Vísir - 17.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 17.02.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Tngólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. QBBMaaaaHHHKMBimBMBanMa Ef Finnland bíður ósigur. M JÖG alvarleg tíðindi liafa borist í gær og í dag frá Finnlandi. Er svo að sjá að margir telji að vörn hinna: hraustu liersveita muni bráðlega bila gegn ofureflinu, ef ekki berst skyndileg hernaðarhjálp. Eftir fréttunum að dæma virðist ekki útlit fyrir að svo geti orð- ið, þvi að það eina land sem get- ur veitt skyndilega hernaðar- hjálp, hefir ákveðið að halda hlutlejrsi sínu. Hetjuvörn Finna hefir getið landi þeirra ódauð- lega frægð, en slikur frægðar- ljómi er lítil huggun þjóð sem hnept er í ánauðarfjötra þegar mátturinn er þrotinn til varna. Þótt haf sé á milli okkar og finsku þjóðarinnar, þá má bú- ast við að það geti haft víðtækar afleiðingar fyrir okkur hvernig stríðið fer í Finnlandi. Ef Finn- land biður ósigur eru öll Norð- urlöndin í hættu, því enginn veit livar hersveitir Rússa nema staðar þegar þær hafa náð að komast að landamærum Sví- þjóðar og Noregs. Dragist þessi tvö lönd inn í ófriðinn getur alt viðhorf á Norðurlöndum breyst skyndilega. Siglingar og við- skifti stöðvast og sjálfstæði þessara smáþjóða getur verið í hættu. Á þessum tímum er liollast að horfast í augu við staðreynd- irnar. Þess vegna er okkur nauð- synlegt að gera okkur grein fyrir hvað að liöndum kann að bera ef styrjöldin breiðist út til Norðurlanda. Ennþá höldum við viðskiftum okkar við þessi lönd, fáum þaðan mikið af nauðsynjum og seljum þangað margskonar vörur, þar á meðal vörur eins og saltsíld, sem erfitt er að selja nú annarsstaðar svo noltkru nemi. Ef illa fer geta öll þessi dýrmætu viðskí.ó stöðvast en það getur aftur á móti haft áhrif á framleiðslu okkar til lands og sjávar. Flestir menn í þessu landi munu eiga þá ósk heitasta, að þjóðin megi komast hjá ógnum stvrjaldarinnar. En hinu mega menn ekki glcyma að við getum ajdrei komist hjó þvi að verða íyrir áföllum þegar öldurnar iisa háft alt í kringum okkur. Erfiðleikar á styj'jaldartímum koma skyndilega og oft að ó- vörum og gegn þeim er engin önnur vörn en snarræði, dugn- aður og fyrirhyggja. Þjóðin verður að Iáta hvern dag nægja sína þjáning en það er ekki nauðsynlegt að loka augunum fyrir því hvað gerast kunni ef rás viðburðanna beinist í ein- hverja ákveðna átt. Þótt óyænlega sýnist nú fyr- ir Finnlandi, þá er ekki enn á- stæða til að örvænta. Vaskleikur þessarar þjóðar getur enn unn- ið kraftaverk sem snúið geta ó- sigri í sigur. Allur heimurinn horfir nú til þessarrar litlu þjóðar sem berst fyrir frelsi sinu og þótt svo færi að hún tapaði því um stund þá hefir Frá landsfundi Sjálfstæðismanna í gær: §jálf§tæði§málið — ¥erkalýð§málin — LamlllHÍnaðiiiiiftii. Landsfundur Sjálfstæðismanna hófst að nýju kl. 10 árd. í gær og talaði þá fyrstur Gísli Sveinsson, sýslumaður, um sjálf- stæðismálið. Flutti hann hið snjallasta erindi við mikinn fögn- uð áheyrenda. Mælti ræðumaður af munni fram þannig að Vísir á þess ekki kost að birta ræðuna í heild, en hér fara á eftir nokkur þau atriði, er ræðumaður lagði megináherslu á, en gefa þau þó litla hugmynd um hið snjalla erindi, sem var mjög ítarlegt. Ræða Gísla Sveinssonar. Gísli Sveinsson rakti málið frá ýmsum hliðum, að nokkuru leyti sögulegum, en einkanlega eins og það nú horfði við, bæði með tilliti til Sjálfstæðisflokks- ins og þjóðarinnar í lieild. Sýndi hann fram á, að nú eigi síður en áður, og raunar af ýmsum ástæðum miklu fremur, bæri að fylgja þvi fram með áliuga og atorku, enda lægi hrátt fyrir að taka í því endanlegar ákvarð- anir samkvæmt sjálfum sam- bandslögunum. Minti ræðumað- ur í því sambandi á þær gagn- gerðu ályktanir, sem Alþingi hefði gert í því efni 1928 og 1937, sem beinlinis ætluðust til, að uppsögn samningsins við Dani færi fram á tilsettum tíma. Með íslendingum, sagði G. Sv., ekki síður en öðrum þjóð- um væri sjálfstæðismálið fjör- egg þjóðarinnar; það væri blátt áfram tilverumál hennar, sem alt annað byggist á og ætti að miðast við, enda teldu nú allir stjómmálaflokkar íslenskir, að eigi ætti annað að lcoma Ijl mála en uppsögn á samband- inu, sem byrjaði með endur- skoðun eftir 1940 og hreinni uppsögn eftir 1943, nema þá samningar tækjust af nýju með þessum þjóðum ó einhverjum grundvelli. Nú mætti og full- yrða, að enginn gæti lengur ef- ast um rétt íslendinga sem full- valda þjóðar til þess að öllu lejdi að skipa þessum málum að eigin vild, þar með að ákveða fullkomin sambandsslit, einnig konungssambandsins við Dan- mörku. Hvað þá ætti að taka við, hvort hér yrði lýðveldi á- kvarðað með t. d. innlendum forseta, eða annað fullkomlega íslenskt fyrirlcomulag á æðstu stjórn Iandsins, væri eins og nú stæði af tur á móti ekki tíma- bært að ræða nákvæmlega, enda skaðlegt málinu sjálfu og réttum framgangi þess, að blanda á þessu stigi inn í um- ræðurnar bollaleggingum um það. Þegar að þvr kæmi, hlyti Jiað að vera algerlega á valdi íslendinga sjálfra að gera út um það ó þann hátt, er þeir helst kysu. í því sambandi vítti ræðumaður þann hégóma, sem komið hefði fram sem óviðeig- andi gróðahnjdíkur ákveðins blaðs hér í bænum, að láta fá- eina menn, er blaðið keyptu, greiða „atkvæði“ um forseta- efni í landinu, sem ef til vill yrði notað sem „grýla“ í réttri meðferð málsins, og mætti með slíkum fáránlegheitum gera sjálfstæðismálinu óbætanlegan óleik; taldi hann, að þetta hefði átt að banna, og ætti að banna, ef menn sjálfa skorli velsæmis- tilfinningu fyrir þvílíkri aðferð, sem heldur alls ekki bæri að hún með blóði sona sinna trygt sér endurheimt þess þegar þjóð- irnar aftur slíðra sverðin. fleyta út meðal almennings landsins (eins og t. d. ríkisút- varpið var látið gera). —- — Einnig taldi G. Sv. það óþol- andi skömm, ef stjórnmálablöð landsins birtu úrtölugreinar í þessu máli, sem væri Hfsskil- yrði þjóðinni að halda hreinu og með fullkominni festu til úr- slita, án alls glundroða, sem síst mætti koma innan að, eða frá sjálfum borgurum landsins. Um vilja þjóðarinnar, eða alls þorra hennar, sem væri vitandi vits í málinu, ætti ekki að þurfa að efast; liann væri lausn Jjess í algeru samræmi við oftlega framsettar sjálfstæðisóskir og fullveldiskröfur íslendinga. Sumir mundu nú ef til vill spyrja, eins og ástandið er nú í heiminum, sagði G. Sv., hvort Jiað hefði tilætlaða Jiýðingu að tala um sjálfstæði hins ís- lenska ríkis á sama hátt og áð- ur, — þegai' hver smájijóðin ó fætur anxari ætti á hætlu að verða undirokuð og jafnvel upprætt, vegna grimdaræðis yf- irstandandi ófriðar. Þessu kvaðst ræðumaður svara Jiann- ig, að helst yi'ði það þó til bjarg- ar, að halda uppi sínu sjálfstæði og fullveldi út í ystu æsar, með ákveðnum vilja og fullum hug, því að lengur mundi það þó endast vopnlausri og í styrjöld vanmáttka þjóð og verða meira virt, heldur en hitt, ef hún vildi alls ekki sjálfstæð vera, þótt hún hefði allan rétt til þess. Að lokum bar G. Sv. fram til- lögu í málinu, en í það var sett 8 manna nefnd. í nefnd til Jiess að fjalla um sjálfstæðismálið og utanríkis- málin voru kosnir: Gísli Sveins- son, Benedikt Sveinsson, Sig- urður Eggerz, Thor Thors, Mar- ía Maack, Guðm. Björnsson, Jón Björnsson og Hinrik Jóns- son. Þá talaði Magnús Jónsson prófessor um skatta og tollmál, langt erindi, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Var svo fundarhlé til kl. 1.30, en þá hófst fundur að nýju. Ræða Bjarna Benediktssonar. Frá Jiví að sjálfstæðismenn komu síðast saman á lands- fund hefir Jieirra á meðal vaxið upp ný hreyfing, samtölc sjálf- stæðisverkamanna. Stofnuð hafa verið 12 mál- fundafélög sjálfstæðisverka- manna. í sterkasta verka- mannafélagi landsins, Dags- brún, hafa sjálfstæðismenn meirihluta í stjórn. í verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði hafa þeir einir náð völd- um. Á öðrum stöðum hafa þeir fengið meiri eða minni áhrif. Þetta eru mikil viðbrigði frá því, sem áður var. Fyrir li. u. b. tveimur árum var eg sunnudag einn staddur lieima hjá Valtý ritstjóra Stefánssyni. Meðan eg var Jiar kom Jiangað verkamað- ur og sagði okkur frá brott- í-ekstri Jóns Baldvinssonar úr Dagsbrún. Það er einkennandi fyrir ástandið, sem þá ríkti í þessum málum, að við vorum upp með okkur af þeim góðu samböndum, sem við hefðum, að góður maður skyldi verða til Jiess sem hálfgerður njósnari að segja okkur þessi stórtiðindi. Á- hrif sjálfstæðismanna í verka- lýðsfélögunum voru sem sagt engin. Þegar best lét fengu sjálfstæðismenn eftir á með nokkurri leynd fregnir af hin- um þýðingarmestu atburðum. Þau umskifti, sem orðið liafa, eru ekki nema a. n. 1. að Jiakka fylgisaukningu sjálfstæðis- riianna meðal verkalýðsins, Jió að hún liafi að vísu verið mikil á Jiessum 2 árum. Orsakanna er ekki siður að leita í Jivi, að nú er að konia fram sá kraftur, sem sjálfstæðismenn ætíð liafa átl í verkalýðssamtökunum, en ekki liefir fyrr en nú verið liag- nýttur. Verkamenn um land alt hafa yfirleitt án tillits til stjórnmála- skoðana gengið i verkalýðsfé- lög. Verkalýðsfélögin liafa hins- vegar langflest verið í Alþýðu- sambandínu. En Jiað er um Ieið flokkssamtök Alþýðuflokksins. Þelta skapaði Aljiýðuflokknum mikinn styrlc á yfirborðinu. Raunverulegur styrkur hans var Jjó alt annar. Hann kom fram við Aljiingiskosningarnar 1937 og sveitarstjórnarkosning- arnar 1938, og reyndist ekki ýkja mikill. Sjálfstæðisverkamenn höfðu lengi liugleitt að losa sig undan ofurvaldi Alþýðuflokksins, en Jiað hafði ýmist setið við bolla- leggingarnar einar eða tilraun- ir, sem fóru út um þúfur. Svo stóð þangað til málfunda- félagið Óðinn var stofnað 1938. Því var tekið með fullum fjand- skap andstæðinga og nokkru trúleysi sjálfstæðismanna, mín ekki síður en annara. Forvígismenn Jiess gerðu sér ljóst, að fyrst varð að sýna liver styrkur sjálfstæðismanna væri í Dagsbrún, og að Jieir réðu þar úrslitum sem lóðið á metaskál- um. Þetla tókst með afstöðu, sem tekin var í 2 allsherjaratkvæða- greiðslum á árinu 1938. Við stjórnarkosningarnar 1939 kom og í ljós, að lóð sjálfstæðis- manna var þyngra en ætlað hafði verið. Þá sást, að sjálf- j stæðisflokkurinn var þarna stærri en sjálfur Aljiýðufl., sem fram að þessu hafði tileinlcað sér verkalýðslireyfinguna. Um Jiessar mundir var mynd- að málfundafélagið Þór í Hafn- arfirði, sem hefir í gegnum harðar deilur og við alt aðra að- stöðu en félögin i Reykjavík sótt fram til þess að taka í hend- ur sjálfstæðismanna einna stjórn vei’kamannafélagsins Jiar. Ilér í Rej'kjavik hefir aftur á móti verið tekin upp sam- vinna við Aljiýðufl. og hafa fylgismenn Jiessara 2 flokka tekið stjórn Dagsbrúnar í sín- ar hendur. Þessi samvinna var fyrst ög fremst nauðsynlcg lil Jiess að hnekkja valdi kommúnista. 1 fyrra höfðu Alþfl. og Sjálfstæð- isfl. saman h. u. b. 150 atkv. meirihluta í félaginu. Síðan hafa kommúnistar látið strika út af kjörskrá eða alveg úr fé- laginu 310 menn, en tekið í fé- lagið h. u. b. 250. Ef fyrra fylgi þeirra liefði haldist, voru Jjví allar líkur til þess að Jieir mundu ná miklum meirihluta. Niðurstaðan varð sú, að þeir urðu enn í 100 atkv. minnihluta. Þetta var elcki sist að Jiakka vaxandi fylgi sjálfstæðismanna. Þá er og á Jiað að líta, að vissrar lortrygni gætti innan verkalýðssamtakanna um að láta sjálfstæðisverkamenn fara að semja við atvinnurekendur. I fyrra sagði Jiannig Aljiýðu- blaðið, að Jiað væri móðgun við verkamenn, að sjálfstæðismenn liefðu menn í lcjöri í Dagsbrún. Eftir að Alþýðuflokkurinn hefir samið við sjálfstæðismenn um stjórn Dagsbrúnar getur hann ekki framar lialdið Jiessu fram. Styrlcur sjálfstæðismanna í verkalýðsfélögunum er Jjví mik- ill. En til hvers á að heita þess- um styrk ? HÍutverkið er tveriskonar: Annai’svegar ber að vinna að því, að tengja verkamenn nán- ar við flokkinn. Halda verður áfram að stofna ný málfunda- félög. Að vísu eru fáir í hverju í fyrstu. En mjór er mikils vís- ir. Með Jjessu er náð til manna, sem flolckurinn mundi ella naumast liafa beint samband við. Nauðsynlegt er að stofna samband félaganna, enda liafi Jiað náið samstarf við miðstjórn flokksins. Ólijákvæmilegt mun og verða að sambandið hafi i sinni þjónustu fastan erindreka, er ferðist á milli félaganna og glæði starfsemi þeirra. En jafnframt þessu verður að nota þenna nýfengna styrk til réttarbóta verkamönnum til Iianda. Fyrsla verkefnið er að gera AlJjýðusambandið ópólitískt og koma þar með í framkvæmd höfuðatriðunum úr frv. Bjarna Snæbjörnssonar. Á siðasta Al- þingi fékst skýlaus yfirlýsing yfirgnæfandi meirihluta þm. um, að þeir vildu að þessi meg- inatriði næðu fram að ganga. Þetta var ótvíræður sigur. Með Jiessu var sett á Aljiýðu- sambandið Jiað traust, að Jiað gerði sjálft nauðsynlegar breyt- ingar á lögum sínum. M. a. til þess að auðvelda þessar breyt- ingar var samstarfið i Dagsbrún liafið. Næsta liaust mun til fulls fást úr því skorið, hvort Al- Jiýðusamhandið þekki svo sinn vitjunartíma, að Jiað geri þess- ar breytingar. Er sjálfsagt að vona hið besta. Því er ekki að leyna, að hjá ýmsum verkamönnum, ekki síst í Hafnarfirði, rílcir megn vantrú á þessu samstarfi. En einnig þessir menn munu fús- lega taka upp samstarf, Jiegar þeir hafa í framkvæmd séð samstarfsvilja sinna fornu and- stæðinga. Um Jiann samstarfsvilja skul- um við sem sagt vona liið besta. En jafnvel þó að hann reyndist ekki svo lialdgóður, sem æski- legt væri, er engu spilt af liálfu sjálfstæðismanna. Þá breyta sjálfstæðismenn málfundafé- lögum sinum í regluleg verka- lýðsfélög, og verða áreiðanlega með styrk flokksins menn til þess að gæta réttar síns. Þetta er ekki heppilegasta lausnin, en það verður áreiðanlega óheppi- legra fju’ir aðra en sjálfstæðis- menn, ef þeir verða neyddir til að kjósa liana. Á því er bráðust nauðsynin að leysa þetta jafnréttismál verlcalýðsins. Meslu máli fyrir verkamenn skiftir þó hitt, að búið sé Jiann- ig að atvinnulífinu, að Jiað megi veila sem flestum sem allra best kjör. í þessu sambandi er það alhyglisvert, að árið 1939 sýnist ætla að verða fj'rsta árið um margra ára skeið, er fátækra- kostnaður í Reykjavik fari ekki stórlega fram úr áætlun. En þetta er eftirtektarvert fyrir Jiær sakir, að fátækrakostnað- urinn er að verulegu leyti skuggi atvinnuleysisins, sem kemur fram að þessu leyti í auknum gjöldum hinna efnaðri en hjá verkamanninum í neyð og sulti. Að nokkur stöðvun hefir orðið á þessum voða get- ur elcki af öðru komið en þvi, að við tilkomu stjálfstæðis- manna í stjórn hefir atvinnu- lífið örfast og lirörnunin hætt. Þetta má vera enn ein sönn- unin fyrir ágæti stefnu okkar. Þess vegna skulum við muna, að hestu launin, sem við getum veitt verkamönnum fyrir stuðn- ing þeirra við flokkinn, er að vinna að sem mestum áhrifum og skjólum fullnaðarsigri lians. Ræða Jón Pálmasonar; Jón aljim. Pálmason frá Akri, var frummælandi um landbúnaðarmálin. Gaf hann hið besta yfirlit um Jiessi mál, afstöðu þcirra til annara at- vinnuvega og stétta, rakli Jiær aðgerðir, sem gerðar liefði ver- ið landhúnaðinum til styrktar, en liöfðu að ýmsu leyti verið minni árangur af, en til vár stofnað: Jón gerði sanianburð á þvi, liveruig kaupgjald við sjávar- síðuna hefði hækkað í saman- burði við afurðaverð til bænda frá 1913. Kaupgjaldið hefði fjórfaldast, en mjólkurverðið hefði aðeins hækkað um 37%. Fólk hefði flykst úr sveitunum til sjávarsíðunnar, Jiar sem þægindi væri meiri, en sveita- skólarnir væri einskonar „milli- liður“ milli sveita og lcaupstaða. Koma Jiyrfti í veg fyrir þessa fólksflutninga og Jiyrfti menn framvegis að geta notið sin bet- ur í sveitunum en hingað til. NEFNDARSKIPANIR Á LANDSFUNDINUM. Skattamálin. I nefnd um skattamálin voru kosnir: Magnús Jónsson pró- fessor, frú Guðrún Guðlaugs- dóttir, Guðm. Guðmundsson Keflavik, Jón Árnason Akra- nesi, Elias Steinsson, Magnús Jónsson Borgarnesi, Stefán Jónsson Hafnarfirði og Guðjón Jósefsson. Landbúnaðarmálin. í landbúnaðarnefnd voru kosin: Jón Pálmason alþm., Magnús Þorláksson Blikastöð- um, Davíð Þorsteinsson Arn- bjargarlæk, Benedikt Oddsson Tungu, Pétur Ottesen alþm., Gunnar Runólfsson Rauðalæk, Guðm. Erlendsson Núpi, Þor- steinn Bjarnason Hurðarbaki, Sæmundur Jónsson Fossi, frú Guðrún Pétursdóttii’ og Ingi- björg Ögmundsdóttir. Verkalýðsmál. I nefnd lil Jiess að fjalla um þessi mál voru kosin: Bjarni Benediktsson, Sigurður Hall- dórsson, Hermann Guðmunds- son Hafnarfirði, Sveinn .Tóns- son Reykjavík, Jónheiður Egg- erz Akureyri, Jón Bjarnason Akranesi, Soffía M. Ólafsdóttir Rvk., Guðjón Scheving Vest- mannaeyjum og Hjörtur Krist- jánsson Patreksfirði. Iðnaðarmál. í iðnaðarmálanefnd voru kos- in: Helgi H. Eiríksson, frú Hikla Ryel Akureyri, frú Krist- ín Sigurðardóttir Rvk., frú Sig- ríður Runólfsdóttir ísafirði, Bjarni Snæbjörnsson alþm., Hertervig Siglufirði, Ragnar Thorarensen, Sigurður Hall- dórsson trésm., Björn Berg- mann og Þorgeir Jósefsson Akranesi. %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.