Vísir - 23.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 23.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 23. september 1940. 219. tbl. Framhaldssókn í loftstyrjöldinni. I»jodverjar lcgrgrja aðaláher^lu á að ráðast á Lonclon, en Bretar að e^ði- Ies'g"|a §cm mest þeir mega í inn- ráisarnækiistöðvununi. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. f tilkynningu, sem gefin var út af breska flugmálaráðuneyt- «inu í gærkveldi, er komist svo að, orði, að loftárásir hefði verið gerðar víða, en hvergi stórfeldar. Sprengjum var varpað í East Ánglia, Hampshire, Kent og fleiri landshlutum, og nokkurum hverfum í London. Tjón varð allvíða, einkanlega eyðilögðust eða skemdust íbúðarhús og verslunarhús, og kirkjur og sjúkra- . hús sluppu ekki frekar en oft áður. 1 Suðaustur-Englandi hafa 4 kirkjur orðið fyrir skemdum s. 1. hálfan mánuð. í London hafa miklar skemdir orðið á kirkjum en þó var messað í sum- urti þeirra í gær. Fjórum sprengjum var varpað í gær á stað nokkurn í London þar sem rústir einar voru fyrir. Tjón af völd- um loftrása, segir í tilkynningunni, var meira s. 1. nótt en næt- urnar. þar áður. Verður því að búast við, að allmikið manntjón hafi orðið. I gær voru birtar fregnir úm árásirnar í fyrrakvöld á Ermar- sundshafnir ÞjóÖverja. Eldar sáust enn á öllu svæðinu milli Boulogne-og Calais og voru meiri en nokkuru sinni. Er þaö feikna stór floti skipa og flutn- ingapramma, sem Þjóðverjar hafa dregið að sér i þessum höfnum, og miða Bretar að þvi í árásum sínum, að valda sem mestu tjóni á þessum flota, sem er ætlaður til notkunar er inn- rásin hefst í Bretland. Árásin á Boulogne þetta kvöld stóð i hálfa sjöttu klukkustund, en á Antwerpen í hálfa þriðju klukkustund. Allan árásartím- ann dundi við skothríðin. úr loftvarnabyssum Þjóðverja, en bresku sprengjuflugvélarnar héldu áfram árásunum þrátt fyrir það. Aðrar hafnir, sem á- rásir voru gerðar á, voru Vliss- ingen í Hollandí, Ostende og Zeebrugge í Belgíu, Dunkuerqe o. s. frv. Enn voru gerðar árás- ir á ýmsa hernaðarstaði í Þýskalandi. Það vekur sívaxandi athygli, að Bretar geta haldið uppi harðnandi sókn á innrásarbæki- stöðvar Þjóðverja og hernaðar- stöðvar þeirra aðrar í hinum hernumdu löndum, svo og á ýmsa staði í Þýskalandi. Er þetta talið óyggjandi merki þess, að flugherinn breski sé altaf að eflast. Styrkjast menn viðast í þeirri trú, að Bretum muni auðnast að Jtoma i veg fyrir, að Þjóðverjum hepnist innrás í Iandið, því að sú skoð- un kemur hvarvetna fram hjá sérfræðingum, að eigi þeim að hepnast það, verði þeir að sigra breska flugflotann og breska flugherínn, en þar sem aðstaða Breta í lofti og á sjó hefir stór- um batnað, og þeir haf a vel út búinn miljónaher til varnar á eylandi sínu, verður innrásin Þjóðverjum því erfiðari sem lengra líður. Þótt veður sé nú farið að spillast, er þó ekki tal- ið útilokað, að tilraunin -verði gerð í haust. Hallast menn að þeirri skoðun vegna hins gífur- lega undirbúnings i Ermar- sundshöfnum, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu, og draga af honum þá ályktun, að Hitler telji sig til knúinn að freista að ráðast inn i England. Aðvaranir um loftárásir voru gefnar i London í gærkveldi og ií morgun. Með tilliti til þess af beggja hálfu Þingkosningar í Astralíu.l Stjópnin heldur meii»ililuta- aðstöðu, Einkaskeyti frá United Press. Fullnaðarúrslit í þingkosn- ingunum í Astralíu eru enn ekki fyrir hendi, en allar likur benda til að stjórnin haldi meirihlula- aðstöðu í báðum deildum, fái sennilega 7 sæti umfram and- stæðingana í neðri málstofunni, en 2 í efri deild (senatinu). Verkamenn bættu nokkuð að- stöðu sína sumstaðar, en þeim er það hnekkir að leiðtogi þeirra, Curtin, hefir sennilega ekki náð endurkosningu. Mr. Mensies, forsætisráðherra Ástralíu var kosinn með mikl- um meirihluta atkvæða og flest- ir ráðherranna munu hafa hald- ið sætum sínum. hversu véðurskilyrði voru góð auðnaðist Þjóðverjum ekki að vinna eins mikið tjón og í fyrri árásum, segir í skeyti, sem Vísi barst rétt fyrir hádegi. — Skot- hríðin> úr loftvarnabyssunum var mjög áköf i gærkveldi, og kúlubrotin komu niður um all- an miðhluta borgarinnar. 1 morgun fréttist, að fjölda margar þýskar flugvélar hefði flogið inn yfir strendur Essex og Kent og inn yfir Thamesár- ósa. Allar stefndu þær til Lond- on. Breskar orustuflugvélar lögðu til atlögu við þær og lenti 1 hörðum bardaga. Þegar sein- ast fréttist höfðu að minsta kosti 3 þýskar flugvélar verið skotnar 'niður. Nýjar árásir á meginlandinu. Breskar sprengjuflugvélar gerðu nýjar árásir á megin- landsstöðvar Þjóðverja i gær- kveldi, og árásir voru gerðar á staði í Norður- og Vestur- Þýskalandi og Berlínarborg. Ástæður eru til að ætla, að tjón hafi orðið mikið í þessum árás- um. Ennfremur gerðu breskar sprengjuflugvélar árásir á flug- stöðina i Þrándheimi í Noregi og járnbrautina til Norður- Noregs. — Tvær breskar* flug- vélar urðu að nauðlenda í Sví- þjóð. Voru innrásarfyrirætlanir ræddar í Rómaborg? Það hafa enn sem komið er ekki verið birtar neinar til- kynningar, sem benda til hvert umræðuefnið hafi verið rnilli þeirra Mussolini og von Bibben- trop í Bómaborg í gær og fyrra- dag, en von Bibbentrop er nú lagður af stað heimleiðis i hinni brynvörðu járnbrautaiiest sinni. En getgátur hafa komið fram' um, að m. a. hafi verið rætt um innrásaráformin, ítala í Egipta- land og Þjóðverja í Bretland, og eínn árangurinn af viðræð- unum segir i einni fregninni verður harðari sókn af hálfu Itala á öllum vígstöðvum. En annars ber fregnunum ekki saman og því er jafnvel haldið fram í einni þeirra, að von Bibb- entrop hafi farið með friðarlil- lögur til Bómaborgar, og eigi að koma þeim á framfæri við páfa. Flugvélaljón Þjóðverja í seinustu loftárásum á England hefir verið miklu minna en áð- Bresku skipi á lelfl til Kanada mefl flóttabörn sBMJyrirvaralaust. Flest börnin fórust. Aðeins 112 af 406 komust af. Ápás- in vap gepð að kveldlagi í stópsjó. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það var tilkynt í London í morgun, að þýskur kaf bátur hef ði fyrirvaralaust sökt . bresku farþegaskipi, sem var á leið til Kanada með flóttabörn, og hefði næst- um öll þeirra f arist. Bresk og amerísk blöð f ara hörðum orðum um árás þessa. Hún var gerð að kveldi þriðjudags í s. 1. viku, um kl. 10, og var þá sjógangur mikill. Mörg barnanna fórust af völdum sprengingarinnar, sem varð, þegar tundurskeytið hæf ði skipið. ______. _______ Skipið lagði af stað frá höfn í vesturhluta Bretlands í annari viku september, eins og það er orðað í opin- berri breskri tilkynningu, og var skipið um 600 sjómíl- ur f rá landi, þegar árásin var gerð. Þeir, sem af komust, voru fluttir til breskrar hafnar. Af um 97 börnum, sem á skipinu voru, er talið að 83 haf i f arist, en alls komust 112 menn af 406, sem á skipinu voru, lífs af. í breskum tilkynningum segir, að búið hafi verið að flytja um 3000 börn frá Bretlandi með sama fyrirkomulagi og nú. AHar ráðstafanir, sem unt var að gera, börnunum til öryggis, voru gerðar. Börnin voru flest frá borgum, sem hafa orðið hart úti í loftárásum, stundum systkini heillar fjölskyldu. 1 frásögnum amerískra og breskra blaða er sagt frá því, að börn jafnt sem fullorðnir hafi sýnt mikinn hetjuskap, er skip- inu var sökt. Það var erf iðleikum bundið, að koma niður b jörg- unarbátunum vegna sjógangsins, en agi var góður, og sungu þeir sem biðu á þilfari. Skipið sökk á hálfri klukkustundu. Skip- stjórinn stóð á stjórnpalli, er skipið sökk. , Miklar hörmungar biðu þeirra, sem í bátana fóru, því að þeir voru að hrekjast í hroðasjó í samfleytt 24 klst. uns herskip komu á vetívang. Sumir komust á f leka, m. a. kona ein f rá Lon- don með börn sín, og tók aðra dótturina út tvívegis, en í bæði skiftin tókst að bjarga henni. r Þeir, sem af komust sögðu hver um sig frá því, sem fyrir hafði komið. Þeir segja m. a., að það haf i verið hryllilegt að sjá barnslíkin á floti í sjónum, eða að horfa á börnin deyja í fang- inu á fullorðna fólkinu, sem komist hafði í bátana. Sumir hinna fullorðnu létust í bátunum. Öllum ber samanr,um, að börnin hafi komið aðdáunarlega fram. — Kunnur söngleikahöfundur, Arthur Wimperis, fóí miklum orðum um hugrekki barnanna. Mér leist vel á þau þegar í byrj- un, sagði hann, og eg efast ekki um, að þau hefði komið fram með sæmd fyrir land sitt, vestan hafs. ur og stafar það af því, að minna er gert að hópárásum en áður. „Völkischer Beobachter" hef- ir nú viðurkent það, að innrásin í Bretland muni vei-ða torsótt. „Vér vitum, að Bretar eru eng- ar bleyður", segir blaðið. „Þeir liaf a verið aldir upp við erfiði og íþróltir og þeir geta haldið uppi fullri reglu, og þeir tmna landi sínu og þjóð." Frakkar í Indókína létu að kröf um Japana Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Það er nú kuhnugt, að sam- komulag hefir náðst i Hanois, milli fulltrúa Japana og stjórn- arinnar i Indokína. Hefir fregn- in komið mönnum á óvænt, þar sem stjórnin i Vichy hafði sagt, að ekki yrði gengið að kröfum Japana. Japanir virðast hafa fengið því framgengt, að þeir fái leyfi til að hafa flugstöðvar á 3 stöðum i landinu, og 6000 manna setulið til þess að gæta þeirra. Ennfremur fá þeir að nota vissa samgönguleið til þess að flytja herlið um Franska Indokína til Suður-Kína. Gegn þessu lofa Japanir að viður- kenna sjálfstæði og landamæri Franska Indokína. Japanir eru þegar farnir að setja lið á land í Franska Indo- kina, og kom til átaka á einum stað i nánd við franskt virki. Stóðu bardagar þar til i gær- itveldi, því að franska liðið vildi hvergi víkja fyrir Japön- um. Um miðnætti linti bardög- unum, og var sú skýring gefin á atburðinum, að franskir for- ingjar i virkinu hefði ekki ver- ið búnir að fá tilkynningu Um samlíomulagið. Herlög eru gengin i gildi i þeim héruðum Kína, sem liggja að landamærum Franska Indo- kína. FRETTIR í STUTTU MÁLl 3 miljónum bóka hefir verið dreyft út til breskra hermanna, eftir þvi sem Anthony Eden upplýsti nýlega i ræðu. Meðal breska Rersins starfa nú um 1.500 manns að upplýsinga- starfsemi, fræðslu og skemtun- um. „Þeir, sem efast kunna um hið mikla flugvélatjón Þjóð- verja yfir Bretlandseyjum, ættu að heimsækja „flugvélakirkju- garðana", segir fréttaritari „Daily Telegraph". „Eg heimsótti einn þessara aoornir \ MÁNUDAGUR: 1. Leiðbeiningar í umferðar- reglum veittar almenningi á götum úti. 2. Sýning í búðarglugga Jóns Björnssonar & Co. — í Bankastræti. 3. Bæklingi, með fjölda um- ferðarmynda til leiðbein- ingar, úthlutað ókeypis. 4. Skilti á nokkrum f jölförn- um gatnamótum, er sýna fjölda umferðarslysa á þeim gatnamótum síðast- liðið ár. 5. Utvarpserindi flutt um umferðarmál, kl. 7,30, af Guðlaugi Jónssyni, lögrþj. 6. Námskeið fyrir hjólreiða- menn. Væntanlegir þátt- takendur gefi sig fram í dag á lögreglustöðinni eða skrifstofu Slysavarnafél. Átökin í Egipta- landi um afstöð- una^ gagnvart ítolum. / 4 ráðherrar biðjast lausnar. Einkaskeyti frá United Press. Mikill ágreiningur kom upp innan egipsku stjórnarinnar í s. 1. viku um afstöðuna gagnvart ítalíu, Fjórir ráðherrar héldu því fram í samræmi við stefnu flokks sins, að segja bæri llölum stríð á hendur þegar i stað, þar sem þeir hefði ráðist með her manns inn i landið. Þessir ráð- herrar voru fjármála-, sam- göngumála- og verslunarmála- ráðherranh, og 1 náðli. sem ekki hafði umráð yfir sérstakri s tj órnardeild. Forsætisráðhen-- ann endurskipulagði stjórn sína, án nokkui-ra erfiðleika. Lýsti hann yfir því, að stefna stjórn- arinnar væri að vernda sjálf- stæði landsins, og ef ítalir héldi innrásarfyrirætlunum sínum til streitu, yrði þeim sagt stríð á hendur, en stjórnin vildi ekki rasa fyrir ráð fram. Seinustu fregnir herma, að herlög séu gengin í gildi um alt Egiptaland. Er pa.ð varúðarráð- stöfun. „kirkjugarða" um daginn, og sá eg þar leifarnar af hundruðum þýskra sprengjuflugvéla og Messerschmitt-orustuflugvéla. Þegar þess er gætt, að langt frá þvi að allar niðurskotnar flug- vélar fallfttiiður á landi, því að f jöldi þeirra fellur i Ermarsund og sekkur til botns, þá er það ljóst, að þessir miklu haugar tala sínu máli. Meðan eg var að skoða staðinn, kom járnbraut- arlest með nýja „sendingu". Hver járnbrautarvagn var fullur af braki úr þýskum flugvélura. Sumar þeirra voru næstum heil- ar að sjá. Slikar lestir koma dag- lega, hvaðanæva að frá Eng- landi og afhenda varning sinn á þessum stað. Hundruð manna starfa að þvi að bjarga öllu, sem sérstakt vei'ðmæti hefir. Þannig berast hinni bresku flugvéla- framleiðslu óvænt hráefni frá Þýskalandi, því að, alt, sem not- hæft er, er notað til að gera úr þvibreskar flugvélar."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.