Vísir - 27.09.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 27.09.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, laugardaginn 27. september 1941. 221. tbl. Járnbrantm milli Kharkor o§r Moskva í hættu ? Þjóðverjar segja. að ekkert hlé verði á bardögum á austurvígstöðvunum í vetur EENKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Iþýzkum fregnum í gær var sagt, að þýzkar her- sveitir sækti fram í nánd við Bryansk, og væri markmiðið að ná kafla af járnbrautinni Kharkow og Moskva á sitt vald, til þess að hindra samgöngurnar milli þessara borga. En áður höf ðu bor- izt fregnir um óhemju liðflutninga til Kharkow, sem sagt er að Rússar ætli að verja af sama kappi og Lenin- grad og Odessa. — Talsmaður þýzku herstjórnarinnar sagði í Berlín í gærkveldi, að ekkert lát mundi verða á hemaðaraðgerðum í vetur. 1 fregnum frá Moskva í gær var sagt, að barizt væri áfram á Kievsvæðinu og ætti Rússar þar í höggi við ofurefli liðs Ná- kvæmar fregnir skortir enn um hið innikróaða lið. Á Leningrad- vígstöðvunum sögðust Rússar hafa hrundið árásum úr þremur áttum og fært út víglínu sína. Á einum stað sóttu Rússar fram 8 kílómetra og tóku aftur 4 þorp. Liði Þjóðverja á ösel gereytt. Útvarpið í Leningrad skýrði frá því í gær síðóegis, að allar tilraunir Þjóðverja til þess að ná Ösel við Eistlandsstrendur á sitt vald hefði mistekizt. Var játað í fregninni, að Þjóðverjar hefði komið um 15.000 manna liði á land á eyjunni, en það hefði ver- ið upprætt. Þjóðverjar tilkynntu fyrir skömmu, að þeim liefði orðið vel ágengt að koma sér fyrir á eyjunni. Sögðust þeir hafa tekið höfuðborgina, Ai’ens- burg, og vesturhluta eyjunnar allan, og væri nú eftir að hreinsa til aðeins austan til á eyjunni. -— Eyja þessi er allstór og liafa Rússar haft þar flug- og flota- stöðvar og þaðan munu þeir senda flugvélar til árása á Kön- igsberg og aðrar borgir í Aust- ur-Prússlandi og til Berlín. 578.000 fangar teknir við Kiev, segja Þjóðverar. Þjóðverjar tilkynntu i gær, að þeir hefði tekið 578.000 fanga í bardögunum við Kiev. í Lond- on var gerð sú athugasemd við þetta, að Þjóðverjar segðist nú hafa tekið fleiri fanga í bardög- unum þarna en þeir í upphafi þóttust hafa lcróað inni. Er talið víst i London, að hinar þýzku fregnir um þetta sé stórum ýktar. Rússar taka mikið herfang. Þá segja Rússar fná því, að þeir hafi tekið mikið herfang. Á einujn stað .eyddu eða náðu þeir á sitt vald 1600 fótgönguliðsbíl- um, 32 brynvörðum bifreiðum og sjö skriðdrekum. Rússum hefir orðið vel ágengt við Volk- liována og hafa vestari bakk- ann á valdi sinu. Manntjón möndulveldanna. við Odessa. Bardagarnir eru mjög harðn- andi við Odessa og hefir stór- skotalið beggja sig mjög í frammi. Þjóðverjar hafa nú sent Rúmenum allmikinn liðs- auka og er nú sókninni haldið áfram, en þó með nokkuð öðr- um hætti en áður var. Sækja Þjóðverjar og Rúmenar ekki lengur fram í fylkingum á hreiðu svæði, heldur í smáhóp- um og í skjóli stórskotahríðar. Stafar þetta af því hversu gífur- legt manntjón þeir hafa heðið, en Rússar segja að fyrra helm- ing septembermánaðar -muni manntjón möndulveldanna við Odessa vera um 50.000, þ. e. fallnir og særðir. Ungverjar tilkynna gagn- áhlaup af hálfu Rússa. I fregn frá Budapest í gær er sagt frá gagnáhlaupum á þeim kafla vígstöðvanna, þar sem ungversku liersveitirnar eru. Rússar viðurkenna hreyfingu frjálsra Frakka. Rússneska stjórnin liefir nú viðurkennt samtök frjálsra Frakka. Skiptust þeir á bréfum um þetta efni, i gær, Maisky sendiherra Rússa í London, og De Gaulle leiðtogi frjáls|a Frakka. í bréfi sínu liét Maisky, fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar, að styðja frjálsa Frakka að því marki að endurreisa sjálfstæði og veldi Frakklands, og í svari sinu hét De Gaulle Rússum stuðningi eins og þeim væri frekast fært að veita. Þjóðnefndin franska er nú tekin til starfa, en hún er í rauninni skipulögð sem ríkis- stjórn með svipuðu fyrirkomu- lagi og venja er til, og eins og hinar útlægu ríkisstjórnir þjóðanna í hernumdu löndun- um hýr þjóðnefndin sig til þess að taka við, er dagur frelsisins rennur upp, þvi að frjálsir Frakkar telja, að Petainstjórnin hafi fyrirgert öllum rétti sínum, þar sem hún hafi kastað fyrir borð liagsmunum Frakka og lúti Þjóðverjum. De Gaulle er leiðtogi þjóðnefndarinnar eða forsætisráðherra raunverulega, þótt hann liafi ekki ráðlierratit- il, frekar en hinir, lieldur þjóð- arfulltrúa. Plevin fer með fjár- mál og utanríkismál, Dejean með utanríkismál, Le Gentil- homme með hermál, Muselier vax-aðmiráll flota- og siglinga- mál o. s. frv. Nýju Hurricaneflugvél- arnar teknar í notkun. Nýju Hurricaneflugvélarnar eni farnar að láta til sín taka. í gær gerðu þær ánás á skip við Frakklandsstrendur, 4 tundur- duflaskip og 2 loftvai’naskip. Kviknaði í tveimur lundui’- duflaskipum, en sprehging varð í öði’u loftvai’íxaskipinu. — Vélhj’ssukúlurnar dundu á skipunum endilöngum hvað eftir annað og urðu skipin al- elda á svipstundu. Taylor erindreki Roosevelts á heimleið. Taylor, vatikanerindreki Roosevelts, er kominn til Lon- don, og er hann á leið heim til Bandarikjanna, en mun hafa nokkui’a daga viðdvöld í Lon- don. Mun hann ræða þar við brezka í’áðherra og sérfræðinga. Talið er, að Taylor hafi rætt við páfa nýlega um aðstoð til handa flóttafólki, sem býr við sífeldan hi’akning af völdum lcúgunar og styrjalda, og þau mál öll. Þegar vestur kemur gefur Taylor forsetanum skýrslu. í STUTTU MÁLI Þjóðverjar gei’ðu enn tilraun til loftárásar á Moskva í nótt, en komust ekki inn yfir borgina,1 vegna skothríðar úr loftvarna- byssum,. Brezkar flugvélar gei’ðu árás á Köln í nótt og fleiri borgir í Vestur-Þýzkalandi. Einnig voru gerðar árásir á liafnai’hverfin I Dunkirk og Calais i nótt. Catroux, leiðtogi frjálsra Frakka i Sýrlandi, mun lialda ræðu í dag, og lýsa yfir því, að umboðsstjórn Frakka i Sýr- landi sé úr sögunni, með endur- stofnun hins sýrlenzka lýð- veldis. Fregn frá Bern hernxir, að til- kynnt hafi verið opinberlega, að 4 menn hafi beðið bana af völdum sprengingar nálægt Cliillon við Genfai-vatn. Um- ferð á Simplonjárnbrautinni hefir stöðvazt vegna jarðhruns af völdum sprengingai’innar. Vöruflutningalest varð fyrir jai’ðhruninu. Þjóðverjar viiðast jxokast skipulega í áttina til Leningrad, símar fréttaritari United Press, þrátt f.yrir áhlaup Rússa. Þjóð- verjar eru enn 20 kílómetra frá úthverfunum í Peterhof eða Strelna. Rússar segjast hafa skotið niður yfir 100 flugvélar fyrir Þjóðverjum á laugardag, en misstu 29 sjálfir. . Blaðið Japan Times krefst þess, að Duff Cooper verði kvaddur heim frá Singapore, því að hann hafi þar með hönd- um „íkveikjustarf“, sem geti liaft hinar háskalegustu afleið- ingar. Duff Cooper er sem, stendur á ráðstefnu í Singapore með sendiherrum Breta í Thai- landi og Kína. Rússar liafa gereytt stórhóp- um þýzkra fallhlífarhermanna, sem lentu á Krimskaga. Einnig hafa rússnesk herskip fná Seva- stopol hindrað öll áform Þjóð- verja að senda lxerflutningaskip til Krímskagans. Vichystjórnin sendir Japönum mótmæla- orðsendingu. Kastast hefir í kekki milli Japana í Franska Indo-Kína og Vichystjórnarinnar, sem hefir sent mótmæli til Tokio út af þvi, að japanskt herlið i Hanoi og víðar í Indo-Kína, hafi tekið sér meira vald en heimilt er. Hafi göturn verið lokað í hverfum boi'ganna og húsrannsókn gerð. Þetta, segir Vichystjórnin, er brot á samkomulaginu, þar sem Japanir lofuðu að virða sjálf- stæði Franska Indo-Kina. — Japanir segja, að þeir hafi ver- ið að leita að Kínverjum sem smyglað var inn í landið rétt áður en japanska setuliðið var sent til Indo-Kína. Um 50 menn voru handteknir, segir Domei- fréttastofan japanska. Horfir erfiðlega fyrir Kínverjum í Hunan. Eftir japönskum fregnum að dæma í gær horfir mjög erfið- lega fyrir Japönum í Hunnan. Þeir liöfðu þar sjö heri höfuð- horginni — Cliangsha — til varnar. Af þessum sjö herjum Iiafa fjórir verið gersigraðir, segja Japanir, og einn er inni- króaður, og eru því að eins tveir eftir boi’ginni til varnar. herskip bandamanna í viðgrerð vestra. Það var tilkynnt í London í gær, að alls liefði 27 lierskip bandamanna legið i höfn i Bandai’ikjunum til viðgerðar. Meðal þessara herskipa eru sum af frægustu herskipum Breta, sem fyi’i’ var getið, og i gær var tilkynnt, að tveir kafbátar væri þar til viðgerðar, brezki kafbát- urinn Partheon og kafbátur frjálsra Frakka Surcoyf, sem er stærsti kafbátur í heimi, 2880 smál. og hefir útbúnað til að skjóta út flugvél. Einnig er til viðgerðar vestra tundurspillir- inn Bernham, sem er einn hinna 50 tundurspilla, sem Banda- ríkjamenn létu Bretum í té. Þjóðverjar flytja hús- næðlslaust fólk tll Hollands. Fréftastofa í New York liefir birt bréf frá Hollandi, þar sem sagt er frá þvi, að Þjóðverjar hafi flutt 40.000 manns til Hol- lands, aðallega til Amsterdam. Er þetta fólk, sem orðið hefir húsnæðislaust vegna loftárása Bi eta á borgir i Rinarbyggðum. Er búizt við, að Þjóðverjar flytji fleira fólk til Hollands, sem líkt er ástatt fyrir. í bréfinu segir, að í Dusseldorf sé nú eins umhorfs eins og í Rotterdam, eftir loft- árásina miklu þegar innrásin stóð yfir. von Papen ennþá í Istamhnl. Viðskiptasamningarnir Yon Papen sendiherra Þýzka- lands í Ankara er enn í Istan- bul, en hann mun vera væntan- legur til Ankara á mánudag. Dr. Clodius, viðskiptasendi- herra þýzku stjórnai’innar, er enn i Ankara. Hann hefir lýst yfir því, að hann geri sér vonir um, að samkomulagsumleitun- um Þjóðverja við Tyrki um nýja viðskiptasamninga verði lokið ijæstu viku. Mun dr. Clodius þá fara til Aþenuborgar og þaðan til Bukarest. Ameriski sendiherr- ann kominn til landsins, í gærkveldi kom hingað Mr. McVeagh, sendiherra Banda- ríkjanna hér á landi. Er kona hans í för með honum. Um leið koniu hingað nokkr- ir erlendir blaðamenn, meðal annars^ fréttaritari frá United Press-fréttastofunni og tímarit- ununi Time og Life og Björn sonur Gunnars Björnssonar rit- stjóra, en hann er starfsmaður I)já útvarpsstöð vestra. Þá eru líka komnir liingað tveir ménn lil að taka kvik- myndir. Norðmenn verða að^láta af höndum öll ullarteppi sem þeir eiga.£lÍMí Fregn frá Oslo hermir, að Terboven landstjóri Þjóðverja i Noregi liafi gefið út tilskipun þess efnis, að allar ullarábreið- ur, sem Norðmenn eigi, skuli af- hentar þýzku yfirvöldunum. Ef menn hlýðnast ekki tilskipun þessari, vofir yfir mönnum þriggja ára fangelsi eða 100.000 króna sekt. Ráðstöfun þessi mun gerð vegna þess, að skortur er ullar- teppa i Þýzkalandi handa her- mönnunum á austurvígstöðvun- um. Heldur afmælis ræðu í veizlu þeirri, sem Iialdin er í Tokyo i dag til minningar um, að ár er liðið síðan Japanir gerð- ust aðilar að möndulvelda-sátt- málanum flytur Tejiro Toyoda, iitani’ikisráðlierra, aðalræðuna. Toyoda er vara-aðmíráll og var um tima flotamálafulltrúi við sendisveit Japana í London. Þýzka sendisveitin í Seheran komín til Ankara. Fregn frá Ankara hermir, að þýzki sendiherrann í Teheran í Iran, sé koniinn til Ankara á leið til Þýzkalands, starfsmenn hans allir og fjölskyldur þeirra, alls 470 manns, ennfremur f jór- ir búlgarskir og ellefu ungversk- ir sendisveitarstarfsmenn. FnUtrtaráðsfnndsr Sjálfstæðisfólaganna í gærkveldi. FULLTRUARAÐ Sjálfstæðis- félaganna hélt kaffikveld í Oddfellowhúsinu í gærkveldí. Ólafur Thors hélt aðalræðuna, en aðrir ræðumenn voru m. a. Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri, Guðm. Benediktsson, bæjargjaldkeri, sem er formað- ur fulltrúaráðsins, Jóhann Haf- stein, erindreki, o. fl. Atvinnumálaráðherra hóf mál sitt á því, að lýsa aðstæðum hér, er samningar við Breta voru hafnir, siglingar hefði ver- ið stöðvaðar o. s. frv. Bretar hefði lofað okkur góðum við- skiptasamningum þegar í upp- hafi og því liafi fisksölusamn- ingurinn verið undirritaður, án þess að jafnframt væri gengið frá samningum um þær vörur, sem við fengjum frá Bretum. Nú væri þó svo komið, að þeir hefði lofað að láta okkur fá 130.000 smál. af kolum. Þá talaði Ólafur og um dýr- tiðarmálin, þær tillögur, sem frani liefði komið í þeim mál- um og lagði áherzlu á, að stöðva ýrði dýrtíðina hið fyrsta. Mýtt lieimsniet I hástökki. J^ES STEERS heitir amerísk- ur hástökkvari, sem setti nýtt heimsmet í hástökki í vor og stökk 2.10 metra. Fyrra metið var 2.07 m., sett af blökkumönnunum Johnson og Albritton 1936, en kynbróðir þeirra, Melwyn Walker hafði þó stokkið enn hærra, eða 2.09 m., 1937, en það var víst ekki stað- fest sem heimsmet. Þetta nýja met Steers er nú orðið fimmta bezta metið i frjálsum íþróttum og gefur 1180 stig. Aðeins stangarstökk- ið (4.63 m.), spjótkastið (78.70 m.), kúluvarpið (17.40 m.) og 110 m. grindahlaupið (13.7 sek.) eru hetri. Hann er 23 ára gamall, stúd- ent frá háskólanum i Oregon og er — þótt ótrúlegt sé — hvít- ur á lit. 1939 fór Steers fyrst verulega að láta til sín taka í frjálsum íþróttum. Þá varð hann meist- ari Bandaríkjanna í hástökki, bæði hjá juniorum og seniorum —- og stökk 2.03 m. Þótti það eins og gefur að skilja frábært afrelc af tvítugum manni. Sama sumar var hann einn af þeim 10 útvöldu amerísku iþróttamönn- um, sem fengu að fara til Ev- rópu og keppa þar á ýmsum í- þróttamótum. Steers er mjög alhliða í- þróttamaður. Hefir t. d. kastað spjóti 64 metra, kúlu um 15 metra og hlaupið 110 metra grindahlaup á 15.2 sek. Fhida er almennt húizt við, að hann setji met í tugþraut, þegar þar að kemur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.