Vísir - 27.03.1941, Qupperneq 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Simi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
31. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 27. marz 1941.
71. tbl.
1
Páll ríkisstjórnandi flúinn úr landi
Pétur konungur hefir tekið við völdum og nýtur algers stuðnings hers og flota.
Cvetkovic og: Harcovic liefir
verið varpað í fangreli.
Ávarp Péturs konungs til þjóðarinnar.
I
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
morgun bárust fregnir um það til London, að herinn í Júgóslavíu hefði tekið
að sér forystuna í baráttunni gegn ríkisstjórninni fyrir svik hennar við þjóð-
ina, að undirskrifa þríveldabandalagið í óþökk hennar.
Allt frá því er kunnugt varð um undirskriftina hafa mótmælafundir verið haldnir
um allt land í f orboði ýfirvaldanna og tók lögreglan víða þátt í þeim. Sagt er, að Cvet-
kovic hafi sannfærst um það skömmu eftir komuna, að þjóíiin mundi aldrei sætta sig
við gerðir stjórnarinnar.
í nótt hóf svo herinn byltingartilraun sína og kom hann áformum sínum fram án
blóðsúthellinga, enda mun stjórnin, sem setið hafði á stöðugúm fundum, hafa feng-
ið nýjar og nýjar fregnir, sem sýndu almenna andúð og gremju gegn stjórninni. —
Ríkisstjórnandinn, ríkisstjórnarráðið og ríkisstjórnin beygðu sig fyrir almennings-
viljanum og hernum, og ríkisstjórnarráðið baðst lausnar og Pétur konungur, sem er
enn barn að aldri, tók við völdunum, og fól hann Simovich, yfirherforingja flug-
hersins, að mynda stjórn, og liggur næst við að ætla, að hann hafi haft forystuna.
I , ■*-'»> >.
iliÍttP
ÞEGAR PÁLL PRINS VAR í BERLÍN í FYRRA.
Textinn af ávarpi Péturs konungs til þjóðarinnar hefir þegar
borizt til London.
Konungur ávarpar Serba, Króata og Slóvena og segir, að hið
alvarlega ástand hafi gert það að verkum, að hann varð að
laka við völdunum — framtíð þjóðarinnar væri undir því kom-
in. Ríkisstjómarráðið hefði viðurkennt, að svo væri komið, að
taka hefði orðið þetta skref og sagt af sér af sjálfsdáðum.
Her minn og floti hefir heitið mér algerum stuðningi, sagði
konungur, og er sjóher og landher þegar farnir að framkvæma
fyrirskipanir mínar.
í lok ávarpsins hvetur Pétur n. konungur alla þegna sína til
þess að gera skyldu sína gagnvart konungi og f öðurlandi.
Það er tekið fram, að fyrri
fregnin sé óstaðfest, en þar sem
texti ávarps konungs hefir |g
verið birtur, getur vart vafi á 1|
þvi leikið, að fregnirnar séu =
réttar. 1
Ógerlegt er að segja, hverjar '\
afleiðingar þetta hefir. Hitler
'er að þessu hinn mesti hnekk-
ir, út á við og inn á við, á þeirri
stundu, sem hann hyggur sig
hafa komið fram kröfum sín-
um í Júgóslavíu.
Þjóðverjar hafa gert ráð fyr-
ir, þar sem Júgóslavía gerðist gf
aðili að bandalaginu, að þar
yrði ekki verulegrar mót-|
spyrnu að vænta.
Það getur heldur ekki farið '
fram hjá mönnum, að það er
óheppilegt, að vopnin skuli
snúast í hendi Hitlers, þegar
Matsuoka er kominn til Ber-
línar, til þess að treysta sam- í
vinnuna við Þjóðverja.
En alvarlegast er þetta vegna
þess, að þótt Þjóðverjar geti ef
til vill sigrað Júgóslava, verð-
ur það enginn hægðatrleikur,
og Balkanskaginn -verður nú
að likindum allur styrjaldar-
vettvangur, en þetta hafa Þjóð
verjar viljað forðast.
Fregnin vekur hinn mesta
fögnuð í löndum Breta,
Grikkja og Tyrkja, en þessir
atburðir hafa gerzt í svo skjótri
svipan, að menn hafa vart átt-
að sig á þeim enn.
Og nú er sú spurning á allra
vörum, hvort Þjóðverjar muni
Donovan herforíngi
aðvarar Bandaeíkiii
Hitler steínir að heimsyfirráðum
PÉTUR KONUNGUR.
hefja innrás í Júgóslavíu.
Enn verður ekki sagt, hvort
um nokkra verulega mót-
spyrnu verður að ræða innan-
lands gegn Pétri konungi og
hinni nýju stjórn, en ýmsar
líkur henda til, að Þjóðverjar
muni koma til með að mæta
þarna samhuga og ákveðinni
þjóð.
Churchill forsætisráðherra
Breta hefir staðfest í viðtali við
blaðamenn, að fregnin um bylt-
inguna sé rétt. Fór byltingin
fram kl. 2}/% í nótt.
Fréttaritari amerískra blaða í
Berlín skýrir svo frá, að þangað
hafi einnig borist fregnir um
byltinguna, en talsmaður þýzku
stjórnarinnar neitaði að láta í
Ijósi frekari Upplýsingar né
skoðun sína á málinu.
Bandaríkin yerða að taka
ákvörðun þegar í stað.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Donovan herforingi, erindreki Roosevelts, sem
farið hefir til Bretlands, Egiptalands, Grikk-
lands, Libyu og margra annara landa, til þess
að kynnast öllu með eigin augum, flutti útvarpsræðu í
nótt, sem vakið hefir gífurlega athygli. Ræða þessi var
í rauninni aðvörun til Bandaríkjaþjóðarinnar, um leið
og hún var skýrsla um ferðalög hans til hinna ýmsu
landa Evrópu.
Donovan herforingi var ómyrkur í máli. Hann sagði,
að Bandaríkin ætti í raunjnni ekki nema um tvennt að
velja, taka ákvörðun um að beita sér af öllu afli gegn
Hitler, eða eiga á hættu, að röðin kæmi að Bandaríkjun-
um. Þessa ákvörðun verða Bandaríkjamenn að taka
hvort sem þeim líkar það betur eða ver, því að Hitler
stefnir að heimsyfirráðum, sagði Donovan.
Donovan herforingi viðurkenndi, að mikið hefði verið, gert
— eða grundvöllur lagður að mikilli hjálp, með láns- og leigu-
lögunum. En það væri ekki nóg. I þessum lögum, sagði hann,
eru a. m. k. tvö atriði, sem má túlka sem stríðsaðgerð.
Donovan gat því næst í stuttu en skýru máli frá hver jum aug-
um hann liti á horfurnar í hinum ýmsu löndum, er hann heim-
sótti, þjóðimar, sem þær byggja, landvamir þeirra o. s. frv. —
í Bretlandi.
Hugrekki brezku þjóðarinnar
er aðdáunarvert. Menn ganga
að störfum sem engin styrjöld
væri háð, þrátt fyrir hörmung-
ar styrjaldarinnar. Bretar verða
hérnaðarlega sterkari og sterlc-
ari og verða ekki búnir að ná
liámarksvigbúnaði fyrr en 1942.
Gibraltar.
Gibraltar er öflugra virki en
nokkuru sinni. Áform Þjóð-
verja er að gera árás á það frá
Spáni og loka Gibraltarsundi
fyrir skipum Breta.
Malta.
Italir sögðust mundu vérða
búnir að hertaka Malta eftir
liálfan mánuð frá styrjaldar-
byrjun. Malta hefir staðið af sér
120 loftárásir og varnir eyjar-
innarteru traustar og hugrekki
íbúanna aðdáanlegt.
Egiptaland og Libya.
Donovan var liálfan mánuð
með her Wavells í sandauðn-
inni. Italir höfðu ef til vill ekki
nema liálfvolgan áhuga fyrir
styrjöldinni, en það sem réði
úrslitum var afburða herstjórn
Breta og liraði í herflutningum
og betri útbúnaður.
I Grikklandi.
(írikkir eru frábærlega dug-
legir hermenn og harðfengir.
Um grísku þjóðina vil eg segja
það, sagði Donovan, að engin
þjóð, sem eg hefi kynnst, hefir
eins lifandi, brennandi áhuga
fyrir að varðveita frelgi sitt,
sem hún. Hér var um þjóð að
xæða, sem snerist ótrauð til
varnar gegn stórveldi, sem
hafði milljónaher búinn ný-
tízku tækjum. Grilckir höfðu
lítinn her og engin hernaðar-
tæki sem heitið getur, er ætla
mætti að dygði til varnar öfl-
ugum, innrásarher. Þá skorti
fallbyssur og flugvélar og höfðu
enga skriðdreka. Bretar hafa
bætt úr flugvélaskortinum og
lagt til fluglið, sem liefir stult
Grikki vel. Og þeir lögðu þeim
til skriðdrekabyssur o. fl., sem
hafði ómetanlega þýðingu.
Hvergi hefir mér orðið betur
ljóst en i Grikklandi, að það er
ekki nóg að hafa ógrynni her-
gagna til að sigra — hergagna-
fjöldinn liefir ekkert að segja,
nema allt sé af beztu tegund
(sbr. yfirburði brezkra flug-
véla yfir itölskum), og einnig
er mér ljósara en nokkuru
sinni, pð fám,ennur, hugrakkur
her er meira virði en milljóna-
her, sem illa er stjómað og
skortir áhuga.
í Búlgaríu.
Þar var tækifæri til margs-
konar athugana meðal þjóðar,
sem lét kúgast, er hótað var að
beita vopnunum. Þar varð mér
ljóst, hvernig aðferðir Hitlers
eru framkvæmdar gegn rninni
máttar þjóðum, sem skortir á-
ræði til þess að verja frelsi sitt.
1 Jugoslaviu.
Donovan sagði, að hann væri
sannfærður um, að Serbar vildu
hjálpa Grikkjum og myndu
reyna að gera það með ein-
hverju móti. Hann kvaðst hafa
talað við serbneska yfirforingja,
Fi'h. á 3. siðu.
X