Vísir - 05.12.1940, Blaðsíða 3
VlSIR
ið og dæmi sjálf um lífsgildi
þess.
' IL
Sjaldan hefir þjóð vor þurft
meira á því að halda en nú, að
leggja rækt við sögu sina og
menningu, varðveita frá
gleymsku þjóðlegustu minning-
ar sínar, og geyma vel öll þau
andlegu verðmæti, sem verið
hafa henni á liðnum öldum
„langra kvelda jólaeldur" og
„hjartaskjól þegar burt var
sólin". í hafróti og hættum þess-
ara öfga- og ógnatíma þarf hún
á engu meira að halda en því,
sem styrkir og glæðir heilbrigða
þjóðerniskend og þjóðrækni,
eykur ást þjóðarinnar á sögu
sinni og tungu, og stælir viljann
til að varðveita fjöregg þjóð-
ernisins eftirkomöndunum til
handa. -
Þessi tímamótakynslóð þurfti
að sjá svo um, að sögu föru-
mannanna íslensku yrði ekki
gleymt. Sú saga, saga þessara
sérkennilegu „utangarðsmanna"
hins islenska þjóðfélags mé
verða íslensku þjóðinni lær-
dómsrík og gagnleg á margan
hátt. Það mun koma i Ijós, þeg-
ar þjóðin fer að lesa, íhuga og
brjóta til mergjar þau ritverk,
sem förumönnunum eru og
verða helguð. Nú eru söguskáld
vor farin að vinna úr þessu
mikla og margþætta efni. Á
þessu ári eru komin út tvö stór
skáldrit, sem bæði eru helguð
lífi og örlögum förumanna.
Undanfarið hafa ýmsir höf.,
karlar og konur, verið að skrá-
setja minningar sínar um ein-^
staka förumenn. Nú eru skáldin
farín að sinna þessu fólki. Er
það vel farið, þvi að islensku
förumennirnir eru eigi síður
„girnilegir til fróðleiks" bæði
rithöfundum og lesöndum
þeirra, en „Kavaljerarnir"
vermlensku, sem Selma Lager-
löf gerði ódauðlega í skáldsög-
um sinum.
m.
Förumenn fru Elinborgar
Lárusdóttur er mikil bók að
vöxtum, þrjú stór bindi. Þau
„tíðkast nú hin breiðu spjótin".
Nú er það nærri föst regla, að
skáldsagnahöf. vorir sendi fná
sér tveggja, þriggja og fjögra
binda skáldsógur. Eg verð nú
að kannast v'ið, að eg er einn í
hópi þeirra lesenda, sem endast
ílla til að lesa langar skáldsög-
ur. Þær verða að vera gæddar
emhver'jum ítöfrum éfnis eða
stils, eða þá helst hvorutveggja,
ef eg á að éndast til að lesa þær.
Siðustu vikurnar hefi eg not-
að liverja tómstund mína til að
lesa Förumenn frú Elinborgar,
og hefi eg haft marga ánægju-
stund af þeim lestri. Og þegar eg
liefi nú lokið lestri þessara
þriggja binda, finn eg með sjálf-
um mér, að eg mun oftar taka
söguna mér í hönd og rif ja upp
kunningsskapinn við persónur
hennar, þær, er mér þykja
sannastar og best gerðar. Nefni
eg þar fyrstan Andrés malara,
þennan einkennilega speking
með einfeldnings-svipinn, sem
er malari sveitarinnar, fer .
milli bæjanna til að mala kornið
í brauð og grauta handa hús-
freyjunum, „heldur á stórhátíð-
um og tyllidögum ávalt l<yrru
fyrir þar sem allsnægtir eru í
búri og eldhúsi", þennan góð-
gjarna „diplómat", sem aldrei
hallar til sannleikanum, nema
það geti orðið til góðs, og ber
sáttarorð og friðar milli hús-
freyjanna. Þá er Ormur Orms-
son, friðlausi förumaðurinn, ör-
eiginn sein „á sér, ekkert hæli,
hvorki á himni né jörðu", Pétur
söngur, Dagur dagbók, Þrúður
snikjukerling, Katla gamla o. s.
frv., að ógleymdum sjálfum
höfðingja allra förumanna, Sól-
oni Sókratesi, sem á sér „hlátra-
heim, þótt heimur grætti", þar
sem er „list" hans og allir þeir
yfirburðir, sem hann veit af hjá
sér, þótt mennirnir sjái þá ekki
né skilji. í þeim heimi lifir þessi
útlagi „óháður öllum, bæði guði
og mönn'um", eins og hann orð-
ar það sjálfur, uns hann á
dauðastund sinni stigur „fram
fyrir dómara allra tima", og
gefur sig réftlæti hans á vald.
Auk þessara sögupersóna og
f jöhnargra fleiri sem eigi er unt
að minnast í stuttri grein, verð
eg sérstaklega að nefna Efra-
Ás-konurnar. Þeim er gott að
kynnast, þessum sterku og
harðlyndu, en þó um leið
hjartagöfugu höfðingskonum.
Hvar sem vér lesum í bökment-
um svipaðar persönulýsingar,
lætur sá lestur eftir hjá oss ó-
svikna gleði yfir því, áð til eru
slíkar traustar, trúar og sannar
sálir. En ef til vill er Þörgunnur
þeirra ættkvenna allra stærst,
þegar hún á skírnardegi dótt-
ur sinnar rís gegn hleypi-
dómum ættarinnar og leysir
hana með því úr álögum.
Yfirleitt verður þöð að teljast
kostur á persónulýsingum frú
Elinborgar, að hirn vill leiða
fyrir augu lesandans lifandi
fólk eins og það gerist og geng- !
ur, upp og niður, en gerir ekki ;
tilkall til þess að skapa eitthvað
annað og meira en höfundur
lífsins sjálfs. Persónur hennar
eru lifandi fólk, með holdi og
blóði en ekki gervimenn, sem
hvorki eiga heima á himni né
jórðu.
Að lokum vil eg svo geta þess,
sem ef til vill er merkilegast yið
þessa bók. En það eru lýsingar
þær á sveitalífi, búskaparhátt-
um, menningu og þjóðtrú, sem
ofnar eru inn í söguvefinn sjálf-
an. Ef til vill mun bók þessi, er
Tram líða stundir, verða mest
metin fyrir það, hve sveitalífs-
lýsíngar hennar frá síðari hluta
19. aldar eru sannar og trúar. í
„Förumönnum" Elinborgar
Lárusdóttur streyma fram þær
lindir, sem íslensk þjóðarsál
verður sífelt á ný að laugast í,
vilji hún haldast ung og hraust
og sjálfri sér og uppruna sínum
trú.
Á. S.
Þernan: Eg kem nú bara til þess
að segja ySur, aS nú er alt búiS og
upp í loft milli-mín og bílstjórans.
Frúin: Hvers vegna segiö þér
mér frá því.
Þernan: Jú — muniB þér ekki
— þegar eg réðist hingað, þá sögS-
uð þér, aö eg ætti ekki að leyna
ySur neinu!
— Finst þér ekki konah mín
falleg?
'—¦ Eg get ekki almennilega um
þaS boriS — fyrr en hún er búin
aS þvo sér!
Sjúklingurinn: VerSur þaS ekki
ákaílega sárt, aS láta taka þessa.
tönn ?
Tannlæknirinn: Fari þaS hopp-
andi! Eg deyfi ySur meS hlátur-
gasi!
Sjúklingurinn: Nei, þaö megi'ö
þér ekki! Eg er nefnilega í sorg!
*
— Er þaS læknirinn? Sælir!
ÞaS er Nikódemus, sem talar!
Konan min hefir fengiS ginklofa
og nú langar mig til aS biSja ySur
aS líta inn til okkar einhverntíma
í næstu viku — ef þér eigiS leiS
hérna um götuna!
Aðalfuirdur sambandsins
verður haldinn í kvöld kl.
8.30 i hösi W. R. við Vonar-
stræti.
STJÓRNIN.
hefst í SuiitlhöIlÍBBiii aunað kiöld kl 8.30
Allir bestu sundmenn bæjarins keppa
Komið og sjáið hverjir sigra og setja itýju metin.
Aðgöngumiðar, fást í Sundhöllinni, altaf með sama lága verðinu.
%ih*%
fiUGLVSIHGRR
BRÉFHRUSR
BÓKflKÓPUR
E.K
0USTURSTR.12.
Það er vandalaust
að hafa skóna sína altaf fall-
ega glansandi, og að halda
þeim vel mjúkum með því að
nota
Fjallkonu
skóáburðinn.
Ð SL Z cl &
Kvenfélags Alþýðuflokksins
verður í G. T.-húsinu föstu-
daginn 6. þ. m. og hefst kl. 3.
Margt ágætra muna. —
&onur, munið að skila mun-
um í G. T.-húsið eftir kl. 10
sama dag.
Stúlka
ábyggileg, vön húsverkum,
óskast á heimili Magnúsar
Sigurðssonar bankastjóra,
Tjarnargötu 37. — Fyrir-
spurnum ekki svarað í síma.
kyrmi að verða táfin yfirvofandi
(þ. e. till. herstjórnarinnar frá
7. ág. sl.) og samþykt á sama.
fundi, að Vörðum á rafstöðmni
við Ellíðaárnar yrði þá falin
lokunin, tel eg mér skylt að
hrejd^a nokkrum athugasemd-
um við þessa 100% myrkvun,
sem þá mjTidi dynja jíir höf-
uðstaðinn.
í Morgunblaðinu 7. ágúst er
skýrt frá þessum tíltögum
bresku herstjóraarínnar hér, og
segir þar, að þær séu þessar:
„1. Leggja íil við ríkisstjórn-
ina, að verðir verði hafðir i raf-
magnsstöðvum, svo. að hægt
verði að taka af rafstraum
strax, ef loftárás væri yfirvof-
andi, eða tilraun til loftárása
yrði gerð.
2. Herstjórnin ráðleggur al-
menningi að útbúa eitt herbergi
í hverju húsi eða íbúð, s#m hægt
er áð byrgja svo vel, að ekki
sjáist út, þó haft sé i þessu her-
bergi kerta- eða lampaljós." —¦
í beinu framhaldi af þessu, en
þó sem skoðun bresku setuliðs-
stjörnarinnar, segir blaðið:
„Hvorttveggja eru þetta aðeins
tillögur herstjórnarinnar og
hvað seinna atriðinu við kemur,
er það aðeins ábending til fólks,
sem öllum er vitanlega í sjálfs-
vald sett, hvort þeir fara eftir.
En þægilegt, væri að bregða upp
Ijósi, ef til Ioftárásar kærni og
rafstraumur yrði tekinn af." —
(Leturbreyting min. L. G.)
I fyrnefndu bréfi mínu til rík-
isstjórnarinnar (lO.ág.) og bæj-
arráðs (12. ág.) segir iirm þetta
atriði m. a.:
„Þvi verður ekki neitað, að
leið sú, sem felst í fyrri till.
herstjórnarinnar, er mjög rót-
tæk og líkleg til árangurs (þ. e.
að slökkva rafljósin). Er hiin
einnig auðveld í framkvæmd.
En skv. f rásögn blaðsins er það,
sem segir í síðari tillögunni „að-
eins ábending til fólks, sem öll-
um er vitanlega í sjálfsvald
sett, hvort þeir fara eftir." En
nú er það svo, að ef á að ná
fullum árangri og tryggja, að
allar ráðstafanir, sem kunna að
verða gerðar í þessum efnum,
komi að haldi, þá verður að
ganga ríkt ef tír því, að allír, sem,
vilja hafa Ijós í einhverju iier-
bergi, — og er ekki ólíklegt, að
]iað sé einmitt nauðsynlegt, tíl
þess að koma i veg fyrir ofsa-
hræðslu (panic) hjá mörgum,
— þá er einnig nauðsynlegt að
krefjast þess með valdboði, að
viðlagðri þungri refsingu, að
sérhver, borgari bæjarins hlýði
skilyrðislaust öllum fyrirmæl-
um um þessi efni."
I bréfi mínu segir ennfremur
um þetta: „Viðvíkjandi þéss-
um till. breska setuliðsins mætti
þó geta margs, er til athugunar
kæmi, áður en ákveðið yrði að
fara þessa leið. Skal nokkurra
atriða getið hér. Hvaða ráðstaf-
anir hafa til dæmis verið
áformaðar um aðvaranir
til almennings vegna hættu á
loftárás, eða lilkynninga um að
hætta sé liðin hjá? Núgildandi
ákvæði um þessj efni fá eigi að
fullu staðist, ef rafstraumur er
fekinn af. — Engínn véit fyrir-
fram, hve lengi hætta af loftá-
rás kann að stapda yfír í hvert
sínn. B.ök mætti leiða að því,
að hættan gæti ,talist vofa aJl-
lengi yfír, jafnvel timum sam-
an. Eins og kunnugt er, fer hít-
un húsa, hitun vatns og suða
matar hér í bæ að eigi óveru-
legu leýtí fram við rafmagn.
Vegna dýrleika kola m^ vænta
þess, að notkun rafmagns í
þessu skyni aukist vex'ulega
með haustinu. Þann tíma, sem
bærinn er rafmagnslaus, hvort
sem það er lengi eða slutt, fær
enginn notið yls frá því, hvorki
til eíns né neins. Benda má
einnig á, að yfirleilt munu fæst
heimili nú eiga' olíulampa, en
kerta ættu þó allir að geta aflað
sér. Stafar þó eigi lítil eldhætta
frá þeim, — og beru ljósi yfir-
leitt, — eigi síst vegna þess, að
undir slíkum kringumstæðum
ma vænta þess, að fólki láist að
gæta fyllstu varúðar vegna
hræðslu og fums."
Eins og þessir kaflar úr bréfi
mínu bera með sér, taldi eg þá
— og tel enn — allmargt at-
hugavert við þá leið, sem breska
lierstjórnin tilkynti þ. 7. ágúst
s.l. og gerðar hafa nú verið ráð-
stafanir til að farin verði, ef
koma kynni hér til loftárása,
eða hætta á loftárás kynni að
verða talin yfirvofandi.
Mér er eigi kunnugt um, að
bæjarráðið hafi, enn sem kom-
ið er, kynt almenningi áform
þessi, né bent á varúðarráðstaf-
anir, sem gera ber i hverju
húsí. Er það þó harla óviðfeldið
og eígi hættulaust, að leyna
bæjarbúa þessu. Að vísu hefi
eg séð tæpt á þessu máli i tveim
dagblöðum bæjarins (Mbl. ný-
lega og i áðurnefndri grein í
Vísi). En hvorugt þeirra frá-
sagna ber blæ opinberrar til-
kynningar um málefni, er varð-
ar svo mjög heill hvers einasta
íbúa höfuðstaðarins.
KÆRKOMNASTA GJÖFIN FYRIR DÖMUR ER
falleg nýtísku kventaska
Nýkomið úrval af hinum viðurkendu .
ATSOll kventöskum
og öðrum leðurvörum.
Lítið í gluggana í dag.
HLJÓÖFÆRADEILDIN.------
Plötur og allskonar strengir nýkomið. Nótur tekn-
ar Upp á moi-gun ásamt fleiru.------
HijuJfærahásia
Kjörfnndnr
Prestkosning fyrir Laugarnesprestakall í Reykjavikurpró-
fastsdæmi fer fram sunnnudaginn 15. þ. m. i Laugarnesbarna-
skóla og hefst kl. 10 f. h.
Umsókn umsækjanda og umsögn biskups, ásamt kjörgögnum,
eru kjósöndum til sýnis dagana 6.—13. desember að báðum
dögum meðtöldum hjá Árna Árnasyni, Laugarnesvegi 58.
SÓKNARNEFNDIN.
Kjörf undiir
Kosning á presti til Nesprestakalls í Reykjavíkiírprófastsdæmi
fer fram sunnudaginn 15. desember n. k. og hefst kl. 10 f. h. Kjör-
staðir verða: í Háskólanum (i kjallara hússins, gengið inn um
norðurdyr) og i Mýrarhúsaskóla.
Kjósendur á Seltjamarnesi og við Kaplaskjólsveg sækja kjör-
fund í Mýrarhúsaskóla, en allir aðrir kjósendur i Háskólanum.
Kópavogshæli verður sérstök k]ördeild.
Umsóknir þeirra, sem í kjöri eru, ásamt umsögn biskups um
þá, eru kjósöndum til sýnis dagana 5.—12. desember, að báðum
dögum meðtöldum, hjá oddvita safnaðarins, Sígurði Jónssyni,
skólastjóra, Mýrarhúsaskóla.
SÓKNARNEFND.
Terðlækkun
á hollapöriim
10 tegundir: 6720 bollapör nýkomin. Góð bollapör á kr. 1.40.
öpnsson
K. Einarsson &
Bankastræti 11,
\