Vísir - 26.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 26.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3: hæð). 30. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Augl/singar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 222. tbl. Noregur „án þings, konungs og stjórnmálaHoklta**. Þjóðverjar skipa nýja stjórn í Noregi. Sex menn úr flokki Quislings eiga sæti í henni. Nazistum einum heimil stjórnmálastarfsemi. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Igærkveldi var tilkynt í útvarpinu í Oslo (sem er á valdi Þjóðverja), að allir stjórnmálaflokkar í landinu yrði leystir upp, nema Nasjonal samling (þ. e. nazistum eða Quislingmönnum) og var jafnframt boðað, að norska stjórnar- nefndin væri sett af, en í hennar stað yrði skipuð þjóðernissinnastjórn eða „norsk gtjóm“, eins og það er orðað. Terbogen, landstjóri Þ jóðverja í Noregi, skýrði frá þessum ákvörðunum Þjóðverja i ræðu, sem hann flutti í útvarpi í Osló í gærkveldi, og sagði hann, að í hinni nýju stjórn fengi 23 jmenn sæti. Terbogen kvað Hákon VII ekki fara með töld lengur og ekki eiga afturkvæmt til Noregs. Alveg sama máli væri að gegna með Nygaardsvold og stjóm hans, sem hefði brugðist skyldu sinni, og væri hún ekki lengur lögleg stjóm Nor- egs. Þá vék Terbogen að samkomulagsumleitunum Þ jóðverja við stjórnmálaflokkana i landinu og hefði þær ekki borið þann árangur, sem Þjóðverjar vildu, því að að eins Nasjonal samling hefði getað fallist á sjónarmið Þjóðverja, og taka þátt í viðreisnar- starfinu með þeim. Terbogen kvað stjórnmálaflokkana nú verða að sætta sig við afleiðingar þess, að hafna samvinnu við Þjóðverja. I hinni nýju stjóm eiga 13 menn sæti sem fyrr segir og eru 6 þeirra Quislingar. Quisling sjálfur á ekki sæti í stjórninni og ekki hefir verið boðað enn sem komið er, hver verður stjórnarforseti. Nýju ráðherrarnir eru lítt lcunnir eða ^ ókunnir menn á vettvangi stjórnmólanna. í viðtali við blaðamenn sagði Terbogen, að Noregur væri nú land án þings, lconungs og stjórnmálaflokks, nema Nasjonal samling. — Eini stjórnmálaleiðtoginn er Quisling. Einn nýju ráðherranna er Sigurd Johannessen Halvorsen og var hann fyrst nefndur. Jonas Lie, sem er nokkuð kunnur mað- Ur í Noregi, fer með lögreglumál. Bardögunum við Dong Dong linnir. Einn af embættismönnum franska utanríkismálaráðuneyt- isins hefir tilkynt, að samkomu: lag liafi úáðst milli Japana og Frakka, varðandi áreksturinn við Dong Dong, þar sem barist hefir verið að undanförnu, og er nú talið girt fyrir, að til frek- ari árekstra komi þar. §tórhætta gretnr §taf að af vatnileysinn. Bæjarbúar geta komid í veg fyrir slíkt með því að fara sparlega með vatnið. Fimm klst. loftárás á Berlin. Einkaskeyti frá United Press. Einkaskejdi til Vísis. Það var tilkynt í Berlín i morgun, að loftárás hefði verið gerð á Berlin síðast- liðna nótt, og liðu 5 klst. þar til hættan var liðin hjá. Það er viðurkent í hinni þýsku tilkynningu, að sprengjum liafi verið varp- að á norðurhluta borgar- innar, en því erhaldið fram, að ekkert hernaðarlegt tjón hafi orðið. I breskum tilkjmniugum um loftárásina segir, að liún sé hin mesta, sem nokkuru sinni hefir gerð Vferið í Berlín. Aðallega var varpað sprengjum á verlc- smiðjuhverfi í norðurhluta borgarinnar. Árásirnar byrjuðu svo snemma, að margt manna var að heiman eða á leið heim og urðu menn að leita í næstu loftvarnabyrgi, og voru víða ó- skapleg þrengsli. Þarna urðu menn að híma til kl. 4 í morgun. Tveir flugvélaliópar fóru yfir miðja borgina, en aðalárásin var gerð á norðux-hverfin sem fyrr segir. Allmörg hús hrundu, seg- ir í fregnum frá New York. Einnig voru gerðar loftárásir á flotahöfnina í Kiel, og allar innrásarbækistöðvarnar. Urðu þar svo miklar sprengingar, a'ð jörðin skalf Englandsmegin sundsins. Tíðindamaður Vísis hitti Helga Sigurðsson verkfræðing að máli í gær, en hann hefir sem kunnugt er umsjón með hita- veitu og vatnsveitu bæjarins. Með því að nokkuð hefir kveðið að vatnsskorti í bænum, barst það í tal, og inti fréttaritarinn Helga nánar eftir því. Skýrði Helgi svo frá í stuttu rnáli: „Siðustu vikuna, og þó eink- um tvo seinustu dagana, hefir kveðið mikið að vatnsleysi í bænum og kvartanir hafa borist okkur víðsvegar að. Einkum eru þó mikil brögð að vatns- skorti á Skólavörðuhæðinni, Landakotshæðinni og í Skerja- firði. Auk þess hefir lítill þrýst- ingur verið á vatninu víða í bænum, og hefir það valdið ýmsum erfiðleikum bæði í einkahúsum, en þó sérstaklega hjá ýmsum iðnaðarl'yrii'tækj-j um. Á þessu timabili hefir það komið fyrir, að vatnsgeymarnir Iiafa alveg tæmst á eftirmiðdög- unum og síðustu tvo morgnana hafa þeir ekki náð að fylla sig yfir nóttina, en það hefir ekki komið fyrir mjög lengi. Við héldum því fyrst, að um bilun á aðalleiðslum væri að ræða, en engin slík bilun liefir fundist, og nægilegt vatnsmagn er í Gvendarbrunnum, svo að þetta hlýtur að stafa af óvenjulegri eyðslu.“ Hve mikið vatnsmagn er á- ætlað fyrir hvern bæjarbúa? „Aðfærsluæðarnar flytja 240 ltr. á sek. til bæjarins, og út frá því má reikna Iive margir lítrar koma á hvern íbúa á sólarhring, þegar vitað er um íbúalöluna. Nú er ekki vitað hve breska setuliðið er fjölment, en sé gert ráð fyrir að í bænum séu 61 þúsund manns verður skamtur hvers íbúa 340 llr. Sá gert ráð fyrir, að ibúarnir hér séu 65 þús., ætti valnseyðsla á livern ibúa að nema 320. ltr. á sólar- hring, en séu íbúarnir 70 þús. ætti eyðslan að vera á sama hátt 300 ltr. á sólarhring, Til sam- anburðar má geta þess, að er- lend reynsla er sú, að borgir þurfi þeim mun meira vatn fyrir hvern ibúa, sem þær eru stærri, en þó er ekki reiknað með að þurfi nema 100—200 ltr. á ibúa á sólarhring fyrir stór- borgir, sem í eru 100 þúsund í- búar, eða þar yfir. I smáborg- um er eyðslan reiknuð alt nið- ur í 40—50 Itr. á mann yfir sól- arhringinn.** I hverju liggur þá þessi gíf- urlega umframeyðsla? „Reynslan hefir sýnt, að vegna fiskþvottanna liér þurfti töluvert miklu meira vatn en þetta, og þegar vatnsveitan var aukin síðast, var gengið út frá því, að hún nægði 50 þús. íbú- um, þótt þeir notuðu 400 Itr. á sólarhring að meðaltali. Þegar tillit er tekið til þess, að nú eru engir fiskþvottar, og að minna er notað af vatni til baða en venjulega, vegna þess hvé kol eru dýr, þá er það augljóst, mið- að við þær tölur, sem hér liafa verið raktar, að viða hlýtur að vera farið mjög ósparlega með vatnið, og að nægjanlegt vatn er handa öllum þeim, sem liér dvelja, ef skynsamlega er á haldið.“ Getur ekki stafað af þessu allmikil liætta, auk óþægind- anna? Kristján sjotiu konungur ara í o/ag. „Þetta er auðvitað mjög al- varlegt mál, ef eldsvoða ber að höndum. Ef t. d. kviknaði i liús- um samtímis á Skólavörðuholt- inu og á Landakotshæð, gæti það tekið mjög langan tima að ná vatni ,til beggja staðanna, og það yrði þvi aðeins gerlegt, að lokað yrði fyrir vatnsrensli til annara hluta bæjarins. Til þess að bæta úr þessu verður fólk að fara skynsamlega með valnið. Stækkun á leiðslum til bæjarins kemur ekki til greina, eins og sakir standa, sökum þess, að valnsveitan er nægjanlega stór fyrir bæinn, en auk þess myndi slík stækkun taka langan tima og verða um seinan. Þegar hita- veitan er komin upp sparast all- mikið af drykkjarvatni, sem nú fer til baða og þvotta, og þeim mun minni ástæða er til að slækka vatnsveituna fyrst um sinn.“ Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að draga úr vatnsnotkuninni? „Bæjarverkfræðingur liefir þegar snúið sér til bresku her- stjórnarinnar hér, með tilmæl- um um að hún lilutaðist til um að setuliðið sparaði vatnsnollam Frh. á bls. 3. De Gaulle geísí upp í Dakar. Ný árás á Gibraltar. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. De Gaulle hefir dregið liðs- afla sinn frá Dakar í frönsku Yestur-Afríku og hefir verið birt löng greinargerð um það efni í London. De Gaulle vill ekki, að Fraklcar berjist inn- byrðis. Breska stjórnin studdi De Gaulle að beiðni hans, og var einnig samþykk seinni ákvörðun hans, því að stefna hennar sé ekki að herja á þá Frakka, sem vilja sýna Vichy- stjórninni trygð. Hundrað franskar sprengju- flugvélar, sennilega frá Mar- okko, gerðu árás á Gibraltar- klett í gær. Yar varpað niður um 300 sprengjum og urðu skemdir á byggingum, vegum og göml- um virkjum. Talsverðar slcemd- ir urðu á einkaeignum, en hern- aðarlegt tjón lítið og manntjón sára lítið. Skothríðin úr loftvarnabyss- unum í Gibraltar var mjög á- köf og voru a. m. k. 3 fransltar flugvélar skotnar niður, en sennilega 5. - Loftárásir Frakka á Gibraltar mælast illa fyrir í Bandaríkjunum og segja blöðin í New York, að Vichy-stjórnin — að því er virðist af frjálsum vilja reki erindi möndulveld- anna. !i logiiln stilin illu l ia. Flugmálaráðuneytið breska tilkynnir, að 26 þýskar flugvélar liafi verið skotnar niður í gær. Að minsta kosti 18 þeirra voru stórar sprengjuflugvélar og sést af þessu, að Þjóðverjum verða ekki þau not af þvi sem þeir ætluðu að láta mikla mergð or- ustuflugvéla verja sprengju- flugvélarnar. — Þýskar flugvélar flugu i -skyndi yfir útliverfi Lundúna- borgar í nótt sem leið og var varpað niður nokkrum sprengj- um, en tjón varð tiltölulega lítið. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.