Vísir - 14.03.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 14.03.1942, Blaðsíða 3
Laugardaginn 14. marz 1942. V í S I R 3 Jón Blöadat og !já má'a- stefna Reykjavíkur. f Alþýðublaðinu er hinn þekkti hagfræðingur Alþýðuflokksins en fullyrða má, að frá almennu hagfræðislegu sjónarmiði hefir haft skilning á réttri fjármálastjórn fyrir Reykjavík. Engan þarf að undra, þó að slíku sé haldið, fram af Alþýðuflokksmanni, cn fullyrða má, að frá almennu hagfræðislegu sjnóarmiði hefir verið haldið svo á fjármálum Reykjavíkurbæjar af sjálfstæðis- mönnum í bæjarstjórninni, að óumdeilanlega verður várt á betri f járstjórn kosið. Til þess að finna þessum orðum nokkurn stað, er rétt að athuga ráð alþýðuhagfræðingsins til umbóta f jármála- stjórn bæjarins, með tilliti til lagfæringar á atvinnuleysinu. — D-listinn Til kjósenda í Reykjavík Það er geysilega niikið verk, sem skrifstofa D-listans verður að inna af hendi á morgun og það er alveg nauðsynlegt, að allir Sjálfstæðiskjósendur leggist á eitt um það, að gera kosninguna sem auðveldasta. Frambjóðendur D-listans vilja þvi beina lil yðar eftirfarandi: Kosningin hefst i Miðbæjarbarnaskólanum og Iðnskólanum kl. 10 fyrir hádegi. Reynslan hefir sýnt, að framan af degi kjósa ekki líkt því nógu margir, og veldur það þrengslum þegar á daginn líður. Komið því snennna á kjörstað, það léttir kosninguna, bæði fyrir yður og skrifstofuna. Snúið ekki aftur frá kjörstað, þótt hópur bíði, heldur biðið þar til þér hafið lok- ið kosningunni, því að betra er að fara eina ferð en tvær og óvíst hvort rýmra verður síðar. Gerið ekki þann óvinafögnuð, að snúa frá kjörstað án þess að hafa merkt kross fyrir framan D. Til leiðbeiningar og hægðarauka er hér kjördeildaskipunin, sem höfð verður að þessu sinni: í Bamaskólanum: Á neðri hæð, gengið inn um miðdgr: 1. kjördeild Aagot—Anna Matthíasdóttir. 2. — Anna Oddgeirsson—Asrún. 3. — Asta—Bjarnason. 4. — Bjarndís—Bögeskov. 5. — Camilla^—Eliassen. Á neðri hæð, gengið inn um suðurdyr: 6. kjördeild Elin—Finnrós. 7. 8. 9. 10. 11. Finnur—Guðhjartur. Guðhjörg—Guðlina. Guðmann4-Guðmundur. Gi^ðni—Guðrún ívarsdóttir. Guðrún Jakohsdóttir—Gunnar. Á efri hæð, gengið inn um miðdyr: 12. kjördeild Gunnarina—Hannveig. 13. — Hans—Héðinn. 14. — Hilarius—Ingibjörg Gunnlaugsd. 15. — Ingibjörg Halldófsdóttir—Janus. 16. — Jarþrúður—Johnson. 17. — Jón—Jóna. Á efri hæð, gengið inn um suðurdyr: 18. kjördeild Jónas—Katrín. 19. — Keil—Kristine. 20. — Kristinn—Lea. 21. — Leifur—Margeir. 22. — Margrét—Mattina. 23. — Meinholt—Ólafur Júliusson. / leikfiinishúsinu (gengið úr portinu inn í kjallarann að norðanuerðu): 24. kjördeild Ólafur Ivárason—Páll. 25. — Pálmar—Reynir. 26. — Richard—Sigríður Gústafsdóttir. 27. — Sigríður Hafliðad.—Sigurbjörg. 28. — Sigurbjörn—Sigurlás. ./ / Iðnskólanum niðri (gengið inn frá Vonarstræti): 29. kjördeild Sigurlaug—Stefán. 30. — Stefana—Sveinlaug. 31. — Sveinn—Ustrup. / Iðnskólanum uppi (gengið inn frá Vonai'stræti): 32. kjördeild Vagn—Zóphónías. 33. — Þjóðhjörg—Þórir. 34. — Þorkatla—Össur. 35. kjördeild. L Elliheimilinu: Kjósendur á Elliheimilinu. Eftir þessu getið þér fundið í livaða kjördeild þér eruð og þurfið ekki annað en að spyrja eftir númerinu á kjördeildinni, þegar þér komið á kjörstað. — Geymið þetta blað þangað til þér hafið kosið. X hjirta hæjiilis Jón Blöndal segir: „í fyrsta lagi þarf bæjarfélagið að haga t'ramkvæmdum sínum, svo sem götulagningum, skipulagsbreyt- ingum, húsahyggingum og öðru þannig, að þetta allt sé aukið, þegar atvinnuleysi er mikið.“ Vill alþýðu-hagfræðingurinn neita því, að sjálfstæðismenn í hæjarstjórn Reykjavíkur hafi jafnan reynt á allan hátt með framkvæmdum sínum að koma í veg fyrir og hæta úr at- vinnuleysinu? Álitur hann, að framkvæmd hafnarinnar, rafveitunnar, Sogs- virkjunarinnar, og nú síðast hitaveitunnar, hafi ekki verið stórkostlegur þáttur bæjarfé- lagsins í að veita atvinnu? Hvað húshyggingar sérstak- lega snertir, þá má ennþá benda lionum og öðrum andstæðing- um á það, að hver einasta spýta •og livert einasta cementspund og annað hyggingarefni, sem fengizt hefir innflutt til lands- Ins undanfar'in ár, hefir verið notað til húsabygginga, eða ann- nra brýnna þarfa. Bæjarfélagið hefði þvi ekki aukið atvinnu með húsabyggingum heldur að- cins dregið úr húsabyggingum annara. Jón Blöndal segir ennfrem- ur: „I öðru lagi þarf bæjarfélag- ið að eiga framleiðslutæki og at- vinnufyrirtæki sjálft, sem geta lialdið uppi atvinnunni, þegar einka-atvinnurekstuurinn clregst saman.“ Þótt Jón Blöndal og aðrir for- kólfar Alþýðuflokksins haldi þvi fram, að bæjarfélög séu j>ess Tnegnug á krepputímum að halda uppi atvinnulifinu, ]>á er þelta fullyrðing, sem ýmist er byggð á fullkomnu þekkingar- levsi á orsökunum til þess að atvinnuleysi mypdast, eða ó- skammfeilnum blekkingum, til þess eins frambornar að villa mönnum sýn í þessu efni. Hins- vegar vita almennir kjósendur Alþýðuflokksins mætavel, að hvorki bæjarfélög eða riki eru þess megnug að lialda uppi at- vinnurekstri, ef hann svarar ekki . kostnaði, og þess vegna er liin eina heilbrigða f jármálastefna í opinberum málum sú, að húa svo að atvinnuvegum þjóðarinn- ar, að þeim sé léttir og stuðning- ur í opinberum afskiptum, og gert kleift að hera sig að svo miklu leyti, sem erlencl óviðráð- leg rás atvinnu- og viðskipta- mála gera það fært. Hér við má bæta, að þegar hitaveituvinnunni lýkur, bíða ýms önnur aðkallandi verkefni úrlausnar bæjarfélagsins, og mun þeim framkvæmdum hag- að á þann hátt, sem bezt hentar atvinnulifi bæjarbúa, ef Sjálf- stæðisflokkurinn fer áfram með völd hér i bænum. Þá minnist Jón Blöndal á „feitu kýrnar“ og „mögru kýrn- ar,“ að á góðu árunum þurfi að safna í sjóði til kreppuáranna m. a. með því að hælcka útsvör í góðærum, en lækka þau aftur á vondu árunum. Þetta er einmitt það, sem sjálfstæðismenn hafa stefnt að og stefna að, en þáð er rétt fyrir alþýðuhagfræðinginn að kynna sér það, að skilyrði fyrir því, að þetta sé ekki unnið fyrir gýg eru einmitt þau, að flótlinn úr sveit- unum og öðrum bæjarfélögum í „úrræðaleysi íhaldsins“ í höf- uðstaðnum haldi ekki áfram með sama liraða og þunga og undanfarin ár. Liggur því fyrst fyrir þeim Alþýðuflokksmönn- um að stjórna svo vel þeim bæj- arfélögum, er þeir ráða yfir nú t. d. Seyðisfirði, Isafirði og Hafnarfirði, að flóttinn þaðan hingað stöðvist. En þegar þeir á þann liátt hafa sýnt, að einhvers góðs sé af þeim að vænta í stjórn bæjarmálefna, þá fyrsLer hægt að taka þá alvarlega. Það væri gott fyrir Jón Blön- dal, sem virðist liafa allt í einu fengið svo mikinn áhuga fyrir bæjarmálefnunum, að atliuga, að Stór-Kaupmannahöfn (e,n þar við er átt, að Fredeíiksberg er meðtalin, en þar hefir íhalds- flokkurinn danski stjórnað bæjarmálefnunum með þeirri fyrirmynd, að víða er til vitnað og öfundað) átti 5. nóvember 1937 eignir fyrir 1080 kr. á íbúa á móti 1002 kr. eign Reykjavik- urbæjar í árslok sama árs, en af þessari eign skuldaði Kaup- mannahöfn kringum 87 krónur af hverjum 100 krónum, en Reykjavík aðeins 55 krónur. Þess má einnig geta í þessu sambandi, að Kaupmannahöfn er miklu eldri bær en Reykja- vík, og hefði því átt að eiga meiri eignir skuldlausar en að- eins 13 krónur af liverj u hundr- aði. Hrein eign Reykjavíkur er 45 kr. á íbúa eða um 31/*. sinn- um meiri en hrein eign Kaup- mannahafnar. Það sem hér ber á milli er, að mestum hluta Stór-Kaupmannahafnar er stjórnað af skoðanabræðrum Jóns Blöndals, en Reykjavík af sjálfstæðismönnum. Hinsvegar verður það talið dönskum jafnaðarmönnum til verðugs hróss, að augu þeirra opnuðust fyrir því, að það var reglulega lieimskuleg og skað- leg fjármálaslefna að halda því áfram að kosta starfsemi Al- þýðuflokksins í íslenzku stjórn- málalifi. Vonandi sjá reykvískir kjós- endur það einnig á sunnudag- inn kemur, að það er röng fjár- málastefna að trúa Alþýðu- flokknum fyrir atkvæðum sín- um. i Björn Snæbjörnsson. I Umboðsmenn »föðurcc Stalins á Islandi. Kommúnistar — mennirnir frá Moskva — vaða nú um bæ- inn, spúandi eitri rógs og blekk- j' inga í eyru manna. Það hafa þeir j gert sVc oft áður, að engan furð- | ar á því. En hitt vekur aftur á j móti undrun manna, að þeir i skuli búast við því, að enn sé j þeim trúað, og að almenningur j þessa bæjar feli þeim völdin í bæjarstjórn Reykjavíkur. Menn eru farnir að þekkja þá, I sbr. „auðþekktur er asninn á j eyrunum“. Allir vita, að komm- j únistar eru leiguþý érlendrar j harðstjórnar. Allir vita, að þeir ' dansa eftir fyrirskipunum liarð- stjórans i Moskva, að þeir eru ! reiðubúnir að svikja land sitt og þjóð, fótumtroða sjálfstæði landsins, þjóðerni þess og menn- ingu — og allrar islenzkrar al- þýðu, — el' það er i samræmi við skipanirnar frá Moskva. Þetta er ölluni skynbærum mönnum ljóst, er fylgzt liafa með starfsemi kommúnista- flokksins hér á landi. . Þegar Rússar ráku rýtinginn í bak pólsku þjóðinni, sem var í dauðateygjunum. vegna árásar Þjóðverja á Pólland, höfðu kommúnistar hér á landi ekkert við þetta að athuga, heldur jusu þeir sér yfir Pólverja með alls- konar svívirðingum, og þóttu Rússar sýna í þessu hinn mesta drengskap. Þegar Rússar svikust að Eystrasaltslöndunum, að undan- gengnum verndar- og griðasátt- mála þeim til handa, sögðu kommúnistarnir, að Rússar hefðu verið að frelsa Eystra- saltsþjþðirnar — sennilega frá eigin sjálfstæði þeirra. Þegar Rússar réðust á smá- þjóðina Finnlendinga — Rússar eru fimmtíu sinnum fjölmenn- ari en Finnar — sögðu komm- únistarnir — eftir skipunum frá Moskva, — að Finnar hefðu ráð- izt á Rússa að fyrra bragði. I>egar Otto Kuusinen — finnski ættjarðarsvikarinn — mvndaði leppstjórn fyrir Stalin í fyrsta finnska þorpinu, er Rússar lögðu undir sig, lofsungu hinir „óháðu“ kommúnistar hér heima þennan skaðræðismann, hófu hann til skýjanna sem frelsara finnsku þjóðarinnar, og vafalaust hafa þeir brunnið i skinninu að líkjast lionuni. og vega á sama hátt að íslenzku þjóðinni. Þess má geta, að eitt af fyrstu verkum Stalins, eftir undirskrift friðarsanminga milli Finnlands og Rússlands, var að láta draga Kuusinen ]>ennan fvrir dómarann, dæma hann sekan um. að hafa gefið „föður“ Stalin rangar upplýsingar um skoðanir Finnlendinga á komm- únismanum og láta Iiann týna lifinu fyrir. Meðan á öllu þessu stóð, gripu konnnúnistar bér hvert tæki- færi ,er gafst lil þess að ráðast í ræðu og riti á Englendinga og aðra andstæðinga nazista. Þeir töldu það ganga landráðum næsl af íslenzkum verkamönn- um, að vinna í svonefndri Breta- vinnu — auðvitað unnu þeir í 1 henni sjálfir eftir sem áður. — í Kannske vegna þess, að þeir telja í sig ekld íslendinga! Bættur sé skaðinn! Þegar slitnaði upp úr vináttu Hitlers og Stalins, og Rússar báðu Englendinga um að veita sér lið, þá kom annað hljóð í strokkinn hjá kommúnistun- um hérna. Þeir steinhættu að hefja Hitler og nazista upp til skýjanrta, en urðu nú ákafir aðdáendur Chur- chill’s og ensku heimveldisstefn- unnar. Bretavinnuna steinhættu þeir nú að nefna landráðavinnu. Xú fóru þeir að kalla hana land- varnavinnu. Þeir töldu svo mik- ils vert, að þessi vinna gengi sem bezt, að þeir urðu óðir og upp- vægir, er ríkisstjórnin sýndi við- leitni i þá átt að tryggja íslenzku atvinnuvegunum nægt vinnuafl. Hófu þeir þá liáa raust um, að verið væri að veikja landvarn- irnar, og er þeim, þó fullkunn- ugt, að ef stöðva verður inn- lenda matvælaframleiðslu vegna skorts á vinnuafli, þá gæti svo farið, að þessi þjóð yrði að svelta fyrir bragðið. Slik er þjónkun þeirra við erlent vald. Þessir m'enn biðla nú til kjós- enda i Réykjavík. Þeir fara nú enn einu sinni fram á það, að fá að stjórna höfuðstaðnum. -r- Revkvikingar, látum þá enn einu sinni fá rétta svarið: Kjósum engan kommúnista í bæjarstjórnina á morgun! Kjósandi. í dagblöðunum í dag birtist greinargerð um fyrirhugaða stórbyggingu, er Ameriski Rauði Krossinn ætlar að reisa hér og síðan að gefa Rauða Krossi íslands. Er augljóst, að hér verður um stórbyggingu að ræða og stofnun, sem líklegt er að verði bæjarfélaginu til mik- ils menningarauka og velfarn- aðar í framtiðinni. Er því mjög áríðandi, að henni sé valinn staður, þar sem hún fær not- ið sín til fulls í öllum skiln- ingi. Sá staður þarf að vera eins nærri miðbænum og unnt er, en einnig þarf fegurð slíkr- ar stórbyggingar að njóta sín til fulls frá öllum hliðum. I miðbænum er nú orðið þröngt fyrir dyrum. Tilgang- urinn með línum þessum er að koma á framfæri hugmynd i þessu sambandi. Hugmyndin er sú, að þessari byggingu vrði valinn staður úti í tjörninni, svo fremi það er er eigi ókleift vegna jarðvegsins þar og Am- eríski Rauði Krossinn fellir sig við staðinn. Eg get eigi hugs- að mér, að neinn staður upp- fylli betur þau skilyrði, sem að framan greinir, og byggingin gæti eigi orðið bænum meiri prýði á nokkrum öðrum stað. Það eru þvi eindregin tilmæli min, að athugað yerði þegar í stað með borunum, hve djúpt ér niður á fasta jörð í tjarnar- botninum og jafnframt sé gerð ádetliln um, hvað kosta muni að „búa til lóð“ undir bygg- inguna úti í tjörninni. Mundi þá koma i ljós, hvort oss Reyk- víkingum mundi kleift að leggja til slíka lóð og sýna með því, að við kunnum að meta þá bróðurhönd, sem Rauði Kross Ameríku réttir fram. 12. marz 1942. Jóh. Sæmundsson. Allar upplýsingar varðandi bæjarstjórnarkosning- arnar á sunnudaginn kemur, geta menn fengið með því að snúa sér til kosningaskrifstofunnar í Varðar- húsinu, símar 2339 og 1133. Sjálfstæðismenn. Ef þér þurfið að leita upplýs- I inga, þá er kosningaskrifstofan í Varðarhúsinu og síminn 2339. — Símar. koisnf ngaskriHstrnita á morgiiu ern 1125 • liitans 1400.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.