Vísir - 15.02.1940, Síða 1

Vísir - 15.02.1940, Síða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. RLitstjórnarskrifstofur: iPélagsprentsmiöjan (3. hæð). 30. ár. • • Oll virki, §em R᧧ar toku 9 aftnr í hön< Rússar búa sig undir að halda áfram sóknánni. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Edward Beattie, fréttaritari United Press, símar í morgun frá vígstöðvunum í Finnlandi: Það er ekki lengur neinum efa undirorpið, að hin síendurteknu áhlaup Rússa undangenginn hálf- an mánuð hafa algerlega mishepnast. Þeir náðu nokk- urum framvirkjum Finna á sitt vald í bili, en Manner- heimvíggirðingarnar eru órofnar, eins og Finnar halda fram. Þeir segjast hafa náð aftur öllum framvirkjum, sem Rússar tóku undanfarna daga. Hefir nú heldur dregið úr áhlaupum Rússa í bili, en það er margt, sem bendir til, að þeir búi sig undir að halda áfram áhlaup- unum á Kyrjálanesi af sama kappi og áður. Italir reiðu- búnir. Ráðstaíanir gerðar til allsherjar hervæðing- ar, ef nauðsyn krefur. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. ■ ■ ■ ;‘x EINN AF FIMMTÍU. — Þegar styrjöldin hófst milli Bandamanna og Þjóðverja áttu Þjóðverjar um 50 kafbáta. Bretar og Frakkar lialda því nú fram að þeir liafi sökt a. m. k. 40 af þeim og nú siðast í gær tveim í viðbót, sem höfðu sökt þrem breskum skipum. — Þegar myndin var tekin af kafbátnum hér að ofan — U-35 —• var styrjöldin en ekki skollin é, því að jregar hún hófst mál- uðu kafbátarnir yfir einkennisstafi sína. Það er giskað á, að á Sumaa-vígstöðvunum, eða gegnt miðhluta Mannerheimvíggirðinganna, þar sem harðast hefir verið barist, hafi Rússar sjö herfylki, eða um 150.000 manns, en alls á Kyrjálanesi á f jórða hundrað þúsund manns. Og enn draga þeir að sér liðsafla, enda veitir ekki af, því að manntjón í liði þeirra hefir verið ógurlegt í áhlaupunum að undanförnu. Samkvæmt á- reiðanlegustu heimildum hafa fallið af Rússum upp undir 40.000 menn á Kyrjálanesi undanfarna daga. Auk þess hafa Finnar eyðilagt mikið af hergögnum Rússa, aðallega skriðdreka. Fyrir framan Kiovisto, þar sem Rússar höf ðu hætt sér út á ísilagt vatnið með skrið- dreka sína, f ór illa f yrir þeim, því að ísinn brotnaði og margir skriðdrekar fóru niður um ísinn. í tilkynningum Finna segir, .að bardágarnir við Summaa séu hinir hörðustu, sem liáðir liafa verið í styrjöldinni, og liarðari bardagar ekki liafa verið háðir í Heimsstyrjöldinni. Það er giskað á, að seinustu daga hafi Rússar skotið 300.000 fallbyssu- kúlum á dag inn yfir víggirðing- ar Finna. En þrátt fyrir það og að þeir hafa sótt fram með fjölda skriðdreka og hafi ótak- mörkuðum mannafla á að skipa liafa þeir hvergi komist inn í víggirðingarnar sjálfar — að eins náð nokkurum fram-varð- stöðvum, sem nú eru aftur í höndum Finna. Finska lier- stjórnin hefir altaf gengið út frá þvi, að Rússum mundi tak- ast að ná einhverjum hluta fremstu víggirðinganna á sitt vald, a. m. k. í bili, og þess vegna liefir verið þannig frá víggirðingunum gengið, að liver virkjaröðin tekur við af annari. Lita Finnar enn svo á, að horf- urnar séu alls ekki þær, að þeir þurfi að óttast, að Rússum tak- ist að brjótast í gegn á Kyrjála- nesi. En herlið Finna er farið að þreytast og hefir orðið að kveðja aukinn mannafla til vopna. Á Kuhmovígstöðvunum geng- ur Finnum vel. 54. herfylki Rússa þar er umkringt, en or- listunni þarna er ekki lokið enn. NRP—FB. FINSKIR ÍÞRÓTTAMENN HYLTIR I OSLÓ. —o— Finskir hockey-leikarar voru ákaft hyltir á landsmóti í Osló í gær af 10.000 áhorfenda. Með- al viðstaddra voru Ólafur kon- ungsefni Norðmanna og Mavtlia krónprinsessa. — Allur ágóði — sem nam 40.000 kr. — af kappleiknum, rann til Finn- landssöfnunarinnar. — NRP. ÐjóQverjar leii olíi- oevmg í Koestaizð ndir ríssiislu ilíi. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Þjóðverjar liafa leigt tvo olíu- geyma við Konstanza, hafnar- borg Rúmena við Svartahaf. — Þarna er tilætlunin að geyma rússneska olíu, sem flutt verð- ur frá Konstanza Donárleiðina þegar ísa leysir. Czaky gxeiú væntan- legur í nýja heimsókn til Ítalíu. Einkaskeyti frá United Press. ILhöfn í morgun. Czaky greifi, utanríkismála- ráðherra Ungverjalands, er væntanlegur í nýja lieimsókn til Rómaborgar, segir í símfregn- um þaðan í morgun. Fer hann í ferð þessa lil þess að ræða á- stand og horfur í utanríkismál- um við Ciano greifa, þar sem hórfurnar eru taldar allmjög breyttar frá því, er þeir rædd- ust við síðast. Þá hefir lieyrst, að Ungverjar séu óánægðir með samþyktir þær, sem geríSar voru á Balkan- ráðstefnunni. Fregnir frá Rómaborg herma, að ákvarðanir hafi verið tekn- ar um undirbúning allsherjar hervæðingar og mjög viðtækar loftvarnir borga, liergagnaverk- smiðja o. s. frv. Ennfremur var ákveðið að vinna að því, að unt verði að breyta til i f jölda mörg- um verksmiðjum, þannig, að hægt verði að nota þær til her- gagnaframleiðslu. Alt er þetta gert til þess að ítalir verði við öllu búnir, en menn búast við, að íalir muni lialda sömu stefnu og forðast þátttöku i styrjöld- inni meðan þeir geta. Fyrrnefndar ákvarðanir vorn telcnar á fundi yfirlandvarna- ráðsins, sem liefir setið á stöð- ugum fundum að kalla undan- farna daga. Fregnirnar um ítalskt- ungverskt persónusamband bornar til baka. Ungverskir stj órnmálamenn neila því, að til orða hafi kom- ið, að stofnað yrði til persónu- sambands ítala og Ungverja, þannig, að Victor Emmanuel konungur Ítalíu yrði einnig konungur Ungverjalands. Hins- vegar er talið víst, að samvinna verði áfram hin traustasta með Ungverjum og ítölum, og víst er, að ítalir eru staðráðnir i að vera vel á verði gegn hverskon- ar hættum, sem Ungverjalandi og Balkanlöndunum kann að stafa frá Rússum. Ipskip hermda?verk- menn enn á feröÍKai Einkaskeyti frá United Press. - Frá Birmingham er simað í morgun að tvær vítisvélar hafi sprungið í Birmingham. Önnur sprengingin varð fyrir framan skófatnaðarsölubúð, sem eyði- lagðist að mestu, en hin sprakk í einu úthverfi bæjarins, og brotnuðu rúður í nokkrum liúsum, en um annað tjón er ekki getið. — Lögreglan hefir hafið leit um allan bæ og fund- ið þrjár sprengjur í sambandi við klukku. Víðtækar várúðar- ráðstafanir hafa verið gerðar og aukinn lögregluvörður er |við | opinberar byggingar, póst- og símastöðvar, járnbrautarstöðv- j ar o. s. frv. Það er talið, að írskir hermd- j arverkamenn úr „Irska lýðveld- j ishernum“ (I R. A. menn) séu j hér að verki og sé hér úm að ræða upphaf tilrauna til þess að i liefna Barnes og Richards, sem t nýlega voru teknir af lifi i j Birmingham fyrir sprengjutil- j ræðin i Coventry. ----------------------- Valsblaðið, I. tbl. 2. árg. er nýkomið út. ■— Efni þessa tbl. er þetta m. a.: Fyr- ir 20 árum. 1939—1940. Utanför Vals og Víkings, eftir Fr. H. Ensk knattspyrna, eftir Joe Devine. Yfir Kjöl að Súlum, kvæði eftir Gu‘Ö- mund Sigurþsson. Sigurvegarar 1939 o. m. fl. BlaðiS er vandað að efni og frágangi. Tveimur þýskum kafbátum sökt, - - rétt á eftir að þeir höfðu sökt 3 breskum fiutnmgaskipum. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Breska flotamálaráðuneytið tilkynti í nótt sem leið, að ! tveimur þýskum kafbátum hefði verið sökt í gær — skömmu eftir að þeir höfðu gert árásir á þrjú bresk flutningaskip og sökt þeim. — Skip þau, sem kafbátarnir söktu nefndust „Brit- ish Triumph“, „Greta Field“ og „Sultan Star“. Öðrum kaf- bátnum var sökt hálfri klukkustund eftir að „Sultan Star“ var . sökt, en það var 12.000 smálesta skip á heimleið frá Suður- Ameríku með kjötfarm. Því var sökt liðlega 200 mílur frá strönd Lands End, suðvesturodda Bretlands. í Varðarhúsmn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur kl. 5 í dag í Varðarhúsinu. Undanfama daga liefir fjöldi fulltrúa komið hingað til bæjarins úr öllum sýslum landsins og er líklegt að fulltrúar, sem mæta með umboð á fundinum verði um eða yfir tvö hundruð. Verður fulltrúaskír- teinum úthlutað í dag í Varðarhúsinu þar til fundur hefst. Er fundarsetning hefir fram farið mun formaður flokksins, Ólafiu’ Thors atvinnumáiaráðherra, flytja erindi, þar sem gert verður grein fyrir stjórnarsamvinnunni og alment yfii'lit gef- ið um viðhorfin eins og þau ei’u nú. Fundir halda þvínæst áfram þar til á sunnudags- eða mánu- dagskvöld, en því verður hagað með tilliti til fei'ða, og endan- lega ákveðið síðar á fundinum. Isalögin við Banmarku. Fjórtán flutningaskip bíða fyrir utan Helsingborg. 100 skip föst í ísnum við Banmörku. Einkaskeyti frá United Press. Kaupmannahöfn í morgun. ísalög valda enn xniklum flutningaerfiðleikum við Dan- möi'ku. Eftir margra daga mikla erfiðleika, vegna ísi’eka, tókst loks í gær að safna saman 14 flutningaskipum, þar af 11 kolaflutningaskipum á leið til Khafnar, fyrir utan Helsing- borg, og bíða þau nú þai', uns tekst að í'yðja þeim braut gegn- um Eyrarsund með isbrjótum. ísinn í sundinu verður æ þykk- ari, en alt verður gert sem unt er til þess að koma skipunum eins fljótt og auðið er til Kaup- mannahafnar, vegna hinna mildu eldsneytisvandræða, sem þar eru. Alls ei’u nú um 100 slcip föst í ísnum við strendur Danmerk- ur. Við strendur Noi'egs hefir heldui' færst í betra liorf með siglingarnar. ísinn hefir rekið til hafs. Sti-andferðir eru enn á ringulreið eftir erfiðleikana, sem ísinn olli, en það er búist við, að strandferðirnar komist í samt lag næstu daga, ef isinn rekur ekki að landi aftur. All»ingrissetnlng’ fld. I í dagr. Þingsetning’ fór fram kl. 1 e. h. í dag og var henni hagað Iíkt og venjulega og hófst með því að þingmenn gengu í kirkju. Síra Friðrik Rafnar vígslu- ! bislcup flutti ræðu í kirkju, en j því næst geixgu þingmenn til Alþingisliúss og las forsætisráð- herra upp venjulegan kon- ungsboðskap um þingsetningu, en ekki er búist við frekari þingstörfum í dag. Forsetakjör fer væntanlega fram á morgun eða á mánudag og upp úr því liefjast þingstörfin fyrir alvöru enda mun fjái'lagafrumvarpi úthlutað þá, að öllu forfalla- lausu. Ýmsir fundir og þing standa yfir þessa dagana, og vei’ða rík- isstjórn og þingmenn að taka þátt í þeim fundahöldum. -------—«■ZHSE3S2KS»»—---- Handknattleiksmótið hefst 30. mars. í gær barst stjórn Í.S.Í. svar frá knattspyrnufélaginu Víking, viðvikjandi þvi, hvort félagið vildi taka að séi\ með Val, að balda handknattleiksmót. — Kvaðst Víkingur reiðubúinn til þess. Kjósa bæði félögin menn i nefnd, þrjá hvort, en sjöundi maðurinn verður fulltrúi Í.S.Í. og verður það Frímann Ilelga- son. Mun nefndin hefja undix'- 1 búning af kappi næstu daga, j slcrifa félögum úti um land og | bjóða þeim þátttöku. ! Tveim dögum áður en mótið ; hefst, á Esja að korna úr lirað- ■ ferð utan af landi. Virðist j standa vel á þeirri ferð fyrir flokka utan af landi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.