Vísir - 12.08.1940, Síða 2

Vísir - 12.08.1940, Síða 2
VÍSIR 7ÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Frækileg för. jþ AÐ þarf mikið að ske, til þess að styrjöldin liætti að vera aðalumræðuefni manna, þótt ekki sé nema andartak. í dag tala Reykvíkingar fyrst og fremst um ferðalag Gísla Jóns- sonar og félaga hans. Um 4 mánaða skeið liefir Danmörk verið nálega lokað land, eins og Tibet. Fregnir hafa aðeins bor- íst þaðanvmjög strjált. lV|eim hafa fengrð skilaboð frá ætt- ingjum sínum „vellíðan kveðj- ur“, en.mjög lítið fram yfir það. Allar skipaferðir milli Is- lands og Danmerkur liafa fallið niður. í minnum ]>eirra manna er nú lifa höfurn við aldrei liaft minni mök við liina gömlu sambandsþjóð okkar en fjóra síðustu mánuðina. Engar skipa- ferðir, elckert símasamband. En alt í einu kemur lítið skip siglandi beint frá hinu lokaða Iandi. Það er 30 smálesta bátur. Áhöfnin 7 menn, fullur lielm- ingur þeirra óvanir sjómensku. Og þetta hefir alt blessast. Nú bjóða menn hina fræknu bátverja velkomna og þykjast hafa heimt þá úr helju. Mönn- um þykir vænt um, hversu giftusamlega þetta hefir tekist. Menn eru hreyknir af þessu af- reki. Á öðrum stað í blaðinu birtast frásagnir af ferðalaginu. Enginn hafði látið sér til hug- ar koma að svona ferð yrði far- in frá Danmörku um þessar mundir. Og það þarf ekki að *pyrja að því, að flestir munu hafa latt fararinnar. Þegar í svona hluti er ráðist, eru altaf oógir, sem ypta öxlum og segja: „Þetta et- ekki hægt“, og svo er látið við það sitja. En Gísli Jónsson og félagar hans hafa hugsað á aðra Ieið. „Út vil ek“ hefir verið kjörorð þeirra hvers um sig. Það þarf áræði, úrræðasemi, kjark og viljafesíu fil þess að sigrast á öllum þeim óteljandi erfiðleik- um, sem hér voru fyrir hendi. Slíkt er ekki öðrum hent en þeim, sem neita að láta bugast, harðna við hverja raun, gefast aldrei upp, og sjá altaf opnar leiðir, þar sem aðrir sjá ekkert nema lokuð sund. Af þessum sökum fagna menn heimkomu þeirra félaga. Menn finna með sjálfum sér að hér er elcki um hversdagslegan atburð að ræða. Mönnum finst svo mikið til um þetta afrek, að þeir hætta i bráðina að tala um það, sem hefir verið umræðu- efnið kvölds og morgna og miðjan dag seinustu 11 mánuð- ina. Til skamms tíma hefir verið sagt um okkur Islendinga, að við værum altaf að státa af langöfunum. Það er úrkynjun- armerki. Við eigum því láni að fagna, að meðal okkar eru menn búnir þeim sömu kostum, sem við höfum mest dáð hjá forfeðrum okkar, ódeigir menn, kjarkmiklir og framtakssamir. Það eru slíkir menn, sem leggja til efnið í sögu þjóðarinnar á hverum tíma. Afrek það, sem hér hefir ver- ið unnið, er þess vert að á lofti sé haldið. Við viljum vera sjálf- stæð þjóð, ekki aðeins í orði, heldur líka í verki. Við viljum ekki þurfa að vera upp á aðra komin. Við viljum geta bjarg- að okkur sjálf. Hér hefir verið sýndur mik- ill myndarskapur, mikil karl- menska, mikill dugnáður. Af slíkum eiginleikum á þjóðin aldrei of mikið. Þess vegna er fagnað Iivert sinn, sem íslensk- ir menn vinna afrek, eins og hér hefir gert verið. a íslandsmótid: K.R. og Víkingur í kvöld. Þriðji leikur íslandsmótsins fer fram í kveld milli K. R.- inga og;Víkinga og hefst kl. 8'/2. I Reykjavikurmótinu i vor fóru svo leikar, að Víkingur vann í fyrri leiknum með 3:0, en í síðara Ieiknum varð jáfn- lefli, 0:0. Vikingar segjást nú ætla sér að „taka“ þetla mot líka, en hafa þó aðeins fengið eitt slig ennþá. Veitir þeim þá ekki af liverju stigi, sem mögulegt er að krækja sér í. Iv.R.-ingar láta þó ekki hlut sinn fyrri en í fulíá hnefana og verður leikurinn vafalaust spennandi. Skemtiför templara. Umdæmisstúkan nr. 1 geksl fyrir skemtiför templara s. 1. sunnudag. Þátttakendur voru á fimta hundrað, voru þeir úr stúkunum í Reykjavík, Hafnar- firði, Garði, Höfnum, Sandgerði og af Akranesi. Farið var til Þingvalla, austur- leiðina, Hellislieiði, með Álfta- vatni, Sogsfossum, Kaldárliöfða og nýja veginn um Þingvalla- hraun. Fyrst var staðar numið við Sogsvirkjunina og hún skoðuð af mörgum sem í ferðinni voru og ekki höfðu séð þetta mikla mannvirki áður. Miðdagsverður var snæddur upp við svonefnd Þrengsli skamt frá Kaldárhöfða, síðan var ekið eins og leið lá til Þingvalla og þangað komið um kl. 4 e. h. Rúmlega kl. 5 hófst kaffisam- sæti og skemtun í stóra salnum í Valhöll. Samsætið setti og stjórnaði Þorsteinn .T. Sigurðs- son, kaupmaður. Meðan á kaffidrykkjmmi stóð voru ávörp og ræður flutt- ar . Til máls tóku: Guðgeir Jóns- son Umdæmistemplar i Um- dæmisstúkunni nr. 1, Friðrik Ásmundsson Brekkan Stór- templar, Pétur Zóphóníasson, Stórkanslari, Sigfús Sigur- hjartarson, Stórkapilán, og frú Jónína .Tónatansdóttir og auk þess Guðmundur Sveinsson, Umdæmistemplar Umdæmis- stúkunnar nr. 6 á Vestfjörðum, sem var þátttakandi í förinni, og var hann sérstaklega ávarpaður og boðinn velkominn af sam- sætisstjóra og hyltur af sam- komunni í heild. Milli ræðanna voru sungin samkomuljóð templara og ætt- jarðarsöngvar. Að ræðum loknum skemti Brynjólfur Jóhannesson, leikari með upplestir og gamanvisna- söng, við mikið lófaldapp og fögnuð áheyrenda, að því loknu var dans stiginn frá kl. 8—11, en þá var haldið af stað heim til Reykjavíkur. Eins og fyr segir voru þátt- takendur á fimta hundrað og mun þetta vera ein fjölmenn- asta hópför, sem farin hefir vei’ið hér á landi. FRÁ DANMÖRKU TIL ÍSLANDS. Framh. af 1. síðu. — Hvernig hlaut svo bátur- inn nafnið? — Gunnar Gúðjónsson er höf- undur þess. Ilann sagði að þetta alt hefði ekki fengist nema með frekjunni, og er það orð og að sönnu. — Hvenær var svo lagt af stað ? — Við lögðum af stað frá Frederikshavn á Vendilskaga, en þar var báturinn lceyptur, klukkan þrjú árdegis þ. 21. júlí og komum til Kristianssand kl. 10 næsta morgun. Var rudda- veður alla leiðina og sjósótt á- sótti sægarpana. í Kristianssand urðum við svo að biða eftir nýju siglingaleyfi, en það fékst 26. jiili. Var okkur þá leyft að fara til Stafangui’s og Bergen. — Fenguð þið að fara í land í Noregi? ......... — Já, .við gátum; fgrið allra okkar ferða þar og þurftum ekkert annað að sýna, þegar þangað, kom, en siglingaleyfið, seni við fenguin í Danmörku. —Hvernig gekk ferðin til Stafangui’s? — Við lögðum af stað kl. 4 árd. 27. júlí, en fengum mótbyr mestan hluta leiðarinnar. Þar lágiim við í skjóli frá 27.-29. júlí og fórum ekki fyrir Lister fyrri en kl. 4 síðdegis á mánu- daginn 29. júlí. Fyrir- Jaðar fór- um við á þriðjudagsmorgun og komum til Stafangurs kl. 4 eftir hádegi í stórviðri og steypirign- ingu. Þaðan fórum við kl. 4 ár- degis — við lögðum venjulega af stað kl. 3—4 á moi’gnana — þ. 31. júlí og konxuin til Bei’gen kl. 10 árdegis 1. ágúst. Þar bið- um við eftir siglingalev’fi og upplýsingum um siglingaleiðir, áður en við lögðunx af stað kl. 3 siðd. annan ágúst og tókum stefnu á Færeyjar. , — Hvernig voru Þjóðverjarn- ir viðureignar? — Við vorum undrandi yfir nákvænmi og hjálpsemi Þjóð- verja, sem þeir sýndu okkur í hvívetna. Töfin í Bergen var að- allega vegna ]>ess, að ]>eir gerðu svo miklar í’áðstafanir til þess að við yrðum ekki fyrir neinum töfum. Þeir símuðu til 150 varð- staða, flugvéla og eftirlitsskipa og var þeim tilkynt, að við mættum fara allra okkar ferða í friði. —- Hvei-nig gekk svo ferðin lil Þórshafnar? —Við fengum gott veðux- uxn morgunínn 3. ágúst, en seinna versnaði það og var ruddaveður alla leiðinna. Við komum til Þórshafnar 5. ágúst kl. 1014. — Urðuð þið ekki varir við herskip á leiðinni? —Við sáum fjölda herskipa og flugvéla Þjóðverja við Nor- egsstrendur, en bresk herskip sáum við aldi-ei á leiðinni. Þeg- ar við komum til Þórshafnar og sögðum hverir við værum og hvaðan við kæmum var þegai’ settur hervörður við skipið. Fengum við ekki að tala við fólk í landi, nema á ensku eða dönsku og þá í áheyrn Breta. Gunnar fékk að fara í land til að kaupa matvæli, en breskur hermaður var látinn fylgja hon- um. Eg ski’ifaði breska yfirfor- ingjanum og æskti skýi’ingar á ]>essu. Svaraði hann og bað af- sökunai’, en kvað að ekki væri hægt að gera annað, þar sem við kæmum frá Danmörku o. s. frv. Bretar sýndu okkur dæma- fáa kurteisi og vildu alt fyrir okkur gera. Þegar bxiið var að gera allar mögulegar fyrir- spurnir út af okkur, var okkur loks leyft að halda af stað aft- ur og fórum við frá Þórshöfn á fimtudag. Við tókum stefnu á Eystrahox-n, til þess að fá land- sýn sem fyrst, og var gott veð- ur aðfaranótt fösludagsins, en þá hvesti af noi’ðaustan og tók- um við þá stefnu á Vestmanna- eyjar. Fórum við framhjá þeim í gærmorgún og komum svo hingað í íxótt. — Hvernig reyndist skipið? — Það í-eyndist ágætlega, eins og skipshöfnin. Við skiftum þannig vöktuin, að við Gumxar gengum saman, Lárus og Björg- vin, og Theódór og Konráð Ulfar sá um eldamenskuna. — \rar ekki hætta af rek- duflum ? — Jú, við sáum mörg þeirra i Norðursjónum og urðum í sí- feldu að gæta í kringum okkur. En alt fór vel, eins og sjá má. — Þér berið náttúi’lega kveðj- iir frá ísleixdingunum í Höfn? — Já, þeixn líður öllum vel og lxiðja að heilsa. Þeir þi’á allir að komasl lieim og vænta þess, að það mál verði leyst á heilla- vænlegan hátt sem allra fyrst. Að svo mæltu kvaddi tíðinda- maðiu’inn og fór. Viðtal við skipstjórann BlöndaL Tíðindamaður Vísis brá sér um borð í Frekjuna, þar sem hún liggur við enda Grófar- bryggju, og hitti þar Lárus Blöndal skipstjóra að máli. Hef- ir hann dvalið erlendis síðustu fjögur árin og Ient í margvís- legum ævintýrum, sem enduðu svo í bili með þessari ævintýra- ferð frá Kaupmannahöfn til Is- Iands. Hann skýrði svo frá í stuttu máli: Ferðin gekk að óskum, eins og eg raunar veit að Gísli Jónsson hefir skýrt ykkur frá. Veðrið var ýmist gott eða vont, en skips- höfnin reyndist vel, og maturinn var góðui’, einkanlega í höfnum. Frá Kaupmannahöfn héldum við til Noregs, enda hafði það vei-ið gert að skilyrði fyrir brott- fararleyfi. í Kristianssand hitt- um við skipstjórann af Mil- waukee, sem oft hefir komið hingað til lands, en hann er nú hafnarstjóri þar á staðnum og í-eyndist okkur prýðilega í öllum greinum. Þaðan héldum við til Stavanger og Bergen og komurn við í Haugasundi. Frá Noregi héldum við til Færeyja, og eftir fjögra daga dvöl þar, héldum við áleiðis hingað til lands. Um afkomu almennings í Danmörku er það að segja að hún er yfirleitt góð, og enginn skortur á nauðsynjum. Að vísu tala menn um yfirvofandi at- vinnuleysi, einkum í iðnaðin- um, og vafasamt er talið að inn- flutningur fáist á nauðsynjum landbúnaðarins, t. d. áburði, en af því getur Ieitt að óhjákvæmi- legt verði að slátra nokkuru af búpeningsstofninum, sem fyrir er í landinu, en þó má telja vafa- laust að landbúnaðurinn bíði ekki við það verulegan hnekki. Enginn skortur er á nauðsynj- um i Danmörku, en verðlag lxef- ir hækkað tilfinnanlega. Skömt- un hefir verið tekin upp á kaffi, syki’i, cacao, tei, smjörlíki, ben- síni og olíu, en um skömtun á öðrum vörutegundum er ekki að ræða. Þessi skömtun lendir ekki með verulegum þunga á al- menningi, enda frekar gerð í ör- yggisskyni, en af hinu að skort- ur sé á þessum vörum í landinu. Má í þvi sambandi nefna að smjörlíkisskömtun er upptekin í því augnamiði að sjá efna- litlu fólki fyrir feitmeti, en smjör getur hver maður keypt í tugum punda, ef hann hefir ráð á því á annað borð. Eins og sak- ir stándíj er ásfaiidið gott i Dan- mörku, hvað sem vei’ða kann er frá líður. Þegar hér var komið málum, kom einn hásetanna, Iionráð Jónsson um boi’ð, og mátti ekki á honum sjá, að hann væri ný- stiginn á land eftir sjóvolkið, þótt hann hafi afvanist sjó síð- ustu árin. Lét liann vel af dvöl sinni um borð og förinni í heild. . En er léttara hjal var upp tekið kom það upp úr kafinu að skips- höfnin hafði verið litt búin til langrar sjóferðai’, og var gengið svo nærri skipstjóranum, sem best var búinn, að öll hlífðarföt hafði hann lánað, en gekk um skipið á morgunskóm, án sjó- hatts og „galla“, en kom ekki.að sök, enda er hann maður harð- ger og lándskúnnur sjóvikingur. Viðtal við Gunnar Guðjónsson, skipamiðlara. Gunnar Guðjónsson skipa- miðlari var kominn á skrifstofu sína árdegis í dag, og náði tíð- indamaður Vísis þar tali af hon- um. Skýrði hann svo frá ferð sinni í stuttu máli: Eg lagði af stað áleiðis til Danmerkur og Noregs hinn 15. febrúar s.l., og ætlaði að liafa þar stutta viðdvöl, en atvikin höguðu því þannig, að alt fór á annan veg en ætlað var. I fyi’stu dvaldi eg í Kaup- mannahöfn, i verslunarerind- um, en fór þaðan til Noi’egs í erindum H.f. Kóps o. fi. Dvaldi eg þar nokkra hríð, en fór frá Osló hinn 8. apríl s.l. Þegar eg kom aftur til Kaupmannaiiafn- ar, hafði borgin mjög breytt um svip, enda hafði hertakan farið fi-am þá um nóttina. Her- takan hafði fai-ið fram án þess að til annara stórviðburða drægi, og árekstrar ux’ðu engir, nema á landamærum Jótlands og Þýskalands, svo sem mönn- um er kunnugt. Alt virtist und- irbúið út í ystu æsar, og þýski herinn hafði komið sér fyrir í borginni áður en varði. Af her- tökunni leiddi að siglingar lögð- ust niður, þannig að eg komst með engu móti til Islands aftur, en átti þess þó kost að fara um ítalíu og með Eddu heim, en gat ekki komið því við, með því að eg liafði þá elcki lokið störfum. Úr því að þetta tæki- færi gekk mér úr greipum, gat eg ekki komist heirn, en þá hittumst við Gisli Jónsson að máli, og vai’ð það úr að við keyptum skip það, sem við komum á hingað til lands. Við fengum, leyfi þýsku herstjórn- ai’innar til að láta úr höfn og gekk sú afgi’eiðsla öll mjög fljótl og greiðlega, og á ferð okkar mættum við séx’stakii al- úð og greiðvikni þýskra yfir- valda, t. d. í Stavanger og Bei’g- en, en þar létum við fi’á landi 1 Noregi. Eg umgekst nokkuð Islend- inga í. Kaupmannahöfn, og lxafði spurnir af þeim, og get eg fullyrt að þeim líður vel. Sendi- ráðið sá þeim fyrir peningum, þannig að þeir geta dregið fram lífið með góðu móti, og sumir þeirra leituðu sér atvinnu úti um landið. Flestir liöfðu þó fullan hug á því að komast heim, strax e>’ færi gæfist, en þeir búa við engan skort, og Frh. á 4. síðu. Áttræöur í dag: frá Knaparhöfn. Þorgils Friðriksson, fyrruni bóndi að Knararhöfn, en nú til heimilis að Breiðabólsstað í Hvammssveit er 80 ára í dag, og mun honum berast lilýjar kveðj- ur frá vandamönnum og vinum á þessum afmælisdegi. Þorgils er fæddur að Orms- stöðum í Klofningshrepþi og ólst þar upp.. Er hann .var full- tíða. niaður kvæntist hánn Hall- dóru Sigmundsdóttur fráSkarfs- stöðum 1 Hvammssveil, ogreistu þau lijónin þá bú i Knararhöfn og bjuggu þar um 30 ára skeið. Þau hjón eignuðust 14 börn, en af þeim dóu þrjú í æsku, en 11 komust á legg og er þeirra í meðal Þórhallur Þorgilsson kennari hér í bænum, sem er þjóðkunnur maður. Með dugnaði og ráðdeild tókst þeim hjónum að koma upp þess- um mikla barnahóp, og veita þeim ágæta uppfræðslu, enda er Þorgils maður hókhneigður. og var um langt slceið kennari i sveit sinni, og gerði hann þá ým- ist að hann ferðaðist um sveit- ina, eða tók börn heim til sín til kenslu. Þorgils á mikið og gott bókasafn á sveitavísu, og er það svo vel innbundið að af ber, og nú í elli sinni les hann oft alla daga þótt sjónin sé nokkuð far- in að gefa sig. Þorgils gegndi ýmsuin trúnað- arstörfum öðrum í sveit sjnni. Var hann þannig oddviti um margra ára skeið, og er kaupfé- lag var stofnað í Búðardal vann hann að skrifstofu og verslunar- störfum í 6—8 ár. Árið 1909 misti Þorgils konu sina, sem mjög hafði verið lion- um samhent, og var þá hið yngsta barn þeirra nýfætt. Stóð Þorgils þá einn uppi með barna- hópinn, en með aðstoð elstu dætra sinna hélt liann áfram bú- skap þar til séð var fyrir uppeldi allra barnanna. Þorgils hefir ávalt verið mjög áhugasamur um landsmál, og þjóðrækni hans hefir verið með afbrigðum. Enn í dag fylgist hann vel með öllu og er ákveð- inn sjálfstæðismaður og fer ekki dult með. Þorgils má heita vel ern, en máttur hans er þó tek- inn að þverra. Minni hans er ó- bilað, fróðleiksfýsnin söm og áð- ur og eldurinn í augunum litt kulnaður. Siðustu 22 árin hefir Þorgils dvalið á heimili Steinunnar dótt- Ur sinnar og Þórðar Kristjáns- sonar tengdasonar sins að Breiðabólstað i Fellsstrandar- lireppi. Hittast þar börn lians öll í dag og mörg barnabörn til þess að gleðja hann og heiðra, eftir langt og vel unnið ævistarf. Verði honum afmælið sem ánægjulegast og ævikvöldið sem heiðríkast. K. G.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.