Vísir - 03.12.1940, Síða 2

Vísir - 03.12.1940, Síða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvað líður útlögunum? p RAMKOMA breska setuliðs- ins á fullveldisdaginn hefir mælst vel fyrir. Okkur þótti vænt um að við skyldum ekki vera mintir á núverandi „á- stand“ þennan dag meira en var. Herniennirnir voru mjög lílið á ferli. Vinna íslendinga lijá setuliðinu féll niður. Loks er þess að minnast, að breska útvarpið Iieiðraði fullveldið með íslenskri útvarpsdagskrá. Ræðá sú, sem baldin var frá London, er íslendingum mikið gleðiefni. Engum dettur í hug, að Englendingar færu alveg ó- tilkvaddir að ítreka og endur- taka yfirlýsingar sínar um að þeir mundu liverfa héðan að fullu og öllu, þegar að ófriðn- um loknum, ef enginn hugur fylgdi máli. Framkoma Breta 1. des. sýnir því, að þeir vilja forðast að gera okkur sainbýl- ið tilfinnanlegra en þörf er á og jafnframt, að sá ásetningur þeirra er alveg óhvikull, að halda héðan, með her sinn og tæki, þegar ófriðnum lýkur. Þelta þykir oklcur góð tíðindi. En þrátt fyrir þetta hafa þeir atburðir gerst hér, sem við eig- um bágt með að sætta okkur við og þykjumst eiga fulla lieimtingu á, að bætt verði fyr- ir. Héðan hafa verið fluttir 5 menn til dvalar í breskum fangaherbúðum. Þrír þessara manna komu hingað með Esju í Petsamoferðinni. Tveir þeirra eru sjómenn, sem komið höfðu á skipið i Noregi. Höfðu þeir verið þar á hrakningi í sumar sem leið, og lætur víst enginn sér til hugar koma, að sameig- inlegu öryggi íslands og breska heimsveldisins geti stafað nokk- ur hætta af þessum umkomu- litlu sjómönnum. Um þriðja Esjufarþegann, sem flultur var til Englands, Bjarna Jónsson lækni, er það að segja, að fyrir 5 árum stóð hann framarlega i flokki þjóð- ernissinna hér á Iandi. Síðan hefir hann ekki komið nærri stjórnmálum. Hann hafði dval- ið í Danmörku alllengi áður en hann kom heim. Það er upplýst, að liann hafði alls engan þátt tekið í flokksstarfi nazista þar i landi, ekki sótt fundi þeirra, ekki svo mikið sem lesið blöð þeirra. Læknafélg Islands bauð að taka ábyrgð á Bjarna Jóns- syni. Fyrir nokkru birtist liér í blaðinu áskorun til ríkisstjórn- arinnar, undirrituð af ýmsum málsmetandi mönnum úr öll- um stuðningsflokkum hennar, um að hlutast til við bresku stjómina, „að rannsókn i máli þeirra íslendinga, sem fluttir liafa verið til Bretlands, verði hraðað eftir föngum og þeir verði fluttir heim til ætt- Iands síns að henni lokinni.“ Ekkert liggur fyrir um það, hvað stjórninni hefi'r orðið á- gengt í þessu máli. Og er þó þéss að vænta, að röggsamlega sé á okkar málstað haldið. Bret- ar hafa fengið vitneskju um, að ekkert særir. þjóðarmetnað Tekst sala á 45.000 tn. sfdar om Petsamo? Eins og mönnum er kunnugt, vildu Svíar kaupa í sumar alt að 120 þús. tunna af síld fyrir 77 kr. tunnuna fob. í Reykjavík. Átti þá að flytja síldina til Gautaborg- ar. Til þess að viðskifti þessi gæti fram farið þur'fti að fá leyfi ófriðarþjóðanna. Leyfi Þjóðverja fékst þegar, en Bretar töldu sig ekki geta leyft þessa sölu fyrir sitt leyti. Nú mun hinsvegar einnig vera fengið leyfi Breta og verður því að líkindum bráðlega farið að flytja síldina út. Hún mun þó ekki verða flutt til Gautaborgar, eins og ætlað var í fyrstu, heldur til Petsamo. Er hér um að ræða um 45.000 tunnur, en verð þeirra verður um 60 kr. á tunnuna. Verðið er lægra, en ef síldin hefði farið um Gautaborg, vegna þess hversu flutningskostnaður er gífurlegur um Petsamo. Nemur hann a. m. k. 250 kr. á smálestina. Varð að slá af síldarverðinu, sem þessu nam, vegna hins aukna flutningskostnaðar. Kaupandi síldarinnar er Innkaupsnefnd sænska rík- isins. Þá hefir Vísir og frétt, að ekki sé vonlaust um að takast megi sala á ull og gærum til Svíþjóðar eftir ára- mótin. ISetsaia í Það er mikið að gera í flestum verslunum bæjarins þessa dagana. Bæði eru jólaannir um það bil að byrja hér í bæ og auk þess stóraukin sala í mörgum verslun- um hér vegna breska setuliðsins. S.l. iaugard. var svo mikil aSsókn aö Áfengisversl- uninni, aö stund- um yarö aö hleypa fólkinu inn í hópum, og tr/oönjngurinn svo mikill aö lögregluþjón- ar uröu aö vera í dyrum og inni í afgreiöslusalnum svo að hinir minni' máttar træðust ekki undir. okkar meira en þessar endur- teknu utanstefnur. Þeir hafa gelað gengið úr skugga um, að engin teljandi hætta getur staf- að af návist þessara brottfluttu manna. Þeir vita, að allir ís- lendingar eru sammála um, að þessi brottflutningur íslenskra manna samrýmist illa loforð- um Breta um að hlutast ekki til um innanlandsmál okkar, Daglega er spurt: Ilvað líður málum útlaganna? Nú nálgast jólin óðum og er þá ekki eðli- legt, að aðstandendur iitlaganna gerist langeygir eftir þeim? Mönnum finst framkoma Breta í utanstefnumálunum stinga í stúf við skilning þeirra og nær- færni i ýmsum öðrum þáttum sambýlisins. a “ÍMálhreinsunaríélag.j Það var þörf hugvekja, sem birtist í leiðara Vísis laugardag- inn 30. nóv. Islenska tungan, sem allir sannir Islendingar unna, er margfalt meira virði, beldur en við gerurn okkur al- ment grein fyrir. Og það er spor í rétta.átt, sem útvarpið hefir stigið nýlega, að láta mann, sem vel kann skil á íslensku máli ■— þótt bann tali það ekki með öllu lýtalaust sjálfur — segja okkur hvernig við eigum ekki að rita íslensku. En það er ekki nóg að fá einn leiðara og einn eða tvo útvarpsfyrirlestra á ári. Viku- lega ættu blöðin og útvarpið að hvetja okkur til að vanda mál- ið, bæði í ræðu og riti — og blöðin eiga að gera meira að því framvegis en hingað' til, að gagnrýna málið á öllu því, sem prentað er, og einnig því, sem talað er. Eg veit ekki, hvort mál- hreinsunarfélag hefir verið stofnað í gær, eins og stungið var upp á í fyrrnefndum Vísis- leiðara, en ef svo er ekki, þá er ástæðulaust að láta það drag- ast lengur. Slíkt félag yrði perl- an í hinum stóra liópi íslenskra félaga. Rvik 2. des. 1904. Konráð Gíslason. V í s i r kemur út á morgun heldur fyr en venjulega, vegna jarðarfarar Péturs Halldórssonar, borgarstj. Skrifstofum blaðsins verður lokað milli i og 4. Sjötug er í dag Olga Berndsen, dóttir Berndsens kaupmanns á Skaga- strönd. Hún er nú til heimilis á Laufásvegi 7. Hinir mörgu vinir hennar munu senda henni margar hlýjar kvéðjur i dag. Hjúskapur. Á laugardaginn voru gefin sam- an í hjónaband af síra Bjarna Jóns- syni ungfrú Rósa ASalheiður Ge- orgsdóttir og Guðmundur Kolbeins- son. Heimili þeirra er á Framnes- veg 28. Síra Jón Thorarensen prédikar í kvöld í Skildinganess- skóla við Baugsveg kl. 8.30. Á bæjarráðsfundi s.I. föstudagivar ákveðið að bæj- arráð greiddi ekki farmiða með strætisvögnum fyrir börn, sem sækja skóla i öðru skólahverfi en heimili þeirra er í. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sirni 2234. Næturverðir í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 1. fl. 19.00 Ensku- kensla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Vínarborg til Versala, VI: Hrun og endurreisn (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Trió, Op. 70, nr. 1, D-dúr, eftir Beethoven. 21.25 Hljómplötur: Symfónía eftir d’In- dy. 21.50 Fréttir. En ein er þó sú Verslun hér í bæ, sem óvenjulega mikil að- sókn er að, enda þótt þar versli enginn Englendingur. Þessi verslun er Áfengisverslun rik- isins, og birtist hér mynd af áð- sókninni að henni s. I. Iaugar- dag — daginn fyrir 1. desem- ber. Þessi dagur er merkilegur í sinni röð, því að á einum laug- ardagsmorgni hefir aldrei í sögu Áfengisverslunarinnar selst eins mikið af áfengi og þann 30. f. m. Salan nam kr. 20.222.75. Daginn áður seldist áfengi fyrir kr. 24.067.00, en mesta sala sem átt hefir sér stað á einum degi i Áfengisverslun ríkisins, var fimtudaginn 31. okt. þ. á. því þá seldi Áfengis- verslunin fyrir kr. 29.173.00. Eins og myndin ber með sér komst ekki nærri alt fólkið inn í búðina sem ætlaði að fá sér í staupinu um 1. des.-lielgina, heldur varð það að standa í stórum liópum fyrir utan búð- ina og þrengja sér þar saman, ýta frá sér með hnúum og hnef- um, olnbogum og fótum, og í dyrunum barst það miklu frem- ur inn, lieldur en að það gengi þangað. Sumar konurnar voru svo aðþrengdar í ösinni, að þær stundu ef þær þá blátt áfram liljóðuðu ekki. Loks varð að kalla á Iögreglu til að halda uppi reglu á latfgardagsmorguninn og stóðu þar 3 lögregluþjónar vörð. Þessi mikla ös síðustu dagana í liverjum mánuði er ákaflega leiðinlegt og óhepþilegt fyrir- brigði. Það er fyrst og fremst ó- þægilegt fyrir fólkið sjálft að lenda i þessum troðningum, að þurfa að bíða eftir afgreiðslu heila klukkutím'á, eða verða jafnvel að hverfa frá án þess að fá nokkuð En þetta er ekki síð- ur óþægilegt fyrir afgreiðslu- fólkið og tefur fyrir aþri af- greiðslunni. Er það bæði óþarft og leiðinlegt að fólk skuli endi- lega bíða til síðasta dags mánað- arins að kaupa „skamtinn sinn“. Vinnumiðlunarstöð kvenna 10 ára. Á morgun eru liðin 10 ár síð- an Kvenréttindafélag Islands gekst fyrir stofnun Vinnumiðl- unarskrifstofu kvenna. Stofan starfaði í 4 ár, en var þá sameinuð Vinnumiðlunar- skrifstofu ríkisins. Kona sú, er starfaði í skrifstofunni fyrstu árin, liefir síðan starfað í Vinnumiðlunarskrifstofu rílds- ins. Er það frú Guðrún Ás- mundsdóttir, Njálsgötu 4. Félagið ætlar að minnast þessa afmælis í kveld á skemti- fundi sínum. Tiiö imðrul sbIíís- örípir iil iil m í Sofiiiúsiíiu. Guðmundur Kristinsson heit- ir hagleiksmaður hér í bæ, sem opnað hefir sýningu á allskonar smíðisgripum og vefnaðarsýnis- hornum í Safnhúsinu, uppi. — Guðmundur er nú 73 ára að aldri. Hann er fæddur að Mælifellsá í Lýtingsstaðalireppi 1 Skagafirði, en fluttist hingað til Reykjavíltur árið 1907. Þá kom hann með fyrsta smíðis- gripinn hálfsmiðaðan til Reykjavíkur og lauk við hann hér. Það var skápur. Hér stund- aði hann fjögra mánaða smiða- „Sóley“ heitir þessi smíöisgripur Guömundar Kristinssönar. Þaö er dýrasti smíöisgripurinn á sýning- unni og kostar hann kr. 500.00. og útskurðarnám hjá Stefáni Eiríkssyni IréskUrðarmeistara, og það er alt hans'nám á þessu sviði. Á smíðar lagði Guðm, þó ekki stund fyr en 1919, að hann fótbrotnaði mjög illa og gat ekki ofið í Iengri tíma, en fram að því fékst hann aðallega við vefnað. í legu sinni 1919 ákvað Guð- mundur að taka til óspiltra málanna við smíðar og að hann skyldi, ef honum entist aldur til halda sýningu að tuttugu ár- um Iiðnum. Nú er þessi sýning opnuð í Safnahúsinu með sam- tals um 200 smíðisgripum. Þeir eru úr livalskíði, messing, birki, mösurviði, grjóti o. s. frv. og eru það allskonar hagnýtir munir, eða þá þjóðlegir, sem fólk getur haft sér til skrauts og skemtunar í híbýlum sínum. Eru margir þeirra mjög liag- lega gerðir og næsta furðanlega vel gerðir þegar tillit er tekið lil liinnar litlu tilsagnar, sem Guðmundur hefir notið. Guðmundur hefir ofið 15000 álnir um æfina, í hverri alin eru 1680 skil, eða 25.200.000 sam- tals. Gerðirnar á þessum vefn- aði fann Guðmundur sjálfur upp fyrir 40 árum. Fyrir vefn- aðinn hlaut Guðmundur heið- ursviðurkenningu á heimilis- iðnaðarsýningunni, sem haldin var í Reykjavík 1921. Aðra lieiðursviðurkenningu hlaut hann fyrir staf sem liann smíð- aði skömmu fyrir sýninguna og nú mun vera á safni úti í Dan- mörku. Sýningarmunirnir eru flestir til sölu. — Þeir kosta frá kr. 2.-00 upp í kr. 500.00 — og á fyrsta degi sýningarinnar seldust munir fyrir kr. 1500,00, og þar af keypti einn einasti maður fyrir kr. 650,00. 88 ára er í dag ekkjan Þuríður Jóns- dóttir, sem lengi var í Brunnhús- um, en dvelur nú á Elliheimilinu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið Öldur eftir síra Jakob Jónsson frá Hrauni annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða í dag. — Bækur. Ævisaga Beethovens. Símon Jóh. Ágústsson íslenskaði. Höfundur bókarinnar er franska Nóbelsverðlaunskáldið, Romain Rolland. Hann tók doktorsgráðuna í músiksögu í París árið 1895 og var doklors- ritgerðin um óperusöguna fram að Lully og Scarlatti. Ilann var kennari í músiksögu í París til ársins 1910. Hann hefir margt ritað um músik, meðal annars ævisögu Hándels. Höf. segir, að það Iiafi ékki verið ætlun sin að skrifa tónfræðilegt verk árið 1902, er liann reit þessa bók um Beetlioven. Það tímabil í ævi hans hafði verið órólegt, ríkt af óveðrum. Ilann hafði flúið Par- ís og leitað hælis lijá Beellioven, sem oftar en einu sinni hafði verið hjálparhella hans, er hann stóð tæi)t í lífinu. Hann lilustaði á liljómkviður lians á tónlistar- hátíðinni í Mainz undir stjórn Weingartners. Hann kraup hjá honum og hin styrka hönd hans rétti hann við. Hann lagði bless- un sína yfir hið nýfædda barn hans, Jean Christopli, sem er aðalpersónan í samnefndu skiáldriti eftir hann, sem kom út í 10 bindum árið 1903—1912. Þessi hetja í liinuin mikla skáldsagnabálki er tónsnilling- ur og Iætur höfundur hann vera fæddan í Rínarhéruðupum, eins og Beethoven. Það er óþarft að taka það fram, að höf- undur lætur þennan tónsnilling vera undir sterkum álirifum Beethovens. Fyrir þetta slcáld- verk hlaut höfundurinn heims- frægð og Nóbelsverðlaunin. Eftir tónlistarhátíðina í Mainz kom Rolland aftur til Parísar, liughreystur og endurnærður, með nýja trú á lífið, syngjandi guði lofsöng þess manns, sem er í afturbata. Lofsöngurinn er þessi litla bók um Beethoven, sem er ekki að eins víðlesnasta bók höfundarins, lieldur og víðlesnasta bókin, sem skrifuð hefir verið um Beethoven. Höfundurinn segir að ævisaga Beethovens hafi ekki verið skrifuð fyrir vísindin. Hún sé söngur særðrar sálar, sem ligg- ur við köfnun, en nær andan- um aftur, fyllist þrótti á ný og þakkar frelsara sínum. Þetta verður maður að hafa í liuga, er maður les bókina. Bókastaflinn, sem ritaður hefir verið um hinn mikla þýska tónsnilling, er mikill. Grúskarinn leitar elcki til Roll- ands, lieldur til Wegelers, Schindlers, Tahyers, d’índy, Pauls Bekkers, Ernst New- manns o. fl. Margir ypta öxlum við þessari bók Rollands og segja, að hún sé færð í stilinn, „idealiseruð“, eins og málverkin af Beelhoven. Enda þótt Roll- and sé doktor í músíksögu og Beethoven hafi orðið honum meira umhugsunarefnien nokk- uð annað í músiksögunni, þá fyllyrðir hann sumt, sem orlcar tvimælis, og aldrei verður skor- ið úr með öruggri vissu. Hann lieldur því fram afdráttarlaust, að „hin ódauðlega elskaða", sem Beethoven skrifaði ódag- sett bréf til, sé María Tlieresa von Brunswick. Margir sagn- fræðingar eru á öðru máli, og halda því fram, að stúlkan sé Julie Guiccardi, sú sem hann til- einkaði tunglsskinssónötuna, eða þá Amalie Sebald eða ef til vill önnur, því margar stúllcur koma við sögu tónsnillingsins. Maríu Tlieresu von Brunswick tileinkaði Beethoven eina af veigaminni sónötum sínum, en Julie Guiccardi tileinkaði hann sónötuna, sem er ef til vill fræg- ust eftir liann. Bréfið er dagsett 6. júlí, en ekkert ártal er til- Frh. á 4. síðu. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.