Vísir - 18.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 18.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). N Ritstjóri ' Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 18. maí 1941. 112. tbl. Orusturnar fyrir norðan Sedan geisa enn án þess að nokkurt lát verði á. Horfurnar alvarle^ar fyrir Bandamenn. Afleiðing undanhaldsins í Frakk- landi, að Belgir og Bretar l&aia orðið að hörfa undan vestur fyrir Briissel. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. einustu fregnir frá Frakklandi herma, að horfurnar séu hinar alvar- legustu. Þ jóðver jar hafa teílt fram ógrynni liðs og án þess að skeyta um mann- tjón og hergagna rutt sér braut inji í varnarlínu Frakka, fvrir norðan Sedan, og hin mikla spurning, sem er á allra vörum er þessi: Tekst Bandamönnum að hindra frekari framsókn? Reims er í hættu og þegar Reims er fallin sjálf höfuðborg landsins — París. En þrátt fyrir hinar alvarlegu horfur reyna hermálasérfræðingar og Jeiðtogar Frakka og Breta að viðhalda bjartsýni manna. Þeir segja: Það horfir alvar- Jega, en það hefir oft horft eins alvarlega í fyrri styrjöldum. Ástandið er ekki alvar- Jegra en það var stundum í Heimsstyrjöldinni. Mest er barist á svæðinu jnilli Avesnes og Vervins, fyrir norðan Sedan. Bendir þetta til, að jóðver jum hafi iekist að reka fléyg næstum alveg gegnum varnarvirkin á þessum hluta liinnar framlengdu Maginotlínu. Bandamenn segja, að Þjóðverjar hafi tekið upp nýja hernaðaraðferð, þ. e. að sækja fram með ógurlegum f jöida skriðdreka, studdum af sérstakri gerð flugvéla, og verði Bandamenn að liaga vörn sinni eftir liinu breytta viðhorfi, sem þessi nýja hernaðarað- ferð.hefir skapað, — en við þessu rná altafbúasl í styrjöldum, segja hermálasérfræð- ingar Frakka. Hennálaséi’fræðingar Frakka benda á, að af hinni nýju hernaðaraðferð Þjóðverja leiði svo ógurlegt mann- tjón og hergagna, að slíks séu engin dæmi — og frétta- riturum á vestui’vígstöðvunum sem verið liöfðu á Kyr- jálanesi, er Rússar gerðu hinar áköfu árásir á Manner- heimlínnna, segja, að sú sókn hafi verið barnaleikur i samanliurði við sókn Þjóðverja nú. Darlan, yfirflotaforingi Frakka, liefir gefið út dags- skipan til fíotans, í sama anda og með svipuðum hvatn- ingarorðum, og Gamelin, til hersins. Þjóðverjar hafa tekið Brússel og Malines og fleiri bæi á þeim slóðum. Breska herstjórnin hefir tilkynt, að undanhald Breta og Belgíumanna frá Dylefljóti hafi verið óhjákvæmilegt vegna breyttrar hernaðarlegrar að- stöðu annarsstaðar (þ. e. fyrir norðan Sedan), en því er algerlega neitað sem Þ jóðverjar halda fram, að vöm Bandamanna á þessum vígstöðvum hafi bilað. Því fari mjög fjarri, því að aðstaða þeirra liafi verið góð, og ef hernaðaraðstaðan hefði ekki breyst Bandainönnum i óhag í Norður-Frakklandi, liefði þarna orðið alt annað uppi á teningnum. Undanhaldið átti sér stað aðfaranótt 17. mai. Seinustu fregnir herma, að hernaðarástandi liafi ver- Íð lýst yfir i París. 1 tilkynningum þeim, sem franska herstjórnin birti í gær varð fyrst séð allgreinilega hversu alvarlegar horfurnar væri. t þeim var sagt, að barist væri norðaustur af Rethel, sem er við innri jaðar virkjasvæðisins meðfram landamærum Belgíu, en þau virki eru framhald Maginotlínunnar. Á vigstöðvunum fyrir norðan Sedan hafði Þjóðverjum þannig tekist, með því að tefla fram mikilli mergð skriðdreka, sem studdir vora fjölda mörg- um flugvélum, að reka fleyg inn í varnarlínu Frakka. Lengst voru Þjóðverjar komnir tæpa 50 kilómetra inn i Frakkland, en alls sóttu Þjóðverjar fram á 100 km. víglinu, alt frá Montmedy fyrir sunnan Sedan til Delyfljóts í Belgíu. Alvarlegastar voru horfurnar taldar fyrir norðan Sedan, en á vigstöðvunum fyrir sunnan borgina var barist aftur og aftur um sömu þorp og land- spildur. Maginotlinan sjálf er órofin, sögðu Frakkar. En svo horfði á vigstöðvunum fyrir norðan horgina þegar i gær, að aug- ljóst er, að Bandamenn verða að taka á öllu, sem þeir eiga til — til þess að stöðva framsókn Þjóðverja, og sannar ekkert betur hversu alvarlega horfði þegar í gær, að Gamelin yfirherforingi gaf út dagskipun til hers sins, en í tilskipaninni segir, að eins og ávalt á alvarlegustu tímum í sögu Frakklands, verði kjörorð- ið að vera: „sigra eða falla“ — og nú verði Bandamenn að sigra. Hermennimir verði — geti þeir eklci sótt fram — að láta líf sitt heldur en láta óvinaliðið sækja frekara fram. Það er og til marks um hversu horfurnar voru alvarlegar orðnar, að þegar í fyrradag brá Churehill forsætisráðhen’a Bretlands sér skyndilega til Parísar, ásamt helstu sérfræðingum sinum, og ræddi við Reynaud og Gamelin. Fregnir bárust um það frá Belgíu í gær, að her Belgíumanna hefði hörfað undan frá Dylefljóti, fyrir vestan Louvain, og tekið sér nýjar varnarstöður. Tekið var fram, að belgiski herinn hefði Framh. á 4. síðu [tgi (ýskor kal- bílur á Rtjkjai- 1M1. Sú saga^gekk hér í bænum í morgun, að kafbátur myndi hafa komist hér inn á ytri höfn- ina. Hefði honum verið sökt og tveir menn bjargast af áhöfn- inni. Tíðindamaður Vísis fór því á fund yfirforingja Breta hér, R. G. Sturges, og inti hann eftir þessu, en fékk svohljóðandi svar: „Um þetta vitum við, ekkert. Samkvæmt hernaðartilkynning- um er þetta ósatt.“ Tilefni þessa söguburðar mun vera það, að hresku tundurspill- arnir hafa stöðugt verið, og eru enn á sveimi í kringum liðflutn- ingaskipin,og flugvélin hefirver- ið á sveimi yfir flóanum og j’fir höfninni. Siðdegis í gær var ein- hverju varpað út úr henni í sjó- inn og kom upp gusa nokkur og töldu þá menn að sprengju hefði verið varpað. Þótt alt sé með kyrrum kjör- um hér í bænum, og fólk rólegt að vanda, leikur hugmyndaflug þess svo lausum hala, að trygg- ast er fyrir menn að trúa því einu er þeir sjálfir sjá, eða fá öruggar upplýsingar um, en vera liinsvegar sjálfir ekki með getgátur, sem auðtrúa sálum getur skotið skelk i hringu. Atvinnuleysisskráning fór fram á Akureyri í byrjun þessa mánaðar. Atvinnulausir verkamenn reyndust að vera 120, en auk þeirra komu 6 iðn- aðarmenn til skráningar. í SIEGFRIEDLÍNUNNI. — Myndin er tekin i vetur sem leið í Siegfried-línunni og sýnir nokkura menn úr stórskotaliðinu þýska með fallbyssur at' nýrri gerð. II«iriiiiins»ar ófriðarin§ 1 Hollandi. Öll mannvirki eydilögd þar sem Þjóðvepjap sækja fram. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Frá Hollandi er opinberlega tilkynt að alt herlið hafi verið flutt á braut úr eyjunum Beveland og Walcheren, og hafi á- kvörðun þessi verið tekin í samráði við flotaforingja Frakka, sem hefir með höndum yfirstjórn herliðsins í Zeeland. Aðstaða þýskn her- sveitanna í Narvik talio vonians. Breskur her sameinast her Norðmanna. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Frá Vardö í Noregi er símað, að úrslitaárás frá hendi Banda- manna þokist hægt og hægt nær því endanlega takmarki að út- rýma þýsku hersveitunum í Narvík. Bresk herskip hafa haldið uppi stöðugri skothríð á strand- virki Þjóðverja og eyðilagt þau og öll vélbyssuhreiður við ströndina. Flestar sveitir Þjóð- verja liafa nú hröklast úr bæn- um Narvík, en fáment lið er eftir til varnar. Hröklast aðal- liðið um suðurströnd Rombaks- fjarðar og ineðfram járnhraut- arlínunni upp til fjalla i áttina til sænsku landamæranna. Flugvélar Bandamanna hafa átt í orustum við þýskar flug- vélar og komið í veg fyrir skemdastarf frá þeirra héndi i öllu umhverfi Narvíkur. Norðmenn, sem komið hafa frá Mo, sunnanvert við Bodö, hafa skýrt frá því, að Bretar hafi sett mikið herlið á land i Mo síðastliðinn þriðjudag, og hafi þær hersveitir sameinast herliði Norðmanna í Hemnes- fjalli i Finnafirði þar sem varn- arlína þeirra er, en þar hafa þeir stöðvað framsókn liinnar þýsku herdeildar norður á bóginn til Narvíkur. Hersveitir Bretá höfðu meðferðis mikið magn al' hergögnum, þar á meðal hryn- vagna, fallbyssur og margskyns nútíma hernaðartæki. Með því að varnarlina Norð- Áður en herliðið var flutt iá hrott höfðu Þjóðverjar gert tryltar loftárásir á eyjarnar, þ. á. m. á borgirnar Middelburg og Veere, og valdið stórkostlegu tjóni á öllum mannvirkjum. Grimmilegar orustur hafa staðið látlaust á suðurbökkum Scheldefljótsins, og hefir þar verið beitt á háða bóga öllum þeim hernaðartækjum og fylstu hörku, sem unt er i stórorustum. Hafa sjónai’vottar gefið þá lýs- ingu á viðureign þessari, að ekki sé unt að hugsa sér hana lirylli- legri en hún hafi verið. Þjóð- verjar beittu fram bryndrekum sinum og sóttu ákaft fram, en hersveitir Bandamanna gerðu stöðugar gagnárásir, og var svo á tímabili að ekki mátti greina manna liefir þannig verið styrkt með hreska lierliðinu og nútíma hernaðargögnum eru litil líkindi til að þýsku hersveitunum í Narvík geti borist hjálp og verði þær því að gefast upp innan skamms eða liröklast yfir sænsku landamærin, en þar verða hersveitirnar teknar til fanga og afvopnaðar. af hverju var mest í lofti: kúl- um og sprengjum, sundurtætt- um likum, trjám, sem kubbuð- ust sundur og köstuðust hátt í loft upp eða öðru því, sem fyrir varð, með þvi að ekkert stóð fyrir. Áður en Hollendingar yfir- gáfu stöðvar sínar eyðilögðu þeir öll þau mannvirki, sem nokkra þýðingu gátu haft frá sjóhernaðarlegu sjónarmiði, þ. á m. kveiktu þeir í öllum olíu- stöðvnm og oliugeymum, eyði- lögðu hafnarmannvirki og ann- að það, sem þýska hernum mátti að gagni koma. Flugvélar, sem bækistöðvar höfðu á æfingarvöllunum á Walcheren flýðu yfir til her- stöðva Bandamanna og hafa náð þangað lieilu og höldnu. Loftvarnanefndin hefir skrifstofu í Lögreglustöð- inni, og er hún opin frá kl. 9—18. Skrifstofan hefir síma 5611. Hún veitir allar upplýsingar er að loft- vörnum lúta. Skráning sjálfboða- liða til undirbúnings loftvörnum og hjálparstarfs, ef með þarf, fer fram daglega kl. 6—7, konur, og kl. 8 —10, karlar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.