Vísir - 03.01.1940, Page 1

Vísir - 03.01.1940, Page 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri: Isíjórnarskrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 3. janúar 1940. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 1. tbl. BANDALAG MILU ITALA, UNGVERJA OG JUG08LAVA í UPPSIGLINGU. siin ont» inu. -----•----- EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Fregn frá Budapest hermir, að Czaky, utanríkis- málaráðherra Ungverjalands, muni bráðlega fara til ítalíu til þess að verja þar nokkurum leyfisdögum. Það er fullyrt, að hann muni þó nota tím- ann þar til mjög víðtækra umræðna við ítalska stjórn- málamenn. ar os liolir sljóri- nálasamMl i Híssa? Orðrómur, sem kominn er á kreik út af þessari för Czaky, vekur gífurlega athygli, en hann er á þá leið, að á uppsiglingu sé bandalag milli Ítalíu, Ungverjalands og Jugoslavíu. Tilgangur þessa bandalags yrði að styðja Ungverjaland, ef til árásar á það kæmi, og þar sem ítal- ir yrði aðilar bandalagsins, hef ði þeir aðstöðu til þess að veita Ungverjum stuðning með því að fara yfir Jugo- slavíu. Ungverjar eru sem kunnugt er mjög sjálfstæðir í framkomu og það er kunnugra en frá þurfi að segja, að þeir höfðu hina mestu samúð með Pólverjum, og er til átakanna kom milli Þjóðverja og Pólverja, létu Ungverjar á margan hátt og marg- sinnis samúð í ljós með Pólverjum, og þrátt fyrir, aðí Ungverjar hafi hagnast á útþensluáformum Þjóðverja, þannig t. d., að þeir fengu sneið af Tékkóslóvakíu, hafa þeir aldrei viljað fara lengra en þeim sjálfum þótti hyggilegt í skiftum öllum við Þjóðverja. Milli ítala og Ungverja hefir lengi verið vinfengi. Það hefir ekki verið rætt um aðra hættu, að undanförnu, sem yfir Ung- verjalandi gæti vofað, en þá, sem af því stafar, að þeir eiga nú sameiginleg landamæri með Rússum, á kafla, eftir að Rússar brutust inn í Austur-Pólland. Milli Rúmena og Ungverja hafa lengi verið deilur, en Ung- verjar mistu mikil lönd í hendur Rúmena upp úr styrjöldinni. En Rúmenar hafa margsinnis lýst yfir því, að þeir vilji frið- samlega sambúð við Ungver ja. TYRKIR SENDA VIÐSKIFTANEFND TIL ÍTALÍU. Þá vekur það mikla athygli, að Tyrkir hafa nú sent viðskifta- sendinefnd til Ítalíu, til þess að ræða nýjan verslunarsáttmála við Ítalíu. Aukin viðskifti og vinfengi ítala og Tyrkja er hvarvetna talið afar mikilvægt fyrir friðinn við Miðjarðarhaf og yfirleitt þykir alt, sem Italir taka sér nú fyrir hendur á stjórnmálasviðinu, bera miklum stjórnmálahyggindum vitni. Bardagar liggja uiðri vegna fro§t- Iiöi'ku og1 hríðarreðnr§. Rússneskip fangar búast viö pyndingum í Finnlandi. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun. 1 morgun símar Webb Miller, fréttaritari United Press á víg- stöðvunum í Finnlandi: Frosthörkurnar og hríðarveðrin hafa stöðugt meiri áhrif á gang vopnaviðskiftanna á vígstöðvunum. Rússar hafa til þessa haldið áfram sókn sinni og gert hvert áhlaupið á víggirðingarn- ar á fætur öðru, en í gær fór að draga úr áhlaupunum og í gær- kveldi mátti segja, að algert hlé væri komið í bili. Finskir her- foringjar eru þeirrar skoðunar, að Rússar freisti ekki að halda áfram að eyða til ónýtis jafnmiklu af mönnum og hergögnum, þar sem árangurinn sé enginn, og veðurharkan dragi stórkost- lega úr líkunum fyi-ir nokkurum árangri eins og stendur. RÚSSNESKIR FANGAR ÓTTAST PYNDINGAR I FINNLANDI Rússneskir hermenn, sem Finnar hafa tekið til fanga, eru dauðskelkaðir við pyndingar af hálfu Finna. Pólitískir undir- róðursmenn kommúnista, sem eru látnir fylgja hernum, telja hermönnunum trú um, áð ef þeir láti taka sig til fanga, bíði þeirra hinar ógurlegustu pyndingar í Finnlandi. Rússneskur flugmaður, sem Finnar hafa handtekið, segir að flugmennirnir hafi fengið fyrirskipun um að skjóta ekki af vélbyssum, á almenna borgara. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Sir William Seeds, sendi- herra Bretlands í Moskva, er lagður af stað heimleiðis ásam frú sinni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er franski sendiherrann í Moskva einnig i þann veg- inn að hverfa heim. Er al- ment talið mjög vafasamt, að sendiherrarnir hverfi aftur til Moskva i bráð. Italski sendiherrann leggur af stað heimleiðis í dag. (Sbr. skeyti frá Khöfn). Hvort sem þær spár rætast eða ekki, að þessar brott- ferðir sendiherra Bret- lands, Frakklands og Ítalíu séu undanfari þess, að þessi þrjú stórveldi slíti stjórn- inálasambandi við Sovét- Rússland, eru þær hvar- vetna taldar sýna alveg ótvírætt mjög vaxandi erf- iðleika í sambúð þeirra við Sovét-Rússland og megna óánægju og gremju yfir framkomu Rússa í garð Finna. K.höfn í gærmorgun. Einkaskeyti frá United Press. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum i Rómaborg mun sendilierra Italíu í Moskva, Au- gusto Rosso, leggja af stað lieimleiðis innan fárra daga, til þess að gefa Mussolini skýrslu um ítölsk-rússnesk málefni. Samkvæmt óstaðfestri fregn mun Rosso ekki liverfa aftur til Moskva. Sendiherra Rússa í Róma- borg er nýfarinn heim. Hann var tiltölulega nýkominn þang- að og lagði aldrei fram embætt- isskilríki sín fyrir Italiukonung, svo sem venja er til, að sendi- herrar geri þegar eftir komu sína. Orsökin var sú, að um þetta leyti var látin í ljós mikil andúð í Rómaborg og viðar á Ítalíu í garð Rússa fyrir innrás þeirra í Finnland og mislíkaði Rússurn stórum. Að sumra á- lili er þetta upphaf þess að stjórnmálasambandinu milli Rússa og ítala verði slitið. Sir William Seeds sendiherra Breta í Moskva er einnig lagð- ur af stað heimleiðis, til þess að ge'fa stjórn sinni skýrslu. Póstferðir á morgun. Frá R: Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Akranes. Esja austur um land í strandferð. — Til R: Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst- ar. Akranes. Bretar hafa 3 miljónir manna nndir vopnnm. Búi§t við §tórko§tfie^nai átökimi á vesi Birií^MödviviiiieBB. EINKASKEYTI frá U. P. London, í morgun. í fyrrakvöld undirskrifaði Georg VI. konungur til- skipun, sem af leiðir að Bretar munu áyfirstandandiári hafa yfir 3 miljónir manna undir vopnum. Tilskipunin hljóðar um að kveðja til vopna nálægt því tvær miljón- ir manna, i sex aldursflokkum, að 27 ára aldri. Þessi ráðstöfun er skilin svo, að herstjórnin breska búist við því, að með vorinu muni koma til stórkost- legra bardaga á vesturvígstöðvunum. Það verður tilkynt jafnóðuin hvenær hver aldurs-. flokkur um sig verður kvaddur til herþjónustu og i hvert skifti með a. m. k. þriggja daga fyrirvara. llt á flotl i 25 Dorpn i Trrtiaidi veoia vatoivaxta. Járnbrautarsamband- ið milli Ankara og Istanbul í hættu. K.höfn í gærmorgun. Einkaskeyti frá United Press. Of'an á allar landskjálfta- hörmungarnár í Tyrklandi hef- ir það nú bæst, að vöxtiir hefir hlaupið í öll stórvötn á allstórú svæði í vesturhluta landsins. I 25 þorpum er alt á floti og margt manna hefir druknað. Einna verst er ástatt af völdum flóða í iðnaðarliéraðinu Ada- pazar. Menn óttast, að járn- brautarsambandið milli Ankara og Istanbul verði rofið af völd- um vatnavaxtanna. 5000 manns hafa farist á flóðasvæh inn í Tyrklandi. London í morgun. Einkask. frá United Press. Samkvæmt opinberri til- kynningu útgefinni í Istan- bul hafa 5000 manns farist á flóðasvæðinu í Tyrklandi, aðallega í Kemal-pasha, þar sem alt er á floti, og óttast menn nú, að flæða muni yf- ir allan Bursadalinn. — Við Lakea Poleon flóir líka alt í vatni. Nýápskveðjar sjómanna. Nýárskveðjur sjómanna. FB. 2. janúar. Óskum vinum og vanda- mÖnnum gleðilegs nýárs með þökk fyrir það liðna. Skipverjar á Maí. Óskum öllum vinum og ætt- ingjum gleðilegs nýárs og þökk- um það gamla. Skipshöfnin á Reykjaborg. Belgíumenn ásakaðip fyrii* velvild í gard Bandamanna. K.höfn 1 gærmorgun. Einkaskeyti frá United Press. Samkvæmt símfregnum frá Berlín ræðst Völkischer Beo- hacliten á belgisku blöðin fyr- ir að styðja málstað Banda- manna, og telur hið þýska blað að slíkt framferði sé ekki í samræmi við yfirlýst hlutleysi Belgíu. Ií.höfn í gærmorgun. Einkaskeyti frá United Press. ÞÝSKAR FLUGVÉLAR Á SVEIMI YFIR HOLLANDI. Flugvélar, sem menn ekki vissu deili á, voru á sveimi yfir norðausturhluta Hollands i gær. Loftvarnabyssur voru teknar í notkun og eltingar- flugvélar liófu sig til flugs og ætluðu að hrekja flugvélarnar á hrott, en þær höfðu þá tekið stefnu til norðausturs og hröð- uðu sér á hrott. Burðargjald bréía og böggla hækkar frá áramótum. Samkvæmt tillögu póst- og símamálastjóra hefir atvinnu- og samgöngumálaráðherra á- kveðið allmiklar hreytingar á burðargjaldstaxta fyrir póst- sendingar, og gilda þær frá 1. jan. 1900, þar til öðruvísi kann að verða ákveðið. Ilækkun þessi er allveruleg, en ekki eru tök á að rekja hana hér, nema að því leyti, sem hún snertir allan almenning að því er bréfasendingum viðkemur. Bréf alt að 20 gr. innanlands og til Norðurlanda 25 aurar, en var áður 20 aurar, 125 gr. 50 aurar, 250 gr. 75 aurar, 500 gr. 100 aurar. Almenn bréf til ann- ara landa á 20 gr. 45 aurar, í stað 35 aurar áður, 40 gr. 70 aura, 60 gr. 95 aura, 80 gr. 120 aura. Hækkun á burðargjáldi póst- högla nemur mestu, og stafar það af hækkun á farmgjöldum og tryggingum vegna stríðsins. Þá liefir póststjórnin látið Islendingaíélag stoínað i Ástralíu Síðastliðinn föstudag barst prófessor Guðmundi Hannes- syni skeyti frá Ástraliu, þar sem honum var skýrt frá því, að bú- ið sé að stofna þar íslendinga- félag eða félag íslandsvina (Ice- landic Society). Var félagið stofnað daginn áður í Melbourne, eða fimtu- daginn 28. des., og gengust þau fyrir stofnuninni ungfrú Anita Miihl og próf. Lode- wyckx, sem hér var um árið. Fátt mun vera íslendinga í Ástralíu, svo að tilgangur fé- lagsins mun vera að veita þeim aðstoð, sem vilja nema islensk fræði eða kynnast íslandi og ís- lendingum á annan hátt. Eiga þau ungfrú Muhl og próf. Lodewyckx þakkir skild- ar fyrir þessa félagsstofnun sína og kynningarstarf í okkar þágu. Gamlárskvöld Gamlárskvöld var rólegt að þessu sinni, segir lögreglan. Þó var lögreglan kölluð út um 30 —40 sinnum um kveldið og nóttina. Allmikið var sprengt i mið- bænum, eins og venja er til, mest á Austurvelli og í nágrenni lians. Var þar látlaus skothríð og innan Uffi héijarmiklar „bombur“, sem vel hefði getað orðið vegfarendum að meini, ef þær liefði sprungið nærri þeim. Medðsli urðu einnig á nokk- urum mönnum, eil fá alyarleg, þó þurfti að flytja tvo særða menn á sjúkraliús. Meiðslin or- sökuðust yfirleitt af þvi, að sprengjur liöfðu verið settar í glös eða flöskur og síðan sprengdar. Mannfjöldi var ekki eins mikill og oft áður á gamlárs- kveld og mun það stafa af því, liversu margir sækja nú dans- leiki þá, sem lialdnir eru svo að segja í hverju einasta sam- komuhúsi bæjarins. Htvinnuleysingar um ásramót. Þ. 30. desember siðastliðinn voru skráðir atvinnulausir hér í bænum 771 að tölu. Eru það nær eingöngu karlmenn. Eru atvinuleysingjar um þessi áramót því heldur færri en í fyrra um sama leyti, því að þá voru skráðir atvinnuleys- ignjar þ. 31. dös. 807 að tölu. Árið þar áður, 1937, voru skráðir atvinnuleysingjar þann 31. desember 709 að tölu, eða öllu færri en nú. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið „DauÖinn nýtur lífsins" annað kvöld fyrir venju- legt leikhúsverð. Athygli skal vakin á augl. frá Howard Little um enskukenslu í blaðinu í dag. Hefir hann stundað ensku- kenslu hér um langan aldur, með ágætum árangri. prenta ný frímerki í samráði við alþjóðasamþykt í póstmál- um, sem ákveður að frímerki á hréf skuli vera blá að lit, á bréf- spjöld rauð, en á prentað mál græn. Koma nýju frímerkin á markaðinn í vikulokin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.