Vísir - 01.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 01.06.1942, Blaðsíða 1
• -A • Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjórl Blaðamenn Sírni: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, mánudaginn 1. júní 1942. 99. tbl. Haldið inn í Libyu. & v.\ í Þessi mynd sýnir, er indversk Brenbyssuvagnasveit ekur inn í Libyu um s. 1. áramót. Indverjar gátu sér mikinn orðstír i þeirri sókn og undanhaldinu eftir hana. Þjóðverjar hafa ekki komizt til sjávar. Skriðdrekaorustan mikla í Marmarica-héraði í Libyu hefir nú bráðlega staðið í sex sólarhringa, án þess að lát hafi orðið á. Spá blaðamenn því, að hún hljóti að fara að taka enda, þar eð hvorki kraftar hermannannna né vélarnar muni geta þolað öllu lengri áreynslu án hvíldar. Aðal- orustan er sem fyrr suður af Tobruk, sem Þjóðverjar munu hafa ætlað að taka. Brezka herstjórnin tilkynn- j ir, að orustan hafi harðnað í |. sífellu í gær og náð hámarki sínu með því, að Þjóðverjar tefldu fram síðustu sveitum Afrílcuhersins. Er það álit flestra, að orustan hljóti að enda í dag og á morgun, því að þreytan liljóti að fara að segja til sín. Bretar segjast hafa eyðilagt um 800 hernaðartæki af ýms- um gerðum fyrir Itölum og Þjóðverjum, bæði með stór- skotahríð og loftárásum. Þjóð- verjar þurfa að flytja birgðir sinar langar leiðir, og halda Bretar uppi hörðum árásum á flutningalestirnar. Má sjá mik- ilvægi þessara flutninga af þvi, að Bretar láta sprengjuflug- vélar sínar gera árásirnar án þess að hirða um orustuflug- vélar ítala og Þjóðverja, sem sveima yfir flutningabilunum. Þjóðverjar og Italir gera lika miklar loftárásir á birgðastöðv- ar Breta, flutningalestir og, þá staði, þar sem liði er safnað saman. Segjast þeir skjóta nið- ur að jafnaði 10 brezkar flug- vélar á.dag, en á tveim dög- um grönduðu þeir 33 samtals. Italska herstjórnin gaf nokk- urt yfirlit um bardagana í gær. Segir hún, að Brétar hafi misst 345 skriðdreka, 21 brynvarð- an bil, 53 fallhyssur og 200 vörubíla. Auk þess segja þeir að 2000 hermenn Breta hafi verið teknir til fanga. Fréttaritari U.P. í Kairo sím- a í nótt, að orustan virðist vera að snúast Bretum i hag, og sé það ekki sízt þvi að þakka, hversu erfiðir aðflutningarnir sé fyrir Þjóðverja. Seinustu fregnir frá Libyu herma, að Þjóðverjar liafi bætt aðstöðu sina, þar sem þeir liafa rutt sér braut á tveim stöðum gegnum jarðsprengj usvæði bandamanna. Skipasmíðar ÍU.S. Amerískir blaðamenn hafa nýlokið víðtækri kynningarferð um hergagnasmiðjuf- og lauk ferðinni með heimsókn í skipa- smíðastöð þar sem kafbátar eru byggðir. Árið 1940 störfuðu 2500 menn i þessari skipasmíðastöð, en riú eru þeir 9000 og 1 árslok eiga starfsmennirnir að vera 140000. L^wis Luckenback, skipa- smiðahöldur í Bandarikjunum, befir nýlokið ferð til allra skipa- smíðastöðva í landinu og spáð þvi, að i haust mirni þrem skiþ- um yerða hleypt af stokkunum dag hvern. ICiíml. 1300 brezkar r-Sftm flngvélar yfir Þýxkalandi. 3000 smál. sprengna varpað á Köln / : : Árásin stóð aðeins i 90 mínútur. EINKASKEYTI frá United Press. London 1 morgun. UM 1300 flugyélar af ýmsum gerðum voru yfir Þýzkalandi aðfaranótt sunnu- dagsins og yfir þúsund þeirra vor< yfir einni og sömu borg, Köln við Rín. Hefir aldrei verið gerð eins æg'iley; loftárás á einn stað og halda Bretar þvi fram, að þeir hafi sent á stað helmingi fleiri flugvélar en Þ jóðverjar sendu nokkuru sinni til Bretlands, með f jórföldu burðarmagni. Árásin stóð aðeins í hálfa aðra klukkustund — 90 mínútur — en á þeim stutta tíma var 3000 smál. sprengja varpað yfir iðjuver í borginni. I>að samsvarar þvi, að rúmléga 33 smálest- um liafi verið demht niður á liverri mínútu — hálfri smálest á sekúndu hverri. Þjóðverjar skýra frá því, að mikið tjón hafi orðið i mið- hluta borgarinnar og flugmenn Breta hafi m. a. eyðilagt 3 kirkj- ur og 2 sjúkrahús. Lofa þeir því, að hefndir skuli koma fyrir árásina og þær ekki smáar. Þegar flugmennirnir fengu 1 skipanir sínar, kl. 6 á laugar- dagskveldið, var lesið upp fyr- ir þeim ávarp frá Harris, yfir- manni sprengjuflugvélanna, en þegar árásin var á enda, fékk Harris heillaóskir frá Winston S. Churchill, forsætis- ráðherra. Sagði Churchill, að þetta væri aðeins uphaf þess, sem fjöldi þýzkrá borga mundi fá að kvngast, er fram liðu stundir. í árásinni tóku þátt stærstu sprengjuflugvélar Breta, Hali- fax, Lancaster, Manchester og Stirling, en þær stærstu þeirra gela borið allt að 8 smál. af sprengjum. Á 6 jsekiindna fresti. n lcrafðist geysilega mikils undirbúnings og skipu- lagningar, þar sém ætlazt var til að hún stæði aðcins í 90 min., eri það táknar, að ein flugvél hafi farið yfir borgina á hverj- um 6 sekúndum. Baldwin, vara- flugmarskálkur, sá að miklu deyti um undirbúninginn og fór sjálfur með, til þess að sjá hvernig tækist. En meðan þessi hundruð sprengjuflugvéla voru yfir Köln, fóru um 250 tvíhreyfla- flugvélar til árása á flugvelli í námunda við Ivöln, til þess að villa varnaflugvélunum sýn og lokka þær til bardaga, svo að sprengjuflugvélarnar yfir Köln hefði betri frið lil að varpa sprengjum sínum þar, sem þær áttu að lenda. I»j«ðver|ar reiðir. Þjóðverjar eru mjög reiðir vegna árásarinnar og hóta mildum liefndum. Voru fjörir Kölnarbúar látnir lýsa árásinni í útvarpið í gær. Umhverfis borgina kveiktu Þjóðverjar niikil bál, 'til þess að reyna að villa flugmönnunum sýn, en eldarnir í borginni sjálfri voru svo miklu stærri, að flugmenn- irnir létu ekki blekkjast. Árásin hefir þegar haft þær afleiðingai', að allt loftvarna- lið i Þýzkalandi liefir verið sett undir stjórn lögreglunnar. Otrulegfir eklar. Meðal flugmannanna voru margir, sem höfðu tekið þátt í árásunum á Lúbeck og Ro- stoek. Þeir sögðu, að eldarn- ir í Köln hefðu verið miklu ægilegri og stórfenglegri. Einn sagði: — Eldar voru um alla borgina, og sumir svo stórir, að maður átti bágt með að trúa því, að þeir voru raunveruleg- ir. Annar sagði: — Bjarminn af eldunum og tunglskinið lýstu svo vel, að eg gat þekkt af hvaða gerð hver flugvél var, sem eg sá. Bretar misstu 44 flugvélar i þessum leiðangri, en Þjóðverj- ar tilkynntu i fyrstu, að þeir hefði grandað 37. Bandarikjamenn taka það fram, að engar flugvélar þeirra liafi tekið þátt í þessari árás, en búast megi við því, að þær starfi með Bretum að þessu í frmntiðinni. Hef 5i dará r᧠á Cantcrbury. Laust fyrir hádegi yar til- kynnt í London, að 50 þýzkar sprengjuflugvélar Jiefðu gert árás á Canterbury í nótt. Mikið tjón varð. Þjóðvcrjar reyndu að liæfa dómkirkjuna, en Bretav segjast ekki ætla að gefa Þjóð- verjum neinar upplýsingar um hvort það hafi tekizt. Skipatjonið. Þjóðverjar gáfu út aukatil- kynningu um sjóhernaðinn í gær — um að þýzkir kafbátar hef'ði sökkt 22 skipum við Ameríku, samtals 106,800 smál. Þá hafa kafbátar einir, til- kýnna Þjóðverjar, sökkt í mai 140 skipum, seintals 767.400 smál. að stærð. ! Á laugardag tilkynnti. flota- málaráðuneytið í Washington, að- þrem skipum hefði verið sökkt við Ameríku. Siðan um miðjan janúar hefir 239 banda- mannaskipum. verið sökkt þar vestra. Fréttaritari U. P. i Rio de Janeiro sírnar, að brazilskt þ,er- skip liafi tekið finnnskt skip, sem var grunað um að færa kafbátum birgðir. Undanfarna 5 mánuði hefir framleiðslan á flugvélabenzini í Bandaríkjunum fimmfaldazt. Japanir nota gas. Náðu Kinhwa með því einu móti. JAPANIR hafa nú beitt eiturgasi í annað sinn gegn Kínverjum — í orustunni um KinKwa, höfuðborg Chekiang-fylkis. Tókst þeim ekki að hrekja Kinverja á brotl fyrr en þeir beittu gasinu, því að Kínverja hafa fæstir gasgrímur. Japanir höfðu hrakið Kínverja úr borginni, en þeir gerðu gagnálilaup með svo góðum árangri, að Japanir urðu að hörfa þaðan aftur. Gaf japanski hershöfðing- inn þá skipun um að beita gasinu. Japanir hafa líka tekið borgina Lanchi, vestur af Kinhwa, með gasi. Kín- v.erjar *egjast hafa fellt 20.000 menn fyrir Japönum í þessum bardögum. í fyrra ski])tið notuðu Japanir gas til að ná Icliang, við Yangtze-fljót, um 500 km.’ frá Chungking. Vörðust Kínverjar svo vel þar, að Japanir sáu fram á það, að þeir mundu hiða ósigur og til að rétta hlut sinn heittu þeir gasinu. . Kínverjar sitja um borgina Anking í Anhweifylki, á norðurbakka Yangtze-fljóts. Kaíbáta- árás á Sydney. Þremur kafbátum sökkt. Frá Ástralíu berst sú fregn i norgun, að japörisk kafbáta- deild hafi gert tilraun til árása á hafnarborgina Sydney í Ástralíu. í fyrstu fregnum af árásinni sagði aðeins, að þrem litlum kafbátum hefði verið sökkt fyrir Japönum. Eirium kafbátanna var sökkt með stórskotahríð, en hinum tveim með djúpsprengjum. Árásiri mistókst algerlega, því að aðeins eitt skip laskað- ist af völdum Japana og það hafði ekkert hernaðarlegt gildi. Jafnvægi hjá Kharkov. Finnar og styrjöldin. Rússar tilkynna, að jafnvægi sé nú komið á vígstöðvamar hjá Kharkov og verði árásir Þjóð- verja æ aflminni. Annarsstaðar segja Rússar að engin markverð tíðindi liafi átt sér stað. Á Svartahafi hafa Rússar sökkt 80(X) sjnál. kaup- fari fyrfr Þjóðverjum.. Hernaðartilkynning Þjóð- verja skýrir frá þvj, .að stað- bundnar árásir þeirra liafi bor- ið góðan árangur og hafi þeir bætt aðstöðu sína.. Á einum stað segjast Þjóðyerjar hafa tekið 4000 fanga, 21 fallbyssu og 79 sprengjuvörpur. Sænski fiokkuripn í Finn- landi liefir lialdið ársþing sitl í Ilelsinki og samþykkt að Finn- ar verði að berjast til sigurs gegn Rússum. Jafnframt ákvað flokkurinn að senda Manner- heim, marskálki, lieillaóskir á fimmtudaginn, en þá verður hann 75 ára. Kr. 1.598.720 gjaldendur í firði. á 1106 Hafnar- Niðurjöfnun útsvara er nú lokið í Hafnarfirði og var júfn- að niður samtals 1.598.720 kr. á 1106 gjaldendur. í fyrra var jafnað niður 926.000 kr. á 837 gjáldendur. Þessir eru hæstu gjaldendur útsvara i ár, (þeir, sem greiða 10 þiis. gr. og yfir): Bæjaréitgerð Hafnarfjarðar 340 þús., Eiriar Þorgilsson & Co. li.f. 86 þús., Júpiter h.f. 83 J þús., Venus h.f. 81 þús., Sviði li.f. 73.700, Hrafna-FIóki h.f. 73 þús., Mai’z li.f. 73 þús., Vifill h.f. 72.500, Jökuli h.f. 64.460, Bein- teinn Bjarnason 18 þús., Geir Zoéga .13.800, Sigúrjón Einars- son skipstj. 12.780, Verzl. Ein- ars Þórgilssonar 12 þús., Ing- ólfiiU- Flygeiiring 11.635, Raf- tækja\verzluniri 10.500, Foss h.f. 10 þús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.