Vísir - 14.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 14.03.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Laug&rdaginn 14. marz 1942, VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 16 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. A morgun. ^iÍMAMENN guma mjög af því, að þeir liafi undanfarna áratugi „markað sporin“ i þjóð- málunum hér á landi. Þetta et' að vissu leyti rétt. Framsóknar- flokkurinn hefir frá því í fyrri heimsstyrjöldinni alltaf átt menn í stjóm landsins, að upd- anteknum árunum 1924—1927, er sjálfstæðismenn fóru með völd. En þessi þrjú ár eru Iíka lang farsælasti tíminn í sögu landsins seinasta aldarfjórðung. Það er auðvitað mákið í munni, að hafa „markað spor“. En ekki er alveg sama hvérnig sporin eru. Það eru til „spor, sem hræða“. í augum margra lands- manna, og þá ekki sízt Reyk- vikinga, er æði mikið af Fram- sóknar-„sporunum“ þeirrar teg- undar. Sjálfstæðismenn hafa farið með völdin í Reýkjavík. Ef íbú- ar þessa bæjar eru spurðir, hvort þeim líki betur stjórnin á landinu eða stjórnin á bænum, undanfarna áratugi, eru svörin vitanlega ekki öll á sömu lund. Framsóknarmenn segja að land- inu hafi verið betur stjórnað en bænum. Sjálfstæðismenn segja að bænum liafi verið betur stjórnað en landinu. En hvað segja sósíalistaflokkarnir? Þótt undarlegt megi virðast, heyrast þær raddir í hópi þeirra nú upp á siðkastið, að svo hölvað sem „ihaldið“ sé, þá sé þó Framsókn ennþá verri. ★ Allt um það eiga þessir þrír innbyrðis sundurþykku and- stöðuflokkar sjálfstæðismanna eina sameiginlega ósk, heitari en allar aðrar óskir. Hún er sú, að hrekja sjálfstæðismenn frá völd- um í Reykjavík. Bjarni Bene- diktsson hefir lýst því yfir í eyru alþjóðar, að hann muni ekki gefa kost á sér í borgarstjóra- stöðuna, nema sjálfstæðismenn ráði einir valinu. Ef gert væri ráð fyrir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn yrði undir í kosning- unum, yrðu þvi l>essir þrir flokkar, .— sem þessa stundina virðast ekki koma sér saman um neitt, nema það, að hnekkja sjálfstæðisstefnunni — að koma á einhverju samkrulli um stjorn bæjarmálanna. Ætli Reykjavik væri borgnara, þótt þeir Jónas Jónsson og Einar Olgeirsson, Stefán Jóhann og Sigfús Sigur- lijartarson næðu höndum saman um völdin í bænum? Það er ekkert nýtt að Sjálf- stæðisflokknum liafi verið spáð dauða og tortimingu. Sú spá- sögn hefir gengið aftur við Jiverjar kosningar. Að þessu sinni hafa andstöðuflokkar sjálfstæðismanna jafnvel minni trú á því, en stundum áður, að hrakspá þeirra rætist. Til þess að finna þessum orðum stað, nægir að benda á, hvernig Al- þýðuflokkurinn og kommúnist- ar hafa brugðizt við hinni nýju skipan, sem gerð er um kosn- ingu niðurjöfnunarnefndar í ÍReykjavik. Utan Reykjavíkur 'hjafa niðurjöfnunarnefndir, lög- um.samkvæmt, verið í samræmi við íneiri hluta bæjarstjórnar. Með |>ráðabirgðalögum, sem nú liggja fýrir Alþingi til staðfest- ingar, er samskonar skipuu gerð um Reykjavík. Alþýðu- flokkurinn og kommúnistar berjast eins og ljón á móti þess- um lögum. Hverjum dettur í hug að þeir gerðu það, ef þeir liefðu von um að komast til valda í bænum eftir fáa daga? ★ Nei, þótt andstöðuflokkarnir heri sig mannalega, vita þeir vel, að engar líkur eru til þess, að þeim verði fengin völdin í hendur. Meiri hluti bæjarbúa hefir hvorki ást né traust á nein- um þessara flokka. Framsókn- arflokkurinn hefir, auk hags- munaárekstrar við fjölda bæjar- búa, frá fyrstu tíð sýnt þann hug til Reykvíkinga, að hann getur ekki búizt við neinni sam- úð frá þeim. Hann hefir neitað þeim um endurbætur á kjör- dæmaskipuninni. Hann hefir níðst á þeim í álögum. Hann hefir lagzt gegn helztu framfara- málum þeirra, svo sem Sogs- virkjuninni og hitaveitunni. Og til þess að bæta gráu ofan á svart hefir formaður flokksins varið ótöldum stundum ævi sinnar til fjandskapariðju gegn íbúum Reykjavíkur. Hann hefir kallað þá jöfnum höndum „Grimsby-lýð“ og „malarskril“. Hann hefir barizt með hnúum og hnefum gegn þvi, að verzlun- arstéttin fengi dýrtíðaruppbót til jafns við aðrar launastéttir. Hann hefir lokað menntastofn- unum fyrir æskulýð bæjarins. Hann hefir meira að segja lagzt svo lágt, að telja eftir kaup sjó- mannanna, sem leggja líf sitt í hættu til þess að fyrirbyggja að þjóðin sé svelt inni. Hann ætti að fá „hræðslupeningana“ sína goldna með vöxtum og vaxta- vöxtum. Alþýðuflokkurinn hefir fylgt Framsókrr dyggilega í skemmd- arstarfsemi sinni gegn Reykja- vík. Hann liefir líka harizt gegn Iiitaveitunni. Hann hefir hjálp- að til að koma gjaldabyrðum annarra landsmanna á herðar Reykvíkingum. Hann fékk Framsókn kjördæmamálið að handveði til tryggingar því, að Reykvíkingar gætu ekki rétt hlut sinn. Hann héfir með hlut- deild sinni í mjólkurskipulaginu komið í veg fyrir að reykvísk börn fengju nýmjólk að drekka og eyðilagt sjálfsbjargarvið- leitni jarðræktarmanna bæjar- ins. Hann hefir með samþykkt verðlagsskipulagsins á íslenzk- um afurðum svift Reykvíkinga öllum vönium gegn ágengni í verðlagi helztu innlendu neyzlu- varanna. Hann hefir bæði með þessu og stuðningi sínum við innflutningshöftin magnað dýi'- tíðina. Ilann hefir svikið um- bjóðendur sina, launastéttirnar, fyrir aukin metorð og bætta að- stöðu flpkksbroddanna. Hann hefir aldrei átt svo hjartfólgið mál, að hann liafi ekki fengizt til að pranga með það, ef fríð- indi voru i boði. ★ Kommúnistarnir voru fyrir 9 mánuðum bandamenn Hitlers. Nú eru þeir bandamenn Roose- velts og Churchills. í gær börð- ust þeir með stólfótum. I dag eru þeir lýðræðissinnar. Á morg- un berjast þeir kannske aftur með stólfótum. Það fer allt eftir því sem Stalin vill. Þeir vilja að „samfélagið“ eigi allt, ein- staklingurinn ekkert. Enginn má bjarga sér. Enginn má vera frjáls. Allir verða að lúta boði og banni hins austræna „föð- ur“. Þeir fyrirlíta það, sem flest- um er heilagt og tigna það, sem flestir fyrirlíta. Allsstaðar í ná- grannalöndunum var nálega bú- ið að þurrka þá út fyrir stríðið. Kenningar þeirra eru andstæðar íslenzku þjóðareðli. Takmark þeirra er sovét-lsland, sovét- Reykjavík, öreigariki og öreiga- bær, ófrelsi og skoðanakúgun. Sjálfstæðisflokkurinnj berst fyrir frelsi einstaklinganna, at- Reykjavík er f jör- eg§r þjóðarimiar. Sjálfstæöismönnum einum er treystandi til aö gæta þess. jósendum þessa bæjar er nú farið að skiljast, hvers vegna andstæðingar sjálfstæðismanna í bæjarstjórnarkosning- unum á morgun ræða aðallega þau mál, sem ekkert koma þeim kosningum við. Á allan hátt eru þeir að leitast við að villa mönnum sjónir á því, um hvað kosningarnar snúast. Og þegar þeir minnast á bæjarmálin, þá er yfirleitt öll löngun þeirra til að skýra satt og rétt frá málavöxtum svo gersamlega horfin, að segja má, að um nýja útgáfu þeirra á sögu þessa bæjar sé að ræða. En kjósendur þessa bæjarfé- lags eru ekki eins skyni skroppn- ir, og andstæðingar sjálf- stæðismanna virðast ímynda sér. Það á eftir að koma í ljó$ einnjg í þessum bæjarstjórnar- kosningum, að það eru for- sprakkar andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins, sem enn einu sinni blekkja sjálfa sig í trúnni á rangan málstað sinn og ó- sæmilegan málefnaflutning. Fortið Reykjavíkur vitnar um djörfung og dug bæjarbúa, og einbeitta og viturlega stjórn bæjarmálefnanna. Hefir þetta skýrast lýst sér í því fjölbreytta atvinnulífi, er hér hefir fengið að dafna undanfarna áratugi, og hinum stórkostlega bjartsýnu og framsýnu verklegu fram- kvæmdum bæjarstjórnarinnar, þar sem eru Vatnsveitan, Gas- stöðin, Rafmagnsveitan, Sogs- virjkjunin og Reykjavikurhöfn. í nútíðinni lifum við og störf- um, og þrátt fyrir lýsingar and- stöðuflokka sjálfstæðismanna nú á úrræðaleysi sjálfstæðis- flokksins í atvinnumálum bæj- arins, viljum við allflestir, sem hér eigum heima, heldur byggja þennan bæ en dvelja annarsstað- ar. Við finnum, að bæjarmál- efnunum er stjórnað með okk- ar eigin velferð fyrir augum. Við vitum, að hér húa þúsund- ir manna, er hingað hafa leitað úr „rauðum“ sveitum og „rauð- um“ bæjum, og við erum sann- færðir um, að það er fullkominn velsæmisskortur, ef andstæð- ingar sjálfstæðismanna ætlast til þess í alvöru, að liinir „góðu og gegnu“ aðkomumenn, nefni- lega Haraldur Guðmundsson, Jens Hólmgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson, sem eru efstu menn A, B og C-listans, fái nægilegt föruneyti í bæjarstjórn Reykjavíkur á sunnudaginn, til þess að þeir ráði meðferð bæj- hafnafrelsi og skoðanafrelsi. Hann vill, einn allra flokkanna, taka jafnt tillit til allra stétta þjóðfélagsins. Hann telur að þjóðinni sé ekkert liættulegra á þessum yfirstandandi háska- tímum en stéttarigurinn og tog- streitan, með öllu því hatri, allri þeirri súndrungu, sem þessu er óhjákvæmilega samfara. Undir stjórn Sjálfstæðismanna hefir dafnað hér í Reykjavík blóm- legra og mennilegra bæjarfélag en nokkurn óraði fyrir. Hér hef- ir orðið örari vöxtur og meiri framfarir en víðasthvar á byggðu bóli. Reykvikingar! Þér munuð ekki bregðast hugsjónum yðar og stefnu á morgun. Meiri hluti bæjarbúa aðhyllist sjálfstæðis- stefnuna. Sá meirihluti má ekki draga sig í hlé. Viljið þér að Jón- as Jónsson og Einar Olgeirsson fái tækifæri til að pranga með Stefán Jóhann um framtíð yðar og niðja yðar? Á morgun eigið þér að svara! fái tækifæri til að pranga við Enginn má sitja heima! Komið eins snemma og unnt er á kjörstað! Kjósið D-Iistarin! armálefnanna næstu fjögur ár. Framtíð Reykjavíkur næstu f jögur ár byggist á því, að kjós- endur bæjarfélagsins, eins og ávallt áður, komi á kjörstað og gx-eiði D-listanum, lista sjálf- stæðismanna, atkvæði sitt. Ini xneiri sem sigur Sjálfstæðis- flokksins verður i kosningunni, þeim mun meiri sönnun er fyr- ir þvi, að hér býr enn kynslóð, sem vill standa á eigin fótum, er kröfuhörð við sjálfa sig og ætlast ekki til alls af öðrum. Sigur Sjálfstæðisflokksins tryggir þessum bæ áfram for- "nstu núverandi boi-garstjóra í málefnuin bæjarins. Bjarni Benediktsson er enn kornungur maður. Hann er bor- inn og barnfæddur Reykvíking- ur. Hann hefir til brunns að bera aflxragðs gófur, prýðilega menntun og lærdóni. Hann er þekktur að einurð og slcapfestu. Um áhuga lians fyrir velgengni bæjarins og bæjax-búa efast enginn, og hann hefir þegar sýnt, að hann liefir liina beztu kosti dugandi borgarstjóra þessa bæjar. Þess vegna er nú sérstök ástæða til þess fyrir alla unnendur Reykjavíkur að fylkja sér um D-listann, lista sjálfstæðismanna, og senda Bjarna Benediktsson inn í bæj- arstjórn Reykjavíkur á morgun. Björn Snæhjörnsson. KOSNINGAPISTLAR Einn af ræðumönnum Fram- sóknar bar mikið lof á Björn ,Ólafsson siðasta útvarps- kvöldið. Það var auðvitað ekki nema að makleikum. En öðru- vísi mér áður brá. Björn tilheyr- ir þeirri stétt manna, sem oftast er kölluð „heildsalaklíkan“ í Tímanum. Eg er þessum Tíma- manni alveg sammála um það, að mjög æskilegt hefði verið, að Björn liefði fengizt til að gefa kost á sér við þessar kosningar. Það var mjög leitað eftir þessu, en hann var ófáanlegur til þess, vegna margvíslegra anna. En hvernig stendur á því, að Sigui'ður Jónasson fékk ekki sæti á lista Framsóknar? Manni skilst, að þetta sé eitthvert mesta „geni“, sem ísland hefir nokk- urntíma alið. í i-aun og veru skildist manni, að það væri sið- ferðileg skylda allra góðx'a borg- ara í Pieykjavik, að kjósa lista Framsóknar í þakldætjsskyni fyrir það, sem Sigurður Jónas- son hefir gert fyrir bæjarfélagið með öllum sinum margvíslegu fjáraflaplönum. Aþýðuflokknum, getur tæp- lega verið mikill akkur i því, að stjórnarstefnu undanfar- inna ára sé lýst á þá leið, að unn- ið hafi verið að því, að þeir ríku yrðu ríkari og þeir fátæku fátækari. Stef- án Jóhann hefir setið í stjórn- inni þar til nú fyrir örfáum vik- um. Hin sameiginlega fjármála- stefna er þvi stefna lians, alveg eins og hinna ráðherranna. En þegar heift og flokksofstæki hafa slegið menn algerri stein- blindu, getur svo farið fyrir stöku manni, að um hann megi segja: „Ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá líka....“ Það hefir oft verið stuggað við Stefáni Jóhanni, bæði hér í blað- inu og annai'sstaðar, en það er ó- víst hvort nokkurn tima hafa verið gerðar á hann svæsnari á- rásir en nú við útvarpsumræð- urnar — af hans eigin flokks- bræðrum! Hér er ekki nema um tvennt að gera, annaðhvort líta Alþýðuflokksmenn á Stefán Jóhann sem hreina og beina tusku, sem ekkert mark sé á tak- andi, ellegar þeir verða að viður- kenna, að hann eigi að bera á- byrgðina af gerðum stjórnar- innar að sínum hluta. Eins og þeir túlka málin lítur út fyrir, að þeim sé elcki sérlega annt um heiður þessa forustumanns síns. Þegar Framsóknarmenn talá við bændur, telja þeir sér það mest til gildis, að hafa ráðið verðlaginu á landbúnaðarvörun- um. Jens Hólmgeirsson var í fyrrakvöld að tala við Reykvik- inga. Og hann tók sér fyrir hendur að mæla Framsókn und- an ábyrgðinni á vei'ðlagsákvörð- un landbúnaðarvaranna. Ætli Tíininn hafi ekki eitthvað að segja um þennan „tvísöng“? Það var heldur bágur vitnis- bui’ður, sem Framsóknar- ráðherrarnir fengu lijá Jóni Blöndal. Eysteinn var „persónu- gervingur káksins og vettlinga- takanna“ og Ilermann „vasaút- gáfa af Hitler“. Alþýðufloklcur- inn hefir ekki séð sólina fyrir þessum mönnum undanfai'in ár. Líklega hefir enginn maður ált meiri Iiylli að fagna í Al- þýðuflokknum en Eysteinn Jónsson. Ki’atabroddai'nir liafa fylgt lionum alveg í blindni til livers sem vera slcyldi. Báðir liafa Framsóknarmennirnir, ásamt flokki sínum, verið Al- þýðuflokknum svo innan hand- ar, að hann hefir stært sig af því, að hvergi í nágrannalönd- unum, þar sem hreinar sósíal- istastjórnir hafa setið við völd, hafi sósíalisminn náð jafnmikl- um tökum í löggjafarstarfinu. Það- þarf ekki nema líta á allar einkasölurnai’, til þess að sjá hvað Framsókn hefir verið samstarfsflokki sínum vikalið- ug. En hér fer sem oftar, að úti er um vinskapinn, þá ölið er af könnunni. Kratabroddarnir hafa fengið að svala þorsta sínum i’ækilega í sambúðinni við Fram- sókn. Nú eru þeir að þakka fyrir góðgerðirnar. Það er ekki til neins að reyna að ófi’ægja Sjálfstæðis- flokkinn fyrir það, að ekki hefir tekizt að leggja niður ýmsar rík- isstofnanii’, síðan þeir hófu sam- starf um stjórn landsins. Á Al- þingi sitjþ 49 þingmenn. Af, þeim eru aðeins 17 í Sjálfstæð- isflokkinn fyrir það, að nýjum sætt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki haft bolmagn til að lcnýja fram löggjöf gegn and- stöðu hinna flokkanna. Það er heldur ekki til neins að reyna að ófrægja Sjálfstæð- isflokiknn fyrir það, að nýjum nefndum hefir verið bætt við siðan styrjöldin hófst. Það er elcki hægt að benda á eitt ein- asta menningarland i heimin- um, sem ekki bætir við sig nýj- um nefndum á styrjaldartím- um. Ef sjálfstæðismenn liefðu eklci átt sæti í stjórn landsins, er eng- inn vafi á þvi, að nýju nefndirn- ar hefði eklci veríð færri, held- ur miklu fleiri.Og því má ekki gleyma, að hér hefði áreiðan- lega verið komin upp lands- verzlun með flestar eða allar vörui', sem til landsins flytjast, ef sjálfstæðismenn hefðu eklci verið i stjórninni. Kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn hafa haldið uppi harðvitugum árásum á bæjarstjói'narmeirihlutann fyr- ir úthlutun ellilauna og örorku- bóta. Áður hefir verið á það bent, að í þessu efni hefir bæj- arstjórnarmeirihlutinn farið eft- gildandi löggjöf. En eins og kunnugt er, hefir Alþýðuflokk- urinn stært sig mjög af því, að hafa komið þessari löggjöf á. Þessvegna hefir ekki verið um neitt að sakast. En menn vissu ekki fyrri en Guðmundur Ásbjömsson upp- lýsti það í seinustu útvarpsum- ræðunum, að fulltrúi Alþýðu- flokksins i bæjarráði hafði ekki borið fram eina einustu hækk- unartillögu, þegar úthluhrain fór fram. Alþýðublaðið hefði átt að kynna sér þetta, áður en það hóf árásirnar. Og það hefði lika átt að geta þess, að flestar eða allar hækkunartillögumar komu frá Guðmundi Ásbjöms- syni. Riykjavik er eina bæjarfélag- ið á landinu, sem greitt hef- ir fullt framlag til verkamanna- bústaða lögum samkvæmt. Tíl þessa hefir bærinn lagt fram hátt á 8. hundrað þúsund krónur í þessu skyni. I sæluríki sósíal- ista, ísafirði, hefir ekki verið lagður út einn eyrir til verka- mannabústaða. Þar hefir ekki verið komið upp svo mikið sem einu súðarherbergi. - Þár eru einna ljótust og lélegust liús á landinu. Þar var Jens Hólm- geirsson bæjarstjóri, án þess að nökkuð væri aðhafst til þess að bæta húsakostinn. — Nú kemur þessi sami Jens og er stórlega hneykslaður á van- rækslu Reykjavikurbæjar á þessu sviði. Það væri heldur til- hlökkun fyrir Reykvíkinga, ef hann ætti eftir að koma ísfirzka svipnum á húsin hér i bænum ! ^•amalt mál er, að ekki sé nema liálfsögð sagan þegar einn segir. Alþýðublaðið er annarrar skoðunar. Því finnst einhliða sannleikur betri en all- ur sannleikur. Þessvegna taldi það kjósendum bezt borgið með þvi, að það væri eitt um alla pólitíska uppfræðslu þeirra undir kosningarnar. Af sama toga er það vafalaust spunnið, að það birtir árásir á Eimskipa- félag íslands, byggðar á ein- hliða frásögn. Það hefði verið alveg útlátalaust fyrir blaðið, að tala við forstjóra Eimskips og vita livernig málið horfði við frá lians bæjardyrum, áður en það réðist á félagið. Ef kjósendur í Reykjavik væru spurðir, hvort þeir vildu heldur að Eimskip tapaði eða græddi, mundi flestir kjósa því síðari kostinn. Hluthafarnir fá ekki nema sáralítinn arð greiddan. Gróðinn fer allur i endurnýjunarsjóði félagsins. — Þegar striðinu lýkur er þörf á að auka siglingaflotann stór- um, eklci sízt vegna þess, að það er ein líklegasa leiðin til að bæta úr atvinnuvandræðunum, sem við hljóta að taka. Að þessu at- huguðu er ólíklegt að árásir á Eimskip geti orðið nokkrum flokki til framdráttar. Kjósandi. Sjálfstæðismenn, sem verða fjarverandi á kjördag, era áminntir um að kjósa hjá lög- manni í Arnarhváli áður en fara úr bænum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.