Vísir - 27.09.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 27.09.1941, Blaðsíða 2
VISIR Framkvæmdir vitamála§t|órnar 400 þúsund kr. til hafnar- á og Hafnarfírði. 3 vitar bj'^gðir. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefir fengið hjá vitamála- stjóra, hr. Emil Jónssyni, hafa framkvæmdir á hafnarmann- virkjum og vitabyggingum verið heldur minni í ár en oft að undanförnu, og ber þar þrennt til. I fyrsta lagi gerðu f járlögin ráð fyrir minni framkvæmdum á þessu sviði í ár en verið hefir síðustu árin, í öðru lagi hafa margir hlutaðeigendur dregið að sér hendina með framkvæmdir vegna dýrleika byggingarefnis, og í þriðja lagi hefir mannekla valdið því, að ekki hefir nærri allt fengist unnið, sem þurft hefir að gera. mannvirkja Raufarhöfn VÍSIR DAG BLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. RRstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Gæfa — ógæfa. STRÍÐIÐ hefir stóraukið á- hrif Alþýðuflokksins og verkalýðsins í Bretlandi, segir Alþýðublaðið í gær, og með frétt þessari birtir blaðið myndir af þremur Ieiðtogum Alþýðu- flokksins þar i landi. Telur blað- ið, að það beri fyrst og fremst til fylgisaukningar þessarar, að ýmsum svokölluðum socialist- um i Bretlandi hafi verið falin trúnaðarstörf, og beri flokkur- inn ábyrgð að sínum hluta á framkvæmdum og stjórnarat- höfnum. „Leyndardómurinn liggur í þeirri staðreynd, að brezka þjóðin befir hæfileika til þess að taka þjóðfélagslegum endurbótum ofbeldislaust“, seg- ir blaðið og er mjög hrifið. Seg- ir ennfremur, að í iðnaðinum og framleiðslunni bafi verlca- lýðsfélögin „reynt að koma frám með samkomulagi við at- vinnurekendur, frekar en að eiga í deilum við þá. Stjórn- málalega liafa þeir reynt að lcoma á endurbótum eftir leið- um þingræðisins, fremur en að neyða fram endurbætur með þeim vopnum, sem verkalýður- inn á yfir að ráða, verkföllum og þvíumlíku.“ Það er ekki að undra þótt Al- þýðublaðið sé hrifið, af því að brezka Alþýðuflokknum eykst fylgi, ekki sízt þar, sem vitað er að stöðugt miðar í áttina niður á við hjá flokki blaðsins sjálfs hér heima á íslandi. Athyglis- vert er það hinsvegar, að blaðið telur að orsakirnar til liinnar miklu fylgisaukningar megi rekja til þess, að brezki verka- lýðsflokkurinn varast um- fram allt að efna til verkfalla, en reynir að þoka málum sín- um fram eftir samningaleiðum og án allra ofbeldisverka. „Þegar býður þjóðarsómi þá á Bretland eina sál“, stendur þar, og skal því ekki út í það farið, að ræða um hrifningu Al- þýðublaðsins á því, að ekki skuli nú efnt til verkfalla og óeirða í Bretlandi af hálfu socialistanna. Það er þáttur út af fyrir sig, sem virðist ekki tiltakanlega að- dáunarverður. Hitt er svo allt annað mál, að einmitt af þessu mætti Alþýðuflokkurinn is- lenzki margt læra, sem vafa- laust gæti puntað dálitið upp á flokkinn sem slíkan og dregið úr ógæfu hans og stöðugt hrörn- andi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefir á- valt haldið því fram, að fyrsta skilyrði til j>ess að tryggja af- komu þjóðarbúskaparins og hag almennings sé að vinnufriður í landinu sé tryggður. Deilumál, sem upp kunna að koma milli vinnuveitenda og vinnuþiggj- enda, beri að leysa með vinsam- legu samkomulagi eftir þvi sem unnt sé, en með miðlun mála, ef samkomulag náist ekki mill- um aðilanna sjálfra. Þeir verka- menn, sem Sjálfstæðisflokknum fylgja að málum, hafa þetta at- riði að sjálfsögðu mjög á oddi, með því að þeir hafa annars- vegar fullan skilning á þjóðar- nauðsyninni, en hinsvegar á hagsmunum verkamanna út af fyrir sig. Af þessum sökum eykst Sjálfstæðisflokknum stöð- ugt fylgi meðal verkamanna. Alþýðuflokkurinn íslenzki liefir aldrei liaft á þessu nokkurn skilning og því hefir stöðugt sígið á ógæfuhlið fyrir honum. Blað flokksms liefir haldið uppi látlausum árásum á sjálfstæðis- menn einmitt vegna þess, og rejTit að stimpla þá verkamenn, sem stéttarböðla, er ekki vildu i tima og ótíma beita ofbeldi mál- urn sínum til framdráttar. Því er það napurt ósamræmi, þegar Alþýðublaðið fellur nú fram og lofsyngur brezka verkalýðs- flokkinn fyrir nákvæmlega sömu afstöðu til þjóðfélagsmál- anna og verkamenn innan Sjálfstæðisflokksins liafa ávallt haft, en verið níddir fyrir að staðaldri af sama blaði. En hver veit nema að Al- þy'ðuflokkurinn læri það mikið á þessu, að hann breyti um starfsaðferðir. Það er fyrsta skilyrði þess, að blað flokksins geti skammlaust birt myndir af forráðamönnum flokksins, eins og Bretunum, sem myndir birt- ust þar af í gær. Ella getur blað- • ið heldur aldrei getið svo ann- arra verkalýðsflokka gæfu, að það minnist ekki eigin ógæfu. jónas Wwém dæiiir íyrir rneiOyrOi. í gær var felldur í undirrétti dómur í meiðyrðamálinu: Al- freð Guðmundsson ráðsmaður Dagsbrúnar, gegn Jónasi Guð- mundssyni eftirlitsmanni bæj- ar- og sveitarfélaga. Öll ummæli Jónasar voru dæmd dauð og ómerk og auk þess var hann dæmdur til að greiða kr. 300.00 í sekt, og kr. 150.00 í málskostnað. Ameriskir her- menn læra íslenzku. Ameriski landherinn hóf fyr- ir skemmstu útgáfu vikublaðs, Nefnist blað þetta „The White Faicon“. t blaði því, sem kom út í morgun var liafin kennsla í ís- lénzku og byrjað á að kenna nemendunum að þekkja liljóð- stafina með dæmum. Er það liðsforingi af íslenzkum ættum, Lieut. Dóri Hjálmarsson, sem kennsluna liefir á hendi. Vísir hefir heyrt, að ameríski hershöfðinginn sé þvi mjög fylgjandi, að menn hans læri is- lenzku. Hlutavelta K.R. er á morgun kl. 3V2 í Garðyrkju- sýningarskálanum viS Garðastræti og Túngötu. Fjöldi gkesilegra og eigulegra muna verður á boðstólum, svo sem: 1 tonn kol. 500 krónur í peningum. Matarforði. Saumavél (bezta tegund), saltfiskur og ótal margt fleira, og mjög spennandi happdrætti. Lítið í skemmuglugg- ann hjá Haraldi í dag, en komið á hlutaveltuna á morgun. Helztu framkvæmdirnar í sumar eru þær, sem hér segir: Hafnarf jörður. Síðastliðinn vetur var hafin hafnargerð í Hafnarfirði. Er til- ætlunin að byggja skjólgarða, er loki liöfninni fyrir hafátt (þ. e. vestanátt) og var byrjað að byggja nyrðri garðinn í s. 1. marzmánuði.Er nú þegar búið að byggja um 70 metra langan garð. Er hann byggður á svip- aðan hátt og hafnargarðar Reykjavikur. Áfallinn kostnað- ur af þeim framkvæmdum, sem þegar liafa verið unnar eru tæp- ar 200 þús. kr., en áætlaður, heildarkostnaður af þessum garði er 1 millj. kr. Þess má geta að sú kostnaðaráætlun var samin i stríðsbyrjun, og getur þar af leiðandi færst mikið úr skorðum. Raufarhöfn. Þar var lokið við dýpkun hafnarinnar í þessum mánuði. Var byrjað á þvi mannvirki i fyrrasumar, og var það gert í sambandi við stækkun síldar- verksmiðja rikisins. Á Raufai-höfn eru að ýmsu leyti ágæt skilyrði fyrir höfn, en það var hinsvegar mjög bagalegt hvað grynningarnar voru miklar. Var samið við hafnarstjórn Reylcjavikurbæj- ar um að fiá Iánað dýpkunar- skip til þessara framkvæmda, og fékkst það. Hefir skipið þeg- ar grafið upp um 60 þúsund ten- ingsmetra alls. Dýpi hafnar- innar, bæði við bryggjur og á innsiglingunni er nú um 5 metrar i stórstraumsfjöru, eða svipað því sem er hér í Reykja- vikurliöfn, og er það nægilegt fyrir stór flutningaskip. Alls hafa þessar framkvæmdir á Raufarhöfn kostað um 200 þús. kr. Ölafsvík. í Ólafsvík hefir hafnargarð- urinn verið lengdur lítilsháttar, til þess að fá betra var fyrir inn- siglinguna á höfnina. Verkinu er lokið og kostaði það milli 50 og 60 þús. krónur. Sauðárkrókur. Á Sauðárkróki var byggður sjóvarnargarður og um leið framkvæmdar lítilsháttar að- gerðir á hafnarbryggjtmni. Iíostuðu þessar framkvæmdir 20 þús. kr. Grindavík. 1 Þórkötlustaðahverfi í Grindavík hefir verið unnið að því að hreinsa lendinguna og bæta uppsátrið. Verkinu er um það bil að verða lokið, en kostn- aður enn óuppgerður. Keflavík. Þar er verið að ljúka við bátabryggju, sem hafin var smíði á i vetur, og sömuleiðis stendur til að gera við gamla hafnargarðinn, sem þar er, og mun sú viðgerð kosta 50—60 þús. kr. Er nýlega byrjað á þvi verki. Vitabyggingar. Búið er að reisa vita á Grenja- nesi á Langanesi, skammt fyrir utan Þórshöfn. Viti þessi á að lýsa yfir Þistilfjörðinn innan- verðan og alveg sérstaklega þó yfir Grenjanesboðana, sem eru rétt fyrir utan vitastaðinn. Byggingu vitans er lokið, en ljóstækin eru ófengin, og koma sjálfsagt ekki fyrr en næsta ár, því mjög illa hefir gengið að fá þau ljóstæki, sem pöntuð hafa AJlir fundarmenn voru sam- nuála um að Verðlagsnefnd gengi of langt, hvað ýmsa vöru- flokka snerti, í að takmarka ó- makslaun kaupmanna, því að þótt svo virtist í fljótu bragði, að góð afkoma væri við ýmis- konar verzlunarrekstur, ætti það eklci við livað matvöruverzl- un snerti. Er það vegna þess fyrst og fremst, að tilfinnan- leg vöruvöntun hefir verið í verzlunum matvörukaup- manna, sérstaklega á þeim vörutegundum, sem aðallega hafa haldið uppi verzlunar- kostnaðinum, og hörgull hefir einnig verið á innlendum iðn- aðarvörum, ásamt ýmsum landbún aðaraf urðum. Þá var rætt um erfiðleikana á heimsendingum vara og sam- þykkt eftirfarandi áskorun til bæjarbúa. „Fundur haldinn í Félagi matvörukaupmanna í Kaup- þingssalnum 26. september 1941, beinir þeim vinsamlegu tilmælum til háttvirtra bæj- arbúa, vegna þess hve erfitt er að fá starfsfólk við verzl- anir, að stuðla eftir mætti að því, að gera heimsendingar á vörum hjá matvöruverzlun- um auðveldari, með því að gera innkaup sín í stærri stíl en verið hefir almennt und- verið frá Englandi, en um aðra staði er ekki.að ræða sem stend- ur. í byggingu er viti á Þormóðs- skeri, en það er syðsta skerið i skerjagarðinum fyrir utan Mýrar. Eru þau sker mjög hættuleg og hafa iðulega farizt þar skip, nú síðast franska haf- rannsóknaskipið „Pourquoi pas?“ fyrir fáum árum, og er öllum slys þetta í fersku minni. Er í rauninni undarlegt, að þar skuli ekki liafa verið byggður viti miklu fyrr. Þormóðssker er lítið, aðeins 100x100 metrar að stærð, og er mjög erfitt að vinna þar, einlc- um i rosaveðrum og þegar vont er i sjó. Ef allt gengur að ósk- um, má vænta þess að vitinn verði þó fullbyggður um miðjan næsta mánuð. Loks verður byggður viti á Arnarstapa í haust, ef veður og aðrar ástæður leyfa. Lýsing vitanna. Um lýsingu vitanna er það að segja, að kveikt verður á söniu vitum og logaði á í fyrra. Þó hefir verið leyft að kveikja á tveim vitum, sem ekki voru i notkun í fyrra, en það eru Stokknesviti, fyrir austan Hornafjörð og Knarrarnesviti, fyrir austan Stokkseyri. Auk þessa er ekki alveg vonlaust um, að einhverjir fleiri vitar fáist undanþegnir. anfarandi og panta ekki vör- ur eftir kl. 5 síðdegis.“ Það ætti ekki að vera nein- um vandkvæðum bundið fyrir bæjarbúa að fara að þessum til- mælum matvörukaupmanna, og auk þess gera miklar heim- sendingar auðvitað allan verzl- unarrekstur dýrari, og sá óvani, sem sumt fólk hefir, að hringja e. t. v. mörgum sinnum á sama klukkutímanum, nær auðvitað eltki nokkurri átt. Því næst urðu umræður um miánaðarreikningaskiptin. Vildu sumir afnema þau með öllu, en álitið var að almenningi kæmi betur, að þeim yrði haldið á- fram. Þó var ákveðið að það yrði innan þeirra takmarka, að þau gildi aðeins um lieimilsút- tekt, og það yrði gert að ákveðnu skilyrði, að reikningar yrði greiddir upp fyrir 6. livers mán- aðar. Ýms fleiri áliugamál matvöru- kaupmanna komu fram og voru rædd á fundinum. Messur á morgun. í fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. í Mýrarhúsaskóla kl. 2.30, síra Jón Thorarensen. Frjálslyndi söfnuðurinn: í frí- kirkjunni kl. 5.30. Að lokinni guðs- þjónustu verður stuttur safnaðar- fundur um áríðandi mál. Sr. Jón Auðuns. 1 Hafnarfjarðarkirkju kl. 5, síra Garðar Svavarsson. -— Að Bjarna- stöðurn kl. 2. í dómkirkjunni kl. 11, sr. Frið- rik Hallgrímsson; kl. 5, síra Sigur- björn Einarsson. Operettan Nitouche verður sýnd annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag, en vegna mikillar aðsóknar verður ekki hægt að taka á móti pöntunum í síma frá kl. 4 til 5. Næturlæknar. 1 nótt: Kristján Hannesson, Mimisveg 6, sími 3836. Næturverð- ir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Aðra nótt: Theodór Skúlason, Vesturvallagötu 6, sími 2621. Næt- urverðir í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavikur apóteki. Helgádagslæknir. Karl S. Jónasson, Laufásveg 55, simi 3925. Guðspekifélag- íslands , heldur aðalfund á sunnudag kl. 1% í húsi félagsins. Á mánudags- kvöld kl. 9 flytur Grétar Fells er- indi, er hann nefnir „Bókstafurinn og andinn“. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Comedian Harmon- ists líkja eftir hljóðfærum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Orðabókar- Johnson; bókmenntafrömuður á 18. öld, II. (dr. Jón Gíslason). 21.10 Hljómplötur: Lög, leikin á orgel. 21.25 Útvarpshljómsveitin: Gömul danslög. 21.50 Fréttir. 22.00 Dans- lög til kl. 24. Útvarpið á morgun. Kb 12.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa i Frikirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 15.30 Miðdegistónleik- ar (plötur): Ensk tónlist. 19.30 Hljómplötur : „Don Juan“, tónverk eftir Rich. Strauss. 20.00 Fréttir. 20,20 Hljómplötur : Píanólög. 20.30 Upplestur úr ritum Davíðs Stefáns- sonar (Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi). 21.00 Einsöngur (Gunnar Pálsson): a) Lindin, eftir Eyþór Stefánsson. b) Taktu sorg mína, eftir Árna Thorsteinsson. c) The song .., eftir Jordan. d) Thora, eftir Adams. e) Heilög Maria, eft- ir Mascagni. 21.20 Hljómplötur: „Svanavatnið", ballett eftir Tschai- kowsky. 21.50 Fréttir. 22,00 Dans- lög til kl. 23. Húseignin Laugaveg19 er til sölu ef viðunanlegt boð fæst. Upplýsingar gefur Kristján Siggeirsson. Fundur matvörukaupmanna: Rætt um Verðlagsneínd, heimsendingar og mánað- arreikningsviðskipti. ■p élag matvörukaupmanna hélt fund í gær í Kaupþingssaln- " um Aðalumræðurnar urðu urú þrjú mál: 1. Afskipti Verð- lagsnefndar af verðlagi hjá matvöruverzlunum, 2. erfiðleika á heimsendingu á vörum og vöntun á §tarfsfólki og 3. takmörk- un á mánaðarreikningsviðskiptum. K.R V' VALUR1 GS&MBtö _ -s" ' KIO€K OIT IKL. 2 Á MORGUN URSLIT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.