Vísir - 02.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 02.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Fétagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 2. júlí 1940. 149. tbl. Rússar hafa nú lagt undir sig Bessarabíu og norður- hluta Bucovina. Þjóðarsorgr í Bumeiiín. — Árekstrar á landa- mærum Rumeniu og: llug'verjalaiifl*, en uiig*versk« stjórnin faefir frestað að taka ákvörðun um almenna liervieoingfu. fflss$m&£#i EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í mórgutt. IjVegnir frá Bukarest herma, að rúmenska herforingjaráðið hafi tilkynt, að Rúss- * ar hafi haldið áfram að leggja undir sig Bessarabiu allan daginn í gær. Áður hafðiveriðtilkynt,aðþeirhefðiallan norðurhl. Bucovina-héraðs á sínu valdi. *Til nokkurra árekstra kom milli Rússa og Rúmena, einkanlega í Bessarabiu, vegna þess að framverðir Rússa sóttu hraðar fram en Rúmenar gátu haldið undan. Sennilega hafa sumar fregnir, sem af þessum árekstrum bárust, verið ýktar, svo sem að til mikill- ar orustu hafi komið. Hinsvegar er víst, að árekstrar þeir, sem urðu, hafa ekki haft neinar stórkostlega alvarlegar afleiðingar í för með sér, og rúmenska herforingjaráð- ið tilkynnir, að öll ágreiningsmál hafi verið f arsællega til lykta leidd með samkomulagi. í morgun tilkynti útvarpið í Moskva, áð öll Bessarabia væri á valdi Rússa, en rúm- enska stjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að „á miðvikudag 3. júlí, þegar seinustu rúmensku hermennirnir fara úr Norður-Bucovina og Bessarabiu, skuli vera þjóðar- sorg um gervalla Rúmeníu." EMmMMwm Innanríkisráðherra Rúmeníu kunngerði í gær, að alger kyrð væri ríkjandi um alla Rúmeníu, og brottflutningur rúmenskra manna frá Bessarabiu og Bucovina, sem óskuðu að fara þaðan, hefði gengið vel eftir atvikum. Hefir stjórnin eftirlit með öllum fólksflutningum. Til nokkurra árekstra kom í gær á landamærum Ungverja- lands og Rúmeniu, en þetta voru landamæraskærur að eins, og var tala særðra um 30, en 3 menn féllu. Fregnir í gær hermdu, að ungverska stjórnin hefði sent aukið lið til landamæranna. Þótti ískyggilega horfa í gær. Var ungverska stjórnin á fundi í gærkveldi, og lauk honum kl. 10.30, en hann hafði þá staðið í 4 klst. — Áð því er United Press fregnaði var frestað að taka nokk- nra ákvörðun um almenna hervæðingu að svo stöddu. Ennfrem- ur var tekið til athugunar hvort skilyrði væri fyrir hendi til þess að ná samkomulagi um, að beggja megin landamæranna væri kílómeters breitt svæði, þar sem engir hermenn væri, til þess að forðast frekari árekstra. Nokkurar æsingar urðu í Ungverjalandi og hallast ýmsir að því, að, Ungverjar hef jist handa og knýi fram kröfur sínar um Tran- sylvaniu, en aðrir hallast að því, að öll deilumál verði leyst með friðsamlegu móti. Ifiáui Dmerkir oo !l Rúmenska stjórnin h'efír hafnað samkomulagi því, sem gert var er Frakkar og Bretar á- byrgðust sjálfstæði Rúmeniu, og lofuðu að koma þeim til hjálpar, ef ráðist væri á land þeirra. Utanrikismálaráðherra Rúm- eníu lýsti yfir því í gær, að Rúm- enar myndi taka upp aðra stefnu í utanrikismálum en áður. Bretar segja, að „uppsögnin" Tiafi verið óþörf, þvi að hér haf' ekki verið um samkomulag að ræða, sem var bindandi fyrir þá, heldur fyrir Frakka og Breta sameiginlega. Bretar sitja ekki auðum höndum, verði ráðist á Sýrland. Breska stjórnin tilkynti í gær, að hún gæti ekki leyft að Sýr- land verði hernumið af nokkurri þjóð, sem f jandsamleg er Bret- um, né heldur að landið verði notað sem hernaðarbækistöð til árása á þau nágrannalönd, sem Bretar hafa skuldbundið sig til þess að verja. Bretar munu heldur ekki láta það afskifta- laust, ef þar yrði slíkt ástand ríkjandi, að nágrannalöndunum gæti stafað hætta af. í yfirlýsingunni er það tekið frain, að breska stjórnin skilji yfirlýsingu Mittelhaussers her- foringja á dögunum ekki á þann veg, að Frakkar myndi ekki gera tilraun til þess að verja landið, ef til innrásar kæmi, en þar fyr- ir vildi Bretar taka skýrt fram aðstöðu sína, til þess að enginn þyrfti að vera í vafa um hana. Mittelhausser hafði lýst yfir því, eins og menn muna, að vopna- viðskifti yæri til lykta leidd, að því er Sýrland snerti. Stjórnmálamenn i London lita svo á, að þegar utanríkis- málaráðherra Rúmeníu boð- aði í gær, að tekin yrði upp ný stefna i utanrikismálum, að með þessu sé raunverulega boð- að, að Rúmenar muni f ramvegis hlíta leiðsögu Þjóðverjaogítala. Er á það bent í þessu sambandi, að afstaða Ungverja breyttist skyndilega i gæi'kveldi. Yar engu líkara i gær síðdegis en að al- menn hervæðing yrði fyrirskip- uð, en svo fór, að alt önnur stefna var tekin, svo sem greint hefir verið hér að ofan. Sumardvöl barna. Samskotin til sveitardvalar barnanna gengu vel, svo að nú eru komnar inn um 10 þúsund krónur í frjálsum samskotum. London í morgun. Breska blaðið „Economist" birtir grein, sem nefnist „Her- nám Danmerkur", og farast því m. a. orð á þessa leið: „Þegar Danmörk var her- numin, 9. apríl, var hún i einu vetfangi rænd tveim þriðju hlutum hins venjulega útflutn- ings síns og meir en helmingi síns nauðsynlega innflutnings. Tveir þriðju hlutar útflutnings frá Danmröku fóru til Eng- lands, enda var hún þriðja i röðinni af viðskiftalöndum Englands i Evrópu? miðað við vörumagn. Nú er Danmörk orð- in viðskiftalega og pólitískt nokkurskonar hluti af Þýska- Iandi. Danskur landbúnaður hefir mist af innflutningi á nauðsynlegum hráefnum úr vesturátt, tilbúnum áburði og fóðurbæti. Það var fyrirsjáan- legt, að Danmörk yrði, þegar til lengdar léti, Þýskalandi til byrði, enda er það nú komið á daginn, að danskir bændur hafa þegar byrjað að slátra 3 miljón- um svína og 28 miljónum hænsna, enda er ekki um annað að gera, þvi að of seint er að bíða þess, að fóðurskorturinn fari að verða tilfinnanlegur. Þar til landið var hernumið voru flestir danskir bændur sameinaðir i samvinnufélögum. Nú hefir hernámið gert það að verkum, að félögum þessum liggur við upplausn, því að bændurnir skiftast nú i and- stæða flokka, þá sem fylgja nasistum, og hina, sem eru þeim andvígir. Atvinnuleysi hefir aukist mjög i Danmörku. 1 maímánuði voru um 116 þúsund manns at- í gær söfnuðust um 3 þús. kr. Fyrsti hópurinn, 150—160 börn, lagði af stað í morgun og fór Sigurður Thorlacius með börnunnum. Verða þau tvo mánuði í burtu. PUNDIÐ HÆKKAR í NEW YORK. Undanfarið hefir verð ster- lingspundsins farið mjög hækkandi í New York. Sam- kvæmt símskeyti til blaðsins er siðasta verð $3.99 á móti pundi, en það samsvarar kr. 26.00, þegar lagt er til grund- vallar gengi hér á dollar (kr. 651.65). Lítur þvi út fyrir að pundið muni bráðlega konv ast í sama verð i New York og það er hér nú, eða $4.03, en það verð er lagt til grund- vallar fyrir núverandi gengi pundsins hér, samkvæmt á- kvörðun, sem tekin var fyrir skömmu. vinnulausir, á "móti 50 þús. i mailí ífyrra. Þjóðverjar hafa reynt að nota sér neyð Dana til að nota danskan vinnukraft við hergagnaiðnað sinn, en það hef- ir viljað ganga illa, vegna þess að meginhluti danskra verka- manna hefir fylgt sósíalistum að málum og er mjög andvigur nasistum. snt að kalii li! "IrlÉíi" Iniskn os breskra hilu. Það hafa enn ekki borist áreiðanlegar fregnir um franska flotann, t. d. hina miklu frönsku flotadeild, sem er i austurhluta Miðjarðarhafs. Það hafa engar fregnir verið birtar um hvaða afstöðú hún muni taka, — þ. e. að hlýða fyrirskipunum frönsku tjórnarinnar i Bordeux, eða ganga í lið með hinum „frjálsu Frökkum", sem safnast saman undir merki De Gaulle herfor- ingja. — Hann hefir nú fengið kunnan franskan flotaforingja í lið með sér, og sett hann yfir herskip, sem franska þjóðnefnd- in i London kann að fá á sitt band. Hefir flotaforinginn skip- að öllum frönskum herskipum og flutningaskipum að halda til flotahafna Frakka, sem vilja halda striðinu áfram, eða til breskra flotahafna. — Getur það haf t hin mikilvæg- ustu áhrif hvaða afstöðu hin' frönsku flotaforingjar taka. — --------- !¦!! ----------- Boðhlaup umhverfis Reykjavík. Boðhlaup Ármanns umhverf- is Reykjavik verður háð i dag, og hefst á íþróttavellinum kl. 8.30. I boðhlaupinu taka þátt 4 sveitir, tvær frá Ármann, ein frá 1. R. og ein frá K. R. I hverri sveit eru 15 manns svo keppendur eru alls 60 tals- ins. Kept er um Alþýðublaðs- hornið, en handhafi þess er Glímufél. Ármann. Hlaupið endar í íþróttavellinum. Að- gangur er ókeypis. HVERGI HRÆDDUR HJÖRS í ÞRÁ. — Þannig leit Winston Churchill út i augum teiknara Daily Mail, þegar hann tók við forsætis- og landvarnaráðherraembættunum nýlega. 12 menn bidu bana, en 18 sæpðust í loftáFásum Þjód- vepja á Bpetland í gæp, EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í niorgun. öryggismálaráðuneytið breska tilkynti í morgun, að 16 menn hefði beðið bana, en 18 særst í loftárásum þeim, sem Þjóðverjar gerðu á Bretland í gærkveldi. Flugvélar Þjóðverja voru á sveimi yfir norðausturhluta Skot- lands og varð manntjónið aðallega í borg einni þar á ströndinni. Kom sprengikúla niður í húsaröð og fórust þar 12 manns, þar af 4 börn sem voru að leika sér á götunni. 1 fyrri tilkynningum segir, að óvinaflugvélar hafi flogið inn yfir suðvesturströndina skömmu fyrir miðnætti. Sprengjum var varpað á ýmsa staði við Bristolsund, en lítið tjón varð af. Fjórir menn særðust, en enginn alvarlega. Fjórar þýskar flugvélar voru skotnar niður við Bretland í gær. t búnaðarmálastjóri andaðist hér í bænum seinni hluta dags i gær. Þessa merka manns og brautryðjanda í land- búnaðarmálefnum verður nán- ar getið hér í blaðinu síðar. Síldiii: Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði í morgun. T)LUVERÐ sild kom upp fyrir austan Grímsey í gær- kveldi. Þar voru allmörg skip, og fengu þau slatta. í morgun er vestan stormur á miðunum, svo að tekið hefir fyrir veiði í bili. Nokkur skip hafa komið til Siglufjarðar í nótt og i morg- un með síld: Garðar frá Vest- mannaeyjum kom með 750 mál, Björn 400, Fróði 400, Sæfinnur 100, Freyja úr Reykjavik 100 mál. Freyja kom með sprengda HíUl á Bakkfirði o^ ¥opnafirði. Gott veidivedur. Fréttaritari Vísis i Neskaup- stað símar blaðinu, að skip hafi fengið sæmilegan sildárafla á Bakkafirði og Vopnafirði i gær og i nótt. Þannig fékk t. d. Boðasteinur frá Færeyjum 700 mál á Bakkafirði. Mörg skip eru þarna að veiðum og m,unu flest þeirra hafa fengið einhvern afla. Ekki verður þó sagt, að mikið sé enn um síld eystra, en hún veður í hnöppum og fást því góð köst. Fékk t. d. Boðasteinur 600 mál í kasti. Síldin er frekar horuð, en hinsvegar er hún f ull af rauðátu og telja sjómenn veiðiútlitið gott. Veður er mjög sæmilegt á miðunum eystra. Vindur litill og sólskin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.