Vísir - 24.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 24.02.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRKTJAN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Riotst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. Reykjavík, laugardaginn 24. febrúar 1940. 46. tbl. Hlé á s talið líklegt —•—:— 4000 liússar falluir í bardögunum um ISJörkö. - - Viborgr enn í höndum Fiiuia. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Ralph Forte, f réttaritari United Press í Finnlandi, símar í morgun: — Rússar náðu ekki Viborg á sitt vald í gær, á 22. afmælisdegi rauo'a hers- ins, eins og ýmsir óttuðust. Það er talið, að^Rússar hafi lagt svo mikið kapp á sóknina að undanförnu, sem reynd ber, vitni, til þess að geta unnið afrek á vígstöðv- unum í tilefni dagsins, en þar sem það tókst ekki búast menn við, að Rússar kunni að f ara sér hægara í bili. Það hefir þó ekki enn dregið úr árásunum að ráði. Yfirstandandi sókn byrjaði um mánaðamótin síðustu og hafa Rússar beðið ógurlegt manntjón í þessari 24 daga iátlausri sókn sinni. Manntjón þeirra hefir komist upp í 3—4000 á dag og eru þá að eins taldir þeir, sem fallið hafa. Rússar hafa lagt mikla áherslu á það að undanförnu að ná Björkö á sitt vald, vegna virkjanna sem þar eru (sbr. uppdrátt í blaðinu í gær, sem sýnir legu Björkö). Til þess að ná Björkö hafa Rússar teflt fram hverri hersveitinni á f ætur annari og haf a a. m. k. 4000 menn fallið á þessum slóðum. Finnar hafa haft þá aðferð að láta Rússa sækja fram, og gera svo hliðarárásir til þess að hindra undanhald. Því næst er hafin miskunnarlaus vélbyssuskothríð á hinar innikróuðu hersveitir. Ýmislegt bendir til, að Rússar ætli að halda áfram ógnarstyrjöld í lofti — þar að eins hafi þeir enn skil- yrði til þess að haf a betur. En margir ætla að þeim muni skammgóður vermir að því, að þeir haf a margf alt fleiri flugvélar en Finnar, því að aðstaða finska flughersins batnar óðum. Afstaða bresku og: frönsku verka- lýðsfélagranna til Fiiuilaiicls. Nefnd bresku og frönsku verklýðsfélaganna, sem hefir verið á fundi í París, samþykti ályktun þess efnis að hvetja til þess að Finnum verði veittur allur nauðsynlegur stuðningur, því að Finnar berðist fyrir sömu hugsjónir og verðmæti og Banda- menn, og jafnmikilvæg úrslit gæti orðið á vígstöðvum Finn- land» sem á vesturvígstöðvunum. Lýðræðisþjóðirnar berjast fyrir frelsi, mannúð og uppræting ofbeldis, þær vilja ekki styrj- aldir, en hafa neyðst til þess að grípa til vopna, til þess að unt verði að uppræta meinsemdir ofbeldis og ógnunar, og koma á nýrri skipan í álfunni, svo að félagslegt réttlæti verði í heiðri haldið. Þá er lögð áhersla á það, að í öllum skiftum verkalýðs og atvinnurekenda verði bygt á jafnrétti og lýðræðislegum grund- velli. Flnnar fá lán í Bandaríkjimum af því að þeir hafa alt af borgaö skilvíslep vexti og afborganir af styrjaldarlánum sínum. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Bankamálanefnd fulltrúa- deildar þjóðþingsins hefir sam- þykt með 18 atkvæðum gegn 5 að samþykt verði frv. til laga, sem af leiðir, að Finnar fá 20 milj. dollara lán í Bandaríkjun- um. Fénu má ekki verja til her- gagnakaupa. Líklegt þykir að Finnar kaupi farþegaflugvélar í Bandarikjunum, af þeirri gerð, sem auðvelt er að breyta í hern- aðarflugvélar. 1 frv. er heimil- að að auka fjármagn Útflutn- ings- og innflutningsbankans um 20 milj. dollara og er að- eins heimilt að lána þetta fé þeim þjóðum, sehi staðið hafa í skilum með vexti og afborg- anir af heimsstyrjaldarskuldum sínum í Bandaríkjunum. En allar styrjaldarþjóðirnar skulda Bandaríkjamönnum enn meira og minna fé frá þeim tima — nema Finnar. RÚSSAR ÓTTAST BRESKA FLOTANN. Það hefir valdið miklum kvíða í Rússlandi, að bresk flotadeild hefir sést á sveimi fyrir utan Petsamo og Mur- manskströndina. — NRP. Herlög geng- in i gildi i Tyrklandi? Símasambandslaust við Istanbul. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Óstaðfestar fregnir herma, að herlög séu gengin í gildi í Tyrk- Iandi og sé hér um að ræða var- úðarráðstöfun, sem gripið var til eftir að ákveðið hafði verið að láta landvarnalögin koma til framkvæmda. Fréttaritarar United Press í Budapest, Belgrad, Sofia og Amsterdam hafa ekki getað náð sambandi við fréttaritara Uni- ted Press í Istanbul. Hefir Verið sambandslaust við Istanbul í alla nótt. Það er þó fullyrt, að þetta stafi ekki af því, að sím- anum í Istanbul hafi verið lok- að vegna pólitískra viðburða, heldur sé um bilanir að ræða. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Frégnir frá Istanbul síðdegis í gær herma, að tyrkneska stjórnin sé búin að gefa fyrir- skipanir um margskonar fram- kvæmdir með skírskotun til landvarnalaganna, sem nú eru komin til framkvæmda. Fyrir- skipað hefir verið eftirlit með framleiðslu og verðlagi, út- flutningi o. s. frv. Menn búast við, að símasam- bandið við Tyrkland muni bráð- lega komast í lag. Það er ekki kunnugt um það, hvernig á því stendur, að ekki hefir tekist að ná sambandi við Istanbul í nótt. F i'imu skotið m t .'ii Fyrirspurn frá Henderson. Einkaskeyti frá United Press. London, í morgun. Fregn frá Osló hermir, að norska ríkisstjórnin hafi til íhugunar, að skjóta deilunni út af Altmarkmálinu undir úr- skurð gerðardóms ef ekki tekst með samkomulagsumleitunum að jafna ágreining Breta og Norðmanna út af þessu máli. Arthur Henderson hef ir borið fram fyrirspurn til Chamberla- in forsætisráðherra, sem kemur til umræðu i neðri málstofunni 28. febr. Fyrirspurnin er á þá leið hvort rikisstjórnin vilji, þar sem hún hafi alt aðra skoðun en norska ríkisstjórnin í Alt- markmálinu, leita úrskurðar alþjóðadómstólsins í Haag varðandi þau ákvæði alþjóða- „EGG" HANDA ENGLENDINGUM. — Myndin sýnir flutning sprengju um borð i þýskar flug- vélar, áður en þær fara til Englands og „verpa" þar þessum „eggjum" sínum. Sumner Welles kom- inn til Gibralíar. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Sumner Welles, aðstoðarut- anríkismálaráðlierra Bandaríkj - anna, kom til Gibraltar í gær á ítalska hafskipinu Rex, sem er á leið til ítaliu frá New York. Sumner' Welles ætlar sem kunnugt er að hafa tal af stjórn- málamönnum i styrjaldarlönd- unum til þess að kynna sér ástand og horfur og gefa Roose- velt forseta skýrslu um, en full- yrt er, að Sumner Welles hafi engar tillögur meðferðis frá Roosevelt. Sumner Welles neitar að gefa blaðamönnum nokkurar frekari upplýsingar um ferð sina, en þegar liafa gefnar verið. Hann hefir nýlega legið i inflú- ensu og vart búinn að ná sér. ÞEGAR E.S. STEINSTAD SÖKK. Eimskipið Steinstad frá Oslo, 2476 smálestir, var skotið i kaf með tundurskeyti við vest- urströnd Irlands fimtudaginn 15. febr. Ellefu menn af skips- höfninni björguðust á land sár- þjakaðir eftir mikla hrakninga í öðrum skipsbátnum. Skip- stjórinn og 12 menn aðrir voru í hinum bátnum. Höfðu þeir segl. Flugvélar hafa leitað hans árangurslaust. I bát þeirra, sem björguðust, var mótor. - NRP. BADOUIX HERFORINGI SANNFÆRÐUR UM, A» RCSSUM TAKIST EKKI AÐ BRJÓTAST 1 GEGN. Belgiski herforiiaginn Ba- douix, sem hafði með-yfirum- sjón með byggingu Manner- heimviggirðinganna, hefir kom- ist svo að orði, að hann sé ekki i minsta vafa um, að önnur virkjaröðin muni standast öll áhlaup Rússa. — NRP. laga, sem um er deilt, þ. e. um rétt herskipa og kafbáta til þess að fara um norska landhelgi á striðstíma. —NRP. t dag hófust yfirheyrslur i sjórétti í Osló út af Altmark- málinu. Margir yfirmenn af Altmark eru komnir til yfir- heyrslu. Sjórétturinn er haldinn fyrir luktum dyrum. — NRP. Breskur togari tekinn í land- helgi. 1 gær tók varðbáturinn Óðinn breska togarann Kópanes, að veiðum innan landhelgi undan Höfnum. Kópanesið var þarna í hópi fleiri breskra togara, sem allir voru vopnaðir, en enginn þeirra, annar en Kópanesið, var fyrir innan landhelgislínu. Óðinn setti menn um borð i hinn hreska togara og var hon- um síðan siglt hingað. Kom Kópanes hingað í gærkveldi, en réttarhöld hófust í morgun. Dómur var' kveðinn upp i málinu k'l. 2 eftir hádegi í dag. Skipstjórinn var dmd.ur í 29.000 gullkróna sekt, en afli og veið- arfæri voru gerð upptæk. Skip- stjórinn hefir aldrei verið tek- inn fyrir landhelgisbrot hér áð- ur. — Snrii hefst í nótt. Tímanum á að breyta, sky. tilkynningu frá ríkisstjórninni, kl. 2 í nótt, þannig að þá á að flýta kiukkunni um 1 klst. Með þessu hefst sumartíminn hér á landi og er þessi breyting gerð með hliðsjón af samskonar breytingu sem árlega er gerð í Englandi. Þessi breyting er gerð fyr nú, I heldur en síðast, og mun það stafa af því, að í nágrannalönd- unum hefir verið tekið það ráð. að flýta klukkunni fyr en venju- lega. flöfiilein í Viik- ¦ r 13 Skákþingið: Asiiiuitflur vauii i>r*tu skákina. Eins og Vísir skýrði frá i gær, heyja þeir einvigi um Skákmeistartitilinn Eggert Gil- fer og Ásmundur Ásgeirsson. Fær sá titilinn, sem fyr fær þrja vinninga, en jafntefli eru ekki talin með. Fyrsta skákin var tefld i gær og lauk henni með sigri Ás- mundar. Hafði hann hvitt og náði óviðráðanlegri kongssókn, eftir harða viðureign. Mátaði hann Gilfer i 42. leik. Næsta skák verður tefld á miðvikudagskvöld. 1500 Leitinni að v. b. Kristjáni hætt. Leitinni að v.b. Kristjáni var haldið áfram í gær og nótt. Leituðu Ægir og Sæbjörg á öðrum slóðum, en Sandgerðis- bátarnir um daginn. Ægir fór dýpra en áður hafði verið farið. Skygni var gott, en ilt í sjóinn. Sæbjörg leitaði vest- ur af Jökli og þar suður af. Hvorugt skipanna varð nokkurs vart. Þegar Vísir átti tal við Slysa- MANNS hafa sótt sýningu Flugmodel- félagsins í Þjóðleikhúsinu og er meiri hluti þess fullorðnir. Eru ummæli mjög á einn veg, að sýningin sé hinum ungu mönn- um til sóma. Það fejr nú að styttast þang- að til sýningunni verður lokið, en félagsmenn eru að undirbúa modelflugdag, sem halda á í Vatnsmýrinni. Geta bæjarbúar þar fengið að sjá modelflugurn- ar á flugi og sýnir það best, hvað áhugi og handlagni drengjanna getur afrekað. Þá hefir og komið til mála, að sýn- ingin verði flutt til Akureyrar og jafnframt haldið námskeið þar. Þetta er þó ekki fullráðið ennþá. Sýningin i Þjóðleikhúsinu hefir opnað augu fjölda ung- linga og fullorðinna fyrir gildi þessara fristundavinnu drengj- anna og æskja nú svo margir inngöngu í félagið, að félagið gæti vafalaust 100-faldað fé- lagatölu sina, ef það gæti aðeins veitt félögum viðtöku. En sakir efnisskorts o. þ. h. er enn ekki hægt að fjölga meðlimunum. varnafélagið i morgun, var bú- ist við þvi að leitinni yrði hætt í dag. Er versta veður úti, að sögn Jóhanns skipherra á Ægi og stórsjór. Mun vera þýðingar- lítið að leita framar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.