Vísir - 30.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 30.12.1940, Blaðsíða 1
... Ritstjóri: Kr istj án Guðlaug Skrifstofur: sson Félagspi 'entsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Biaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 30. desember 1940. 302. tbl. Roosevelí flutíi ræðu sína í nótt. Bandaríkin styðja lýðræðisrfkin áf ram Hótanir einræðislierF- anna liafa engin áhrif á stefnu Bandaríkjanna. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Franklin D. Roosevelt flutti ræðu í nótt kl. 2. Það hafði orðið kunnugt fyrir nokkuru, að Roosevelt mundi f jalla um stuðninginn við Bretland í þessari ræðu sinni — eða „rabbi við arineldinn" (fireside talk). Ræða hans var þung ádeila á stefnu nasistanna og möndulveldanna og lýsti Roosevelt yfir því, að Bandarikin myndi halda óbreyttri stefnu op styðja Bretland og þær þjóðir, sem berðist með þeim fyrir lýðræði og frelsi, af fremsta megni. 1 ræðu sinni mintist Rosse- velt á hótanir einræðisleiðtog- anna og hvernig þeir hefði bundist samtökum til þess að reyna að hafa áhrif á stefnu ! Bandaríkjanna — hræða þau til ^ið hætta stuðningnum við lýð- ræðisþjóðirnar. Þessi samtök hefði verið skjalfest með þrí- veldasáttmálanum og kunngert, að þau þrjú ríki, sem, að hon- um standa, myndu sameinast gegn Bandaríkjunum, ef þau byrjuðu íhlutun í styrjöldinni. Roosevelt gerði því næst grein fyrir því, hversu nazistar hefði lagt undir sig mörg lönd og kúg- að margar þjóðir, en markmið þeirra væri heimsyfirráð. Vest- menn og nazistar geta ekki átt samleið, sagði forsetinn. — Það er um átök að ræða milli lífsskoðana vorra og þeirra, þeirra stefnu og vorr- ar. Bandaríkin vilja frið, frelsi og lýðræðí, nazistar vilja drotna 'ýfir þjóðunum, vera öllu ráð- andi. ^Bandaríkin hafa engan rétt, sagði forsetinn, til þess að stuðla að þvi, að friður komist á, meðan slíkar skoðanir eru ríkjandi meðal nazista. Styrjöldin hefir ekki færst yf- ir á vorn vettvang. En ef þeir, sem hafa leitt styrjöldina yfir þjóðirnar sæi sér færi, myndu þeir senda herskip og herafla til stranda Vesturálfu, og því er raunveruleg hætta framundan. Roosevelt rakti ítarlega hvern- ig Þjóðverjar hafa haldið loforð sín gagnvart þjóðunum í Ev- rópu, hvernig farið hefir i Tékkóslóvakíu, Póllandi, Hol. landi, Belgíu, Frakklandi, Dan- mörku, Noregi. Jafnvel þeim þjóðum, sem sagt hefði verið, að þær gæti þó verið óhultar, því að aðeins væri sendur her inn í land þeirra þeim til vernd- ar, hefði orðið að reyna hið sama, kúgun og harðrétti. Ef Þjóðverjar næði fótfestu í ein- hverju Suður-Amerikuríkinu, myndi þeir nota það sem „stökkbretti" til þess að koma fram áformum sínum i Vestur- álfu. Roosevelt sagði, að Bretar stæði í fylkingarbrjósti i glæsi- legustu baráttunni, sem háð hefði verið fyrir lýðræði og frelsi, en Evrópuþjóðirnar, sem stæði i bardaganum, hefði ekki farið fram á, að Bandaríkin sendi her manns þeim til hjálp- ar, heldur að þau styddi þau á annan hátt, með því að láta þeim í té framleiðslu sína, her- gögn og annað, og það yrði gert. Bandaríkin framleiða nú af svo miklu kappi til styrjaldar- þarfa, sem væri Bandarikin sjálf komin í styrjöldina. Og þvi verður haldið áfram, sagði Roosevelt, þrátt fyrir hótanir einræðisherranna, og Bretum* og lýðræðisþjóðunum veittur fullur stuðningur. Roosevelt lét í ljós þá skoð- un — og kvaðst hyggja hana á skýrslum færustu hermálasér- fræðinga, að styrjöldinni myndi a .m. k. ekki lykta með sigri nazista, en fylsta ástæða væri til þess að gera sér vonir um, að hún endaði með sigri lýðræð- isþjóðanna. Ræðan hefir fengið hinar bestu undirtektir i Bretlandi og lýðræðislöndunum, og eftir þeim blaðaummælum, sem fyr- ir hendi eru í Bandaríkjunum, hefir henni verið tekið ágætlega þar. Ýms hlöti íelja ræðuna ein- hverja hina skörulegustu og glæsilegustu, sem Roosevelt hef- ir haldið, og muni þjóðin ein- huga standa með honum og sækja með honum að þvi marki, sem hann hefir sett sér, að vernda Randaríkin og Vestvir- álfu og styðja 'lýðræðisþjóðir Evrópu í baráttu þeirra gegn nazismanum. Ræða Roosevelts tekur af allan vafa um það, að Bandaríkin munu styðja Bi'eta méð öllum þeim meðulum, sem þau hafa yfir að ráða, að þvi einu undanteknu, að þau munu ekki hef ja beina íhlutun i styrj- öldinni, nema á þau verði ráð- ist. — Dýskt iierskip isrlr 8 Lofásii'átsii' sí ijOiifloiB í gær- kveldi. London i morgun. Aðvaranir um loftárásir voru gefnar í London í gærkveldi skömmu eftir að skyggja tók. Hófst þegar mikil skothríð af loftvarnabyssum. Fáar árásir voru gerðar i björtu í gær. Sprengjum var þó varpað á nokkra staði á strönd- um Suffolks og Kents. Þar varð ekki manntjón. •— í borg í Norðvestur-Englandi varð þó nokkurt manntjón. Birgðaskipi lier- skipsins sökt. London í gær. Breska flotamálaráðuneytið hefir tilkynt, að þ. 25. des. að morgni hafi þýskt herskip gert árás á breskan kaupskipaflota á Norður-Atlantshafi. Eitt af skipum kaupskipaflotans varð fyrir skoti, en undir eins og þýska herskipið varð þess vart, að herskip voru kaupskipunum til fylgdar. lagði það áflóttameð miklum hraða, en bresk her- skip veittu því eftirför, og var hafin skothríð á það af löngu færi, en heldur dró saman og varð herskipið fyrir skoti, sem kom á það mitt, er hálfrar mílu f jarlægð var milli þess og hinna bresku herskipa. , Frekari skemdir en af þessu skoti mUnu hafa orðið á herskipinu, en óvíst hversu miklar. Breska herskipið Berwick varð fyrir skoti í viðureigninni, en skemdir — og 'þær að eins litlar — urðu á því ofanþilja. Fimm menn biðu bana og hefir ættingjum þeirra verið gert að- vart. Berwiek er sjófært og þarf ekki að fara til hafnar til við- gerðar. — Meðan á eltingar- leiknum stóð var gerð árás iá þýska flutningaskipið Barden, 8204 smálestir. Áhöfn skipsins kveikti í skipinu og er áhöfnin hafði verið hertekin var skotið á skipið af fallbyssum bresks herskips. — Berwick er 10.000 var eign Hamborgar-Ameríku- línunnar og hefir nú að líkind- um verið birgðaskip hins þýska herskips. — Berwick er 10.000 smálesta beitiskip og hefir kom- ið við sögu í Miðjarðarhafsstyrj- öldinni. Þrjár loftárásir á Lorient á einum sólarhring. London í gær. I Lorient á Bretagneskaga sunnanvérðum hafa Þjðverjar bækistöð fyrir hina stóru kaf- báta, sem þeir senda til árása á skip á siglingaleiðum á Atlants- hafi. Hafa loftárásir Breta á þessa kafbátastöð verið mjög tiðar í seinni tið, og í gærkveldi var gerð loftárás á hana, hin þriðja á 24 klst. — Skygni var j slæmt. Flugvélar Breta voru eina klukkustund yfir höfninni og var varpað sprengjum á vöruskemmur, hafnargarða og skip. Auk þess var flogið yfir LOFTARÁSIR Á LANDIÐ DKLGA. Að því er ítalska mynd- skoðunin segir, benda örv- arnar á staði í og við Haifa í Gyðingalandi, þar sem ít- alskar sprengjur hafa lent niður. Itahr hafa nokkurum, sinnum getið þess í hernað- artilkynningum sínum, að þessi borg í Gyðingalandi hafi orðið fyrir sprengjuá- rásum. Þangað liggur nefni- lega olíuleiðslan frá Irak og eru margir olíugeymar i borginni og grend. ítalir í Bar- dia að linast í vörninni. London í gær. 1 fregn fra Kairo í gær segir, að stórskotalið Nilarhersins við Bardia haldi uppi ákafri skot- hrið á virki ítala við Bardia, og séu Italir mjög að linast í vörn- inni. Menn búast ekki við, að til langrar mótspyrnu komi hér eftir. Aðfaranótt 26. des. gerðu breskar sprengjuf lugvélar harða loftárás á Tobrouk við slæm veðurskilyrði og liggja ekki fyr- ir hendi ítarlegar fregnir um árangurinn. Það vekur allmikla. athygli, að i blöðum Itala er farið að ympra á því, að Bardia muni falla eins og Sidi Barrani. Að undanförnu hefir mikið verið rætt í blöðunum um hina hetju- legu vörn setuliðsins i Bardia, hin mikla sókn Breta hafi stöðv- ast vegna frækilegrar varnar Itala þar, en nú er komið nokk- uð annað hljóð i strokkinn og dr. Ansaldo, sem er kunnasti blaðamaður ítaliu, að dr. Gayda undanskildum, talar nú utanað þvi í skrifum sinum, að það hafi engin úrslitaáhrif hvort setulið- ið í Bardia verjist öllu lengur eða ekki. Úrslitin verði háð ann- arsstaðar. Tala fanga, sem Bretar hafa tekið síðan er sóknin byrjaði, er nú komin upp i tæplega 40.000. Rotterdam og Amsterdam s. 1. nótt og varpað sprengjum á olíustöðvar. Einnig var gerð loftárás á höfnina i Boulogne. Tvær breskar sprengjuflugvélar eru ókomnar til bækistöðva sinna. Úgurleg loitárás á City i London ^gærkveldi. Bresk blöð tala um grimdarlega tilraun til að kveikja í City. Nasistar gerðu grimmilegar tilraunir til þess í gær- kveldi, að kveikja í City — hinum fornfræga og þétt- bygða borgarhluta í London. Árásin var einhver hin mesta, sem gerð hef ir verið á London, en stóð ekki nema 3—4 klst. Eignatjón varð gífurlegt, en manntjón miklu minna en við mátti búast, miðað við það hvað árásin var ofsaleg. íkveikjuspreng-jum í hundraða og þúsundatali var varpað af handahófi yfir borgina. Skothríðin úr loftvarnabyssunum var feikna hörð, en dugði ekki til að hrekja flugvélarnar á brott. Þá skeði hið óvænta. Fjölda margar breskar orustuflugvélar hófu sig til flugs og gerðu fyrstu næturárásina í stórum stíl á sprengjuflugvélaflota Þjóðverjá. Rétt áður en orustuflugvél- arnar hófu sig til flugs þagnaði skothríð loftvamabyssanna. Mikill fögnuður greip menn, er heyrðist í bresku flugvélunum. Talið er a,ð þær hafi bjargað a. m. k. einu stóru hverfi í borginni. ískyggilegar horfur vegna ágreinings Rúmena og Ungverja« London i gær. Blöð i Júgoslavíu halda þvi fram, að það sé vegna ókyrðar i Rúmeníu, að Þjóðverjar hafa sent þangað aukinn herafla, en ekki vegna þess, að þeir ætli i bili að hætta sér út í ný hern- aðar-ævintýri. Blöðin segja, að í Rúmeniu sé um, að jæða sterka, þjóðlega vakningu. Rú- menia og Ungverjaland hafa I sem kunnugt er bæði raunveru- lega gengið Þjóðverjum á hönd — og enn sem komið er virðast báðar þjóðirnar gera sér vonir um, að geta fengið þjóðverja á sitt band. Ungverjar saka járn- varðliðsmenn i Rúmeníu um að stofna til árekstra á landa- mærunum og ýmissa ofsókna og hermdarverka og kenni Ung- verjum um, i von um að Þjóð- verjar fallist á kröfur um Transylvaniu, en markmið þeirra er að fá alla Transylvan- íu aftur. — Þjóðverjar miðluðu málum i þeirri deilu fyrir tæp- um 4 riiánuðum, sem kunnugt er, og eru báðir aðilar, Rúmen- ar og Ungverjar, jafn óánægðir. • Menn spyrja hvort Þjóðverj- ar geti hér eftir gert stór- kostlegar árásir áð næturlagi, án þess að verða fyrir árásum breskra orustuflugvéla. Og menn vona að svo reynist ekki." Mikil gremja er ríkjandi eftir á- rásina, þar sem engin tilraun var gerð, að því er bresk blöð herma til þess að hlífa neinu. Kirkjur, sjúkrahús, og ýmsar fornfrægar byggingar urðu harðast útí. Meðal annars eyðilagðist - alda- gömul kirkja, bygð af Sir Christopher Wren. Guildhall varð fyrir skemdum og margar byggingar aðrar. Lundúnabúar gátu víða séð rústir á leið sinni til vinnunnar i morgun. og víða logaði eldm* i morgun, Slökkvihðið og hjálþarlið þess hafði hið erfið- asta hlutverk að vinna i nótt sem leið og var þvi hvergi nærri lokið í morgun. Flupélar á sveimi yfir Eíre í fyrradag. Flugvélar, sem menn vita ekki deili á, voru yfir Eire í fyrradag, m. a. yfir Dublin. Var skotið á þær af loftvarnabyss- um og irskar orustuflugvélar hófu sig til flugs,"en þá hurfu flugvélarnar á brott.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.