Vísir - 02.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 02.04.1940, Blaðsíða 1
RitstJOTÍ: | KRISTJÁN gublaugsson. Ri:itstjórnarsJkrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla Reykjavík, þríðjudaginn 2. apríl 1940. 75. tbl. Finnar senda Þjóðabanda- laginu skýr slu um s ty r j aldar t jónið. Þad þarf að sjá hálfri miljón manna fyrir nýjum heimilum. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun. Eftir athugun þá, sem finska ríkisstjórnin hefir gera látið, til þess að komast að raun um hversu miklu fé tjón Fínna af völdum styrj- aldarínnar nemur, en það er áætlað einn miljarð f inskra marka, er orðið enn ljósara en áður var, hversu stórkost- legt hlutverk ríkisstjórnin í Finnlandi og þjóðin öll hef- ir f engið, að vinna að viðreisninni í landinu. Þrátt f yrir mikinn dugnað og f órnf ýsi Finna og þeir séu samhendir um að reisa alt við sem skjótast, og mikil hjálp, peninga- gjafir og annað, berist stöðusrt til Finnlands, hrekkur þetta skamt, og hefír finska stjórnin því sent ÞjóSa- bandalaginu greinargerð um tjón af völdum styrjaldar- innar, og hvað gera þurf i í viðreisnarskyni. Segir stjórn- in að upp undir 500.000 manna hafi neyðst til þess að fiýja frá heímilum sínum eða verið fluttir þaðan, m. a. frá þeim landssvæðum, sem Rússar fengu. Öllu þessu fólki þarf að sjá fyrir nýjum heimilum og lífsviðurværi. Er í ráði að koma megninu af f ólkinu fyrir við jarðrækt. Flutningunum, nauðsynlegum húsabyggingum o. fl., sem gera þarf, fylgir vitanlega feikna kostnaður. Er þess vænst, að skýrsla finsku stjórnarinnar, sem einka- ritari Þjóðabandalagsins hefir nú til athgnunar, sýni öllum fram á hversu Finnar eru enn hjálpar þurf i. Rík- isstjórnum allra landa, sem í Þjóðabandalaginu eru, verður send skýrslan, með tilmælum um að veita Finn- um alla þá aðstoð, sem unt er að láta í té. Þjóðverjar saka Banda- menn um að vilja draga Norðurlönd inn í stríðið. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun. 1 þýskum blöðum er nú mikið rætt um áf orm Breta og Frakka að herða á hafnbanninu gegn Þýskalandi og telja þau, að vegna áforma þeirra í þessum efnum aukist hættan, að Norðurlönd dragist inn í styrjöldina. Vara blöðin í Berlín, t. d. „Der Montag", hlutlausu þjóðirnar við áformum Bandamanna. „Der Montag" gerir einnig að umtalsefni ræðu Winstons Churchills á dögunum, þar sem hann komst svo að orði, að Bretar óski ekki eftir styrjöld við Bússland. Blaðið segir, að Frakkar hafi viljað koma 'af stað allsherjar „krossferð" gegn Bússum en Bretar hafi ekki viljað fallast á þá stefnu. Þess vegna hafi hjálp sú, sem Bandamenn áformuðu að veita Fínnum ekki yerið veitt gegn Bússum, heldur til þess að Bandamenn stæði bet- ur að vígi gagnvart Noregi, Sviþjóð og Þýskalandi, ef yfirstand- andi styrjöld milh Þýskalands og Bandamanna drægist á lang- Inn.. Þegar Bandamenn hefði verið farnir að flytja her yfir Norðurlönd til Finnlands hefði Bretar ekki tahð sig þurfa að íttast, að Norðurlönd yrði ekki sin megin i styrjöldinni. Nýjar ráðstaf anir Bandamanna til þess að hindra, að Þjóðverjar geti flutt inn hráefni. London í morgun. EINKASKEYTI. Daily Herald skýrir frá því í morgun, að hafnbannsmálasér- fræðingar Bretaveldis vinni af kappi að athugunum á ýmsum atriðum, varðandi hafnbanns- málin, en eins og áður hef ir ver- ið getið í skeytum, eru Bretar og Frakkar farnir að gera ráð- stafanir til þess að herða hafn- bannið gegn Þjóðver juro. Það er talið, að aðalumræðuefni franska hafnbannsmálaráð- herrans og Donalds Cross, stríðsviðskiftamálaráðherrans breska, verði um ráðstafanir til þess að hindra, að Þjóðverjar geti fengið járnmálm frá Sví- þjóð og hráefni margskonar frá Balkanlöndum. Ennfremur munu Bandamenn taka til at- Utgáf a Vísis óbreytt. • Engin verðhækkun á blaðinu. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að það hefir ekki komið til orða að VÍSIR yrði minkaður í broti eða verð á blaðinu hækkað. Mun orðrómur þessi hafa komist á kreik sakir þess að eitt dagblaðanna hér í bæn- um hefir minkað í broti, en annað hækkað áskriftagjöld sín. Þykir VlSI því rétt að taka það fram, að orðrómur þessi hefir ekki við nein rök að styðjast. Mun blaðið koma framvegis út í sama broti og verið hefir og verðið helst ó- breytt. Ráðherrafundur í París. Hafnbannsmálið til umræðu. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Beynaud, forsætisráðherra Frankklands, f lutti ræðu á fundi frönsku stjórnarinnar í gær. Gerði hann ítarlega grein fyrir þeim ákvörðunum, sem teknar voru á fundi yfirnáðs Banda- manna á dögunum, en ekki hef- ir verið opinberlega tilkynt hvaða ákvarðanir það eru. Það er þó talið, að ákveðið haf i verið að herða á hafnbanninu gegn Þýskalandi, og var tekin sú á- kvörðun á fundinum, að senda hafnbannsmálaráðherra Frakk- lands til þess að ræða hafn- bannsmálin við bresku stjórn- ina. Franska stjórnin hefir farið að dæmi bresku stjórnarinnar og kvatt heim sendiherra sína í ýmsum borgum lálfunnar, til þess að ræða við þá ástand og horfur. Hefir Beynaud byrjað slíkar viðræður við sendiherra Frakka og talaði i gær við sendi- herra Frakka í Briissel og Bómaborg. ----------- m ---------- Níldarvcrksiiiið- jan á Kaiif arliöf n Með Lagarfossi siðast kom allmikið af efni til nýju sildar- verksmiðjunnar á Baufarhöfn, og er það önnur efnissendingin til verksmiðjunnar. Hin fyrri kom með Lyru fyrir nokkuru. Nýja verksmiðjan á að vinna úr 5000 málum á sólarhring, en sú gamla vann úr 1100—1200 málum. hugunar hvort þeir geti komið í veg fyrir, að Þjóðverjar fái flutta til sín olíu yfir Rússland. Tinves skýrir frá því, að Bret- ar hafi keypt miklar birgðir af tyrknesku „chromium", rúm- enskri olíu og korni, til þess að koma í Veg fyrir, að Þjóðverjar geti bbrgt sig upp af þessti. ALT RÓLEGT. — Meira þarf ekki að segja, því að þá vita menn að átt er við Vesturvíg- stöðvarnar. En þótt rólegt sé á þeim sjálfum, er nóg að gera að baki viglínanna. Myndin er frá þorpí, sem breski herinn hefir að bækistöð í Norður-Fraliklandi. Netm sem spent eru yfir veginn, eru til þess að villa þýskum flugmönnum sýn. Aðalfundur AUiance Francaise Aðab?undur Alliance Francaise var haldinn í Oddfellwhöll- inni föstudag 29. mars og var hann mjög f jölmennur. Að störf- um aðalfundar loknum var margt til skemtunar. Stendur félag- ið í miklum blóma og er unnið af kappi að ýmsum merkum mál- um, sem félagið vinnur fyrir. Aðalfundurinn hófst með þvi, að forseti félagsins, P. Þ. J. Gunnarsson stórkaupm., bauð fundarmenn velkomna með stuttri ræðu. Visaði hann til fjölritaðrar skýrslu um störf félagsins s.l. ár og hafði hún verið send öllum félagsmönn- um. Að ræðu forseta lokinni var gengið til stjórnarkosning- ar og var stjórnin endurkosin, varastjórn og endurskoðendui'. Stjórn félagsins skipa: P. Þ. J. Gunnarsson forseti, frú de Fontenay varaforseti, Björn L. Jónsson varaforseti og gjaldkeri Magnús G. Jónsson ritari, Jón Gislason bókavörður. M. Voillery, ræðismaður Frakka, flutti ræðu og afhenti heiðurspeninga frá Alliance Francaise í París, með merki félagsins og áletrunum. Heið- urspeningana hlutu þeir, sem hafa verið meðlimir félagsins í 25 ár eða lengur, þeir Meulen- berg biskup, Guðm. Finnboga- son, Brynjúlfur Björnsson, Sof f ía Daníelsson, Fiiðrik Gunnarsson, Matfhías Einars- son, Viggó Björnsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Þuriður Jó- hannsdóttir. M. Voillery ræðismaður ög Björn L. Jónsson, sem var fundarstjóri, þökkuðu forseta vel unnin störf í þágu félagsins, fyrr og siðar. Á fundinum var lesið upp heillaóskaskeyti frá Alliance Francaise i París, og svarskeyti stjórnarinnar. Skrautsýningar o. fl. Á fundinum voru 3 skraut- sýningar (Dómur Salómons, Þyrnirósa og Árstiðirnar). Voru þær prýðilega undirbúnar og vöktu mikla aðdáun. Hafði ung- frú Hjördís Pétursdóttir undir- búið þær og var henni þakkað sérstaklega með lófataki. Kór úr félaginu, karlar og konur, söng franska söngva. Þá komu fram .10 yngstu frönskunemendur félagsins, telpur á 12 ára aldri og sonur franska ræðismannsins, og léku og sungu 3 söngvaleiki. Sungu börnin á frönsku. Fór þetta ágætlega úr hendi og vakti mikla aðdáun hversu góður var framburður barnanna. Undir- búning hafði annast kennari yngstu nemendanna, ungfrú Hjördís Pétursdóttir, Um 80 manns var á fundi og var þvi fundarsókn ágæt. Að öllu því loknu, sem að framan er greint frá, og eftir að veit- ingar höfðu verið fram bornar i boði stjórnarinnar, var dansað af mildu fjöri til kl. 1. tír skýrslu stjórnarinnar. I skýrslu stjórnarinnar, sem að framan er vikið að, og m. a. er send franska utanrikismála- ráðuneytinu og Alliance Fran- caise í París, til þess að kynna störf félagsins hér, er rætt itar- lega um störf félagsins s.l. ár. Er þar sagt frá aðalfundinum i fyrra og öðrum fundum og samkomum, fyrirlestrum, kvik- myndasýningum, starfsemi sendikennarans, Háskólafyrir- lestrum, og þeirri nýjung, að stofnað var til frönskukenslu fyrir börn, að stofnuð var deild úr Alliance Francaise á Akur- eyri, ennfremur frá samtals- fundum á frönsku, bókasafninu (í því eru nú 700 bindi og eru bækurnar mikið notaðar), frá verðlaunum til stúdenta fyrir frönskukunnáttu (þau fengu s.l. ár 3 stúdentar á Akureyri) o. s. frv. Skýrslan f jallar og um fjárhag félagsins. 25 manns gekk í félagið á árinu, en eng- inn sagði sig úr því. Um sendikennarann, M. Haupt, er þess getið, að hann hafi ekki getað komið hingað af tur, en í hans stað hefir Magn- ús G. Jónsson haldið uppi frönskukenslu á vegum félags- ins, en hann má óhikað telja með færustu frönskumönnum hér á landi nú. Þá þakkar forseti i skýrslu sinni hinum ýmsu velunnurum félagsins, stuðningsmönnum og stofnunum, Voillery ræðis- manni fyrir margskonar stuðn- ing og velvild, Háskólanum á- gætt samstarf og fyrir að láta félaginu í té ókeypis húsnæði til kenslu, Nýja Bió í Beykjavík og á Akureyri fyrir ókeypis hús- næði til kvikmyndasýninga og fyrirlestrahalds, Páli Isólfssyni organleikara, sem hefir stutt fé- lagið drengilega og sýnt þvi mikla velvild. Seinast en ekki síst er utanrikismálaráðuneyt- inu franska og Alliance Franca- ise i Paris þakkaður marghátt- aður stuðningur. Eins og sá má af þvi, sem hér hefir sagt verið, á félagið við gott gengi að búa og vex því stöðugt fiskur um hrygg. Hefir það mörg og merk áhugamál á pi'jónunum, og það er fyrst af öllu félaginu að þakka, hversU áhugi manna fyrir frönsku- námi og frönskum bókmentum er orðinn mikill hér i bæ. Spá- ir það og góðu um framtið fé- lagsins. Tilkynning frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Tsamráði við Sambandsfélögin hefir verið ákveðið að Sam- bandsþing ungra Sjálfstæðismanna verði haldið á Þing- völlum um 20. júlí n. k. Samband ungra sjálfstæðismanna var stofnað á ÞingvöHum árið 1930 og heldur það því hátíðlegt 10 ára afmæli sitt á þessu sumri. Með tilliti til þessa verður tilhögun þingsins hagað þann- ig, að auk hinna kjörnu fulltrúa Sambandsfélaganna, er ætlast til að allir ungir Sjálfstæðismenn og konur eigi rétt til þátttöku í þinginu. Væntir Sambandsstjórnin þess að ungir Sjálfstæðis- menn f jölmenni á mót þetta, þannig að hátíðahöld þessi, sem fram fara í tilefni 10 ára afmælisins, megi verða sem glæsileg- ust og virkur þáttur í því að marka þjóðfélagsafstöðu sjálfstæð- isæskunnar í landinu. Að öðru leyti verður tilkynt síðar nánari tilhögun mótsins. — Kristján Guðlaugsson Jóhann Haf stein formaður. ritari. Björn Snæbjörnsson Bjarni Benediktsson. gjaldkeri. Jóhann G. Möller. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.