Vísir


Vísir - 05.06.1941, Qupperneq 1

Vísir - 05.06.1941, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 5. júní 1941. Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar , 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla J 125. tbl. Sýriand næsti styrjaldarvettvangur. yiaðui' hverfur af Þingfvöllum. Brezk innrás talin yíirvoíandi, þar sem Þjóðyerjar virðast vera að byrja að gera Sýrland að bækistöð til framkvæmda stórkost- legra hernaðaráforma í Litlu Asíu. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun Brezkir hermálasérfræðingar líta svo á, að það sé orðið deginum Ijósara, að Þjóðverjar séu byrj- aðir að hernema Sýrland, en Yichystjórnin hylmi yfir það eftir beztu getu. Er því hvatt til þess, að brezka stjórnin grípi til skjótra aðgerða, og hernemi Sýrland. Benda margir hermálasérfræðingar á, að ekki sé eftir neinu að bíða, — það sé þegar Ijóst, hvað fram fari í Sýrlandi, og þeim mun erfiðara verði hlutverkið því lengur sem það er dregið. Komið hef ir f ram sú skoð- un, að brezka stjórnin bíði átekta unz kunnugt er um undirtektirnar af ferð Leahy flotaforingja Bandaríkj- anna, á fund Petains marskálks í gær, en hann fór fram á, að Vichystjórnin gerði grein fyrir stefnu sinni út á við. Menn gera sér ekki neinar vonir um mikinn árang- ur af málaleitan Leahys og Bretar eru sagðir betur und- ir það búnir en áður, að hernema Sýrland, vegna þess að Iraq allt má nú heita á valdi þeirra. og þeir hafa þar mikið Iið, í Transjordaniu, og Palestinu. (Brezkir hermálasérfræðingar kalla Sýrland lykilinn að Litlu Asíu. Heppnist Þjóðverjum það áform, að gera Sýrland að aðal- miðstöð hernaðaraðgerða austur þar, mega Bretar búast' við hínu versta. Afleiðing þýzks hernáms í Sýrlandi yrði fyrst og fremst, að Tyrkland yrði einangrað, Þjóðverjar fengi aðstöðu til þess að sækja fram til olíulindanna í Iraq og Iran (Persíu), og er þeir hefði náð þessum löndum, ef til vill fyrr, munu þeir hefja sókn að Súezskurði og Egiptalandi beggja megin frá, og þorir enginn neinu um það að spá hversu mikinn þátt fallhlífar- hersveitir og hersveitir fluttar í stórum herflutningaflugvéluím muni eiga í þeim bardögum, en ýmsir ætla, að Þjóðverjar hafi meira af æfðu fallhlífaliði á að skipa en nokkurn grunaði, og sennilega geta þeir flutt meira lið loftleiðis en nokkurn hermála- sérfræðing erlendis óraði fjTÍr, því að þrátt fyrir að fjölda margar stórar herflutningaflugvélar voru skotnar niður á Krít eða eyðilögðust þar, virðast Þjóðverjar enn hafa nóg af slíkum flugvélum. Þannig er sagt frá því, að 150 tómar, stórar her- flutningaflugvélar þýzkar hafi komið til Rasjak í Sýrlandi á mánudag — hverra erinda vita menn ekki, ef til vill til að flytja til Iraq lið það, sem kemur sjóleiðis til Sýrlands frá Grikklandi, og smyglað er inn með fölsuð vegabréf yfir Tyrkland. anlegur til Bagdad í dag. Iiann var á stað nokkrum uppi í fjöllum, ásamt móður sinni og enskri kennslukonu. • Sikorski herforingi, forsætis- ráðlierra pólsku stjórnarinnar, skýrði frá því í gær, að pólsk- ar hersveitir tæki nú þátt í bardögunum með liersveitum Wavells í löndunum við aust- anvert Miðjarðarliaf. ENGIR ÞÝZKIR KAFBÁTAR í DAKAR. Það hefir verð tilkynnt opin- berlega í Vichy, að í Dakar og öðrum nýlenduhöfnum eða frönskum höfnum, sem ekki eru hernumdar, séu engir þýzkir kafbátar. ABETZ FARINN AFTUR TIL PARÍS. Það er tilkynnt, að dr. Abetz sé kominn aftur til Parísar frá Berlín. Er búist við, að seinustu samkomulagstillögurnar verði brátt teknar til úrslitaafgreiðslu og verði svo gengið frá fullnað- arsamkomulagi. Ný stjórn i Viðsldptum við Sýr- land slitið. Ríkisstjórn Egiptalands baðst lausnar í gærkveldi, til þess að, greiða fyrir endurskipun á hreiðari grundvelli en áður. Menn ætla, að það muni ganga greiðlega að mynda nýja stjóra, og fól Farouk konungur forsæt- isráðherranum það hlutverk. Er líklegt talið, að liann hafi lokið því hlutverki i dag. Það eru þessir grímuklæddu lierflutningar Þjóðverja tilSýr- lands, sem vekja mestan ugg meðal Breta. Þjóðverjar koma í liópum til Sýrlands, um 50 í lióp, á grískum fiskiskipum, sem sigla nærri Tyrklands- sröndum, og auk þess er mik- ill „ferðamannastraumur“ til landsins. Eru ferðamennirnir, sem þykjast vera Gyðingar og flóttamenn, með fölsuð vega- bréf frá Balkanlöndum ýms- um. En allir þessir Þjóðverjar hverfa til sinna stöðva jafnóð- um inni í landi, en í Beirut eru þrjú gistihús, sem hafa verið tekin í notkun handa Þjóðverj- um eingöngu. Eru þar aðallega yfirmenn að sögn. Þjóðverjarn- ir 400, sem fluttir voru á spit- alaskipi til Beyrut, eru taldir hafa verið úr skriðdrekasveit, og hafi þeir fengið' franská skriðdreka til afnota. En Vichystjórnin neitar al- gerlega, að nokkurt hernám fari fram í Sýrlandi. Bretar segja, að orðum Vichystjórnar- innar sé ekki trúandi, og benda á margt þvi til sönnunar, og jafnframt, að Bandaríkjastjórn legði ekki meira upp úr orðum hennar en það, að Cordell IIulI hafi farið fram á, að sendi- herra Vichystjórnarinnar i Washington gæfi skriflegt svar við fyrirspurn, sem Banda- ríkjastjórn har fram. Fregn barst um það í gær- kveldi, að Weygand yfirhers- höfðingi Frakka í Norður- Afríku, mundi vera á förum til Sýrlands, til þess að taka þar við herstjórninni. Fregnir hafa borizt um, að Dents landstjóri hafi sent blökkumannáher- sveitir — frá Senegal — til landamæra Sýrlands, en Sene- galliermennirnir séu Bretum vinsámlegir og treysti Dents blökkumönnunum ekki betur en svo, að 10 franskir yfirfor- ingjar séu vmeð hverjum 100 Senegal-liermönnum. BRETAR HERNEMA MÓSÚLSVÆÐIÐ. Bretar liafa nú hernumið allt Mósúlsvæðið, þar sem olíulind- irnar frægu erú, og var herlið- ið flutt loflleiðis og í bifreiðum og járnbrautarvögnum. Til nokkurra óeirða kom i Bagdad á mánudag, og' voru sett þar herlög, en allt er þar nú með kyrrum kjörum. Var þetta lokatilraun fylgismanna Ra- schid Ali til þess að koma öllu í bál. Feisal konungur í Iraq, en liann er barn að aldri, er væn't- Þýðingarmikil ákvörðun. Egipska stjórnin tók ákvörð- un í gær, sem sýnir Jxvert vind- urinn blæs þar eystra. Fjár- málanáðherrann tilkynnti, að -Sýrland yrði sett á lista, sem á eru nöfn þeirra landa, sem Þjóð- verja og Italir liafa liernumið, og viðskiptasambandinu við Sýrland þvi slitið. 25 nætur án loftárása. London í morgun. Loftvarnamerki voru gefin í London í nótt, en engum sprengjum var yarpað á borgina. Tuttugu og fimm nætur í röð hafa Lundúnabú- ar nú sloppið við loftárásir. Þýzkar sprengjuflugvélar voru yfir iðnaðarborgum Midlands í nótt sem leið, en ekki er kunnugt um tjón af völdum árásanna. Portúgalsmenn hafa sent rtýj- an liðsauka til Azoreyja. Fór herlið þetta af stað frá Lissa- bon i gær. Leiðangur helur leitað hans, og annar verður gerður út í dag. Aðfaranótt 2. í hvítasunnu hvarf maður á Þingvöllum og þrátt fyrir leit um gjárnar og hraunið, hefir hann ekki fundist og ekkert til hans spurst frá því kl. 1 um nóttina. FRETTIR í STUTTU MÁLI Sprengjuárásir voru gerðar á skipalest undan Tunisströndum s.l. þriðjudag. Flugvélarnar voru Maryland-flugvélar, sem Bretar hafa fengið frá Banda- ríkjunum. Sökkt var 8000 smá- lesta skipi. Varð svo ógurleg sprenging í því, að hlutar úr þvi hentust í önnur skip og sprengdi þau og í eina sprengju- flugvélina með þeirri afleið- ingu, að hún hrapaði í sjó nið- ur. Eldur kom upp í 5000 smá- lesta skipi og önnur urðu fyrir skemmdum. — Tundurspillar voru herskipalestinni til fylgd- ar. Nýjustu orustuskip Banda- ríkjanna, North Carolina og South Dakota, eru hraðskreið- ari en Bismarck var. Skip þessi eru nýtekin í notkun. Franz Braun, aðalaðstoðar- maður von Ribbentrops í utan- rikisráðuneytinu þýzka, er fall- inn á Krít. Íslandsglíman í kvöld. Íslandsglíman fer fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í kveld og hefst kl. 9. Keppendur eru 10 frá fjórum félögum: Ármanni Ungm.samb. Kjalnesinga, U. M. F. Hruna- manna og U. M. F. Mývetning- ur“. Meðal Ármenningamla má leljaKjartan Bergmann (skjald- arliafa Ármanns), Ivristmund Sigurðsson, Jóliannes Ólafsson, Sigurð Hallbjörnsson o. fl. Eru keppendur óvenju jafnir og mjög tvísýnt um úrslitin. Mun Mývetningurinn, Geir- mundur Þorláksson, sem er mjög liðlegur glimumaður, hafa fullan hug á að færa bellið aftur til sinna „upprunalegu heimkynna“, í Þingeyjarsýslu. í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar eru beztu mögulegu skil- yrði fyrir glímuna, gólfið fyrir- tak og áhoifendur komast þar álíka margir og í Iðnó, en það er eins varlegt fyrir áhorfendur að tryggja sér miða í tíma, sem verða fáanlegir í dag í Bókaverzlun ísafoldarprent- smiðju. Maðurinn, sem hér er um að ræða, er 19 ára piltur, Ingólfur Jónsson að nafni. Hafði hann farið austur á Þingvöll sér til skemmtunar og ætlaði að dvelja þar um hvítasunnuna. Það er siðast vitað um Ing- ólf, að hann fór út úr Yalhöll ásamt þremur mönnum öðram Þarf 4 flugvélar til að fullnægja þörfinni. Flogið 31 þús, km. í maí. Vísir hafði tal af Erni John- son flugmanni í morgun og fékk hjá honum eftirfarandi uppjýsingar um flugið í maí- mánuði. Maímánuður var óvenju góð- ur flugmánuður, sagði Örn, því veðurfar — einkum fyrri hluta mánaðarins — var með af- brigðum hagslætt. • Var i maí flogið nærri eins mikið með Haferninum einum, ~ eins og báðum flugvélunum í aprílmán- uði. Alls hefir verið flogið 155 kl. á 26 dögum í mánuðinum. Þetta svarar til þess, að flogið hafi verið 31 þús. km. Á þessum tíma voru 224 far- þegar fluttir, 240 kg. af pósti og 1350 kg. af öðrum flutningi. 25 ferðir (fram og aftur) voru farnar til Norðurlandsins, 5 ferðir til Austfjarða og 5 ferð- ir til Vestfjarða, 1 umhverfis landið og 10 styttri ferðir. Vísir spurði Örn, hvort hægt hefði verið að afgreiða allar pantanir , sem félaginu liefði borizt um farþegaflutning með flugvélinni. Hann sagði, að þótt félagið liefði fjórar flugvélar og alltaf gott flugveður, myndi það ekki gera meira en fullnægja þeim pöntunum, sem bærust. í s.l. mánuði hefði ekki verið unnt að afgreiða nema litið brot af þeim pöntunum, sem borizt hefðu. um kl. 1 um nóttina. Ætluðu þremenningarnir, sem með lion- um voru, að fara inn í Bolabás undir Ármannsfelli og liitta þar eittlivert fólk, sem þeir þekktu. Gengu }>eir allir fjórir af stað inn eftir, en á móts við Þing- vallabæinn varð Ingólfur við- skila við þá, og hefir ekkert til hans spurst síðan. I fyrradag fór Jón Oddgeir Jónsson með 5 manna syeit austur og leitaði um hraunið og gjárnar, en varð einskis visari. Sýslumaðurinn í Árnessýslu | liefir beðið lögregluna hér i bæ | um aðstoð við að leita manns- J ins og mun sennilega verða ' sendur skátaleiðangur austur í I úag. ARIADNE eftir A. E. W. M a s o n. Skáldsaga sú, er hefst i blaðinu í dag, er eftir Íieims- frægan höfund. Ein af sög- um hans er „Fjórar fjaðrir" sem hér var sýnd á kvik- myndum nýlega. Allar eiga bækur lians sameiginlegt í þvi að vera afar „spennandi“ frá byrjun iil enda. „Ari-1 adne“ hefir verið gefin út il : 27 útgáfum og er hún ein af allra skemmtilegustu sögum höfundarins. Aðal-kvenper- sóna sögunnar er ensk liefð- armær, sem talin er fegursta kona Lundúnaborgar. Hún hirðir lítt um siði og venjur heldra fólksins og gerir flest sem henni dettur í hug, en drenglyndi hennar, tryggð og mannkostir standa hvergi að baki fegurð hennar. Fylgist með sögunni frá byrjun. Þetta er ástarsaga í beztu merkingu þess orðs og ein af þeim sjaldgæfu, sem eru svo skemmtilegar, að les- andinn mun bíða hvers kafla með eftirvæntingu til að sjá hvernig söguhetjunni tekst að bjarga frá ógæfu og glötun þeirri konu sem hann unni. KANADA HEFIR NÚ 50.000 MANNA FLUGHER. — Myndin er frá flugvelli í Ontarío. —

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.