Vísir - 01.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1942, Blaðsíða 2
VÍSIF? DAG BLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. ' :i! '' ■ Sitstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstraeti) Símttr 1660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuðí. Lttusasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Út úr þokunni EIR, sem farið liafa um fjallvegi í þoku, þekkja það vel, hversu skynvillurnar geta bakað mönnum margvís- lega hrellingar, jafnvel þótt vel megi héíta ratljóst Steinvölur sýnast björg, samferðamenn- irnir tröll, þótt þeir standi langt neðan við meðalmehnisku í björtu. Ónot og óhugnan gríp- ur rhehti og málleysingjá i slíkuiri' ferðum, — tarigáóstyrk- urinri gérir alla afvegi áúð- veldári tií farar og allar vill- ur eðlilégar. I>Ví hefir verið svo farið á undanförnum aldárfjóðungi, að einn stjórnmálaflökkur hér i laridi —- Framsóknarflokkur- inn — hefir virzt í sföðugri öræfaferð og ömurlegri þoku. Flokkur þessi hefir að veru- legu leyti róðið áttunum, sem í hefir verið haldið af þjóð- inni allri, — hann hefir haft völdin til að knýja hana út á afvegi og í ógöngur, án þess að vérulegum vörnum yrði við komið. Hvort haldið var til hægri eða vinstri skipti ekki máli, — stefnuleysið, krókarn- ir og áttavillan, var hið æski- legasta, og bezt var ef almenn- ingur væri svo villtur í rásinni, að hann greindi ekki hvort vatn rynni upp á móti eða nið- ur i móti, sem þó er talin þrautaúrræðið fyrir villta menn, til að finna leið til sjáv- ar og mannabyggða. Nú er farið áð rofa til i þok- unni og þjóðin á góðum vegi með að losria úr þessum trölla- höndum. Það er orðið ratljóst og menn teknir að 'átta 'sig á stefnunni. Það er því úr þessu þýðingarlítið fyrir Frámsókn- arflokkinn að lióta því, að ef ekki verði staðið í stað þar, sem þokan er, þá skuli hann halda til vinstri, lengra inn á öræf- in og hærra upp i þokuna, með því að fáir munu hverfa að þeirri villu. Ofurmennin, sem sagðir voru stórir, og sýndust miklir fyrirferðar i þokunni, eru það ekki lengur, er greina má án verulegra skynvilla gerð þeirra og sköpulag. Onotin og óhugnanin hverfur og þokunni léttir og einskis kvíða gætir hvað biða muni i byggðinni. Menn vita, hvað þar er og tröll hafi hiria, sem í þokunni vilja vera, — jafnvel þótt það væri öll vinstri hersingin að við- bættri Framsókn. Það er stefnuleysi og hrakn- ingum, sem horfið er frá, en af sliku hafa menn fengið meira en nóg. Þótt Frariisókn hóti vinstri stefnu, skelfir það engan, með því að hér eftir á það að vera þjóðin, sem stefn- unni ræður. Jafnvel þótt svo ó- líklega • kunni að ! farav 1 að( vinstri flokkarnir geti enn um skeið leikið að nokkrri' laris- um hala, er það ekki verra, en það, sem nú er og væritá má á hvérri stundu. Krókurinn beygisf áð þvi, sem verða vill, en í engu'spillir það, að al- þjóð sé gert Ijóst með skýrurii og ótviræðum yfirlýsingum, hvers vænta má af hátfu Fram- sóknár, vérði hún nokkurs rim komin að' kosningum áfstöðn- um, einkum þegar slikar yfir- lýsingar eru birtar annan I hvern dag, af hægri öflum ; flokksins. Hvað þá um vinstri öflin? Sýnt er það þegar, að út um byggðir landsins vekur kjör- dæmamálið engan beyg. Menn Iíta svo á, að breytingar á kjördæmaskipan og kosninga- lögum séu eðlilegar. Hér sé haldið í rétta átt, — út úr þok- unni og villunum, og það sé • fyrir mestu. Valur vann II. fl. mótið. Valur hefir unnið II. flokks mótið í knattspyfnu. Til úrslita var keppt í gærkveldi milli K. R. og Vals og bar Valur sigur úr býtum með 2 : 0. Það er athyglisvert, að Valur hefir unnið öll félögin með sama markafjölda, þ. e. 2 : 0. í gærkveldi kepptu einnig Fram og Víkingur, og lauk þeim ieik með sigri Fram með 2:1. Röð félaganna að mótinu loknu er sem hér segir: Valur með 6 stig, K. R. með 4 stig, Fram með 2 stig og Víkingur með 0 stig. Valur—Fram 3:1 Fjórði afmæliskappleikur Í.S.t. fór fram á íþróttavellin- um i fyrrakvöid. Háðu þar kappleik Valur og Fram, sem lauk með sigri Vals 3:1. Leikurinn byrjaði með þvi, að Fram fékk að velja mark, og kusu þeir að leika undan vindi. í þeim hálfleik hallaði mjög á Val, og sýndu Fram- arar mikla leikni, enda var lið- ið skipað beztu mönnum í Fram. í miðjum hálfleiknum tókst Hauki að skora mark, en á sjðustu mínútu gerðu Vals- menn upphlaup, og skoraði Að- alsteinn í Val fallegt mark. I byrjun seinna hálfleiks skoraði Magnús Bergsteinsson mark úr þvögu fyrir framan mark hjá Fram. Gekk nú á ýmsu, þang- að til Magnúsi tókst að skora þriðja mark Vals. Leikur þessi var ffekar fjör- laus, sérstaklega hjá Val. Beztu menn í Fram voru þeir Högni, Sæmundur og Karl, en í Val Sigurður Ólafsson og Magnús Bergsteinsson.. Keppninni um Vísis-gripinn lýkur í kvöld, með keppni milli K.R. og Fram kl. 8, og Víkings og Vals kl. 9.15. Dómari í fyrri leiknum verður Guðmundur Sigurðsson, en Þráinn Sigurðs- son i þeim seinni. Störf Alþingis. Vísi Iiefir borizt yfirlit yfir störf Alþingis á síðastliðnum vetri. 57 lög voru afgreidd á þessu þingi og 17 þingsálykt- unartillögur. Meðal þeirra laga, sem afgreidd voru á þinginu, má nefna lög um íþróttakenn- araskóla, notkun vegabréfa innanlands, striðsgróðaskatt og ýmis fleiri, sem ekki verða talin hér. % 31 þingmannafrv. voru óút- rædd og þar á meðal frv. til laga um verklegt nám kandí- data frá Háskóla íslands. Auk þess, sem hér að framan er talið, voru 36 þingsályktunar- tillögur ekki útræddar. Stádentar! Styrkið Nýja StúdentagarðinnJ Hjónaefni. S.L laugardag opinberuðu trú- bfun sína ungfrú Steinunn Þor- þjöriiSdóttir, Framnesveg 18 og Jón Rósmundsson verzlunarm., Lindar- götu ig. VISIR , Nýi Stúdentagarðuriim: Ntndentar gaftii “rilRRII^rÖlJ illll. »Sfiítlínur« safna peningfum. Viðtal við Lárus Pétursson stud. jur. Fréttaritari Vísis hafði tal af Lárusi Péturssyni í gær og innti hann eftir fréttum af byggingu nýja Stúdentagarðsins. Gaf hann þær upplýsingar, að nú þegar væri lokið við að steypa grunn hússins. Stúdentar unnu að greftinum í sjálf- boðavinnu og gáfu hana alla. Hér fer á eftir frásögn Lárusar: t— Hvernig gengur með bygg- inguna? Er hún komin vel á veg? — Henni miðar sæmilega á- fram. Það er nú þegar lokið við að grafa og einnig er grunn- urinn þegar steyptur. — Hafið þið fengið nóga fagmenn, smiði og múrara?“ — Nei, það höfum við reynd- ar ekki. Við höfum aðeins f jóra smiði við mótauppslátt í grunn- inum, en við þurfum miklu fleiri, þegar fram í sækir. Eg er ekki i neinum vafa um það, að nógir gervismiðir fást, en við getum ekki látið þá eina nægja. Við vérðum að minnsta kosti að hafa eitthvað af lærð- um smiðum með. Alla verka- mannavinnu munu stúdentar vinna, og verður vonandi eng- inn hörgull á þeim yfir sum- arið. — Er ákveðið, hvernig hús- ið á að vera? — Já, það er þegar búið að fastákveða það. Byggingin verður nokkuð öðruvísi en Gamli Garður, því mest verður lagt upp úr því, að líún rúmi sem flesta stúdenta í herbergi. Er áætlað, að hafa það þrjár hæðir með litlu risi, fyrir utan kjallara. Verða íbúðarher- bergi á öllum hæðum, bæði einmennings og fyrir fleiri. Engin útskot verða á húsinu og heldur enginn turn. Ekki verður heldur neinn leikfimi- salur eða matstofa, en ein setu- stofa verður 1 húsinu. Inngang- ur í húsið verður á norðurhlið þess, og verður hann áþekkur innganginum i Háskólann. — Kostnaðurinn við bygg- inguna, hvað er að segja um hann? — Hann er áætlaður að vera' um 750 þús. kr. Gamli Garð- ur kostaði á sínum tíma 200 þús. kr. Var mikill hluti þess fjár fenginn með samskotum eldri og yngri stúdenta víðs- vegar að af landinu. — Hvernig hafið þið hugs- að ykkur að fá þessa upphæð? — Við höfum 300 ^þús. kr. frá ríkinu og 150 þús. kr. úr sjóði Gamla Garðs, sem varið verður til byggingarinnar, Það, sem ávantar, verðum við að treysta á, að stúdentar allsstað- ar á landinu útvegi okkur með samskotum, eins og við Gamla Garð. Það er von, okkar nefnd- armanna, að akademiskir borg- arar sjái sér fært að láta eitt- hvað fé úr hendi rakna, þvi að öðrum kosti verður erfiðar að koma byggingunni upp. — Hvernig hafið þið hugs- að ykkur að haga söfnuninni? — Eins og frá var skýrt í blaði ykkar um daginn, höf- um við sent bréf til allra stú- denta á landinu og beðið þá liðsinnis við þennan málstað. Hefir þegar árinnist nokkuð, en ekki nálægt því nóg til þess að geta staðizt allari kostnað- inn. Þegar samskotin til Gamla Garðs fóru fram á sínum tíma, voru það fjölda margir, sem gáfu heil herbergi i húsið, og kostaði hvert þeirra þá 5000 kr. Sumir gáfu jafnvel tvö. Nú kostar sams konar herbergi 10.000 kr., og stafar þessi verð- munur af dýrtíðarástandinu, sem nú er ríkjandi í landinu. Þá er það einnig athugandi, að peningaforráð almennings í landinu nú eru miklum mun meiri, en á þeim tíma, er Gamli Garður var byggður. Óhætt er að fullyrða, að umráð manna yfir peningum séu svo mikil nú, að það nemi þeim mismun, sem er á kostnaðinum við þessa byggingu og hinni fyrri. Nú á næstunni munu kven- stúdentar fara á vegum Garðs- nefndar til þeirra manna, sem við höfum sent bréf, og safna saman því fé, sem þeir hafa í hyggju að gefa. Þá verður einnig að minnast þess, að ýms hreppsfélög og fyrirtæki lögðu drjúgan skerf ; til Gamla Garðs, og væntum við þess, að svo verði einnig nú. — Hvenær á húsið að vera komið upp, ef allt gengur að óskum? — Ætlunin er, að það verði íbúðarfært strax i haust, svo að stúdentar geti flutt í það, þegar skólinn bjnjar, en verði alveg búið um næstu áramót. — Hver sér um bygginguna? — Sigurður Jónsson bygg- ingameistari liefir tekið að sér að sjá um framkvæmd verks- ins. — Er nokkuð frekar um þetta að segja? — Ekki nema það, sem eg» raunar hefi sagt, að eg vil biðja stúdenta, eldri og yngri, að Ijá okkur liðsinni sitt með pen- ingasendingum sem allra fyrst, til þess að húsið verði íbúðar- hæft við byrjun næsta skóla- árs. Hver maður hlýtur að sjá fram á það, að það er allt ann- að en þægilegt fyrir stúdenta, sem stunda erfitt skólanám, að hýrast í óvistlegum og loftlitl- um líkkrufníngs- og geymslu- herbergjum i Háskólakjallar- anum, eins og þeir urðu að sætta sig við síðastliðinn vet- ur. Eldri stúdentar, sem áttu þess kost að dvelja í Stúdenta- garðinum í Kaupmannahöfn, og þeir, sem voru á Gamla Garði, vita það bezt hvers virði slíkur staður er námsmönnum, og skilja vel, hvers vegna yngrí stúdentarnir sækja nú svo fast að fá nýjan Garð. Bíll eknr fram af bryggju í Hafnarfirði. í morgun kl. 9 '/2 ók flutninga- bifreið út af bæjarbryggjunni í Hafnarfirði og niður í sjóinn. Bifreiðarstjórinn var einn i bifreiðinni og komst hann lífs af. Dýpi er allmikið við bryggj- una, eða um 16 fet um flóð. Þegar bifreiðin ók fram af mun sjór hafa verið um það bil hálf- fallinn. Fundur að Stórólfshvoli. Æsingatilraunir vegna k.jör- dæmamálsins fóru út um þúfur. Þingmenn Rangæinga boð- uðu til almenns fundar að Stór- ólfshvoli i gær. Af hálfu Sjálf- stæðisflokksins mættu þeir á fundinum Magnús Jónsson at- vinnumálaráðherra og Bjarni Benediktsson borgarstjóri. Fundurinn hófst kl. 4 síðd. og stóð fram á kvöld. Fóru um- ræður rólega fram, og þótt framsóknarmenn reyndu að ala á æsingi vegna kjördæmamáls- ins þýddi það ekki, enda hurfu þeir skjótlega frá því og að afurðasölumálunum, sem þeir töldu heppilegri til áróðurs. Sjálfstæðismenn fengu góð- ar úndirtektir á fundinum, en auk hinna tveggja ofangreindu talaði af þeirra hálfu Ingólfur Jónsson á Hellu, en hann verð- ur annar frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins í Rangárvalla- sýslu, en hinn verður væntan- lega Sigurjón bóndi í Raftholti. Sveinbjörn Högnason lýst yf- ir þvi, að hann myndi leita fylgis austar á landinu, eða í V.-Skaftafellssýslu, en í hans stað myndi verða i framboði af hálfu Framsóknar sýslu- maður Rangæinga, Björn Fr. Björnson. Lýsti sýslumaður einnig framboði sinu. Þetta var fundur Framsókn- arflokksins, og hafði verið smal- að til fundarins, enda mátti ætla, að Framsókn væri þar i meiri hluta, þóft Sjálfstæðis- flokkurinn hefði þar og mikið fyigí- 76 nemendur við Tónlistarskólann Uppsögn' Tónlistaskólans fór fram í gær, í Hljómskálanum, þar sem hann hefir haft hús- næði í vetur. Alls stunduðu 76 nemendur nám. Af þeim lögðu 47 stund á píanóleik, 22 á fiðluleik, 4 cellóleik, 3 tónskáldskap og 1 orgelleik. — Allir nemendurnir nutu tilsagnar í tónlistarsögu og hljómfræði. Frú Unnur Arnórsdóttir lauk burtfararprófi í píanóleik, en hún liefir stundað nám i skól- anum í ‘fimm vetur. Kennslu höfðu með höndum Páll ísólfsson skólastjórn, Árni Krisljánsson, Björn Ólafsson, dr. Edelstein, dr. Urbantschi— tsch, Karl O. Runólfsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Eins og í draumi. Rannsóknarlögreglan hefir haft uppi á manni einum, er brautzt á hvítasunnunni inn í, og olli spjöll- um á þremur sumarbústöðum við Þingvallávatn. Var maðurinn ölóð- ur of fermingar-portvíni og hafði verið fleygt úr bíl undan Kárastöð- um aðfaranótt þriðjudags, 26. maí síðastl. Varð honum reikað niður að Skálabrekku og svalaði,-. skapi sínu á rúðum og húsmunum í sum- arbústöðum, sem Ólafur R. Björns- son, Jean Claessen, Isleifur Jóns- son og Unnur Samúelsdóttir áttu. Segir maðurinn, að þetta hafi borið fyrir sig eins og í draumi. Lán óskast að upphæð 20 þús. kr. gegn 1. veðrétti i ágætu iðnfyrir- tæki. Þagmælsku heitið. Til- boð sendist Vísi hið allra fyrsta, merkt: „K“ helzt 5 lampa. Svarað í síma 5726, milli 7 og 9 e. h. Vaiiur bílitjóri (meira próf) óskar eftir að keyra góðan bil, helzt vörubil. — Tilboð sendist blaðinu, merkt: „Vanur“. 2—2J4 tonna, model 1934, til sölu. Skipti á litlum fólksbíl geta komið til greina. Uppl. Skothúsvegi 7, eftir kl. 7 i kvöld og annað kvöld. Starfs- stúlkii vantar á Vífilsstaðahælið vegna forfalla annarar. Uppl. á skrifstofu ríkisspítalanna og hjá yfirhjúkrunarkonunni Sími 5611. Stúlku vantar strax á Ellih júkrunarheimilið GRUND. Uppl. gefu yfirhjúkunar- konan. Harmonika til sölu næstu daga i KÖRFUGERÐINNL Þvotta- aim vantar í þvottahús Landspít- alans. Uppl. á skrifstofu rik- isspítalanna og hjá þvotta- ráðskonunni. Chevrolet, iy2 tonns, til sölu og sýnis hjá Gróðrárstöðirini við Hringbraut frá kl. 8—9. Krlstján Gnðlaogsson Hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Hverfisgata 12. — Sími 3400.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.