Vísir - 05.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Krtstján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sfmi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, þriðjudaginh 5. nóvember 1940.
256. tW.
MNKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Fregnir frá Aþenuborg í morgun herma, að stór-
orustur séu í þann veginn að byrja á víg-
stöðvunum*, — hefir þegar komið til átaka
milli meginherja Grikkja og ítala. Ætla grískir her-
málasérfræðingar, að höfuðsókn Itala sé nu að byrja.
Breskar sprengjuflugvélar gerðu árásir í gær á Bari
og Brindisi, aðalútflutningshafnir Italíu viS Ádriahaf..
Sprengjum var varpað á fleiri austur-hafnir ítalíu eða
þá staði, sem Italir nota sem útflutningshafnir til Al-
baniu. I þessum höfnum er mergð skipa, skotfæra-
birgðir miklar, sem fara eiga til Balkanskaga, og her-
lið. Einnig gerðu Bretar Ioftárásir á Santa Guaranti,
sem er aðalviðtökuhöfn Itala í Albaniu, fyrir herlið
það og birgðir, sem fara eiga til Epirusvígstöðvanna og
Makedoniu-vígstöðvanna.
Frá Stenja, á landamærum Júgóslavíu og Albaníu, er símað,
að bardagar haldi áfram á Koritzavígstöðvunum og sé barist á
markaðssvæði í námunda við borgina. Heyrist mikil skothríð
frá Koritza og í hvert skifH sem grískar flugvélar sáust hófst
feikna skothríð úr loftvarnabyssum Italíu.
Fullyrt er, að áköfum gagnáhlaupum Itala iim það bil 9 kíló-1
metra frá Koritza, hafi verið hrundið, þrátt fyrir það? að ítalir
höfðu stuðning f jölda margra flugvéla.
Ferðamenn frá Albaniu fullyrða, að ítalskir embættismenn
séu að búa sig undir að hverfa frá Koritza, en jafnframt, að
Italir sendi mikinn f jölda skriðdreka af miðstærð til Koritza-
vígstöðvanna.
Frá Ohrid á landamærum Jugoslaviu og Albaniu var símað
í gær, að Grikkir hefði gert árás á Koritzavígstöðvunum í
gær og sótt fram á tveimur stöðum,^ hjá Bilista og meðram
ströndum Presbavatns.
Grískar vélahersveitir hafa gert nýjar árásir á ítali á þessum
slóðum. Höfðu þær létta skriðdreka og varð hersveitum þess-
um vel ágengt. Tóku þær þrjú þorp herskildi. Meðal annars
gersigruðu þeir heila herdeild og tóku Grikkir 138 fanga.
í öðrum fregnum segir, að Koritza liggi nú undir skothríð úr
fallbyssum Grikkja. f Koritza mætast helstu vegir í þessum
hluta Albaniu og er staðurinn mjög mikilvægur frá hemaðar-
sjónarmiði.
Árásum Itala á Florinavígstöðvunum var hrundið og beittu
Grikkir byssustingjum og handsprengjum.
I útvarpi frá Tyrklandi er lögð áhersla á, að Grikkir séu
komnir 8 mílur inn í Albaniu, en Italir hvergi lengra en 6 míl-
ur inn í Grikkland (við Adriahaf).
Italir hafa gert nýjar árásir á Saloniki og varð mikið mann-
tjón. Fjórar ítalskar flugvélar voru skotnar niður.
Breíar missa tvö
hjálparbeiíiskip.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London í'morgun.
Það var tilkynt í útvarpi
Bandaríkjanna í gær, eftir
fregnum frá Berlín, að linu-
skipinu Laurentic hefði verið
sökt með iundurskeyti, og
tveimur flutningaskipum öðr-
um. Laurentic var eitt af skipum
White Staj- Cunard Line og var
um 18.000 smálestir. Var það
, eitt þeirra skipa, sem Bretar
tóku til notkunar í styrjöldinni
og bjuggu fallbyssum. 368
mönnum af Laurentic var
bjargað og eru þeir komnir á
land í breskri höfn. Laurentic
var smiðað 1927. Einnjg skýra
Bretar frá því, að þýskur kaf-
bátur hafi sökt öðru vopnuðu
kaupfari bresku, „Patroclas",
en að var um 12.000 smál. 263
mönnum af þeim, sem á skipinu
voru, var bjargað. Það var smíð-
áð 1923.
Sipatjón af völdum kafbáta-
hernaðarins hefir verið allmiklu
meira undangengnar 2—3 vikur
en áður og gerði Alexander
flotamálaráðherra þessa nýju
hættu að umtalsefni í ræðu ný-
lega. Kvað hann ráð mundu
verð f undin gegn henni, eins og
tekist hefði að koma i veg fyrir
hættuna af segulmönguðu tund-
urduflunum o. s. frv. Alexander
sagði, að Bretar þurfi að hafa
öfluga flota víðar en við Bret-
land og á siglingaleiðum á Atl-
antshafi, og hefði verið gerðar
Stórorustur byrj aðar á
vígstöðvunum í
Grikklandi.
Bre§kar sprengrjuflugrvélar geia
árásir á Bafi ogr Brindisi.
Ilvað vcrðnr tim liaiiu?
Meiri hluti
Bandaríkja-
manna vill
bandalag við
Breta.
Einkaskeyti til Vísis.
London í morgun.
Fortune-stofnunin í Banda-
ríkjunum hefir látið fram
fara atkvæðagreiðslu um það,
hversu mik'la hjálp Bandaríkin
eigi að veita Bretum.
Kosningar þessar fóru á þá
leið, að 15.9% vildu lýsa yfir
bandalagi við Breta og senda
þeim vopn og jafnvel menn, ef
þess yrði þörf.
41.0% vildi bandalag og að
Bretum yrði send öll þau vopn
og tæki, sem þeir þyrf ti, en ekki
ménn. Er því meiri hluti með
bandalagi við Breta.
30.7% vildu hafa sama fyrir-
komulag og.nú, senda vopn og
skotfæri án bandalagsyfirlýs-
ingar.
7.1% vildu banna allan
vopnaútflutning til Breta.
SieiEBð s herf oringi
komiun faeim.
London í morgun.
Smuts herforingi er kominn
heim úr leiðangri sínum til
Kenya og Bresk-egipska Sudan,
þar sem hann ræddi við Sir
Archibald Wavell yf irherf or-
ingja Breta í löndunum við
austanvert Miðjarðarhaf og
Anthony Eden hermiálaráðherra
Breta, sem verið hefir á ferða-
lagi þar eystra.
Eg fór frá þeim vissari en áð-
ur um sigurinn, sagði Smuts í
viðtali við blaðamenn, en hann
kvað ófriðarhættuna stöðugt
færast nær Afríku. En hann
kvaðst vera bjartsýnn, vegna
yfirburða breska flotans, stöð-
ugt aukinnar starfsemi til þess
að vinna að -sigri í styrjöldinni
— og framkvæmdaleysi ítala
í styrjöldinni.
Smuts ferðaðist i Lockheed-
flugvél (amerísk flugvélateg-
und) og voru i fylgd með henni
amerískar sprengjuflugvélar,
Mar tin-sprengj uf lugvélar svo-
nefndar, sem Bandaríkin upp-
haflega seldu Frökkum, en Suð-
ur-Afríkustjórn tók við þeim.
miklar kröfur til flotans að
undanförnu, en ný skip hefði við
bæst og 50 tundurspillar frá
Ameriku, og væri horfurnar
góðar að sjóliðið gæti áfram
sint öllum hlutverkum af sama
kappi og dugnaði og áður.
í dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og ákveða hvor þeirra Boosevelts eða Willkies á
að vera æðsti maður Bandaríkjanna næstu f jögur ár. — Á myndinni sést Willkie vera að hlusta á
áróðursræðu frá demokrötum og ef dæma má af svip hans, þá finst honum að ekki muni reynast
erfitt að svara því, sem þar er sett fram. Willkies hefir haldið kosningaræður í 32 fylkjum Banda-
ríkjanna. Ekkert forsetaefni hefir áður haldið ræður í jafn mörgum fylkjum.
FORSETAKOSNINGARNAR.
50 MILJÓNIR KJÓSENDA. —
ÚRSLITIN KUNN EFTIR 2—3
DAGA.
EINKASKEYTI FRÁ U. P. —
London i morgun.
Það er talið, að um 50 miljón-
ir kjósenda í Bandarikjunum
muni neyta atkvæðisréttar síns
í dag. Kosninganrar byi'juðu í
birtingu og fjöldi verkamanna
var búinn að kjósa, áður én
vinna hófst. Kosningunum
verður ekki lokið fyrr en í nótt.
Það er ekki liklegt, að úrslit
verði kunn fyrr en eftir 2—3
daga, en íhjög snemma mun
sjást hvert „krókurinn beygist"
og hvort þær spár, sem birtar
hafa verið, fara nærri réttu.
Tæpleoa 200 Isíiislr
brautarstöðvar, 10 á iðjuver og
rúmlega 80 á flugvelli. í þess-
um leiðangrum fórust 10 bresk-
ar flugvélar,. en þær skutu nið-
ur 3 þýskar flugvélar.
SOKIII
r
3
pLUGMÁLARÁDUNEYTIÐ
breska hefir gefið út til-
kytnningu lum loftárásir Breta
vikuna sem lauk að morgni
hins fyrsta þessa mánaðar. Til-
kynningin hljóðar svo:
Vegna þess hve nætur hefir
lengt mikið, fara sprengjuflug-
vélarnar nú enn lengri leið-
angra en áður., Þær fara nú í
leiðangra til Italíu, Tékkósló-
vakiu og Noregs.
Helstu staðirnir, sem herjað
var á, voru sem, hér segir: Olíu-
geymar i Neapel, Skodaverk-
smiðjurnar i Pilsen, Moabit-
rafmagnsstöðin i Berlin, járn-
brautarstöðin við Pulitzer-
strasse í Berlin, flugvéla-
hreyflaverksmitSjan i Spandau,
olíuhreinsunarstöð i Politz hjá
Stettin, rafmagnsstöð^ og skipa-
smiðastöðvar i Hamburg o. s.
frv.
Þá voru gerðar árásir á skip
hjá Noregi og meðfram Ermar-
sundi til Cherburg, þar sem
ráðist ivar á hraðslcreiða E-báta.
Alls voru 47 árásir gerðar á
hafnir og skipalægi, 21 á olíu-
geyma, 29 skipaskurði og járn-
Það er nú kunnugt, að tyeim-
ur þýskum kafbátum hefir verið
sökt nýlega. Annar þeirra var
kafbátur sá, sem sökti f lutninga-
skipinu Empress of Britain 28.
f. m.
Þá hafa ítalir orðið að viður-
kenna, að þeir hafi mist tvo kaf-
báta nýlega.
I breskum fregnum er lögð
áhersla á það, að Italir hafi nú
mist meira en einn fjórða kaf-
bátaflota sins. — Þrátt fyrir
mikinn herskipastól hefir Itöl-
um ekki tekist að hindra, að
Bretar flytti herlið til Krítar.
Ekkert óhapp kom fyrir er verið
var að koma. herliðinu þangað.
Dýske llupélii
Tilkynning f rá Breíum
Stjórn breska setuliðsins vill
benda á, að ástæðan til þess að
ekkert loftárásarviðvörunar-
merki var gefið, þegar þýsk
könnunarflugvél fláug yfir
bæinn var sú, að hér var ekki
um loftárás að ræða.
Ein tveggja hreyfla könnun-
arflugvél gæti varla flutt hing-
að farmaf sprengjum, og var
því álitið óþarft að hræða fólk
að óþörfu.
Strax og flugvélin sást var
skotið á hana úr loftvarnabyss-
'um, og hún hrakin út á sjó. Eiu
sprengikúla sprakk innan 60
metrá frá flugvélinni, og er það
álitið nógu nálægt til þess að
orsaka skyndilegan flótta.
"Stjórn breska setuliðsins þyk-
ir leitt að ritstjóri Þjóðviljans
varð svona skelkaður, en von-
! ar að honum liði betur næstu
daga, ef engin hætta er á ferð-
um.
Engar fréttir
af Hegra.
Enn hafa ekki borist neinar
spurnir a/ v.b. Hegra, sem fór
frá Sauðárkróki sl. þriðjudag á-
leiðis hingað. Auglýsti Slysa-
varnafélagið eftir honum í út-
varpinu á laugardaginn.
Óvíst er þó, hvort ástæða er
til að óttast um bátinn. Bát-
verjar munu hafa ætlað að
renna fyrir fisk á Húnaflóa, og
það getur hafa tafið þá svo, að
þeir urðu veðurteptir, þvi að
illviðri hafa geysað þar að und-
anförnu.
Símabilun er fyrir norðan
Hólmavik, svo að ekki er hægt
að ná sambandi lengra norð-
ur. Getur báturihn þvi verið
inni á einhverri vikinni á
ströndinni, þótt ekki hafi bor-
ist fregnir um það. Hann hefir
nefnilega enga talstöð.
Leikfélag Reykjavíkur
sýndi leikritiS „Loginn helgi" s.l.,
sunnudag fyrir troÖfullu húsi, og
f ékk leikurinn hinar bestu viÖtökur.
Aðsókn að þessu ágæta leikriti fer
vaxandi með hverri sýningu. At-
hygli skal vakin á því, að næsta
sýning verður annað kvöld, en ekki
á fimtudag, eins og venja er til, en
í næstu viku verður frumsýning á
leikritinu „Öldur" eftir síra Jakob
Jónsson.
Land&málafélagið VörSur
heldur fund í Varðarhúsinu kl.
8^2 annað kvöld. Þetta er fundur-
inn, sem af ófyrirsjáanlegum á-
stæðum fórst fyrir nú fyrir, stuttu.
Jakob Möller fjármálaráðherra er
málshefjandi, en aðrir forystumenn
Sjálfstæðismanna munu einnig taka
til máls.
Stríðsspilið
„SÓKNIN MIKLA"
kemur á morgun.