Vísir - 21.05.1942, Blaðsíða 2
VlSIR
Endurbætur á götu-
hreinsun 1 bænum.
Tillögur heilbrigðisfulltrúans.
Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi hefir sent heilbrigðisnefnd
Reykjavíkurbæjar tillögur um endurbætur við götuhreinsun
hér í bæ, þar eð í ýmsu skortir á, að þrifnaður gatna og torga
í bænum sé í ákjósanlegu lagi.
Tíðindamaður Vísis náði snögg-vast tali af Ágústi Jósefssyni
heilbrigðisfulltrúa í gær og birtist hér í aðalatriðum greinargerð
hans og tillögur.
DAG BLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugason
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 16 60 (5 linur).
Verð kr. 3,0* á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Verra gat það
verið.
gERMANN J(ÓNASSON valdi
óneitanlega heppilegan tíma
til þess að undirbúa sókn vinstra
arms Framsóknarflokksins á
hendur Jónasi Jónssyni. Kosn-
ingar standa fyrir dyrum, þar
sem Framsóknarflokkurinn
verður að taka á öllu því, sem
hann á til í þvi augnamiði að
stöðva framgáng stjórnarskrár-
málsins. Þótt þaer vonir, sem
sumir Framsóknarmenn gera
sér i þessu efni, geti ekkert átt
skylt við það sem verða mun,
þá er það nú samt svo, að Jónas
Jónsson mun veigra sér við, að
ráða niðurlögum Hermanns
svona rétt fyrir kosningarnar,
þótt út af fyrir sig sé ærin á-
stæða til.
Láti Jónas það hinsvegar und-
ir höfuð leggjast að veita and-
stæðing sínum hæfilega hirt-
ingu i tíma, er það vafalaust að
eftir kosningarnar verður það
of seint, fari það svo að ráðstöf-
un Hermanns verði ekki rift af
stjórnarvöldunum. Þá stendur
Hermann með pálmann í hönd-
unum, hefir ekki lakari aðstöðu
til blaðaútgáfu og áróðurs, en
höfuðóvinurinn, og m.un þá
þykjast hafa í fullu tré við hann
að öðru leyti.
Nú er í rauniimi úr vöndu að
ráða fyrir Jónas. Honum er
kunnugt um, og liefir raunar
sagt frá því sjáifur, að er Sig-
urður Jónasson hrökklaðist úr
Framsóknarflokknum, út á
gaddinn, eins og hann orðar það,
beið bifreið forsætisráðherrans
fyrir ptan alþingishústð, og for-
sætisráðherrann ók Sigurði upp
í Alþýðuprentsmiðju, til þess að
koma fregninni um brottför Sig-
urðar í Alþýðublaðið. Tók ráð-
herrann sfðan Sigurð með sér
heim, til þess að hugga hann
eftir hrakningana. Þetta atferli
bar vott um hugarfar Her-
manns, enda hefir Jónas Jóns-
son þegar dregið af þvi ýmsar
ályktanir.
Hitt mun hafa komið for-
manni Framsóknar með öllu á
óvart, að hinn fráfarandi for-
sætisráðherra vilaði ekki fyrir
sér að grípa til slíkra örþrifa-
ráða, sem leigumálans um Gut-
enberg, til þess að tryggja það,
að formaðurinn gæti ekki ham-
ast á honum, hafandi prent-
smiðjuna Ekidu i annarri hend-
inni, en fjölskyldublaðið Tím-
ann i hinni. Sigurður Jónasson
leitaðist við, að setja nýtt and-
lit á Tímann. Það mistóksL Jón-
as Jónsson vissi úr hvaða átt á-
rásin kom, og honum gramdist
að hitta ekki rétta manninn í
fjöru, en allt varð að bíða síns
tima.
Þessi átök í Framsóknar-
flokknum hafa verið skýrð hér í
blaðinu, til þess, að almenning-
ur geti gert sér ljósari grein fyr-
ir þeim atburðum, sem vænta
má, en ekki af hinu, að blaðið
sé ekki með öllu hlutlaust í bar-
áttu þessari. Þar eigast þeir ein-
ir við, sem aldrei mun hirt um
þótt bítist Hitt verða menn þó
að viðurkenna, að það er hart
fyrir Jónas Jónsson, að þoia
síkt framferði af hálfu andstæð-
ings síns, sem hann liefir í upp-
hafi komið til frama og manna-
forráða, einkum þar eð ráðstaf-
anir Hermanns beinast gegn
fóstri Jónasar Jónssonar — Rík-
isprentsmiðjunni. Jónas var
hvatamaður að kaupum rikis-
ins á Gutenberg, — hann lieindi
sér ennfremur fyrir rikisútgáfu
skólabóka, — hann hlutaðist til
um bókaútgáfu Menningarsjóðs,
— og mun hafa notið beztu
kjara í prentsmiðjunni, — og
svo á að gera þetta allt að engu
,í höndunum á honum. Ekki nóg
með það. Þessi útgáfa, sein, Jón-
as Jónsson liefir stofnað til, á
beinlínis að standa undir rekstri
prentsmiðjunnar í framtíðinni,
og stuðla þannig að árangri bar-
áttu þeirrar, sem liafin verður
innan Framsóknarflokksins óð-
ar en líður.
Það er ekki að undra, þótt
formaður Framsóknarflokksins
sé ekki með hýrri hrá þessa dag-
ana. Hann á völina og þá um
leið kvölina. Flas er að vísu
ekki til fagnaðar, en að hika er
sama og tapa.
En verra gat það óneitanlega
verið lijá Hermanni. Hann valdi
réttan tíma til óhappaverk-
anna.
***
Leiðari þessi er ritaður áður
en vitað var að dómsmálaráð-
herra hefði ákveðið að rifta þess-
ari síðustu samningsgjörð Her-
manns Jónassonar, en svo sem
morgunblöðin skýra frá hefir
það nú verið ákveðið. Með því
hinsvegar að hér er skýrð af-
staðan innan Framsóknar á rétt-
an hátt, sem almenningur hefir
þó ekki gert sér fulla grein fyrir,
birtist leiðarinn óbreyttur frá
því, sem hann var ritaður upp-
haflega.
Hermann Jónasson hefir gert
grein fyrir málinu, ems og það
horfir við frá hans sjónarmiði,
i Tímanum í dag. Birtast athuga-
semdir við grein hans hér í blað-
inu á laugardaginn.
Söínun hafin til Nýja
Stúdentagarðsins.
Vísir hefir aflað sér upplýs-
inga um það, hvernig gengi með
söfnunina til fyrirhugaðs Stúd-
entagarðs. Sneri blaðið sér í
því tilefni til Lárusar Pétursson-
ar, stud, jur., sem er meðlimur
í Garðstjórn Nýjá Garðs og innti
hann eftir fréttum um þetta mál.
Tjáði hann okkur, að strax
þegar byrjað var á byggingu
liússins hefði verið send bréf til
allra stúdenta á landinu og þeh'
Jæðnir liðsinnis við þennan mál-
stað. Eru þegar í stað farnar að
berast peningaupphæðir frá
stúdentum og eykst fjöldi send-
inga dag frá degi. Er þetta Ijós
vottur jiess, að stúdentar muni
ekki láta undir höfuð leggjast
með aðstoð við byggingu þessa
Garðs, frekar en gamla Stú-
dentagarðsins, en þá voru marg-
ar stórar gjafir gefnar. Er nú
þörf mun meiri framlaga en þá,
sem orsakast af dýrtíðinni í
landinu. Ekki er nokkur vafi á
þvi, að stúdentar komi þessari
bygginu upp fyrir haustið og
sjái svo um, að ekkert-nauðsyn-
legt verði til hennar sparað, svo
hún megi koma til sem hag-
kvæmastra nota fyrir stúdenta,
sem eiga að búa þar i framtið-
inni.
I.0.0.FT5=1245218V2 = 9 ffl
750 gestir
hafa sótt listsýningu Guðmund-
ar frá Miðdal. Sjö málverk hafa
selzt og ein höggmynd. Sýningin er
opin daglega til ki. io á kvöldin.
Hjúskapnr.
Gefin voru saman í hjónaband
síðastl. sunnudag Guðríður Magn-
úsdóttir, kennari, og Robert Abra-
ham, söngstjóri.
Eg tel nauðsynlegt að nobkr-
ar breytingar verði gerðar á
skipulagi hreinsunarstarfsms.
Sem stendur starfa við hreins-
un gatna og torga 16 verkamenn
með þrjá heslvagna, auk tveggja
manna, sem eingöngu hafa með
Iiöndum hreinsun skolpleiðslna
og niðurfalla. Þeir vinna einn-
ig að hreinsun skolpleiðslna og
vatnssalema fyrir húseigendur
i bænum, gegn greiðslu i bæj-
arsjóð. Verkstjóri við þessa
vinnu alla hefir einnig á hendi
verkstjórn við sorphreinsun
bæjarins. En ’ verkstjórn við
Jjessi störf er nú orðin ofvaxin
éinum manni, og verður J>að
enn meir, þegar fyrirhugaðar
breytingar á sorphreinsuninni
komast í kring nú á næstunni
og sérstaklega eftir að hitaveit-
an tekur til starfa, því þá verð-
ur engum úrgangi frá húsum
hrent.
Til þess að ráða bót á núver-
andi ástandi um þrifnað gatna
og torga í bænum eru tillöguir
minar á ]>essa leið:
1. Að ráðinn verði sérstakur
verkstjóri við sorphreinsunar-
starfið því það er orðið svo um-
fangsmikið, og alls vegna mjög
áríðandi að það sé vel af hendi
leyst.
Ármenningar fara í tveimur
stórum bilum austur að Selja-
völlum undir Eyjafjöhum á
laugardagskvöldið. Þaðan verð-
ur gengið á EyjafjalIajökuL, ef
veður leyfir, ef til vill farið að
Skógafossi og víðar.
Eerðafélag tslands efnir til
farar á Snæfellsjökul, sem að
undanförnu. Farið verður með
Laxfoss í Borgarnes, á laugar-
daginn og þaðan ekið í bifreið-
um vestur Mýrar og SnæfeJls-
nes vestur i Breiðuvik. Á sunnu-
dag og mánudag verður gengið
á Snæfellsjökul og e. t. v. á
Stapa og víðar. t gær voru 40
—50 manns búnir að tilkynna
þátttöku sina vestur.
Farfuglar fara á laugardags-
kvöld í Menntaskólaselið, það-
an að Ljósafossi og um Þing-
velli til Reykjavíkur á mánu-
dag. 20 manns eru þegar ráðn-
ir í förina, en enn er hægt að
bæta nokkrum við. Þátttaka til-
kynnist Hauki Bjamasyni kl. 7
—8 á kvöldin i sima 4557.
Í.R.-ingar fara nokkrir í hóp
á HekJu.
Fjallamenn efna ekki til
neinnar hópferðar — hinsvegar
fara þeir á eigin spýtur viðsveg-
ar á jökla og stjóm félagsins
mun fara á Tindafjallajökul að
athuga stæði fyrir nýjan fjalla-
skála. Hafa Fjallamenn nú þeg-
ar greitt skála sinn á Eyjaf jalla-
jökli að fullu, og hafa keypt
nokkuð af efni í fyrirhugaðan
skála á Tindafjallajökli. Eru
likur til að skálabyggingin verði
hafin í sumar að einhverju
leyti.
íþróttafélag kvenna efnir til
2. Að núverandi verkstjóri
við bæði þessi störf*liafi ein-
göngu á hendi verkstjórn við
hreinsun gatna og torga, og
önnur störf, sem slíkum þrifn-
aðarráðstöfunum heyra til.
3. Að bætt verði fjórum
mönnum við í gatnahreinsun-
ina ásamt hesti og vagni, svo
að flokkarnir verði fjórir.
4. Að gerð verði sú breyting
á fyrirkomulaginu við gatna-
hreinsunina, að allir flokkarnir
byrji daglega á hreinsun mið-
bæjarins frá Lækjargötu að
austan til Aðalstrætis að vestan,
en að því loknu, og helzt ekkí
seinna en klukkan 10 að morgni,
fari tveir flokkar um götur
austurbæjarins, en hinir tveir
um götur vesturbaejarins. í við-
lögum mætti þá líklega taka
annan vesturbæjarflokkinn til
hreinsunar á miðbænum síðari
hluta dags, ef þurfa þætti.
Ef heilbrigðisnefnd og bæj-
arráð fellst á framangreindar
tillögur mínar, er eg sannfærð-
ur um, að mikil breyting til
bóta yrði á hreinsun gatna og
torga í bænum, og umkvörtun-
um fækka eða falla með öllu
niður.
gönguferðar á Skriðu og land-
svæðið úmhverfis hana. Farið
verður um Þingvelli á austur-
leið. Þátttakendur munu verða
um 20.
Skátar — þeir sömu sem voru
á Langjökli um páskana —
munu sennilega fara á Tinda-
fjallajökul um helgina.
Auk þessa munu svo einstak-
lingar og smærri ófélagsbundn-
ir hópar halda út úr bænum í
lengri og skemmri ferðir.
GuIIna hliðiS
verður sýnt í kvöld kl. 8. AÍ5 þessu
sinni í 64. sinn.
,Jíú er það svart, maður“.
Þessi ágæta revýa, sem aö flestra
dómi, er til þekkja, er sú skemmti-
legasta, sem nokkuru sinni hefir
verið sýnd hér, verður leikin annað
kvöld (föstudag) kl. 8 e. h. Að-
göngumiðar eru seldir eftir kl. 4
í dag.
3. flokks mótiS
hélt áfram í gærkvöldi, og fór
þann veg, að Fram vann Víldng
með 4:1, en K.R. vann Val með
3: o. Úrslit mótsins fara fram ann-
að kvöld kl. 8, og keppa þá Val-
ur 0g Víkingur, en kl. 9.15 K.R.
og Fram.
Næturlæknir
í nótt, er María Hallgrímsdóttir,
Grundarstíg 17. Sími 4384. — Næt-
urvörður í Ingólfs apóteki.
Á kjörskrá.
Samkvæmt upplýsingum, sem Vís-
ir hefur fengið í Stjórnarráðinu eru
1292 manns á kjörskrá í Vestur-
ísafjarðarsýshi, 1124 í Strandasýslu
og 762 í Austur-Skaptafellssýslu.
Úr öðrum kjördæmum hefir ekki
frétzt um kjósendatölu ennþá.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin
dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir.
20.30 Útvarp frá Aiþingi.
Sundmótið
í livöld.
Kl. 8.30 í kvöld hefst Sund-
knattleiksmót Ish.nds í Snnd-
höllinni. Verður keppt um grip,
sem 1. S. í. gaf, og er gerður af
Ríkarði Jónssyni listamanni.
Taka fjórir flokkar þátt í
þessari keppni og eru það 2 fl.
frá Ármanni, 1 frá K.R. og 1 frá
Ægi. Undanrásir hafa nú þegar
farið fram. í kvöld keppa fyrst
B-lið Ármanns og K.R. um
þriðja og fjórða sæti, en A-lið
Ármanris og Ægir um 1. og 2.
sæti.
Á undan sundknattleiknum
verður keppt i 50 metra skrið-
sundi og keppa þar hvorki
meira né minna en 10 snjöllustu
hraðsundsmenn ókkar, þar á
meðal Stefán Jónsson (Á),
Hörður Sigurjónsson (Æ), Rafn
Sigurvdnsson (K.R.), Bdvard
Færseth ,(Æ) og Magnús Krist-
jánsson (Á).
Þá verður keppt í 50 m.
bringusundi og 100 metra skrið-
sundi fyrir drengi innan 16 ára.
Þetta er siðasta sundmótið í
vor. Verður vonandi fjölmennt
X Sundhöllinni i kvöld.
IIAN DÍÐ ASKÓLINN.
Frh. af bls. 1.
legum greinum fyrir ung-
menni, og
að veita þeim, er ætla að helga
sig myndlistarnámi, sem
fullkomnasta kennslu i
teikningu og málaralist.
Skólinn starfar í þrem dag-
deildum og mörgum siðdegis-
og kvöldflokkum.
Dagdeildir skólans eru:
1. Kennaradeildin með 7—8
stunda kennslu á dag, 7 mán.
vetrar. — Kennslugreinir:
trésmiði, málmsmíði, pappa-
vinna og bókband, íöndur
bama, dráttlist, íslenzka,
skólasaga, uppeldisfræði,
heilsufræði.
2. Myndlistardeildin með 5
stunda kennslu á dag, 7 mán.
á ári. Kennslugreinir: teikn-
ing ýmiskonar og málaralist.
3. Öryrkjadeild veitir lömuð-
um og fötluðum unglingum
kennslu i verklegum grein-
um.
Síðdegis- og kvöldnámskeið
skólans. Mikill meirihluti nem-
enda skólans stundar nám á 9Íð-
degis- og kvöldnámskeiðum
hans. Em þaT kenndar þessar
greinir:
Teikning bama (flokkur
barna, 7-—14 ára), föndur (nám-
skeið fyrir starfandi barna-
kennara í Reykjavík og ná-
grenni), smíðar (námskeið fyr-
ir drengi 9—13 ára), heimaiðja
skáta (25 skátar nutu kennslu i
bókbandi), tréskurður, bók-
band, alm. teikning og meðferð
lita, rúmsæisteikning, augiýs-
ingateikning og leðurvinna.
Til þessa hefir Handiðaskól-
inn verið einkaeign Lúðvigs
Guðmundssonar skólastjóra.
Rikissjóður hefir kostað
kennsluna í kennaradeildinni,
en fél. „Sjálfsbjörg“ hefir styikt
kennsluna í öryrkjadeild skól-
ans. Allri annarri starfsemi
skólans hefir verið haldið uppi
með kennslugjöldum nemenda.
Þ. 9. þ. m. var sú breyting
gerð á skipum skólans, að hon-
um var breytt i sjálfeignarstofn-
un og heitir hann framvegis
Handíða- og myndlistarskólinn.
Eignir stofnunarinnar eru: hús-
eignin á Gnmdarstíg 2A hér í
bænum, og húsbúnaður og
kenrislutæki þau, er áður voru í
Handíðaskólanum.
Stjórn hinnar nýju stofnunar
er þannig skipuð: formaður er
Ingimar Jónsson skólastjóri,
ritari Sigurður Thorlacius
skólastjóri, en gjaldkeri Hall-
dór Kjartansson forstjóri. —
Hvitasunnuferðir ferðe- og íþrótta-
félaga bæjarins.
Ferða- og íþróttafélög bæjarins hafa í hyggju að fjölmenna
út úr bænum um hvítasunnuna — og efna flest þeirra til ferða
upp til fjalla og jökla.
Tökum upp
í dag smekklegt úrval af
snyrtivörukössum og töskum
i leðurumbúðum fjTÍr ferða-
fólk.
Munið: ferðastigvélin fást
hjá okkur.
Verzl. GúmmLskógerðin,
Laugavegi 68.
Trésmiður
sem vantar íhúð, vill vinna’
við hús gegn því að fá leigða
íbúð í húsinu.
Tilboð, merkt: „Trésmið- :
!
ur leggist inn á afgr. blaös-
ins fyrir laugardag.
Bamlaus
hjón
óska eftir stofu og eldhúsi
yfir sumarið. —
Tilboð, merkt: „Ábyggileg
greiðsla“ sendist Vísi.
s-- 1 1 -- ~
■K ' 4
2 góðar
mjólkurkýr
til sölu. Uppl. í sima 3392.
OfafljarDarkjðCliri
um 300 fermetra, lofthæð 2,7
metrar, fasst leigður. Tilboð
sendist
Sigurði Thoroddsen,
Austurstraeti 14,
sem veitir allar upplýsingar.
Reglusamur maðux
óskar eftir herbeifei i góðu
húsi 1. júní. Snyrtileg nnr
gengni. Fy rirfram greiðela
um lengri tima (ár eða meir).
Uppl. í síma 1676 eða 5479.
WllíDr
óskar eftir stóru herbergi e6a
tveim minni í miðbædjnm eða
náíægt honum.
Tilboð óskast sent til Jóbb
Pálssonar, Laufásveg 59 fyrir
26. þ. m.:—. .
Kjólatau
röndótt,
verulega faöeg,
nýkomin.
Verzhan
Ingibjargar Johnson.
nýkomin.
Verzlun
Ingibjargar Johnson.
Lúðvig Guðmundsson er ráðian
forstöðumaður skólans, en
Kurt Zier listmálari, fyrstí
kennari.
t