tóhannesson ritari Reíkfélagsins segir svo frá þess- ari nýbreytni í starfslilhögun fé- lagsíns: — Akveðið Iiefir verið að sýna tvö ný íslensk leikrit fvrir nýár. Hið fyrra er „Brimhljóð", sjónleikur i 4 þáttum eftir Loft tíuðmundsson, kennara í Vest- mannaeyjum. Hann hefir áður skrifað nokkur æfíntýra-Ieikrit /fyrir !hörn og unglinga, undir ^dúlnefnlnu Sveinn úr Dölum, en þetta er fyrsti sjónleikurinn eftir hann, sem sýndur er hér. Loftur er áhugasamur um leik- lisf pg hefir hann sem aðkomu- “maður i Vestmannaeyjum tekið eftir ýmsu í daglegu fari eyja- skeggja, sem hann túlkar í leik- riti sinu. Eins og heitið ber með «ser fsnýst leikritið um líf sjó- imanna og er að því leyti nokk- uð einstætt meðal ísl. leikrita. Þessi leikur verður sýndur um snánaðamótin komandi. — Hvað er næsta viðfangsefni á eftir leikriti Lofts? — Byrjað er að æfa Sherlock Holmes, leynilögregluleikrit eft- ír Conan Doyle. — Ekki er það ísl. leikrit. — — Nei, eg held síður, en það ær gamalkunnugt, og er því skotið inn á milli tveggja ís- Senskra leikrita, „Brimhljóðs“ »og því næsta í röðinni. Sherlock JHoImes var sýndur hér í fyrsta • Je*»' *V®3» skifti veturinn 1905—6 og næsta vetur á eftir. Þá lék aðalhlut- verkið, hina nafntoguðu leyni- lögreglulietju Sherlock Hilmes, Jens B. Waage, en 1911—12, þegar leikurinn var enn sýndur, lék Bjarni Björnsson aðallilut- verkið og svo mun verða nú. Er það vafalaust, að margir Reyk- víkingar munu * fagna að sjá Bjarna aftur á leiksviðinu í einu af sínum bestu hlutverkum. — Vegna þess, að tvö leikrit eru nú þegar komin í æfingu og hið þriðja fer í æfingu þessa dag- ana, verður mikill meiri hluti leikara félagsins starfandi, en leikstjórninni hefir verið skift á fleiri liendur en áður. Indriði Waage hefir leikstjórn á „Brim- Iiljóð“, eg set Sherlock Holmes upp á leiksviðið, en í þriðja leik- ritinu liefir Lárus Sigurbjörns- son leiksljórnina. Það leikrit er sjónleikur, sem liann hefir sam- ið eftir skáldsögu móður sinn- ar, „Á heimleið“, og ber leikur- inn beiti sögunnar. — Um livað fjallar leikritið? — Eins og skáldsagan fjallar leikritið um trúmálaleg efni. Leikurinn fer fram á prestsselri í sveit og gefur einkar glöggar og skemtilegar mannlýsingar úr sveitalífinu. Annars var frú Guðrún Lárusdóttir sjálf búin að ganga frá öllum fyrirkomu- lagsatriðum í sjónleik þessum áður en liún féll svo sviplega frá, en mér er óhætt að fullyrða, að Lárusi heifir tekist vel að semja leikritið eftir skáldsög- unni. Aðalpersónur leiksins eru Margrét Iijúkrunarkona, hana leikur Þóra Borg, og sira Björn á Hvoli, sem Gestur Pálsson leikur. Aðiár leikendur verða Gunnþórunn Halldórsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Emilía Borg, Hildur Kalman, Brynjólf- ur Jóhannesson, Ævar Kvaran og Þorsteinn Guðjónsson. Þá má það vera ósvikið tilhlökkun- arefni Reykvíkingum, að Frið- finnur Guðjónsson hefir tekist á liendur að leika eitt hlutverkið, gamlan vinnumann, sem trú- legast fær margan manninn til að hrosa og minnast Friðfinns í lians gömlu og góðu körlum í fyrri leikritum íslenskum. -— Hvað um jólaleikritið? — Að svo stöddu get eg ekk- ert um það sagt, en eftir nýár gerum við ráð fyrir að þriðja íslenska leikritið komi fram. — Það heitir „Að elska og að lifa“, og er eftir sira Gunnar Bene- diktsson. — Eftir þessum ráðagerðum að dæma færist félagið mikið i fang. — Á erfiðum tímum eins og nú eru þarf ekki síður en þegar betur byrjar að lyfta huga fólks frá daglegum áhyggjum, og er það m. a. verkefni Leikfélags Reykjavikur, að beina huga manna að hugðarefnum, sem liggja utan við og ofar skamm- degismyrkrinu, i bókstaflegum skilningi, og því, sem ríkjandi atburðir skapa umhverfis okk- ur. Til þess er ekkert betra en þjóðlegt leikritaval, og kom það greinilega í Ijós í seinustu styrj- öld, en þá eignaðist leiksviðið hér mörg ágætis leikrit, svo sem Galdra-Loft, Syndir annara, Höddu-Pöddu og Konungsglím- una, en mörg önnur eldri ís- lensk leikrit voru sýnd við mikla aðsókn og góðan skilning leikliússgesta. Á erfiðum tímum búa menn að sínu, og það ællar Leikfélagið að gera i vetur, í fullu trausti þess, að íslenskir leikritahöfundar eigi enn eftir að auðga leiksvið vort. RÁDHERRAFUNDUR I KAUPMANNAHÖFN. Forsætisráðherrar og utanríkismálaráðherrar komu saman á fund i Kaupmannahöfn í yfirstand andi viku. Hér er mvnd af utanríkismálaráðherrunum (frá vinstri): Sandler (Sviþjóð), Muncli (Danmörk), Koht (Noregur) og Ekkinen (Finnland). Sig. Kristjánsson alþm: Löndunartækin á Dagverðareyri. I sumar hafa verið notuð við síldarverksmiðjuna á Dagverð- areyri ný löndunartæki, sem | mér þykir liklegt að verði í i framtíðinni notuð alment við löndun bræðslusíldar hér á landi. Tælci þetta er smíðað í Noregi og nefnist Sildegrabb þar í landi. Forsljóri sildar- verkámiðjunnar á Dagverðar- eýri, herra .1. Jenloft Indbjörn, athugaði í fyrra læki þetta, og Greipin, sem notuð liefir verið á Dagverðareyri i suin- ar, tekur tvö mál. Hún var setl á hábryggju, og losar þar 209 mál á klukkustund. En nú verða hábryggjurnar teknar burt, og greipin selt á undir- bryggjuna. Getur hún losað þar 50—100 málum meiraáklukku- stund, eða um það bil þrefalt liraðar, en losað verður með gömlu aðferðinni, og þarf þá Síldargreipin opin, til- búin til að renna henni niður í skipið. livernig það vinnur. Lét liann smíða tæki af þeirri stærð, er hann taldi bezt henta síldar- losun liér á landi. Keypti síld- arverksmiðjan það síöan og setti það á síldarbryggju bjá sér. Hefir það verið notað við losun síldarskipanna í sumar, og' revnzt auðvelt og öruggt í notkun. Löndunartæki þetta mætti kalla greiji. (Dr. Guðm. Finn- bogason hefir hent mér á þetta heiti). Það er, eins og mynd- irnar sýna, eins konar sam- lokuausa. Armur greiparinnar er stálstrengur. Seilist hann niður í sildarstiur skipsins á þiljum og undir þiljum. Þar grípur greipin síldina og lok- ar sér sjálf. Síðan lyftist liún og sleppir síldinni niður í mæli ker eða kassa á hryggjunni. Þaðan fer síldin svo með keÖju skóflu upp i síldarþrær verk- smiðjunnar. enga mannsorku, nema litils liáttar viÖ tilfærslu í síldarstí- unum. Tæki.þetla koslar 1200 krón- ur norskar, eða um kr. 2000 ís- lenzkar, albúið til vinnu á bryggjunni. Það er geymt í liúsi milli síldarvertíða, og er því í engri hættu, þótt ísrek grandi bryggjunum. Kepl befir verið að tvennum umbótum á löndun síldar: Að auka hraða löndunarinnar, og að leysa skipverja undan því mikla erfiði, að koma síldinni með mannsorku einni úr skipi í þró. Þessu livorutveggja er fullnægt með löndunartækjum þeim,sem nú eru notuð á Hjalt- eyri og við Djúpuvik. En þeir gallar eru þar á, að þau tæki eru geysi dýr, og varla unt að no ta þau, þar sem öldurót veður við hryggjur. Höfuðkost- ir greiparinnar eru þeir, að liún er ódýr, og getur unnið eins, Síldargreipin að opnast og sleppa síldinnjl niður í mælikerið á bryggjunni. Éitraðar kartoílnr. Hérna um daginn komst eg yfir nokkrar geysistórar kar- töflur. Það voru sannkallaðar risakartöflur. Nú er ekki íriælt með slíkum stærðar „skepn- um“, þær þurfa langa suðu og þykja oft verri til átu. Meðal þessara kartaflna voru það nokkrar, sem ékki tóku suðu nema að nokkru leyti, þ. e. a. s. nokkur hluti þeirra var alt- af liarður og sem hrár væri, al- veg sama hve lengi þær voru soðnar. Þessi liarði ósoðni liluti kartöflunnar var gráleitur að lit og beiskur á bragðið. Að öðru leyti voru kartöflurnar ágætar og sém nýjai', eins og þær líka voru. Eg hafði ekki tælcifæri til að gera eða láta gera rannsóknir á þessum kartöflum, en eg geng út frá, að hér liafi verið um kartöflueitrun að ræða, sem að vísu er talin koma sjaldan fyrir í nýjum kartöflum. Þar sem kartaflan vei’ður að teljast veigamikilli þáttur i okk- ar daglegu fæðu en kartöflu- eitrun, úthreiðsla hennar og verkanir að vonum lítið þekt meðal almennings, er ekki úr vegi að skýra þetta nánar hér. í fjölda af jurtum finst flokk- ur, sem kallaður er alkaloidar. Mörg þessara efna eru mjög eitruð en Iiafa þrátt fyrir það mikla jiýðingu, einkum sem lækningalyf. Nöfn margra þess- ara citurlyfja eru vel þekt, og margir liafa kynst þeim enn betur. Má hér nefna morfin, cocain, stryknin, chinin o. fl., sem liin „áhrifaríkustu“. Enn- fremur má nefna nikotin i tó- baki, coffein í kaffi og te og tlieobromin i cacao. Eitur lcar- töflujurtarinnar nefnist solanin. Það telst einnig til alkaloianna og er talið eilurefni, en ekki í eins ríkum mæli og hin fyr- nefndu efni. Það er talið að ofurlitið af solanini finnist í stönglum og blöðum kartöflujurtarinnar, en meira sé í blómunum og mest finnist af því í hinum grænu aldinum plöntunnar (allt að 1%). — 1 venjulegum nýupp- teknum kartöflum er talið að sé sama og ekkert solanin, það lilla, sem finst, er i hýðinu. Séu kartöflurnar flysjaðar, eru þær því alveg lausar við eiturefnið. Aftur myndast eiturefnið við geymslu, en þó ekld meira en það, að eftir margra mánaða góða geymslu er það ekki nema nafnið (ca. 0.012% og þar af 70% í hýðinu). þótt öldurót sé nokkurt við bryggjuna. En vinnuhraðinn þó mjög viðunanlegur. Eg liygg, að tæki þessi séu þau einu, sem síldarverksmiðj- ur ríkisins á Siglufirði gælu notað, því við hryggjur þeirra verksmiðja er sjór oftast ókyr. (Ægir). Það er fyrst eftir að kartöflu- an fer að spíra, að eitrið eykst. Það er þó aðeins í sjálfum spir- unum og við rælur þeirra, sem þess ve'rður vart. Við þekkjum, að er við sjóðuni spíraðar lcar- töflur, eru þær oft heiskar við „augun“ (spírurnar) og orsak- ast þetta af solanini. Manni verður oft á að særa kartöflurnar við upptökuna, eða áður en þær komast á geymslustaðinn. í slíkum sár- um myndast oft solanin og get- ur það jafnvel orðið að nokkru láði. Þrátt fyrir alt þetta, þarf maður i flestum tilfellum ekki að vera hræddur við að horða gamlar kartöflur, ef maður sker burtu spírurnar og ofurlítinn liluta í kringum þær, flysjar þær og sker af sár og mein- semdir. Séi ögn, sem eftir kann að vera af solanin skaðar eng- an. Ef kartaflan skyldi ennþá vera beisk á bragðið er liægt að kasta lienni og taka nýja. Hún liefir ekki smitað út frá sér. Einnig er talið að solanin sé að finng í tómötum (en tómat- jurtin er syslir kartöflunnar). Þelta er þó ekki nema nafnið. Kartöflueitrunar verður fyrst vart sem sárinda í slímhúðinni og getur hún t. d. orsakað bólgu í görnum, ef til vill einnig í nýr- um. Sjúkdómseinkenni þessarar eitrunar eru uppköst, maga- veiki og höfuðverkur. Sé um al- varlegri solanin-eitrun að ræða hefir það í för með sér lijarta- veiklun, andarteiijiu og kramjia. Það er þó talið, að það sé mjög sjaldan, að eitrunin fær svo al- varlegar afleiðingar, þar sem skjót uppköst varna þvi að eitr- ið verki að nokkru ráði. Þó mun hafa komið fyrir, að fólk hefir dáið úr afleiðingum kartöflu- eitrunar. Það er þó með þessa eitrun sem alla eitrun aðra, að það er mjög misjafnt livað fólk er næmt fyrir lienni. Hér á landi heyrum við oft, að þessi eða hinn „hafi fengið eitrun“, og er það oftast ke!nt um gömlu kjöti eða niðursoðn- um matvælum. Það slcyldu þó ekki vera gamlar illa verkaðar kartöflur, sem hér eiga sinn þátt? Engin afstaða skal tekin um þetta atriði hér, önnur en sú, að nokkur almenn fræðsla um þessi mál skaðar ekki. Stefán Þorsteinsson. RAFTÆKJA L VIDGERDIR VANDADAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM RAFTÆKJAVERUUN - RAFVIRKJUN - VH)CERPAJT0FA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.