Vísir - 22.04.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 22.04.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla >' 32. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 22. apríl 1942. 69. tbl. Rú§§ar ætla að verða fyrri til. faralið srnt í stríðum straumum til vígfstöðianna. — Vorsóknaráform Hitl^rs störkostlcg: iimlirróónrs- blckking:, að sögn Riissa. EINKASKEYTI frá United Press. L^öndon í morgun. Engar stórkostlegar viðureignir eru nú háðar á austurvígstöðvunum, enda er nú sá tíminn, er áðir aðilar keppast við að búa sig undir hin miklu átök í vor og sumar. En hvorir verða fyrri til — Rússar eða Þjóðverjar? AU-almennt hafa menn geng- ið ót frá því sem gefnu, að Þjóð- verjar myndu verða fyrri til og hefja stórkostlega sókn með vorinu, og jafnvel fyrir hálfum máhuði eða vel það var auð- htyrt, að það hljóð var að koma« í fréttaritarana í löndunum í suðauslurhluta álfunnar, að her- ir Hitletrs myndi fara á stúfana þá og þegar á þeim slóðum. En engin sókn er hafin enn, og kann það meðfram að stafa af því, að vorið kemur seint í ár, en einnig er þess að geta, að í ýmsum fregnum er það nú farið að gægjast fram, að Þjóð- verjar séu ekki tilbúnir að hefja framkvæmd sinna miklu á- forma, m. a. vegna þess, að það hafi gengið seinna en' búist var við að koma Laval á valdastól, og svo sé horfurnar að ýmsu ótryggari en Þjóðverjar bjugg- ust við, bæði heima fyrir og í hemumdu löndunum. Rússar segja, að vorsóknaráform Hit- lers séu stórkostleg undirróðurs- blekking, — hann sé ekki til- búinn að hefja sókn, og það sé engan veginn víst, að hann kom- ist nokkurntíma í sókn á aust- urvígstöðvum Rússlands, en hið mikla varalið, sem Rússar hafa æft í vetur á Úralsvæðinu og víð- ar, fari nú í stríðum straumum til vigstöðVanna, og hafi lið þetta brezka og ameríska skriðdreka og flugvélar af brezkri og ame- rískri gerð, en klæðnaður, stíg- vél o. fl., sem hermennirnir hafa fengið, er framleitt í brezkum verksmiðjum. Þótt engir stórbardagar séu háðir á austurvigstöðvunum, er hvarvetna barist, og virðist svo sem Rússum veiti hvarvetna betur, en Þjóðverjar hafa sum- staðar gert allöflng gagnáhlaup, og senda þá fram skriðdreka, en þeir virðast fara gætilega með skriðdreka sína nú. Talað er um skriðdrekaárás, sem 100 skrið- drekar tóku þátt i, en Þjóðverjar senda sjaldan fram nema 10—25 skriðdreka í einu. — Á vigstöðv- unum við Svirfljót, milli Onega og Ladoga, er mikið barizt, og hafa um 1000 Þjóðverjar og Finnar fallið þar i seinustu bar- dögum, en á Lenindgradvíg- stöðvunum hafa Rússar með sjóliða í broddi fylkingar, tekið rammlega viggirtan stað, sem ekki er nafngreindúr. Á miðvig-- stöðvunum og norðvesturvig- stöðvunum, sem Rússar nefna svo, hefir einnig verið talsvert barizt, og hafa Rússar tekið nokkur þorp. Á mánudag skutu Rússar nið- ur jafnmargar flugvélar fyrir Þjóðverjum og á sunnudag, eða 31. Rússar misstu 11 flugvélar a mánudag. Undangengnar 6 vikur hafa Rússar skotið niður eða eyðilagt fyrir Þjóðverjum 250 flugvélar á viku að meðaltali. — Flugvélar flotans eiga mikinn þátt í liversu vel hefir gengið að granda þýzkum flugvélum að undanförnu. Þannig er sagt frá því, að flugvélar Svartahafsflotans hafi skotið niður 8 þýzkar flugvélar, og flugvélar Eystrasaltsflotans 5, en í sömu árás grönduðu þær 15 flugvélum á þýzkum flug- velli í nánd við Leningrad. FRETTIR í STUTTU MÁI.I. Fimm flugvélar voru skotnar niður yfir Malla í gær og 12 Jöskuðust, þar af 4 svo, að vafa- samt er, að þær Iiafi komizt til bækistöðva sinna. Á mánudag voru skotnar niður 11, en 16 löskuðust og liafa því verið skotnar niður eða laskaðar yfir Malta 44 flugvélar á tveimur sólarliringum. Brezki flugherinn - á Malta hefir veiúð efldur mjög að und- an förnu. Tveir ameriskir tundurskeyta- bátar hafa sökt japönsku, léttu beitiskipi undan Sebú. Fjórði fundur Kyrrahafsráðs- ins í Washington var haldinn í gær og er áberandi, að meiri bjartsýni er ríkjandi en áður meðal ráðsfulltrúanna. Roosevelt ræddi við van Mook varalandstjóra i Hollenzku Aust- ur-Indíu í gær. Van Mook er á leið til London. Roosevelt ræddi einnig við Litvinov í gær. Lit- vinov kvað nú vel ganga að koma amerískum birgðum til Rússlands. Sir Stafford Cripps kom til London í gær og ræddi þegar við ChurchiII. Fundur fyrir luktum dyrum verður bráðlega haldinn í neðri málstofunni um styrjaldarliorf- urnar. Vísir kemur ekki út á morgun, 1. sum- ardag. Næsta blað kemur á föstudag. Revýan, Halló Ameríka, verður sýnd á föstudagskvöld kl. 8* l/2, en ekki kl. 8, eins og venjulega. Miðar eru seldri í dag eftir kl. 4, en ekki á morgun, vegna barnadagsins, heldur á föstud. eftir kl_2. * Loftvarnarnefnd hefir beðið blaÖið a'Ö tilkynna, a'Ö ef gefin vérö'a loftvarnamerki, jtegar fólk er í samkomuhúsum á morgun, eigi ])a'Ö a'Ö fara út hægt og skipulega og leita ofan í næsta loftvarnabyrgi. Þjóðverjar senda mikið lið til Frakklands og Niðurlanda. Brezku blöðin birta f regn- ir um, að Þjóðverjar sendi mikið lið til Hollands, Belg- íu og Frakklands af ótta við innrás af hálfu banda- manna. Talið er, að samtals 10—15 herfylki séu á leið- inni, til þess að treysta varn- irnar víðsvegar í fyrr- nefndum löndum. Meðal þessara herfylkja er eitt herfylki fallhlífarher- manna. Var það sent til I hins hernumda hlutaFrakk- lands. — I Bretlandi er bent á, að Þjóðverjar kunni að koma þessum fregnum af stað sjálfir, tií þess að blekkja bandamenn, en hinsvegar sé víst, að þeir leggja nú mikið kapp á að treysta víggirðingar sínar í fyrrnefndum löndum, og einnig í Noregi. London Daily Herald spáir því, að brezki flugher- inn muni halda áfram vor- sókn sinni og gera tilraun til þess að ganga svo frá þýzka flughernum, að hann áræði ekki að sýna sig yfir Norður-Frakklandi. Telur blaðið, að brátt verði hafn- ar sameiginlegar loftárásir Breta og Bandaríkjamanna af svo miklum krafti, að árásirnar nú verði barna leikur í samanburði við þær. Bandaríkjamenn bíða átekta uns vilji frönsku þjóðarinnar kemur skýrt í ljós. Andúðin gegn Þjóðverjum og Laval brýst út á mörgum stöðum. Cordell Huíl utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í gær, að Bandaríkjastjórn myndi gefa öllu nánar gætur, sem gerist í Frakklandi, unz vilji frönsku þjóðarinnar er kominn skýrt í ljós. — Bandaríkjastjórn hefir mótmælt því, að Vichystjórn hefir leyft, að stjórnarvöldin í Franska Indókína hafa afhent Japönum mikinn skipastól. Blaðið Chicago Sun telur, að hér sé um skip samtals 50.000 smál. að^ræða. McKenzie King, forsætisráð- herra Kanada, sagði i útvarpi til frönskumælandi Kanada- manna i gær, að ríkisstjómir Bandaríkjanna , Bretlands og Kanada ræddu nú sín á milli sameiginlega afstöðu gagnvart Vichystjórninni. I brezkum blöðum og amer- ískum er leidd athygli að því, að hin aukna samvinna Lavals og og Þjóðverja hefst með ofsókn- um og lífláti 50 franskra borg- ara,' sem ekkert hafa til saka unnið, en sömu örlög vofa yfir 80 til. 30 voru teknir af lífi i Rouen og 20 í St. Nazaire. Petain fær nú mikið af bréf- um dag hvern, segir í brezkum fregnum. Innan í umslögunum eru myndir af honum sjálfum, oft rifnar í tvennt, eða þá heið- ursmerki, sem uppgjafa her- menn, sem undir hans stjórn börðust, vilja ekki bera lengur. Þannig mótmæla Frakkar hinni auknu samvinnu Lavals við Þjóðverja. En lienni er mótmælt á marg- an annan liátt. Hermdarverk færasl stöðugt í aukana og er’ einkum unnið tjón i flug- og járnbrautarstöðvum. Spreng- ingar liafa orðið í eimreiðum og skipum. Fyrir skemmstu var franskur undirforingi, sem gengið hafði í sjálfboðaliðssveit, sem fara átti til Rúslands, skot- inn til bana á götu í París. Er nú umferðarbann í gildi i þessu hverfi. Miklar handtökur fara nú fram í sumum frönskum borg- um, Montpelier o. fl. Lögreglan í Paris hefir verið aukin að miklum mun. Darlan hefir gefið út dagskip- an til landhers, flughers og flota, og kveðst vera staðráðinn í því sem æ fyrrum, að verja Frakk- land gegn árásum hvaðan sem þær koma. MIKLAR HANDTÖKUR í NOREGI. Margir menn hafðir í haldi í Osló sem gislar. Fregnir frá Noregi herma, að 3 Norðmenn, sem, menn vissu ekki deili á, hefðu skotið á þýzkan varðmann þar i borginni. Þar sem ekki hafð- ist upp á sökudólgunum voru margir menn teknir og eru hafðir í haldi sem gislar. Með- al þessara manna eru hár skólakennarar, lögfræðingar, læknar o. s. frv. Kvisling hefir gefið út til- skipun, sem skyldar lækna til þess að vinna allt að þvi 2 ár í læknislausum, héruðum eða hvar, sem þeim er skipað að starfa. Þeir, sem ekki hlýða, verða dæmdir til greiðslu sekta, sem geta numið tug- þúsundum króna, og réttinda- missi um allt að 5 ár. Þjóðver jar eru ekki ánægð- ir með stjórn Kvislings og Terboven hefir gefið í skyn, að Þjóðverjar muni gripa inn í hvenær sem þeir telja þess þörf, vegna hagsmuna Þýzka- lands. Vatnsveitan á Akranesi. Vatnsveitan á Akranesi hefir nú verið tekin til notkunar að nokkru leyti. Vatnsleiðsla liefir verið lögð niður eftir bænum og niður á bryggju. Geta skip því tekið vatn þarna og þurfa ekki að fara hingað til bæjarins, eins og venjulega. Vatn liefir einnig ver- ið leitt í hús við þær götur, sem Aknrnes- in^ar gefa út blað. Á morg-un hefur göngu sína nýtt blað, er heitir „Akurnesing- ur“. Er ætlazt til þess, að það komi út 10 sinnum á ári. Otgefendur eru nokkrir menn á Akranesi, en ritstjórn skipa þeir Arnljótur Guðmundsson, Ölafur Björnsson og P.agnar Ás- geirsson. Markmið blaðsins er þetta: 1) Að ræða bæjarmál Akra- ness; 2) Að safna saman öllum gÖgnum og gömlum fróðleik snertandi Akranes eða Akur- nesinga að fornu og nýju; 3) Að ræða ennfremur önn- ur þau mál almennt, sem efst eru á baugi með þjóð vorri eftir því sem rúm og ástæður leyfa. Hér i bænum fæst blaðið í Bókaverzlun Isafoldar — til há- degis á morgun hjá Morgun- blaðinu —- og þar geta menn gerzt áskrifendur að því, Ár- gangurinn kostar 8 kr. fyrir áskrifendur, —• Aúalfiiiuliir Aor- ræna fclag:§iii§. I gærkvöldi var aðalfundur Norræna félagsins lialdinn í Oddfellowhúsinu. Meðlimafjöldi félagsins er nú kominn upp í 1011 manns. Félagsmönnum hefir því fjölgað um 75 frá því á síðasta aðalfundi. Um 650 inanns eru búsettir hér í bæn- um, en hinir viðsvegar um land- ið. — ? Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en liún er skipuð þessum mönnum: Stefáni Jóli. Stefáns- syni form., Guðl. Rósenkranz ritari, Jóni Fyþórssyni, Páli Is- ólfssyni og Vilhjálmi Þ. Gísla- syni. Einbeniii Ílegrur at bnrðnr. Sá fádæma atburður gerðist eina nótt nú rétt fyrir helgina, að fólk, sem hýr í húsi við Suð- urgötu, vaknaði við svo mikinn gauragang, að liúsið lék allt á reiðiskjálfi. Héldu íbúar, að um loftárás væri að ræða. En sú var ekki reyndin, heldur hafði brezk bifreið farið í gegnum einn hús- vegginn og stóð nú á miðju gólfi í einni stofunni. Við árekstur- inn kom stórt gat á vegginn og lágu spýtnabrot og múrsteina- mylsna í hrúgum á gólfinu. Húsgögnin i stofunni eyði- lögðust merkilega lítið, en myndir, sem héngu á þessum ó- lánssama vegg, fóru forgörðum. Bráðabirgðaviðgerð hefir þeg- ar farið fram á húsinu. vatnsleiðslan niður á bryggúuna liggur eftir.^ Akurnesingum þykja sem vænta má milcil viðhrigði að hafa fenaið vatn leitt í hús sín. Varðarfundurinn í gærkvöldi. Varðarfundur var haldinn í gærkveldi og voru þar skatta- málin til umræðu. Frummæl- andi var Gísli Jónsson forstjóri. Húsfyllir var og vakti málið ó- skipta athvgli allra fundar- manna. Gisli Jónsson rakti efni skatta- frumvarps þess, sem fyrir ligg- ur og sýndi fram á, áð ýmsir gallar væru á því, sem nauðsvn hæri til að hætt yrði úr. Einkum fjölyrti hann um afnám frá- dráttarupþhæðanna, þriggja ára skattfrelsi nýrra iðnfyrirtækja og viðhorf útvegsmanna til frumvarpsins. Færði ræðumað- ur fram ýms dæmi máli sinu til stuðnings. Til máls tóku ennfremui Magnús Jónsson alþm., Björn Ólafsson stórkaupmaður og Sig- urbjörn Ármann kaupmaður Voru umræður hinar f jörugustu og stóðu fram undir miðnætti. Á fundinum skýrði formaður félagsins, Stefán A. Pálsson, að hin nýkjörna stjórn hefði skipt með sér verkum þannig: Gísli Jónsson varaformaður, Andrés Þormar ritari, Magnús Þor- steinsson gjaldkeri. Tuttugu og tveir menn voru kosnir í fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna af hálfu Varðarfélags- ins. Eru þeir þessir: Sveinn M. Sveinsson, Hafsteinn Bergþórsson, Magnús Gislason, Hallgrimur Benediktsson, Guðjón Jónsson, Björn Úlafsson, Magnús Jochumsson, Einar Ásmundsson, Þorsteinn Árnason, Ragnar Lárusson, Jóh! Ármann .Tónsson, Guðm. Guðjónsson, Eggert Kristjánsson, Gunnar Benediktsson, Ludvig C. Magnússon, Frímann Ólafsson, Þórður Jónsson, Davíð Kristjáns'son, Gisli Jónsson, Guðbjartur Ólafsson, Kristinn Kristjánsson, Sig. Egilsson. Gjöf tll meiinta- málaráð§. Menntamálaráði Islands hefir horizt eftirfarandi gjafabréf: Reykjavik, 14. apríl 1942. Hér með leyfi eg undirritað- ur, að ánafna, eftir minn dag, (málverkasafni) listasafni rík- isins, málverk af Snæfellsjökli málað af Jóhannesi Kjarval, er mér var gefið af starfsfólki mínu, á fimmtíu ára afmælis- degi minum. Skal málverkið vera í vörslum okkar hjónanna, á meðan við lifum annað hvort eða bæði, nema við ákveðum að gefa það fyr. Við fráfall okkar (hjónanna) ber okkar afkom- endum að afhenda það tafar- laust (málverkasafni) lista- safni rikisins til fullrar eignar og umráða, enda verði það jafnan geymt i safninu. Málverkið má ekki selja eða veðsetja. Virðingarfyllst Þorleifur Gunnarsson (sign). Ofanrituðu gjafabréfi er eg samþykk. Sigríður Stefánsdóttir (sign).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.