Vísir - 22.04.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 22.04.1942, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. F'élagsprentsmiðjan h.f. Oístopi Framsóknar. EIGA 25 kjósendur eins stjórnmálaflokks að hafa nieiri íhlutun um málefni lands- ins en 45 kjósendur annars flokks? Enginn lýðræðissinna'ð- ur nútímamaður getur verið í, vafa um svarið við þessari spurningu. Samt ber svo undar- lega við, að hér er komið að heitasta deilumálinu, sem uppi er í jiessu þjóðfélagi. Við síðustu þingkosningar Iætur nærri að Sjáifstæðisflokkurinn fengi 45 af hverjum 100 greiddum at- kvæðum, en Framsóknarfloklc- urinn 25. Engu, að síður fékk Framsóknarflokkurinn 19 þing- menn kjörna, en Sjálfstæðis- flokkurinn aðeins 17. Nú vill Sjálfstajðisflokkurinn ekki leng- ur sætta sig við þetta misrétti. Ef hann gerði það, hlyti hann að leggjast undir ámæli fyrir að hafa brugðist þeirri lýðræðis- stefnu, sem hann telur grund- völlinn undir allri starfsemi sinni. Alveg sama er að segja um aðra þá flokka, sem fyrir misréttinu verða. Það er von- laust fyrir fulllrúa jieirra, að reyna að vfflja fyrir kjósend- um sínum, að sama hróplega ranglætið eigi að gilda áfram í þessum efnum. Þetta ætti Framsóknarflokk- urinn að reyna að skilja. Honum mundi veitast létt að skilja það, ef liann gæti nokkurn tíma sett sig í spor annarra. Sjálfstæðis- kjósandinn er eklci nema hálf- drættingur á við Framsóknar- kjósandann. Við skulum hugsa okkur, að þetta væri öfugt, Framsóknarkjósandinn væri ekki nema hálfdrættingur á við Sjálfstæðiskjósandann. Gæti nokkur þá látið sér á óvart koma, þótt leiðtogar Framsókn- ar berðust af fullum hug fyrir því, að fá bætt úr misréttinu? Eif Framsóknarflokkurinn væri yfirlýstur lýðræðisandstæð- ingur, þyrfti engum að koma á óvart sú óbilgirni, sem hann sýnir í andstöðunni gegn um- hótum á kjördæinamálinu. En það er beinlínis fráleitt að kenna sig við lýðræði og taka jafn- framt upp slíka afstöðu til máls- ins, sem raun er á. Öll barátta Framsóknar í þessu máli er svo cfbeldiskennd, að furðu gegnir. Það er engu líkara en að sumir helztu leiðtogar flokksins geri sér vonir um að hægt sé með allskonar hótunum að hræða fylgjendur málsins til þess að hverfa frá því. En þessi ofbeld- isframlcoma getur ekki haft önnur áhrif en þau, að öllum verður Ijósara en áður, að það má ekki dragast lengur að Framsókn fái sinn deilda verð til jafns við aðra flokka — hvorki meira né minna. Þeir flokkar, sem fyrir mis- réttinu verða, hafa yfirgnæfandi meirihluta á þingi til að koma málinu fram. Þeir verða þess vegna að taka höndum saman um lausn þess, hvað sem öllum ágreiningi kann að Iíða um önn- ur mál. Hér er um að ræða slíkt grundvallaratriði fyrir lýðræðis- lega framtíð þjóðarinnar og heilbrjgði i stjórnmálalífi henn- ar, að ekki má við málið skilj- ast fyrr en yfir lýkur. Himi trylti ofstopi Framsóknarlcið- loganna á að verða til þess eins, að fylgjendur málsins standi saman sem einn maður um hepþilega og sanngjarna lausn þess. F ramsóknarflokkurinn hefir ekki að baki sér nema af kjósenduni landsins. En hann hefir % af þingmannatölunni. Ilér er um það misrétti að ræða, að ekki verður við unað. Úr því að hægt er að ráða hót á því, verður að gera það áður en kosningar fara fram. Barnadagurinn : 20-30.000 merki til sölu á morgun. Barnadagurinn er á morgun. Þá munu skólaböm bæjarins bjóða merki barnadagsins til sölu. 20—30.000 merki hafa verið prentuð. Það er ekki búizt við því, að þau seljist öll, en þess er vænzt, að bæjarbúar sjái svo um, að hörnin þurfi ekki að skila miklu af þeim aftur. Merkjunum verður úthlutað til barnanna í skólunum. Mörg þeirra munu vafalaust ganga hús úr liúsi til að selja þau, en fólk ætti ekki að amast við þvi. Þessi dagur er aðeins einu sinni á ári og þá á hann að vera al- gjörlega dagur harnanna. Reykvíkingar! Styrkið Sum- argjöf í góðu starfi með þvi að kaupa merki félagsins á morg- un og sækja skemmtanir dags- ins. Aðalf undur Bálfarafélagsins. Aðalfundur Bálfarafélags ís- lands var haldinn þ. 18. apríl þ. á. á skrifstofu félagsins, Hafn- arstræti 5. Fundarstjóri var Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfull- trúi. Formaður gaf skýrslu um starf félagsins 1941, og verður hún síðar prentuð og send fé- lagsmönnum og dagblöðum. Gjaldkeri, Björn Ólafsson, stórkaupm., lagði fram endur- skoðaðan reikning f. 1941. Byggingarsjóður jókst á árinu um rúmar 50 þús. krónur og nam 1 árslok kr. 83.324.86. Gjaldkeri gat þess, að Bálfara- félagið ætti á næstunni von á 70 þús. kr. fjárstyrk úr bæjar- sjóði Reykjavíkur og ríkissjóði, gegn 35 þús. króna framlagi, sem Bálfarafélagið útvegar úr annari átt. Úr stjórninni átti að ganga dr. G. Claessen, en var endur- kosinn. Formaður gat þess, að búið væri að sækja til Viðskiptamála- ráðuneytisins um leyfi til kaupa á hyggingarefni til bálstofunn- ar. Ef það leyfi fæst, verður þegar í stað hafist handa um bygginguna á Sunnuhvolstúni. En þar hefir bæjarráð Reykja- vikur ákveðið Bálstofunni stað, og útvísað Bálfarafélaginu stóra lóð til byggingarinnar. Stúdentar. Sumarfagnaður stúdenta verður að Hótel Borg í kvöld (síðasta vetr- ardag). Hefst hann með borðhaldi kl. M.A.-kvartettinn syngur nokkur lög meðan á borðhaldinu stendur. Dans hefst svo kl. io stund- víslega, og verður síðan dansað fram á nótt. Aðgöngumiðar verða seldir kl. 5—6 í dag í anddyri Hótel Borgar (suðurdyr). Menn eru á- minntir um að sækja pantaða að- göngumiða á þeim tíma, því ann- ars verða þeir seldir öðrum. Fimmtugur verður á morgun Benedikt Guð- mundsson, húsgagnasmiðameistari, Freyjugötu 40. Elliheimilifl Grnmi orflið ol litið. Þörf á vidbyggingu eða nýju beimiii. er Þegar Elliheimilið við Hring- braut var nýreist fyrir 12 árum, töldu æði margir, að það væri allt of stórt og ofmikið i það borið. Reynslan varð og sú fyrstu árin, að vér, sem að heim- ilinu stóðum, urðum að leigja ýms herbergi í húsinu öðrum en gömlu fólki til þess að þau stæðu ekki tóm til lengdar. Það var óheppilegt, en vér vorum samt ákveðnir. „Húsið er ekkert bráðabirgðaskýli, og á að þola vaxandi kröfur og aukna aðsókn komandi tíma,“ sögðum vér. Sumum mun hafa fundizt það vera innantóm „hreystiyrði“, þegar húseignin var að sligast undir skuldaböggum. En samt er nú svo komið, að skuldabaggarnir hafa létzt að stórum mun, og heimilið er jafnframt orðið of lítið. „Heim- ilið getur tekið um 150 vist- menn í mesta lagi,“ var áætl- unin. ()g þau árin, sem vist- menn voru að jafnaði um 135, var liægt að taka allmarga vist- menn í einbýlisstofur. En eins og eðlilegt er, kjósa flestir, er ferlivist hafa, að vera einsaml- ir í herbergi sinu. í fyrra vetur jókst aðsóknin að heimilinu að svo miklum mun að alveg var hætt að taka vistmenn í einbýli, og jafnframt var horfið að því ráði, að Jeigja svefnherbergi handa um 20 af starfsfólkinu lijá nágrönnun- um. En jafnóðum og þannig var rýmt til fylltist heimilið af nýj- um vistmönnum. Vitsmenn hafa verið um og yfir 170 síðan í fyrravor, og þó hafa verið að jafnaði um 30 umsóknir á biðlista. Hefir mörgum hlutaðeigendum þótt sú bið næsta löng. " / Skórinn var sérslaklega þröngur síðustu mánuði liðna ársins. Húsið var meira en fullskipað 1. október, og ekki unnt að fá fleiri herbergi handa starfsfólki annarstaðar. Og svo dó aðeins einn vistmaður þessa 3 mánuði. Varð þvi forstjórinn að neita öllum umsóknuin þann tíma, hvað erfitt sem umsækj- endur áttu. 92 ára öldungur varð t. d. að leita til Þingvalla, þegar ekkert rúm var til handa honum á Grund. Veikindafaraldurinn liér í bæ síðan um áramót hefir á liinn bóginn reynzt rúmföstum vistmönnum harla skæður. Hafa andazt síðan um áramót yfir 20 af þeim lióp. Er sá , manndauði jafn óvenjulegur og hitt, að elíki skyldi deyja nema einn þrjá mánuðina á undan. Það hefir samt ekkert rýmk- að við þetta stóra skarð, því að jafnan hafa verið fleirí en ein umsókn frá rúmföstu gömlu fólki um hvert rúm sem autt varð, og því lítið verið unnt að sinna umsóknum allra hinna, sem á fótum voru. Þessi mikla aðsókn að heim- ilinu er ofur skiljanleg. Fyrst og fremst fjölgar gömlu fólki að miklum mun árlega. — 1 árslok 1939 voru um 1600 bæj- arbúar komnir yfir sjötugt; af þeim voru um 640 sjötíu og sjö ára eða eldri. En 77 ár er ein- mitt meðalaldur vistmanna vorra. Húsnæðisvandræði og vinnu- konuleysi valda þvi, að fjöl- mörgum fjölskyldum er erfitt eða jafnvel ómögulegt að sinna hjálparþurfa gamalmennum sínum, og sjúkrahúsin í bænum ----------------> f eru svo fullskipuð að oftast er árangurslaust að leita þangað fyrir rúmföst gamalmenni, sem ekki þurfa sérstaklega læknis- aðgerðar. Margoft hafa slik gamalmenni ekki komizt að Grund fyrr en húsmóðir lieim- ilis þess var alveg að þrotum komin og gamalmennið svo aðfram komið að það dó fáum dögum eftir flutninginn. Til úrbóta þessu vandamáli sé eg ekki nema 2 ráð. Annað er/ að bærinn eða einstaklingar ráðist nú þegar í að reisa nýtt Elliheimili hér í hænum. En hitt er, að bæjarstjórn hjálpi Elli- og hjúkrunarlieimilinu Grund til að reisa nýtt liús fyrir starfsfólk sitt og allan þvott. Mundi þá mega bæta við um 40 vistmönnum í aðal-liúsið, og vistin yrði um leið að ýmsu leyti rólegri, ekki sizt er „þvottahúsið“ færi — og síðast en ekki sízt: ekkert af starfs- fólkinu þyrfti þá að búa liing- að og þangað úti í bæ. Þótt dýrt sé að byggja nú, er stjórn heimilisins svo bjartsýn, að hún býst við að ráða vel við þessa viðbót, ef bæjarsjóður vill slrika út gamla skuld við Gam- almennahælissjóð og Iána ó- keypis Ióð fyrir starfsmanna- og þvottahúsið. Annan styrk frá bænum er ekki farið fram á. En vegna annríkis liúsasmiða eru engar líkur til að hægt verði að reisa húsið á komandi sumri nema að gott svar komi frá bæjarráði nú alveg á nsest- unni. Ef einhverjum ráðamönnum bæjarins finnst vér vera óþarf- lega ójwlinmóðir, þá ætti liann — og aðrir raunar lika — að ihuga hvort það muni vera skemmtilegt að þurfa að neita mjög aðkallandi umsóknum frá 5 gamalmennum sama daginn, eins og fyrir kom í vik- unni sem leið. Signrbjörn Á. Gíslason. Kjartan Gunnlaugsson kaupmaður Kjartan Gunnlaugsson kaup- maður verður borinn til moldar i dag. Hann var borinn og barn- fæddur Reykvikingur og hér ól hann allan aldur sinn. Foreldrar Kjartans heitins voru Gunnlaugur Stefánsson prentari og Ingveldur Kjartans- dóttir. Úlst Kjartan heitinn upi> við lieldur þröng kjör, eins og gekk og gerðist, en fljótlega kom það í ljós, að liann hafði til brunns að bera góðar gáfur, ein- beitni og viljastyrk, er ruddi honum brautina til frekari frama. Hann lagði snemma fyrir sig verzlunarstörf og til þess að verða sem færastur í þeirri grein aflaði hann sér góðrar tungu- málakunnáttu, jafnframt því, sem hann kynnti sér til hlítar annað það, sem að verzlun laut. Hér ber þess að gæta, að um það bil er Kjartan var að alast upp, var hin islenzka verzlunarstétt i fæðingunni. Ryðja varð nýjar leiðir, afla erlendra og beinna sambanda og standast sam- keppni arftaka selstöðuverzlan- anna um land allt. Rúmlega tvítugur að aldri réð ist Kjartan í það ásamt þeim Helga Magnússyni og Knúti Zimsen, að stofna firmað Helgi Magnússon & Co. Gerðist Kjart- an þar verzlunarstjóri, en Hélgi annaðist stjórn liinna verklegu framkvæmda. Fórst verzlunar- stjórnin Kjartani afburða vel úr hendi, enda nýtur firma hans trausts og vinsælda um land allt. Reglusemin var mikil í hverju sem var og öll loforð efnd til hins ítrasta, sem gefin voru. Hagsýni var gætt í hvívetna og vel fylgst með öllum nýjungum á viðskiptasviðinu, að því er fyr- irtæki þeirra félaga varðaði, enda var afkoman eftir því. Lítt sinnti Kjartan heitinn öðrum málum en þeim, er at- vinnu hans snerti. Var hann ekki opinberlega viðriðinn annan fé- lagsskap en Verzlunarmannafé- lagið, en gegndi í þeim hópi trúnaðarstörfum. Kjartan var gleðimaður í vina- hópi, gestrisinn og góður heim að sækja, enda hinn ágætasti heimilisfaðir. Lagði hann rika áherzlu á að mennta börn sín svo sem bezt mátti verða og und- irbúa á þann liátt lífstsarf þeirra. Kjartan var fæddur 16. júní 1884, en lézt liinn 12 apríl s.l. Hann var kvæntur Margréti Berndsen frá Hólanesi og varð þeim sex barna auðið. Eru það þau: Friðrik kaupmaður, Hall- dór stórkaupmaður, Ingvar verzlunarmaður, Hannes fram- kv.stj. í New York, Ingihjörg, gift Hávarði Valdimarssyni kaupmanni og Ásta, gift Erlendi Þorsteinssyni verzlunarmanni. Móðir Kjartans er á lifi og á að sjá góðum og ræktarsömum syni á bak. Það er henni mikil huggun í ellinni, að líta yfir giftudrjúgt líf sonar síns og njóta umhyggju konu hans og barna þeirra, sem öllum kippir í kyn um mannkosti og gengi. B. S. Siiungapollur tekur vit5 börnum til sumardval- ar á þessu ári, eins og undanfari'S. Sjá augl. 70 ára er í dag Halldóra Guðmundsdótt- ir, Holtsgötu 20. Danssýning. Ungfrú Sif Þórs hélt dans- skemmtun í Iðnó í gærkveldi fyrir fullu húsi. Dansmeynni var vel tek- ið, enda dansaði hún af leikni og lipurð. Hið sama verður þó varla sagt um dansfélaga hennar, Teddy Haskell. Sumir dansarnir voru end- urteknir. Tríó undir stjórn Þóris Jónssnar lék undir dansinum og milli dansa. h. Bæjarráð hefir samþykkt að beina því til lögreglunnar, að hafa eftirlit með hreinlæti við pylsuvagnana í Kola- sundi. Skotæfingar. Ameríska herstjórnin tilkynnir, að loftvarnaskotæfingar fari fram í nágrenni Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar dagana 18.—25. þ. m. kl. 9 árd. til SJ4 síðd., daglega. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLÝSA I VÍSI! Kvenkápnr ogr kápuefni í feilcna úrvali. Verðið sér- staklega lágt. PfeysufataefBÍð margeftirspurða er kumið aftur, Silkisvuntuefni og slifsi, alltaf hezt og ódýrast i Verzlún Guðbjargar Bergþórsdóttur, Öldugötu 29. — Sími 4199. Aðstandendur barna sem korna vilja börnum sín- um til sumardvalar að Sil- ungapolli og enn eigi hafa sótt til sumardvalamefndar eða undirritaðs sendi mér umsóknir sínar hið alíra fyrsta. JÖN PÁLSSON. Laufásvegi 59. Simi 1925, Til sölu lítið ibúðarkús í úthverfi borgarinnar. H6s- ið verður allt laust til ihúðar 14. maí n. k. Leggið nöfn yðar inn á afgr. þessa blaðs, merkt: „Úthverfi“ fyrir n. k. laugardag. Vil kaupa byggingarlóð ef um semst. Leggið nöfn yðar á afgr. Vísis fyrir n. k. sunnudag, merkt: „Verzlun- arlóð“. Matsvein (ungling) vantar til að mat- reiða fyrir 3 menn á mótor- bát. Óskar Halldórsson. Nokkrar myndarlegar stúlknr óskast í góða atvinnu. Uppl. Ásvallagötu 33, niðri. Matar- og kaffistell Tökum upp í dag nokkur KAFFZSTELL og margar gerðir af MATARSTELLUM Hafnarstrætí 5 loorsuðri Reglusamur, vanur bif- reiðarstjóri óskar- eftir að aka vörubifreið um þriggja vikna skeið. Tilboð, merkt: „Góð enskukunnátta“ sendist Vísi fyrir föstudagskvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.