Vísir - 13.02.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 13.02.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Slmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S Ifnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, föstudaginn 13. febrúar 1942. 14. tbl. SJÓORUSTA f ERMARSUNDI Þýzkn herskipin Ncharnhorst, tilneisenan ogr Prin* Engen öll hæfð tnndnrskeytnm. í tugatali skotnar niður í bardaganum. — EINKASKEYTI frá United Press. London í raorgun. Amiðnætti síðastliðnu var tilkynnt í London, að mikil sjóorusta væri háð á Ermarsundi, og hefðu 3 stór óvinaherskip orðið fyrir tund- urskeytum, þ.e. herskipin Sharnhorst, Gneisenau og Prinz Eugen, sem mánuðum saman hafa legið í Brest, og iðulega hafa laskast í loftárásum Breta, en jafnan verið gert við þau á ný. Herskip þessi voru nú að leit- ast við að komast heim til Þýzkalands, vegna hinnar miklu hættu, sem stöðugt vofði yfir þeim í Brest, en Þjóðverjar munu og hafa hugsað sér gott til glóðar- innar, að geta beitt herskipum þessum gegn andstæð- ingunum frá tryggari bækistöðvum. En enn sem oft áður í þessari styrjöld, kom bert í Ijós, hver not eru að flugvélunum. Brezkar njósnarflugvélar sáu til ferða herskipanna, og fáum mínútum síðar flugu brezkar sprengjuflugvélar og orustuflugvélar í tugatali frá bækistöðvum sínum, til árása á herskipin. Áformið um að komast heim, án þess að Bretar yrði varir við, hafði mistekist. Þýzku herskipin voru varin fjölda mörgum orustuflugvélum og tundurspillar og mótor-tundurskeytabátar voru í fylgd með Jjeim, en Bretar sendu nú herskip sömu tegunda á vettvang og herskip fleiri tegunda, og var nú eltingaleikurinn og loftorustan brátt í fullum gangi. Herskipin reyndu að hylja sig í reykjar- mekki, en ekki kom það að gagni. Þegar seinast fréttist voru herskipin að leitast við að komast inn á Helgolandsflóa, en Helgo- Iand er flotahöfn. öll herskipin höfðu verið hæfð tundurskeyt- um og Prinz Eugen þremur. Flugvélatjón hefir þegar orð- ið mikið í þessari orustu. I sam- eiginlegri tilkynningu flota- málaráðuneytis Breta og flug- málaráðuneytisins segir, að a. m. k. 18 þýzkar orustuflugvélar hafi verið skotnar niður, en flugvélatjón Breta er Þessi stærsti flugbátur lieims- ins hefir lilotið nafnið „Mars“ Hann er 170 íeta langur með 200 feta vænghafi, vegur 70 smálestir, kostaði 2.5 milljón- ir dollara, getur flogið 7000 mílur viðstöðulaust og flutt 150 hermenn með alvæpni. Hann var smiðaður í Glenn L. Martin-verksmiðjunum í Bal- timore í Maryland-fylki. — Skömmu eftir að búið var að setja hann á flot í fyrsta skipti og átti að fara að reyna hann, losnaði innri stjórnborðs- hreyfillinn og við það kvikn- aði í vængnum. Tókst þó að slökkva eldinn áður en hann gat vmnið verulegt tjón. 20 sprengjuflugvélar skotn- ar niður, 16 orustuflugvél- ar og 6 flotaflugvélar. Sprengjuflugvélar strand- I varnaliðsins og brezka hersins tóku þátt í árásinni og flota- flugvélar, sem fyrr var sagt. — Sumar sprengjuflugvélanna, er þátt tóku í árásinni, hafa með- ferðis svonefnd lofttundurskeyti (aerial torpedoes), sem hafa reynzt hættulegust í árásum 'á herskip og stór flutningaskip. i — Bretar segja, að þegar skúr 1 gerði og dimmdi yfir, hafi | brezku tundurspillarnir notað j tækifærið, til þess að komast J nær herskipum Þjóðverja og I skotmál við þau. Scharnhorst og Gneisenau eru 26.000 smálesta orustuskip, en Prinz Eugen er beitiskip, 10.000 smálesta. öll hafa her- skip þessi komið mikið við sögu í styrjöldinni. Prinz Eugen lét úr höfn um leið og orustuskipið Bismarck , sem Bretar sökktu, en Prinz Eugen var heppnari og komst í höfn í Brest, og þar hef- ir hann orðið að dúsa síðan er þetta var (í fyrravor). í frekari fregnum um sjóor- ustuna segir, að lágskýjað hafi verið og slæmt skygni, er her- skipin þýzku reyndu að komast lieim. Þegar herskipin fóru um Dov- ersund var skotið úr hinum langdrægu falDiyssum, Breta við Dover, en Þjóðverjar á Gris Nez höfða byrjuðu þá ákafa skothríð yfir sundið. Af þeim 18 flugvélum, sem vitað er með vissu að skotnar voru niður fyrir Þjóðverjum, voru 15 orustuflugvélar, en 3 sprengjuflugvélar, en Bretar misstu 42 flugvélar, þ. e. 16 or- ustuflugvélar og 6 flotaflugvél- ar (Swordfish), en liinar voru spx-engjuflugvélar. Kl. 12 á hádegi höfðu ekki borizt nýjar fregnir til London frá orustunni. Orustnnni um Singa- pore ekki lokið Helmirigur eyjarinnar á valdi Breta, sem í gær gerðu áhlaup á Japani með miklum árangri. í gærkvekli var tilkynnt i. London, að þær gleðifregnir liefði borizt frá Singapore, að bandamenn liefðu gert gagná- lilaup með miklum árangri á vinstri fylkingararm Japana, en þar höfðu þeir úrvalshersveitir. Bandamenn beittu köldu stálinu og tvistruðu hersveitum Japana. Áður höfðu borizt fregnir um, að Bretar hefðu enn um helm- ing eyjarinnar á sinu valdi. Vig- línan liggur frá flotastöðinni á norðurströndinni til vestur- strandarinnar, um 8 kílómetra fyrir vestan Singaporeborg. Japanir segja, að Bretar séu að flytja herlið og hergagna- birgðir frá Singapore, og minni þær aðgerðir á undanhaldið frá Dunkirk. Segjast Japanir hafa gert loftárásir á flota, sem var að leggja úr höfn. Voru i flota þessum 25 skip og segjast Jap- anir hafa hæft 16 skipanna með sprengjum og var þannig komið í veg fyrir, að flotinn léti úr höfn. Bretar segja, að Japanir beiti mjög steypiflugvélum. Það er nú staðfest, að Japanir hafa komði skriðdrekum af meðal- stærð til Singapore. Seinustu fregnir frá Singa- j pore eru þær, að Percival liers- liöfðingi bandamanna á eynni sendi skeyli til Fords hermála- ráðherra Ástralíu þeess efnis snemma í morgun ( kl. hálf sex eftir Greemvich meðalthna), að hersveitir Breta og Ástraliu- manna veitti öflugt viðnám gegn ofurefli liðs. Miklar loft- árásir eru nú gerðar á Singa- ixire. — Japanir játa nú, að bar- izt sé á miðri eynni. 15 ára afmæli. Aðalfundur Heimdallar. Háskólafyrirlestrar um Njáls sögu. Næstkomandi sunnudag mun dr. Einar Ól. Sveinsson flytja fyrirlestur í háskólanum um Njálssögu. Er þetta fyrsti fyrirlesturinn úr fyrirlestraflokki, sem dr. Einar ,Ó1. hefir samið um þetta efni. Verða fyrirlestrarnir jafn- an fluttir á sunnudögum, kl. 5,15 og verður sá fyrsti, eins og fyrr segir, haldinn næstkomandi sunnudag. Hinir almennu fyrir-estrar há- : kólans hafa jafnan notið verð- skuldaðra vinsælda hjá mönn- um, ekki sízt þeir, sem hafa fiallað úm islenzk efni. Má búast við að mjög marga fýsi að 1<v- - ast Njálssögu betur m.eð aðsfoð dr. Einars ÓI. Sveínssonar. Þær ganga í gildi þ. 20. þ. m, T fyrradag, miðvikudaginn 11. þessa mánaðar, gaf viðskiptastyr jaldarnefnd Bandaríkjanna (Board of Economic Warfare) út tilskipun um víðtækar höml- ur á útflutningi ýmsra vörutegunda. Nokkur iönd voru þó undanþegin þessari tilskipun og eru þau þessi: Is- land, Kanada, Stóra Bretland, Norður-lrland, Ný- fundnaland og Grænland. Segir í tilkynningunni, að frá miðnætti 20. febrúar falli úr gildi öll útflutningsleyfi fyrir tilteknum vörum, er eiga að fara til alrla landa annara en þeirra, sem getið er hér að ofan. Ná þcssar útflutningshömlur til landbúnaðarvéla, nema trakt- orahreyfla og hjóla, rafmagnsvéla og tækja, svo sem kæliskápa til heimilsnotkunar, þvottavéla, lampa, ryksuga o. s. frv., hús- gagna úr járni og stáli, eldavéla af ýmsum gerðum úr járni og stáli, kókóbauna og kókódufts, súkkulaðis og allra gerða af málmilátum, þar á meðal til gas-hylkja. Ef óskað er eftir útflutningi á þessum vörutegundum til ein liverra annara landa en ]>eirra sex, sem getið er i upphafi þessa máls, verður að fá til þess sérstakt leyfi viðskiptastyrjaldar- nefndarinnar. J^ÆSTKOMANDI mánudag, j þann 16. febrúar, eru liðin | 15 ár frá stofnun Heimdallar, fé- i. lags ungra Sjálfstæðismanna 1 liér í Reykjavík. Mun stjórn félagsins hafa á prjónunum ýmsar ráðagerðir í sambandi við afmælið. j Á afmælisdaginn, þann 16. j lebrúar, verður aðalfundur fé- lagsins í Kaupþingssalnum. — Fundurinn hefst með því, að formaður Sjálfstæðisflokksins, lÓlafur Thors, flytur ræðu um stjórnmálaviðhorfið, en auk þess munu ýmsir forráðamenn flokksins mæta á fundinum og taka til máls. Aðalfundarstöl-fin verða framkvæmd i lok fundarins, þar sem ákveðið er, að Sjálfstæðis- mönnum, eldri sem yngri, sé jafn heimill aðgangur að fund- inum. KyrrahafsflotiU.S. lætur til sín taka. 5 japönskum herskipum og 11 her- flutningaskipum sökkt í árásinni á Gilherts og Marshalleyjar. Flolamálaráðuneytið í Washington hefir nú birt greinargerð um árangurinn af árás Kyrraliafsflotans, sem gerð var fyrir nokkuru á stöðvar Japana á Gil- berts og Marshalleyjum. Greinargerð þessi leiðir í ljós, að sökkt var skipastól fyrir Japönum, sem var sam- tals yfir 100.000 smálestir, en Japanir urðu fyrir miklu tjóni öðru. Meðal herskipanna, sem sökkt var, var 17.000 smálesta flug- vélamóðurskip, beitiskip og tundurspillar, en eitt gamalt japanskt herskip, minni herskip og kafbátar löskuðust. Fjórar flugstöðvar voru eyðilagðar og skotfærabirgðir sprungu í loft upp. 38 flugvélar voru skotnar niður fyrir Japönum, en Banda- rikjamenn urðu fyrir frekar litlu tjóni. Amerísku blöðin nota tæki- færið til þess að minna á, að Japanar hafi tíðum gortað af því, að þeir liafi ýmist gersigr- að eða lamað stórkostlega Kyrrahafsflota Bandarikjanna, með árás sinni á Pearl Harbor, en það sé nú komið í ljós, að Kyrrahafsflotinn sé þess megn- ugur, að greiða Japönum þung b.ögg, eins og árangurínn af á- rásunum á Gilberts og Mars- halleyjar sýni. Mörg helztu blöðin í Banda- rikjunum aðvara Japana og segja, að tjón það, sem þeir liafi þegai’ orðið fyrir, ættí að mínna þá á í hvaða hættu þeir séu, jafnvel heima fyrir, og þótt síð- ar verði m,uni Kyrrahafsflotinn sækja þá heim og þá verði bar- ist við strendur Japana. Viðbótarfregn. Árásirnar voru gerðar á 6 að- albækistöðvar Japana. Ekkert herskip Bandarikjamanna lask- aðist alvarlega. Bandaríkja- menn misstu 11 flugvélar. Her- skipin, seni sökkt var, voru: 17.000 smálesta skip, sem hafði verið breytt í flugvélastöðvar, 1 tundurspillir, 1 létt beitiskip og 2 kafbátar. Meðal hjálparskip- anna, sem sökkt var, voru 3 olíu- flutningaskip japanska flotans. FRETTIR í STUTTU MÁLI. Rússar segjast halda áfram, sókn sinni, þrátt fyrir síharðn- andi mótspymu Þjóðverja, sem halda áfram að flytja varalið til vígstöðvanna. Rússar segjast hafa bætt aðstöðu sína við Sebastopol, Kharkov og á Kal- ininvígstöðvunum og á Lenin- grad og Smolenskvígstöðvunum segjast þeir hafa tekið allmörg þorp. Þjóðverjar birta fregnir frá Finnum um að 5 þúsund Rússar hafi fallið i seinustu bardögum við Finna. Beaverbrook lávarður sagði í ræðu, sem hann flutti í gær, að skriðdrekaframleiðslan í janú- ar hefði verið þrisvar sinnum meiri en í sarna mánuði í fyrra. S.l. ár sendu Bretar 10.000 flug- vélar ur landi til annarra víg- stöðva og bandamanna sinna og 3000 skriðdreka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.